Varúð!

  ísskápur

  Fyrr á þessu ári keypti ég ísskáp í verslun sem heitir Heimilistæki og er á Suðurlandsbraut í Reykjavík.  Frá fyrsta degi hefur þessi ísskápur verið dyntóttur.  Ýmist kælir hann ekki nógu vel eða of mikið.  Þegar fór að rökkva núna í haust uppgötvaði ég hver ástæðan er.  Hún er sú að hurðin á skápnum lokar honum ekki alveg.  Hún hallar niður þannig að í gegnum smá rifu sést að ljós logar stöðugt í skápnum.

  Varist að kaupa ísskáp sem heitir Scan Cool. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

SVALUR

Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hefur þú reynt að fá hann bættann?

Sigurður Þórðarson, 4.10.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hljómar líkt og sjónvarpskaupin hans pabba sl haust í Sjónvarpsbúðinni.. hann öryrkinn fékk aldrei imbann bættann þótt hann hefði sprunginn skjá eftir eina viku.. 

Óskar Þorkelsson, 4.10.2008 kl. 20:51

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  takk fyrir innlitið.

  Siggi,  nei.  Ég hef ekki reynt að skila honum eða fá hann bættan.  Mér þykir þetta svolítið fyndið í aðra röndina:  Að vita aldrei hvort bjórinn minn sé frosinn eða volgur.

Jens Guð, 4.10.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  það hljómar aðeins verr.  Vona að RÚV rukki hann ekki um afnotagjöld.

Jens Guð, 4.10.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Appelsínur í frystinum og engin bjór í kælinum... mitt gisk er nú bara að græjuræfillinn hafi verið að reyna að ná sér niðri á þér...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.10.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Núna er samt hægt að setja bjórinn bara út fyrir dyr. Það er orðið það kalt sem betur fer og allar flugu helvítis tussurnar drepast. Mér er farið að langa í Jólabjór!

Siggi Lee Lewis, 4.10.2008 kl. 21:12

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hreheheh er engin kona á heimilinu, ég hefði séð þetta á nóinu elsku kallinn.

Ía Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 21:20

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ætlaði að bæta við og hér kemur það:  Stilla hurðina!!!!!!!!!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 4.10.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Jens Guð

  Helga Guðrún,  myndin er ekki af mínum ísskápi,  vel að merkja.  Í mínum er bara bjór og trönuberjasafi.  Nema á morgnana.  Þá er bara trönuberjasafi í honum.

  Siggi,  ég hlakka líka til að jólabjórinn hringi jólin inn.  Því fyrr þeim mun meira gaman.

  Ingibjörg,  það er engin kona á heimilinu.  Bara einstaka næturgestir.  Þær lenda í öðrum verkefnum en viðgerð á ísskápum.

  Já,  er hægt að stilla hurðina?  Þarf að tékka á því með vorinu.

Jens Guð, 4.10.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband