Snúið rútunum við!

  Í færslu hér aðeins fyrir neðan er sagt frá veglegri færeyskri tónlistarhátíð sem átti að hefjast í kvöld á Stokkseyri og standa fram á sunnudagskvöld.  Þessi hátíð hefst ekki í kvöld.  Ástæðan er sú að engin flugvél hefur getað lent í Færeyjum í dag.  Hátt í þrjátíu færeyskir tónlistarmenn hafa setið aðgerðarlausir á flugvellinum í Vogum í Færeyjum í allan dag og starað örvæntingarfullir á auða flugbrautina.  Nú er útséð með að þeir komist til Íslands í dag.

  Góðu fréttirnar eru þó þær að einn færeyskur bassaleikari og einn færeyskur fiðluleikari eru komnir til landsins.  Vondu fréttirnar eru að hljóðfærin þeirra eru ennþá í Færeyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHA

En getur Guggan hans Óla F í Mislynda flokknum ekki græjað eitt gigg fyrir Stokkarana i staðin ?

Ómar Ingi, 10.10.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Við biðjum innilega vel að heilsa og óskum ykkur innilega góða ljúfa helgi og knús knús og bestu kveðjur til ykkar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:49

3 identicon

Takk fyrir sparnaðarráðin í Meyjunni í kvöld þau eiga eftir að koma sér vel.

viðar (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég er einmitt búinn að vera að liggja í símum! Gott að þetta komi fram hér. Símar hafa ekki stoppað og ég var með 4 rútur og minnsta kosti eina Fokker frá Akureyri fulla af fólki...Segið svo að það borgi sig ekki að líta öðru hvoru á bloggið hans Jens! ;-)

Siggi Lee Lewis, 10.10.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband