Ég var klukkaður

  Meistarinn sjálfur,  Magnús Geir Guðmundsson,  klukkaði mig.  Leikurinn gengur út á að svara nokkrum spurningum.  Ég hef kíkt á svona klukk-kvitt hjá nokkrum bloggurum og þótt gaman að lesa.  Þetta er öðruvísi klukk en fór mikinn í bloggheimum í fyrra.  Það gekk út að kjafta frá leyndarmálum eða öðru sem fáir vita af.  En hér eru svörin við þessum nýja klukk-leik:

Fjögur störf sem ég hef unnið:


- Merkti kjötskrokka (1. flokkur,  2. flokkur o.s.frv.)  í Sláturhúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki,  grisjaði þá og færði inn í frystiklefa.  Þetta vann ég við frá 12 ára aldri til 15.

- Keyrði traktor í álverinu í Straumsvík frá því að ég var rekinn frá Laugavatni og þangað til ég hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

- Fyllti í konfekt hjá sælgætisgerðinni Freyju á milli námsvetra í MHÍ.

- Blaðamaður hjá ýmsum tímaritum í 30 ár,  allt frá barnablaðinu Æskunni til dagblaða og ýmissa músíkblaða.

Fjórar bíómyndir sem ég hef glápt á oftar en einu sinni:

- Rokk í Reykjavík

- Sódóma Reykjavíkur

- I Kina spiser de hunde

- Djöflaeyjan 

4 staðir sem ég hef búið á:

- Hrafnhóll í Hjaltadal,  Skagafirði

- Barónsstígur í Reykjavík

- Grettisgata í Reykjavík

- Ásgarður í Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég held upp á:

- Silfur Egils

- Kastljós

- Fréttir í Sjónvarpinu og Stöð 2

- Ísland í dag

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt:

- Amarillo,  Texas (að heilsa upp á tengdapabba og hans fólk)

- Aasiaat,  Grænlandi (að spila á rokkhátíðinni Nipiaa Rock Festival tvö ár í röð)

- Edinborg,  Skotlandi (að spila á listahátíð)

- Ýmsir staðir á Færeyjum.  Hef sennilega kíkt um 30 sinnum á Færeyjarnar


Fjórar síður sem ég heimsæki fyrir utan bloggsíður:

- www.planet.fo

- www.portal.fo

- www.uf.fo

- www.sosialurin.fo

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

- Símaskráin

- Bankabókin

- Glósubók sem ég fann um daginn

- Eru ekki allir í stuði? Rokksaga Íslands eftir Dr. Gunna

Fjórir uppáhaldsréttir:

- Sjósiginn fiskur með hamsafloti

- Smjörsteiktur humar

- Selspik

- Súr hvalur

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

- Gata í Færeyjum

- Þórshöfn í Færeyjum

- Klakksvík í Færeyjum

- Svítan á Hótel Borg

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

- Sigurður Þórðarson

- Siggi Lee Lewis

- Jón Steinar Ragnarsson

- Steini Briem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei hef ég unnið,
ekkert í mig spunnið,
ekkert ég ét,
ekkert ég get,
bækur og allt hér brunnið.

Ég klukka fjórar sætustu stelpurnar hér á Moggablogginu yfir lögaldri.

Þorsteinn Briem, 8.9.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Selspik?? er þetta ekki bara athyglissýki í þér? Það finnst engum það gott... nema Grænlendingi í hallæri

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 02:14

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ian Anderson (Jethro Tull)  var í Reykjavík um daginn, sjá HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: lady

hef aldrei skilið þetta klukk dæmi ég fæ svona frá einum bloggvinu mínum

lady, 9.9.2008 kl. 10:41

5 Smámynd: Heidi Strand

Uppáhaldsréttirnir komu mér á óvart. Þú hefur greinilega ekki kynnst Lutefisk.

Heidi Strand, 9.9.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ég hlakka til að sjá klukkið hjá fjórum sætustu Moggabloggsstelpunum yfir lögaldri.

  Gunnar,  á veitingastaðnum Sægreifanum er boðið upp á selspik í hádeginu á hverjum degi.  Ég sæki í það og sé ekki betur en svo sé um marga fleiri.  Siggi "ginseng" fær líka stundum selspik að vestan og hefur verið duglegur að bjóða mér í mat.  Grænlendingar borða selspik sem veislumat.  

  Gaman að fá fréttina af Ian Anderson.

  Lady,  þú þarft að kynna þér klukkið.

  Heidi,  ég hef ekki kynnst lutefisk en veit að hann er vinsæll í Noregi og Svíþjóð.

Jens Guð, 9.9.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband