14.10.2008 | 23:16
Plötuumsögn
- Titill: Með kærri kveðju
- Flytjandi: André Bachmann
- Útgefandi: André Bachmann
- Einkunn: ****1/2 (af 5)
Gleðigjafinn André Bachmann hefur skemmt landanum með söng, trommuleik, glaðværð og góðmennsku í áratugi. Hann hefur gert út húshljómsveitir á Hótel Sögu, Þórskaffi og víðar og haldið uppi fjöri þvers og kruss um landið. Undanfarin ár hefur André látið trommurnar eiga sig og einbeitt sér að söngnum.
Ég held ég fari rétt með að þetta sé önnur sólóplata André. Hann hefur að auki tekið lagið á safnplötum. Ekki það að hann sé að trana sér. Það gerir André ekki. Hinsvegar hefur hann staðið að útgáfu safnplatna til styrktar Sjálfsbjörgu, Styrktarfélagi vangefinna og fleiri. Aðrir sem lagt hafa þar hönd á plóg hafa einfaldlega krafist þess að André sé með í músíkinni á plötunum. Enda út í hött að jafn fínn söngvari og André haldi sig til hlés á plötum sem hann sjálfur á veg og vanda að.
André hefur sömuleiðis verið duglegur að standa fyrir jólaskemmtunum fyrir fatlaða, Barnaspítala Hringsins og fleiri. Hann hefur valið sér það hlutverk í lífinu að gleðja aðra. Ekki síst þá sem eiga um sárt að binda.
André er, já, fínn söngvari. Hann hefur góða söngrödd en kann þá list mörgum betur að halda aftur af sér. Syngja frekar á mjúku nótunum og fara sparlega með að herða í. Söngstíllinn er persónulegur. André syngur af innlifun og skilar afbragðs vel anda lags og texta.
Tónlistin er rómantísk kokkteilmúsík. Við getum líka kallað hana vandaða dinnermúsík. Til að átta sig á hughrifum hennar skulum við ímynda okkur að við séum stödd á fínum veitingastað með dúkuðum borðum og dempruðum ljósum. Á þeim standa blómavasar með lifandi blómum og kerti loga. Gestir dreypa á rauðvíni með matnum og njóta augnabliksins undir notalegum, hlýlegum og djössuðum flutningi hágæða hljómsveitar á kunnum söngperlum: "Án þín" eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni, "Tondeleyó" og "Dagný" eftir Sigfús Halldórsson við texta Tómasar Guðmundssonar, auk erlendra laga við íslenska texta Þorsteins Eggertssonar og fleiri. Þar á meðal "Brostu (þótt margt þig angri)" ("Smile" eftir Chaplin) og "Ég er kominn heim" eftir T-Kalmann.
Síðarnefnda lagið hefur verið flutt af mörgum. Þar á meðal Bubba og Birni Jörundi. Flutningur André er einn sá allra besti. Það er ekki á nokkurs færi að trompa magnaðan flutning Óðins Valdimarssonar. André gerir jafntefli.
Við getum líka ímyndað okkur opnun glæsilegrar málverkasýningar. Gestir ganga um með léttvínsglös, gæða sér á brauðsnittum, virða fyrir sér listaverkin og hlusta á þægilega úrvalsmúsík. Það er valinn maður í hverju hlutverki hljómsveitarinnar. Fyrir utan söng André er Árni Scheving á bassa, Einar Valur Scheving á trommur, Kjartan Valdimarsson á hljómborð, þungarokkarinn Sigurgeir Sigmundsson á gítar og Sigurður Flosason á blásturshljóðfæri.
Hljóðfæraleikurinn er aldrei áreitinn þó margt sé fagurlega afgreitt og svipsterkt, svo sem saxófónsóló í "En sú indælis jörð" (What a Wonderful World) og skældur kántrý-gítar í "Hafnarljós" (Harbor Lights).
Það er stundum auðvelt að afgreiða söngtexta Þorsteins Eggertssonar sem kæruleysislega orta. Hann á engu að síður auðvelt með að túlka stemmningu lags og flytjenda. Hér er hann á spariskónum og staðfestir hvers vegna hann er einn eftirsóttasti textahöfundur íslenskrar dægurlagmúsíkur.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 15.10.2008 kl. 23:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Sigurður I B, það geta ekki allir verið Paul! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 8
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 1686
- Frá upphafi: 4120790
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1474
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þú, Jens, hefur tekið þér það sæti að vera umsagnaraðili um tónlist,...og reyndar allan fjandann annan og stundum er ég sammála en stundum ekki eins og gerist og gengur enda asssskoti erfitt að setjast í eitthvað dómarasæti og segja hvað er gott og hvað ekki. En FJÓRAR OG HÁLF stjarna fyrir þessa plötu ????????
Eða ertu kannski bara að hylla André fyrir það að syngja fyrir Barnaspítala Hringsins ?
Maður spyr sig
Steini Thorst, 14.10.2008 kl. 23:33
Úffff
Ómar Ingi, 14.10.2008 kl. 23:51
Ég ætlaði einu sinni að kaupa trommur af Andra Bachmann.. hætti við sem betur fer og fékk trommusettið hjá Hljómsveitinni Tívolí.. silfrað og flott.. kostaði 700.000 kall árið 1979..
Óskar Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 23:59
Steini, ég er að máta plötu André við aðrar plötur innan sama músíkstíls. Þetta er ekki minn músíkstíll. Ég er meira fyrir Slayer, Pantera og Mínus. En ég set dæmið þannig upp: Sniðgeng minn músíksmekk sem liggur næst hörðu og þungu rokki og stimpla mig inn í þá deild sem þessi plata tilheyrir. Til þess þarf ég að ryðja burt þeim músíkstílum sem ég aðhyllist og bera plötuna saman við það sem best gerist í kokkteilmúsík.
Ef ég raða upp músík út frá mínum músíksmekk þá svo gott sem afskrifa ég dinnermúsík. Þá er ég jafnframt búinn að afskrifa aðrar plötur en pönk og þrass rokk. Það er ekki sanngjarnt gagnvart neinum.
Ég er að öllu jöfnu öfgafullur í afstöðu til músíkur. En stundum læt ég það eftir mér að stíga út úr því hlutverki og setja mig í aðrar stellingar. Ég get þó alveg upplýst að ég hefði ekki hlustað á þessa plötu nema vegna þess að það hefur vakið mér aðdáun að fylgjast með ötulli og fórnfúsri vinnu André fyrir góðgerðarmálum. Hinsvegar myndi ég ekki liggja á skoðun minni ef þessi plata væri vond. Hún er það ekki. Hún er virkilega góð innan þess geira sem hún tilheyrir. Ég get með góðri samvisku mælt með henni fyrir þá sem aðhyllast rómantíska kokkteilmúsík.
Ómar, það hefði nú alveg nægt að hafa 2 f í Úff.
Jens Guð, 15.10.2008 kl. 00:25
Óskar, ég hef grun um að þú hafir keypt gamla trommusettið hans Steba bróðir míns. Mig minnir að það hafi endað hjá Óla "takti" í Tívolí.
Jens Guð, 15.10.2008 kl. 00:28
Það hefði líka nægt að hafa ekkert lag á disknum sem þú varst að skrifa um en ónei ......
Ómar Ingi, 15.10.2008 kl. 01:02
Kærleikskveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:40
André er eðalmenni.
Jóhannes (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:49
Mér fynnst þetta vel unnin krítík Jens og fynnst mér þú ættir að gera meira af þessu. Hvort maður hlustar síðan á svona músik er annað mál en hún á alveg rétt á sér.
Dr. Gunni fannst mér líka góður gagnrýnandi. Hann gat fjallað um hvaða músik sem var hvort sem hann hafði gaman af henni eða ekki. Einu sinni fjallaði hann um Mezzoforte plötu og byrjaði á að taka fram að hann þyldi svona músik en hann ætlaði að fjalla um plötuna engu að síður. Í framhaldi gaf hann plötunni mjög ýtarlega og faglega umsögn, og bara nokkuð góða dóma.
sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:50
"þyldi" vantaði "ekki" fyrir framan
sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:52
Ómar, skamm, skamm!
Linda mín, kærleikskveðjur til þín.
Jóhannes, satt er það.
Gunnar, bestu þakkir fyrir "kommentið".
Jens Guð, 15.10.2008 kl. 23:08
Nú er ég ekki alveg að skilja? André er góður kunningi og velmeinandi tónlistarmaður. Vann við atvinnusköpun á vestfjörðum og fékk mig næstum því til að stofna prentsmiðju á Patreksfirði.
Það er ekki til maður sem ég þekki sem myndi hallmæla honum en eins og með Geir Ólafs þá eru öllu takmörk sett.
André er konungur kokteiltónlistarinnar og leyfum því bara að vera þannig. Geir Ólafs fær kannski seinna að taka við af honum. Ekki tekur hann við af „Old blue eyes“.
Ævar Rafn Kjartansson, 16.10.2008 kl. 00:52
Ævar, hvað ertu ekki að skilja? Ertu að meina að ég sé að oflofa plötu André vegna þess að hann er með stóra viðskiptavild hjá mér út á góðmennsku hans og hversu frábær persóna hann er?
André á að vita það eftir okkar nokkurra áratuga kynni að ég væri fyrstur manna til að gagnrýna hnökra á hans músík og plötu. Ég hef aldrei legið á skoðun minni við André um það sem hann hefur fengist við. Hann var auglýsingasafnari á Helgarpóstinum og Tímanum þegar ég var í auglýsingabransanum. Við vorum alls ekki alltaf samstíga í því sem ég og hann vorum að gera í þeirri deild.
Eftir stendur: Lögin á plötu hans eru öll með tölu góð. Textarnir eru fínir. Söngur André er til fyrirmyndar og hljóðfæraleikur eins og best verður á kosið í djassaðri kokkteilmúsík.
Ég held að það sé hvorki André né Geir Ólafs til framdráttar að bera þá saman. Geir er í þessari big-band krúner deild en André í dinner-dæminu.
Geir keyrði á bílinn minn í vor. Það er önnur saga og hefur ekkert að gera með hann sem söngvara. Það er líka önnur saga að honum hefur farið mikið fram sem söngvara upp á síðkastið. Enn ein sagan er að ég er ekkert fyrir Frank Sinatra. Ég er meira í dauðarokkinu. Sem svo sem kemur umsögn "Með kærri kveðju" André ekkert við.
Jens Guð, 16.10.2008 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.