Einn að misskilja!

  Bono Vox.  söngvari írsku rokkhljómsveitarinnar U2,  blandar iðulega inn í hljómleikadagskrá hljómsveitarinnar hugleiðingum um trúmál,  stríð og frið,  fátækt,  hungur,  mengun og svo framvegis.

  Svo bar til að U2 hélt hljómleika í Skotlandi.  Á miðjum hljómleikum stöðvaði Bono tónlistina og bað áheyrendur um algjöra þögn.  Síðan byrjaði hann að klappa saman höndum.  Hægt en taktfast.  Í salnum ríkti þögn í langan tíma á meðan.  Loks tók Bono til máls og tilkynnti með þunga í röddinni:  "Í hvert sinn sem ég klappa saman höndum þá deyr barn í afríku."

  Mjóróma rödd framarlega í salnum hrópaði reiðilega á móti með sterkum skoskum hreim: "Hættu þá að klappa, óþokkinn þinn!"     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir mig á að í hvert sinn sem Sigurður Ingi og Einar áttavillti Þorsteinsson opna munninn þá yfirgefur kjósandi  Framsóknarflokkinn. Þar á sem sé við ,, Hættu þá að tala óþokkinn þinn ,,.

Stefán (IP-tala skráð) 19.6.2025 kl. 12:20

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 19.6.2025 kl. 13:41

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vonandi hefur þetta ekki áhrif á "HÚIÐ" okkar. 

Sigurður I B Guðmundsson, 19.6.2025 kl. 20:53

4 identicon

Predikarar sem halda að þeir hafi öðlast sannleikann og vilja ólmir miðla honum til fávísra eru óþolandi.

OK, segðu þína skoðun en láttu aðra um að móta sína eigin skoðun. Þú ert ekki Kristur endurfæddur þó fólk líki tónlistin sem þú skapar.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.6.2025 kl. 23:19

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, segðu!

Jens Guð, 20.6.2025 kl. 06:19

6 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,   er þetta ekki allavega eða þannig.

Jens Guð, 20.6.2025 kl. 06:20

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef oft fengið það  á tilfinninguna að Bono haldi að sólin skíni út um ra...... á honum.  Frægðin hefur heldur betur stigið honum til höfuðs.... wink

Jóhann Elíasson, 20.6.2025 kl. 14:17

8 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  það er margt til í þessu hjá þér!

Jens Guð, 20.6.2025 kl. 14:58

9 identicon

Það er virkilega sorglegt að fylgjast með málþófinu sem núna fer fram á Alþingi, þar sem stjórnarandstaðan berst með kjafti og klóm gegn vilja yfgirgnæfandi meirihluta þkóðarinnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi athugasemd mín fær að vera hér inni í friði fyrir ritskoðun sem ég og fleiri hef orðið vör við - Ritskoðun á heima í Rússlandi og slíkum löndum. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.6.2025 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.