Safaríkt 1. apríl gabb

  Áður en langt um líður þarf fjölmiðlafólk að leggja hausinn í bleyti og upphugsa gott 1. apríl gabb.  Á árum áður gekk gabbið út á að fórnarlambið hlypi yfir þröskuld.  Helst jafnvel 3 þröskulda.  

  Í dag eru þröskuldar á undanhaldi.  Eflaust skýrir það að hluta hvers vegna gabbið hefur gengisfallið.  Fjölmiðlar og fleiri eru að slá upp lygafrétt 1. apríl án þess að nokkur hlaupi.  Til að mynda frétt um að einhver nafngreindur væri að hefja störf á nefndum fjölmiðli.  Eða að tónlistarmaður væri að ganga í nefnda hljómsveit.  Þetta eru hvorutveggja raunveruleg 1. apríl göbb sem voru andvana fædd.  Enginn hljóp.  Enginn hló.

  Safaríkara var um árið gabb starfsfólks veitingastaðar á Höfn í Hornafirði.  Það hringdi í lögguna og tilkynnti um brjálaðan mann í sturlunarástandi sem væri að rústa klósettinu.  Lögreglumenn brugðu við skjótt.  Er þeir ruddust með látum og kylfur á lofti inn á staðinn mættu þeim hlátrarsköll starfsfólks og gesta sem hrópuðu:  "1. apríl!" 

  Full ástæða er til að endurnýta þetta hressilega gabb;  hringja í slökkvilið,  sjúkrabíl,  björgunarsveitir og láta liðið hlaupa 1. apríl.  Það yrði hamagangur í öskjunni!

hlaup

  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki aðalvandamálið það að þessir fjölmiðlamenn sem eiga að sjá  um þetta "aprílgabb" lýta svo á að verkefnið sé svo lítilfjörlegt að þeir NENNA ekki að sinna því þannig að nokkur sómi sé að og þá verður niðurstaðan  sú "hugmyndaauðgin" verður á frekar lágu "plani" og smám saman verður  þessi skemmtilegi siður að engu???????

Jóhann Elíasson, 19.3.2025 kl. 10:42

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  þú hittir naglann á höfuðið!

Jens Guð, 19.3.2025 kl. 14:07

3 identicon

Ég mæli alls ekki með því að löggan sé göbbuð hvort sem er 1 Apríl eða aðra daga. Þar á bæ hafa menn nóg að gera í hverfi Breiðholtsskóla og í Mjóddinni við að vernda börn og fullorðna fyrir brjáluðum krakkaskríl óhæfra foreldra. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2025 kl. 15:32

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er línudans!

Jens Guð, 19.3.2025 kl. 16:03

5 identicon

Já Jens, þessi ofbeldis línudans er m.a. í boði sænsku innflytjenda stefnunnar sem var tekin upp af síðustu ríkisstjórnum og er að blómstra núna. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2025 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband