Herkænska

  Ég skrapp í Ikea.  Keypti mér þar skæri og hélt síðan á veitingasvæðið.  Þar fékk ég mér lax.  Á næsta borði sátu nokkur ungmenni.  Kannski um tvítug.  Ég fylgdist ekkert með þeim þangað til sími pípti hjá einum drengnum.  Hann kíkti á sms skilaboð,  dæsti og sagði:  "Æ andskotinn.  Framkvæmdastjórinn boðar mig á fund í fyrramálið."

  - Hvað er í gangi? spurði annar.

  - Ég held að hann ætli að reka mig.  Hann hefur hótað því,  útskýrði drengurinn og hélt svo áfram:  Ég ætla að byrja fundinn á því að rétta honum uppsagnarbréf.  Reka hann áður en hann rekur mig.  Hann getur ekki rekið mig ef hann er ekki lengur framkvæmdastjóri!

  - Getur þú rekið hann?  

  - Ég læt allavega reyna á það!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað getur "strákurinn" sagt framkvæmdastjóranum upp (rekið hann) sem sinn framkvæmdastóra.......

Jóhann Elíasson, 22.8.2025 kl. 11:50

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  góður punktur!

Jens Guð, 22.8.2025 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lax, Ikea. Úr hvaða á?

Hvar er Íkea?

Guðjón E. Hreinberg, 22.8.2025 kl. 12:18

4 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  ég veit ekki uppruna laxins.  Vonandi er þetta ekki sjókvíalax.  Norðlendingar halda að Í Kea sé verslun undir hatti Kea.  Hið rétta er að Ikea er sænskt fyrirtæki með útibú í Kauptúni í Garðabæ.  

Jens Guð, 22.8.2025 kl. 12:55

5 identicon

Ég er í nettu áfalli eftir að Herdís Fjelsted henti út þættinum Djúpið af X inu, þar sem Sigurjón og Addi hafa farið á kostum í umfjöllunum um merkt tónlistarfólk.  Ekki hvað síst í þáttunum fjórum um meistara, meistara, meistara, meistara David Bowie. Ég var dyggur hlustandi allra þessara þátta sem auðvitað er hægt að finna og hlusta á. Ég sem er nýlega búinn að kaupa íþróttapakka áskrift hjá Sýn veit ekki hversu lengi ég verð áskrifandi þar eftir þessi ósköp. Hvers lags ,, herkænska ,, er þetta eiginlega ?

Stefán (IP-tala skráð) 23.8.2025 kl. 15:49

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég er sömuleiðis afar ósáttur við uppsagnir X-ins.  Addi hefur jafnan farið á kostum og náð jafnframt hærri hæðim með Sigurjóni.  Ég óttast að X-ið verði plötusnúða daggskrá án talmáls og fróðleiksmola.

Jens Guð, 23.8.2025 kl. 19:30

7 identicon

Hvað í ósköpunum vilja Magga Stína og No Borderds ? Takmarkalausan innflutning á albönskum glæpalýð, múslimskum kvenhöturum betlandi tataralýð ???

Stefán (IP-tala skráð) 24.8.2025 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband