Undarlegar nágrannaerjur

  Ég átti erindi í smáíbúðahverfi;  skutlaði þangað dóti til kunningja.  Við stóðum við útidyrnar er nágranni renndi í hlað.  Kunninginn kastaði glaðlega kveðju á hann.  Viðbrögðin voru:  "Haltu kjafti,  fáviti!

  Kunninginn er ör og hvatvís.  Hann er aldrei kyrr.  Sama hvort hann horfir á sjónvarp eða situr í kirkju.  Hann sprettur ítrekað á fætur til að senda sms eða sækja penna út í bíl.  Ókyrrðin getur komið sér vel.  

  Hann útskýrði fyrir mér hegðun nágrannans:  "Um síðustu helgi tók ég garðinn minn í gegn;  sló, snyrti blómabeð,  bjó til þetta kúlulagamunstur á limgerðið.  Ég gleymdi mér í gróðri og mold.  Rankaði allt í einu við að ég var farinn að taka til í þessum samliggjandi garði nágrannans.  Ekki veitti af.  Ég stakk upp blómabeð og endurraðaði blómum til að ná fram betri litasamsetningu.  Sérðu þrepin þarna?  Þetta var bara ljótur grjótbingur.  Nokkrum dögum síðar kom nágranninn frá útlöndum.  Hann trylltist.  Sakaði mig um ósvífni,  frekju,  yfirgang og afskiptasemi.  Ég átti frekar von á þakklæti.  Maðurinn er eitthvað vanstilltur.  Þú heyrðir hvernig hann hreytti í mig áðan.  Það er annað en gaman að búa við hliðina á svona skapstirðum nágranna!"

garður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli nágrannanum hafi ekki fundist að hinn væri að senda sér "dulin" skilaboð þess efnis að hann þyrfti að fara að snyrta til í garðinum hjá sérr og ekki vrið alveg sáttur???????

Jóhann Elíasson, 17.7.2025 kl. 11:35

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á... Hjónin voru að rífast að þau gætu ekki lifað svona hátt áfram og yrðu að spara. Ef kynnir að elda þá gætum við sagt eldabuskunni upp sagði maðurinn. Jæja, sagði konan ef þú kynnir eitthvað í "rúminu" þá gætum við sagt garðyrkjumanninum upp!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2025 kl. 11:36

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  sennilega,

Jens Guð, 17.7.2025 kl. 15:32

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður!

Jens Guð, 17.7.2025 kl. 15:33

5 identicon

Gæti átt við gamlan geðillan fylgi rúinn dýralækni úr Hrunamannahreppi ? Stjórnlaus frekja og yfirgangur er allavega vísbending.

Stefán (IP-tala skráð) 19.7.2025 kl. 19:29

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þú kannt að koma orðum að hlutunum!

Jens Guð, 19.7.2025 kl. 21:26

7 identicon

Ísland er ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu, eða hvað ? Aðildarumsókn Íslands er virk segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið dregin til baka segir Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor. Sendu Gunnar Bragi og Simmi bréf þess efnis að draga umsóknina til baka og var það bréf þá óskiljanlegt ? Getur þá verið að Gunnar Bragi og Simmi hafi hnoðað viðkomandi bréf saman á Klausturbar og að það sé ástæðan ?

Stefán (IP-tala skráð) 21.7.2025 kl. 09:40

8 identicon

Væntanlega aumingi úr noborders sem réðst með málningu að saklausum ljósmyndara - skríll !

Stefán (IP-tala skráð) 22.7.2025 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband