Missið ekki af merkum þætti

  Núna í morgunsárið,   miðvikudaginn 1.  október,  er ástæða til að stilla á Útvarp Sögu klukkan 10 mínútur yfir 8.  Tíðnin á FM er 99,4.  Einhver tímann á bilinu frá klukkan 10 mínútur yfir 8 til klukkan 9 verða spilaðar merkar gamlar óútgefnar upptökur sem allir héldu að væru glataðar fyrir löngu síðan.  Einnig verða spilaðar nýjar óútgefnar upptökur sem enginn hélt að væru glataðar. 

  Ef einhver missir af þættinum í beinni útsendingu þá er hann endurtekinn klukkan 10 mínútur yfir 2 eftir hádegi.  Um er að ræða Bloggþáttinn með Markúsi Þórhallssyni.  Þátturinn byrjar reyndar klukkutíma fyrr en hér er nefnt (en klukkutíma síðar ef við miðum við færeyskan tíma).  Hinsvegar hefur kvisast út að á umræddum tíma verði spjallað við fugla á borð við mig og Sigga Lee Lewis.

  Færeyingar og fleiri sem ná ekki útsendingu Útvarps Sögu í útvarpi geta hlustað á hana á netinu,  www.utvarpsaga.is.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://www.dv.is/frettir/2008/9/30/brjaladur-ut-i-jens-gud/

Þorsteinn Briem, 1.10.2008 kl. 03:09

2 identicon

Frábært viðtal. Það kom mér á óvart hversu nauðalíkur Siggi Lee er Jerry Lee sjálfum. Pianoið alveg áhreinu og söngurinn keimlíkur. Meira svona!

Bubbi K. (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:05

3 identicon

Já alger SNILLD! Ég hélt að þetta væri Jerry Lee Lewis eða Chuck Berry. Er Siggi Lee Lewis búinn að gefa út disk? Hvar er hægt að nálgast lögin hans?

Anna Grímsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta var mjög skemmtilegt. Kærar þakkir fyrir komuna í morgun.

Markús frá Djúpalæk, 1.10.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband