Brosleg saga

  Þegar ég las um ágætar tillögur stjórnarmanna í Lögreglufélagi Reykjavíkur um að félagsgjöld verði felld niður tímabundið rifjaðist upp fyrir mér brosleg saga sem kona nokkur sagði.  Sagan er þannig í frásögn konunnar: 

  "Ég var bara í 5 mínútur inni í búðinni og þegar ég kom út var djöfulsins andskotans löggukarl að skrifa sektarmiða.  Ég gekk að honum og hreytti ákveðin út úr mér: "Heyrðu félagi, hvernig væri að gefa fólki smá sjéns?"  Hann leit ekki á mig og hélt áfram að skrifa sektarmiðann.  Þá brýndi ég röddina og kallaði hann heimskan blýantsnagandi nasista.  Hann leit snöggt á mig og byrjaði að skrifa annan sektarmiða um leið og hann hvæsti á mig að dekkin undir bílnum séu of slitin.  Ég öskraði að hann væri rolluríðandi heilalaus fáráðlingur og fífl. Hann lauk við að skrifa miða nr. 2 og setti hann á bílinn með fyrsta miðanum. Svo byrjaði hann að skrifa þriðja miðann án þess að segja orð.  Þannig gekk þetta í meira en korter.  Ég svívirti hann með öllum ljótustu orðum sem ég kunni og hann bætti tveimur sektarmiðum við.                                           

  Mér var í raun andskotans sama, en þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar ég fór yfir götuna að bílnum mínum,  settist inn og keyrði burt."


mbl.is Vilja leggja tímabundið niður félagsgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe góður.

Gaman að heyra í þér fyrr í kveld í Litlu Hafmeyjunni annars ;)

Ari (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:56

2 identicon

Haha :-)  Fyndin saga :-)

 Flott framtak hjá þeim samt. Flott hjá þeim að ganga fram fyrir skjöldu. Vonandi fleiri hagsmunaaðilar fylgi eftir.

Grettir Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:58

3 identicon

hahahahahahahahahahahaahahahaha

þeir eru sumir bölvuð fifl því miður :(

vonandi verða þeir betri í skapinu ef þetta verður samþykkt

irma (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Ómar Ingi

Frábær saga , minnir mig á manninn sem elti stöðumælavörðinn og í hvert skipti sem að vörðurinn ætlaði að sekta einhvern bíl , þá hljóp maðurinn að mælinum og setti  pening í , þannig að vörðurinn gat ekki sektað viðkomandi bíl en í 8 skiptið snappaði vörðurinn og öskraði á manninn að þetta væri ekki fyndið og bara ólöglegt

Útskýrðu það fyrir mér hvernig þetta er ólöglegt

Þá tautaði vörðurinn eitthvað og labbaði beint niður á skrifstofu sína  

Ómar Ingi, 10.10.2008 kl. 23:23

5 identicon

Hahaha, já alltaf jafn gaman að því þegar fólk segir brandara um að hreyta ónotum í lögregluna. Ég vona að þeir sem vinna í kringum þig gefi sér tíma til að vera dónalegir við þig af og til þar sem þér þykir greinilega eftirsóknarvert að láta gera þér lífið leitt fyrir að vera í vinnunni.

Jón Pétur (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Þór Sigurðsson

Láttu þér vaxa smá húmor Jón Pétur. Persónulega hef ég aldrei hreytt ónotum í lögregluþjón, en hef hinsvegar fengið ómæld ónot í mína átt frá sumum innan lögreglunnar. Oftar hef ég þó átt góð samskipti við þá. Allar starfsstéttir hafa þorpsfífl innanstokks - maður verður bara að kunna að taka því, og gera að því létt grín.

Þumallinn upp Jens Guð :)

Þór Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 02:06

7 identicon

Sæll Jens.

Þessi er frábær. Og minnir okkur á  einmitt núna að nota ÆÐRULEYSIÐ.

Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 04:05

8 Smámynd: Heidi Strand

Fin historie.

Kansje vil politiforbundet strekker seg enda lengere med å foreslå at det ikke blir skrevet ut farts og parkeringsbøter imens tilstanden er så prekær. Ihvertfall at de gir en god rabatt.:)

Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 07:31

9 identicon

Þetta útskýrir margt einu sinni fékk ég 7 sektarmiða ,,  sem ég vissi ekki fyrir hvað var,,,

Res (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband