Herkænska

  Ég skrapp í Ikea.  Keypti mér þar skæri og hélt síðan á veitingasvæðið.  Þar fékk ég mér lax.  Á næsta borði sátu nokkur ungmenni.  Kannski um tvítug.  Ég fylgdist ekkert með þeim þangað til sími pípti hjá einum drengnum.  Hann kíkti á sms skilaboð,  dæsti og sagði:  "Æ andskotinn.  Framkvæmdastjórinn boðar mig á fund í fyrramálið."

  - Hvað er í gangi? spurði annar.

  - Ég held að hann ætli að reka mig.  Hann hefur hótað því,  útskýrði drengurinn og hélt svo áfram:  Ég ætla að byrja fundinn á því að rétta honum uppsagnarbréf.  Reka hann áður en hann rekur mig.  Hann getur ekki rekið mig ef hann er ekki lengur framkvæmdastjóri!

  - Getur þú rekið hann?  

  - Ég læt allavega reyna á það!

  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað getur "strákurinn" sagt framkvæmdastjóranum upp (rekið hann) sem sinn framkvæmdastóra.......

Jóhann Elíasson, 22.8.2025 kl. 11:50

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  góður punktur!

Jens Guð, 22.8.2025 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lax, Ikea. Úr hvaða á?

Hvar er Íkea?

Guðjón E. Hreinberg, 22.8.2025 kl. 12:18

4 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  ég veit ekki uppruna laxins.  Vonandi er þetta ekki sjókvíalax.  Norðlendingar halda að Í Kea sé verslun undir hatti Kea.  Hið rétta er að Ikea er sænskt fyrirtæki með útibú í Kauptúni í Garðabæ.  

Jens Guð, 22.8.2025 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband