Níðingsleg framkoma

  Á dögunum lentu Ford pallbíll og Chrysler bíll í árekstri við gatnamót í Boston í Bandaríkjunum.  Ökumaður Chrysler bílsins lést og farþegi,  ungur drengur,  slasaðist.  Sjónarvottur að slysinu brá við skjótt,  hjúkraði slasaða farþeganum og kom honum á slysavarðstofu.  Eftir að gert hafði verið að sárum hins slasaða laumaðist sá út af slysavarðstofunni frá ógreiddum reikningi,  stal bíl þess hjálpsama og ók á honum heim til sín.

  Þegar lögreglan handtók hann heima hjá sér fyrir bílstuldinn gaf hann þá skýringu að hann hafi verið bíllaus eftir að ökumaður Chrysler bílsins lést og hafi ekki haft efni á að taka leigubíl.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já svona geta hlutirnir gerst.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.5.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sumir kunna að þakka fyrir sig, eða þannig. Þetta er frjálshyggja í hnotskurn, Hver er sjálfum sér næstur.

Víðir Benediktsson, 4.5.2008 kl. 00:09

3 identicon

Heyrt og Séð,hjá Jens Guð.Hvar grefur þú svona upp.Ég legg til að fljótlega fari að koma saga um Önnu á Hesteyri,en mikið þykir manni vænt um hana.

Númi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  ég fylgdist með umræðu um þetta mál þegar ég skrapp til Boston á dögunum.  Fyrsta verk á morgun er að setja inn færslu um Önnu á Hesteyri. 

Jens Guð, 4.5.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún Þóra,  svona er misjafnt hvernig fólk þakkar fyrir sig.

  Víðir,  þetta er vissulega frjálshyggjan í hnotskurn.  Frumskógarlögmálið í sinni einföldustu mynd.

Jens Guð, 4.5.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þessi hefur verið illa upp alinn Jens, bölvaður bófi

Eva Benjamínsdóttir, 4.5.2008 kl. 01:09

7 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Hvað er eiginlega hægt að segja?

Hlynur Jón Michelsen, 4.5.2008 kl. 03:13

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ameríkanar eru skíthræddir að hjálpa fólki sem liggur í blóði sínu vegn tryggingarkerfissins. Líklegast fær sá sem hjálpaði hinum slasaða reikninginn fyrir hjálpina frá sjúkrahúsinu til viðbótar.

Það er USA kerfið sem ól upp þennann strák.  Þið munið kanski hvað Halldór Kiljan Laxness sagði um USA eftir veru sína þar. Alla vega nógu mikið svo að hann fékk aldrei áritun aftur til Bandaríkjanna. 

Óskar Arnórsson, 4.5.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Ómar Ingi

Usssss

Ómar Ingi, 4.5.2008 kl. 11:55

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þessi gaur er náttúrulega algjörlega siðblindur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 14:39

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ungrateful Bitches Segir alt um þennann skrattakoll.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.5.2008 kl. 14:42

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og knús á þig Jens minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.5.2008 kl. 18:12

13 identicon

Gaman væri að vita hjá No 8,hér á undan hvað Halldór Kiljan Laxness sagði um Bandaríkin.

Númi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:16

14 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 10:23

15 Smámynd: corvus corax

Hvað sagði HKL sem varð til þess að hann fékk ekki að koma aftur til USA? Það er kannski ekki aðalorsök endurkomubannsins hvað hann sjálfur sagði. Hins vegar hefur ekki verið aflétt leynd af skjölum um HKL í USA vegna þrábeiðni íslenskra sjálfgræðgispólitíkusa þar sem æðstu stjórnendur landsins á sínum tíma létu njósna um HKL hérna og afhentu Bandaríkjamönnum upplýsingar um hann og örugglega einnig um fleiri. Það er vitað hver stóð fyrir þessum njósnum um samborgara sína og verður því sá hinn sami að kallast kvislingur skv. almennu samheiti yfir þá föðurlandssvikara sem svíkja samborgara sína í hendur óvininum (sem í þessu tilfelli var USA). Þetta orð kvislingur er dregið af nafni Norðmannsins Vidkun Quisling sem sveik samborgara sína í stórum stíl í hendur þýskra nasista sem hersátu Noreg í síðari heimsstyrjöldinni. Það verður athyglisvert þegar gert verður opinbert hver hinn íslenski kvislingur var eða þegar einhverjir duglegir rannsóknablaðamenn komast að hinu sanna þrátt fyrir leyndina sem enn hvílir á þessum skjölum. Það er nokkuð öruggt að sagnfræðingurinn Hannes H G mun ekki leggja áherslu á að fá þessi skjöl opinberuð þar sem umræddur íslenski kvislingur hlýtur að koma úr röðum ráðherra sjálfgræðgisflokksins sem var við völd á þessum tíma.

corvus corax, 5.5.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.