Bráðskemmtilegar myndir

  Meðfylgjandi ljósmyndir fékk ég sendar.  Þær framkölluðu hjá mér ýmist bros eða hlátur.  Þess vegna vil ég leyfa fleirum að hafa gaman af.  Fyrir þá sem ekki þekkja til rafmagns þá eru mennirnir á efstu myndinni steindauðir með það sama ef rafmagn kemst í vatnið.

omg1

omg2omg3omg4

  Takið eftir því að það er brot í hárinu nálægt miðju.  Það er vegna þess að á nóttunni leggur maðurinn neðri hluta hársins undir höfuðið og notar fyrir úrvals kodda.

omg5omg6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í sambandi við efstu myndina Jens. Hefuru heyrt um lekaliða? Þekkir þú til rafmagns?

Maggi V (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiiii

Ómar Ingi, 19.9.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Skattborgari

Fallegar myndir en ég verð nú að segja að mér finnst daman vera með aðeins of stór brjóst fyrir minn smekk.

Kveðja Skattborgari

Skattborgari, 19.9.2008 kl. 23:30

4 identicon

hjálpi mér!!

alva (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Jens Guð

  Maggi fimmti,  ég þekki ekki til rafmagns sem rafvirki ef það felst í spurningunni.  Er lekaliði ekki það sem almennt er kallað öryggi?  Mér þótti svakalega gaman að fikta í rafmagni á unglingsárum.  Það gat komið manni í gott stuð.

  Miðað við fráganginn á rafmagni þarna á myndinni veðja ég ekki á rafmagnstaflan á bænum sé burðug.  Hef grun um að hún sé meira og minna "fixuð",  eins og var hjá okkur strákunum á heimavistinni á Laugarvatni eftir að við vorum búnir að slátra öllum öryggjum í tilraunum okkar með eitt og annað. 

  Ég hef grun um að myndin sé frá Bandaríkjunum.  Ég veit ekki hvort að lög varðandi rafmagnslagnir eru mismunandi á milli ríkja Bandaríkjanna.  Vinur minn sem er pípulagningamaður í N-Karólínu segir að þar ráði fúsk ríkjum.

  Eftir sem áður:  Ef rafmagn sleppur út í vatnið í plastlauginni þarna þá slær ekki út fyrr en eftir að mennirnir hafa fengið rafmagn í gegnum sig.  Eða hvað?  Ég tel mig muna eftir frásögnum að dauðsfalli fólks sem hefur fengið rafmagn í baðvatnið sitt. 

  Ómar,  takk fyrir innlitið.

  Skattborgari,  hún virðist samt vera nokkuð drjúg yfir þeim. 

  Alva,  það eru allir boðnir og búnir að hjálpa þér.

Jens Guð, 20.9.2008 kl. 01:52

6 Smámynd: Skattborgari

Jens það er rétt hjá þér. Ég vildi allavega frekar taka hana í rúmið en þessa feitu en ég held að því sé öfugt farið með þig er það ekki annars.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 20.9.2008 kl. 02:25

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Oj karlinn með mannabrjóstin   Annars skemmtilegar myndir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2008 kl. 03:20

8 identicon

Í sambandi við efstu myndina þá grunar mig að rauða snúran sé ekki í sambandi.

Röggi (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:04

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góða ljúfa helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:26

10 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Mér finnst brjóstin aðeins of stór.....hjá báðum

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:50

11 Smámynd: Marta smarta

Vááá.   Hvenær ætli gaurinn hafi þvegið hárið síðast ? 

Væri gaman að sjá brjóstadömuna standa upprétta, hún hlýtur að vera slæm í baki.                                                                                         Takk fyrir að deila þessum myndum með okkur, ekki veitir af smágleði í lífið í þessu veðurfari.

Marta smarta, 20.9.2008 kl. 19:02

12 Smámynd: Landfari

Ef við gefum okkur að laugin sé öll úr plasti og nái hvergi jarðsambandi eins og niðurfallasstútar í baðkerum gera þá er ég ekki viss um að þeir yrðu mikið varir við ef fjöltengið færi í vatnið. Nema náttúrulega að eitthvað myndi heyrast í því og grillið hætti að virka.

Ég er samt ekki tilbúinn að prófa þetta og ráðlegg engum að gera það.

Landfari, 20.9.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband