4.11.2008 | 00:16
Akureyrsk matarmenning
Þegar ég var krakki og unglingur í Skagafirði á sjöunda áratugnum var sport að fara til Akureyrar. Pylsa með öllu á Akureyri var ekki aðeins pylsa með hráum og steiktum lauk, sinnepi, tómatsósu og remúlaði heldur einnig kokteilsósu og rauðkáli. Ís í Brynju á Akureyri var öðru vísi en annar ís. Mér þótti hann ekki góður en hann vandist svo vel að í dag er ekki farið til Akureyrar án þess að fá sér Brynjuís. Það er líka gaman að fá sér á Akureyri pylsu með kokteilsósu og rauðkáli. Í því tilfelli er ekki talað um pylsu með öllu heldur pantar fólk sér Eyfirðing. Á Akureyri er pylsan frá Kjarnafæði en ekki Sláturfélagi Suðurlands (SS) eins og í Reykjavík. Pylsan frá Kjarnafæði er betri.
Á Akureyri er allt gumsið sett undir pylsuna. Það er heppilegra. Í Reykjavík er sinnepið sett ofan á pylsuna. Í mörgum tilfellum remúlaðið og tómatsósan einnig. Þá vill það festast í yfirvaraskegginu. Og jafnvel hanga þar eins og klístur frameftir degi. Það er ekki flott.
Hamborgari á Akureyri er með frönskum kartöflum lögðum ofan á kjötið. Kartöflurnar sjúga í sig safa úr hamborgaranum og þetta smakkast vel. Í gær fékk ég mér nautakjötsloku á skyndibitastað á Akureyri. Ég man ekki hvað hann heitir. Hann er í sama húsi og Shell í Glerárþorpi. Frönskum kartöflum var raðað ofan á kjötið. Dáldið skrítið. En gerði kjötlokuna að "meiri" máltíð.
Þegar Akureyringur pantar sér í fyrsta skipti hamborgara utan Akureyrar undrast hann að frönsku kartöflurnar séu hafðar sér. Honum þykir það vera hámark lélegrar þjónustu að afgreiðslumanneskjan skuli ekki nenna að raða kartöflunum ofan á hamborgarann.
Það er gaman að fara út á land og kynnast öðruvísi matarmenningu. Fara í verslunarmiðstöð Akureyrar, Glerártorg, og fá staðgóða hrefnusteik eða lambalæri í Kaffi Torgi. Til samanburðar er í Kringlunni í Reykjavík bara boðið upp á ómerkilegan ruslskyndibita (junk food) á borð við pizzur og hamborgara.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Er boðið upp á hrefnusteik í verslunarmiðstöðinni á Akureyri? Það er nú ekki mikið varið í þetta rusl sem er boðið upp á í kringlunni.
Hamborgari með frönskum kartöflum ofan á kjötinu er góður.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 4.11.2008 kl. 00:49
Mér líst vel á þetta. Norðlendingarnir eru þjjóðlegir
Sigurður Þórðarson, 4.11.2008 kl. 11:44
Alltaf þurfa Norðlendingar að vera öðruvísi.
Kartöflurnar ofan á, meiri sérviskan.
Djók.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 11:48
Þekki þetta þar sem bæði tengdabörnin mín eru að norðan, síðan er að læra að tala rétt mál það tekur sma tíma að skilja þessar elskur þarna. Oft orðið rosalegur misskilningur hér á þessu heimili þar sem ekki var settur réttur skilningur í orðin, sko af minni hálfu. Enda segja þau oft þið eruð nú meiri hálfvitarnir (með stórum áherslum á t-ið) þarna fyrir sunnan hehehhe...
Ía Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 12:28
Þetta er nú reyndar rangt mál þarna fyrir norðan. Höfuðeinkenni íslenzkrar tungu er áherzlan á fyrsta atkvæði orða. Þessi samhljóðastyrking dregur úr þeirri áherzlu. Geri ráð fyrir að þetta hafi þróast svona í einhverju kuldakastinu í den, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:44
Það er einnig skylda að fá sér "Búkollu" á Tikk Takk. Það er pizza, mjög góð og mjög sérstök, eiginlega alveg einstök :D
En þetta með að þetta sé rangt mál þarna fyrir norðan er eiginlega ekki hægt að samþykkja ;)
Takk annars fyrir góða síðu!
Vilborg (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:15
Merkilegt, ég hef búið á Akureyri alla mína hunds og kattartíð og hef aðeins einu sinni fengið svona hamborgara með frönskum á milli og það var í sjoppu í Reykjavík sem seldi "Akureyring".
Oddi í höfn seldi pylsur með rauðkáli en það var fyrir 50 árum síðan. Hins vegar er ennþá sett kokteilsósa á pylsur, ef beðið er um það. Hins vegar hef ég aldrei skilið af hverju pylsur í Reykjavík eru með sinnepið ofaná... af hverju sinnepið eitt?
Hef ekki orðið var við að skyndibitamenning hér sé öðruvísi en annars staðar.... sama ruslið allstaðar, nema jú að pizzur á nýja staðnum Bryggjunni eru hreinasta lostæti enda þunnbotna og eins og góðar pizzur í suðrænum löndum, enda Sigurður Búfræðingur stjórnandi Bryggjunar hreinasti snillingur!!
Þetta er oft meira þjóðsagnablær frekar en sannleikur og merkilegt að sögurnar eru frekar teknar sem sannleikur enda meira varið í það að trúa því sem öðruvísi er.
Jamm og jæja, mér datt þetta nú bara í hug.... hins vegar er gaman ef staðir skapa sér sérstöðu í stað þess að apa allt upp eftir hverjum öðrum, þá verður meira spennandi að prófa nýja staði.
Ingimar Eydal, 4.11.2008 kl. 14:06
Mikill spekingur er hann Guðmundur!
Að halda því fram að mismunandi blæbrigði, frambuðrur eða áherslur í íslenskunni séu RANGT MÁL, þá er ég RANG-UR maður í VIT-lausu húsi í höfuðstað norðurlands!
VON-andi var ég nógu SKÝR- og HARÐ-MÆLTUR í þessum línum!?
Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 14:08
Afsakið, vantaði Ð í FRAM-burður!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 14:11
Ég er innfæddur Akureyringur en verð að viðurkenna að ég þekki þessu meintu sérkenni norðlenskrar skyndibitamenningar aðallega af frásögnum Sunnlendinga. Sennilega er um talsvert kynslóðabil að ræða, ég held að þú finnir ekki marga Akureyringa undir fertugu sem kannast við að hafa fengið sér rauðkál á pylsu. Kokteilsósan er reyndar hefð en ég sleppi henni sjálfur. Eldra fólkið er þó ólíklegra til að vita hvað átt er við með gellunesti eða búkollu.
BS (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:19
Ég ætla norðua um miðjan nóv, á myndlistarnámskeið. Þá fæe ég mér kannski "Eyfirðing"!
Vilborg Traustadóttir, 4.11.2008 kl. 14:30
Gleðst nú mitt gamla hjarta að sjá kunnuglegan "skrepp" skjóta hér upp kolli, sem ekki aðeins er að öllum líkindum sá er mig grunar, heldur líka þá bæði jafnaldri og gamall skólabróðir vor!
En Marri karlinn ýkir nú pínu, kaupmannsskörungurinn Oddur Thor í Höfn var nú enn á fullu í okkar æsku fyrir 30 árum eða svo, keypti oft hjá honum pylsu, stundum með rauðkáli og stundum ekki. Þá var nú líka í vagninum inn á torgi hægt að fá þær með rauðkáli líka, man allavega eftir einu skipti sem ég fékk eina slíka þar um hánótt á fylleríi!Annars eiga innanbæjarmenn ekkert að vera skemma skemmtilegar sögur, þjóðsögur eða ekki.
Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 14:32
Verði þér Eyfirðingar að góðu Jens
Gylfi Björgvinsson, 4.11.2008 kl. 14:59
Oddur Thor í Höfn??? Það held ég ekki, kannski bara þjóðsaga.
Ólafur Gunnarsson, 5.11.2008 kl. 01:45
Eyfirðingur, þe. pylsa með rauðkáli líka á, var endurvakin í sumar og fékkst pylsuvagninum við sundlaugina og hvort ef ekki líka í pylsuvagninum í miðbænum. Ég keypti mér nokkrum sinnum eyfriðing í pylsuvagninum við sundlaugina í sumar, alveg einstaklega góður réttur.
Guðmundur A. (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:39
Fann þessa frétt frá Eyfirðingi, verst að pysluvagninn við sundlaugina er lokaður yfir vetrartímann, veit ekki með pylsuvagninn í miðbænum.
http://www.kjarnafaedi.is/news/hvad_er_eyfirdingur_/
Guðmundur A. (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.