Styrktarhljómleikar Aflsins í kvöld

  aflid

  Nú er heldur betur ástæða fyrir hvern þann sem tök hefur á að bregða sér í Sjallann á Akureyri í kvöld.  Þar verður boðið upp á glæsilega skemmtidagskrá sem samanstendur af leik og söng Hvanndalsbræðra,  Eyþórs Inga,  Hunds í óskilum,  Einars Ágústs,  Sniglabandsins og Sigga kapteins.  Kynnir er Skúli Gauta.

  Hljómleikar þessir eru haldnir til styrktar Aflinu,  systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi.  Þeir hefjast stundvíslega klukkan 21 mínútu gengin í tíu.

www.aflid.muna.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Er kallinn komin norður

Ómar Ingi, 2.10.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ææææ ég er akkúrat á hinum endanum ...ég óska þó hinum góðs gengis...

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.10.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Rannveig H

Vildi að ég væri stödd fyrir norðan núna, en vonandi á þetta eftir að ganga glimrandi vel.

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Ekki má gleyma hljómsveitunum Umsvif og Helga og hljóðfæraleikurunum.

Tónleikarnir tókust annars glimrandi vel og það var alveg frábært að sjá alla þessa norðlensku hæfileika samankomna í Sjallanum.

Stefán Örn Viðarsson, 3.10.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.