Útvarpsraunir

  Við sem búum á suðvesturhorninu erum þokkalega stödd varðandi úrval útvarpsstöðva til að hlusta á.  Öðru máli gegnir með afganginn af landsbyggðinni.  Þegar ekið er út úr bænum byrja útvarpsstöðvarnar að detta út hver á fætur annarri fljótlega eftir að Ártúnsbrekkunni sleppir.

  Enn þrengir að.  Nú er Sýn búin að slökkva á öllum sendum FM957 á landsbyggðinni að undanskildum Vestmannaeyjum og Akureyri.  Verra er að slökkt hefur verið á öllum sendum X-ins út um landið.  Það vekur furðu.  X-ið er með miklu meiri hlustun en FM957.  Eina skýringin sem mér dettur í hug er að manneskjan sem slekkur á útvapsstöðvum hlusti sjálf á FM957 en aldrei á X-ið.    

  Tekið skal fram að mæling á hlustun er meingölluð.  Hún mælir einungis stöðvar sem borga fyrir að fá að vera með.  Þannig vantar samanburðinn við Útvarp Sögu.  Í eldri könnunum hefur Saga verið í hópi 3ja vinsælustu stöðvanna.

  Athygli vekur að kántrý-stöðin hefur aldrei náð flugi - þrátt fyrir mikla og góða kynningu.  

útvarp


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Við 101 rotturnar förum yfirleitt ekki lengra en að Ártúnsbrekku!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.10.2025 kl. 09:48

2 identicon

Er gjörsamlega vaxinn upp úr því að láta ljósvakamiðlana trufla ´hina daglegu tómstundaiðkun. Ef það er eitthvað voðalega mikilvægt sem ég frétti af utan á mér og þarf nánari útlistun þá hringi ég bara í Jens.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.10.2025 kl. 10:10

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  nákvæmlega!

Jens Guð, 3.10.2025 kl. 10:30

4 Smámynd: Jens Guð

Jósefm  góður!

Jens Guð, 3.10.2025 kl. 10:31

5 Smámynd: Jens Guð

 Afsakaðu Jósef að m slæddist inn í stað kommu.

Jens Guð, 3.10.2025 kl. 10:36

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Smá föstudagsgrín: Norður Íri spurði Gyðing af hverju Jesús hafi fæðst í Betlehem en ekki í Belfast? Jú sagði Gyðingurinn það fundust ekki þrír vitringar í Belfast og því síður hrein mey!!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.10.2025 kl. 11:05

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hérna í Reykjanesbæ nást bara Bylgjan, Rás2 og "Gufan" en uppi á Ásbrú næst ekki neitt almennilega og er þar um að kenna nálægð við flugvöllinn en tækin þar trufla ALLAR útvarpsbylgjur....

Jóhann Elíasson, 3.10.2025 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.