Sparnaðarráð

  Sumarið er tíminn.  Sumarbústaðaeigendur og sumarbústaðaleigendur hlakka til helga og annarra sumarfrísdaga.  Oft er gestkvæmt.  Einkum í námunda við matmálstíma.  Þá kemur sér vel að hafa hengt upp fisk og kjöt.  Fátt er betra en siginn fiskur,  skreið og skerpukjöt. 

  Verra er að flugan verpir í þetta lostæti.  Það er ólystugt að bera á borð mat með iðandi möðkum - þrátt fyrir að ESB hvetji til skordýraáts.  Ráð er að setja maðkaða bita í lokaðan plastpoka.  Þegar dregur úr súrefni í pokanum skríður maðkurinn úr holu sinni.  Á tveimur sólarhringum er hann dauður.  Þá má taka matinn úr pokanum og skilja maðkinn þar eftir.

  Alltaf er eitthvað um maðk sem drepst áður en hann hefur rænu á að forða sér.  Hann má fela með því að sjóða hrísgrjón og hræra út í ljósa karrísósu.  Heimilisfólki og gestum er talin trú um að þetta sé vinsæll indverskur hátíðaréttur.  Enginn tekur eftir litlum dauðum möðkum í matnum.  Þeir líta nefnilega út eins og hrísgrjónin í matnum.  

hrísgrjón

        


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú minnist á skerpukjöt sem er vinsælt í Færeyjum, þá dettur mér í hug frábært viðtal við Kristrúnu Frostadóttir Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Kristrún er nýkomin frá Færeyjum þar sem hún greinilega kynnti sér vel hvernig Færeyingar standa að gangnagerð og öðrum framkvæmdum. Fyrirmyndaríkið Færeyjar fór framhjá síðustu ríkisstjórnum, en nú ætlar Kristrún að bæta úr því og vonandi kemur eitthvað gott út úr því og þessari heimsókn hennar til Færeyja. Þröngsýnin sem hefur ríkt hér í stjórnkerfinu að vilja ekki læra af öðrum hvað varðar svona framkvæmdir og skólakerfið hefur haft virkilega slæm áhrif og skilað handónýtu og stórhættulegu vegakerfi og afturhaldssömu og bagalegu skólakerfi. 

Stefán (IP-tala skráð) 14.5.2025 kl. 11:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta með að "fela" hvítmaðka Karrísósu  er alveg frábært ráð.  Þetta minnir mig á einn kok sem ég var með á bát úti á landi.  Einu sinni var hann með fiskibollur í matinn, sem er nú ekki í frásögur færandi, en þar sem ég hafði nú komið nálægt kokkaríi þá vöknuðu hjá mér grunsemdir því það er mjög einfalt að matreiða fisk á einfaldari máta en að hakka hann í bollur.  Þá viðurkenndi hann að það hafi verið svo mikill hringormur í þorskflökunum sem hann ætlaði að steikja svo hann hefði orðið að hætta við að steikja flökin og þess vegna hafi hann ákveðið að hakka flökin og búa bara til fiskibollur og steikja, mig minnir að það hafi verið karrísósa með fiskibollunum Ég man ekki annað en ALLIR hafi borðað fiskibollurnar með bestu  lyst og ég votta það hér með að þær voru bara þrælgóðar.......

Jóhann Elíasson, 14.5.2025 kl. 11:27

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir frábæra sögu!

Jens Guð, 14.5.2025 kl. 13:49

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég heyrði viðtalið.  Kristrún kunni gott að meta!

Jens Guð, 14.5.2025 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband