Furðulegur ágreiningur

  Tveir vinir mínir hafa ólík sjónarmið til margra hluta.  Eitt sinn voru þeir ágætir vinir.  Nú andar köldu á milli þeirra.  Einmitt vegna ólíkra viðhorfa.

  Gulli starfaði lengst af sem sendibílstjóri í forföllum leyfishafa bílsins.  Þegar leyfishafinn kom aftur til starfa fór Gulli í sjálfstæðan rekstur.  Allt gekk á afturfótunum.  Reksturinn sveif á hliðina.  Hann tapaði leiguíbúð sinni.  Í kjölfar fékk hann tímabundið inni hjá Halla vini sínum.  Sá rak fyrirtæki á Selfossi en bjó heima hjá sér í Reykjavík um helgar.  Þó sjaldan lengur en frá laugardagskvöldi og fram á mánudagsmorgun.

  Gulli hóf leit að ódýrri leiguíbúð.  Leitin bar árangur.  Hann bað Halla um að lána sér sendibíl hans í örfáa daga svo hann gæti flutt búslóð sína.  Halli sá engin vandkvæði á því.  Þeir yrðu þó að skottast á bílnum til Selfoss morguninn eftir.  Þaðan gæti hann reddað sér fari í bæinn um næstu helgi. 

  Þetta gekk eftir.  Gulli settist undir stýri "til að kynnast bílnum."  Er þeir renndu í hlað fyrir utan fyrirtæki Halla sagði Gulli ákveðinn:  "Þetta er 20 þúsund kall."

  Halli spurði hvað hann ætti við.  Gulli svaraði:  "Skutlið hingað kostar 20 þúsund kall!"

  Halli varð ringlaður og sagði:  "Bíddu við,  þetta er minn bíll sem ég er að lána þér og þú býrð frítt heima hjá mér..."

  Það fauk í Gulla.  Hann æsti sig og hrópaði:  "Það skiptir engu máli hver á bílinn.  Fjöldi sendibílstjóra og leigubílstjóra á ekki bílinn sem þeir aka og það skiptir engu andskotans máli.  Taxtinn fyrir skutl til Selfoss er 20 þúsund kall.  Reyndu ekki að búa til vesen.  Þú vilt ekki kynnast mér reiðum. Komdu með þennan 20 þúsund kall og ekkert rugl!"

  Halli var ennþá ringlaður.  Honum var jafnframt brugðið við æsinginn í Gulla.  Eiginlega ósjálfrátt kippti hann 20 þúsund kalli upp úr vasa sínum.  Þeytti honum í Gulla og kallaði um leið og hann stökk út úr bílnum:  "Verði þér kærlega að góðu!"

  Halli var afar ósáttur er hann sagði mér frá þessu.  Ég spurði Gulla út í söguna.  Það var þungt í honum:  "Halli er svo heimskur að hann fattar ekki að sendibílstjóri undir stýri er að vinna.  Það breytir engu um hver á bílinn.  Ég eyddi næstum 2 tímum í Selfossskutlið.  Ég stóð í flutningum og hafði nóg annað að gera við tímann!"   

sendibíll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Lærdómur sögunnar er "AÐ SJALDAN LAUNAR KÁLFURINN OFELDIÐ".......

Jóhann Elíasson, 12.9.2025 kl. 10:20

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  algjörlega!  

Jens Guð, 12.9.2025 kl. 10:24

3 identicon

,, Vinátta er viðkvæm eins og glas, þegar það er brotið er hægt að laga það, en það verða alltaf sprungur ,,. 

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2025 kl. 11:19

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  vel og skáldlega mælt.

Jens Guð, 12.9.2025 kl. 11:30

5 identicon

Góðir forstjórar eru vinir starfsfólks síns og njóta trausts þess. Forstjóri Play hefur reynslu af örðru, vanur maður þar á ferð. 

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2025 kl. 18:41

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar ég bjó í Svíþjóð þótti sjálfsagt að borga bensínpening ef maður fékk far

svo voru sumir sem ýttu fram peningarkrús til að rukka kaffið

svíar eru með á hreinu að þetta kostar allt og afhverju ættu þeir að gefa þér af því sem þeir hafa þurft að vinna fyrir?

Grímur Kjartansson, 12.9.2025 kl. 18:53

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#5),  ég þekki ekki til þarna hjá Play.  Vonandi gengur vel þar á bæ.

Jens Guð, 12.9.2025 kl. 19:20

8 Smámynd: Jens Guð

Grímur,  takk fyrir fróðleiksmolana.  

Jens Guð, 12.9.2025 kl. 19:21

9 identicon

Rukka gesti fyrir kaffið! Verður varla flokkað sem gestrisni. Hvað ef gesturinn er bara að heimsækja vin eða ættingja og kærir sig ekki um kaffi. Rukka svíar fyrir það líka? Taxti sálfræðings?

Bjarni (IP-tala skráð) 13.9.2025 kl. 17:02

10 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  þetta er snúið.

Jens Guð, 13.9.2025 kl. 17:20

11 identicon

Ég bjó alveg nógu lengi í Svíþjóð til að geta sagt að svíar eru almennt ekki eins fégráðugir og íslendingar, lítum bara á glæpsamlega verðlagningu út um allt hér í ferðaþjónustunni. Hinsvegar misstu svíar alla stjórn á gengndarlausum innflutningi á glæpsamlegum innflytjendum, nokkuð sem Kata Jak og hennar ríkisstjórnir öpuðu svo eftir.

Stefán (IP-tala skráð) 13.9.2025 kl. 19:54

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir innleggið.  

Jens Guð, 14.9.2025 kl. 07:36

13 identicon

En hvað er að ske í Færeyjum núna Jens ? Færeyingar eru jú þekktir fyrir gestrisni, en nú bregður svo við að ferðamenn bara hverfa.

Stefán (IP-tala skráð) 14.9.2025 kl. 14:45

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#13),   útlenskum ferðamönnum hættir til að vanmeta hættur í Færeyjum.  Þeir rúlla niður brattar hlíðar og hrasa í björgum.  Af og til leiðir það til dauðsfalla.  

Jens Guð, 14.9.2025 kl. 17:10

15 identicon

Rétt eins og útlenskum ferðamönnum hættir til að vanmeta glæpsamlega verðlagningu á Íslandi og koma svo staurblankir heim. 

Stefán (IP-tala skráð) 14.9.2025 kl. 17:14

16 Smámynd: Jens Guð

Lika má líkja þessu við útlenda ferðamenn í Reynisfjölu.  

Jens Guð, 14.9.2025 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.