Karlremba

  Einn kunningi minn var á dögunum úti að keyra með ungum syni sínum.  Strákurinn er sennilega 4ra eða fimm ára eða eitthvað álíka.  Í útvarpinu hljómuðu auglýsingar á Útvarpi Sögu.  Meðal annars auglýsing um ryksugu sem sögð var vera með gervigreind.  Jafnframt voru taldir upp eiginleikar ryksugunnar,  svo sem að hún viti alltaf hvar hún sé búin að ryksuga.  Þá hrökk upp úr stráknum: 

  "Mamma er líka með gervigreind.  Hún veit alltaf hvar hún er búin að ryksuga!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHA  Góður

Ómar Ingi, 6.11.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þessi börn eru alveg yndisleg

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:16

3 identicon

Gæinn sem geymir aurinn minn

Ég finn það gegnum netið

að ég kemst ekki inn

á bankareikninginn,

en ég veit að það er gæi

sem geymir aurinn minn,

sem gætir alls míns fjár,

og er svo fjandi klár,

kann fjármál upp á hár,

býður hæstu vextina,

og jólagjöf hvert ár.

Ég veit hann axlar ábyrgð,

en vælir ekki neitt,

fær þess vegna vel greitt,

hendur hans svo hvítþvegnar

og hárið aftursleikt.

Þó segi' í blöðunum

frá bankagjaldþrotum

hann fullvissar mig um:

Það er engin áhætta

í markaðssjóðunum.

Ég veit að þessi gæi

er vel að sér og vís;

í skattaparadís

á hann eflaust fúlgur fjár,

ef hann kemst á hálan ís.

Því oftast er það sá,

sem minnstan pening á,

sem skuldin endar hjá.

- Fáir slökkva eldana,

sem fyrstir kveikja þá.

Kreppukveðskapur sem ég fékk sendan.  Fyrir þá sem ekki kvekja á laginu við þennann texta þá er það
"Konan sem kyndir ofninn minn" - eftir Davíð Stefánsson

Margrét (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:23

4 identicon

Hahaha, börn eru svo hreinskilin og einlæg! Frábær saga!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:10

5 identicon

Meðan ég var að undirbúa jólabókasölu 2008 frá Bókaútgáfunni Hólum til bókasafna landsins að þá var mér að leik að "Google" örlítið að kanna bækurnar sem ég var með í boði í ár og þá birtist þessi bloggsíða og það vegna Önnu á Hesteyri og hennar bók en Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út.T

il mikillar ánægju bíða nú margir spenntir eftir ævisögu hennar sem mun bera heitið.  

"Ég hef nú sjaldan verið algild" 
      Ævisaga Önnu á Hesteyri
Rannveig Þórhallsdóttir skráir bókina.

Anna á Hesteyri er alveg einstaklega skemmtilegur og hrífandi persónuleiki.
Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða? Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna?
Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt?
Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera?
Hvernig lék hún á dýralækninn?
Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu?
Bráðskemmtileg saga og spennandi - sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja. 

Reyndar ætla ég að bjóða þeim sem standa að þessari síðu og þeim sem hana heimsækja upp á að eignast þessa bók hér og nú með

25% austfirðinga afslætti.
(Ég og útgefandinn sem er bróðir minn erum ættuð frá Norðfirði en fædd og uppalin á Eskifirði)

Leiðbeinandi verð er: 4.980 kr.   Tilboðsverð hér: 3.700 kr.

Áhugasamir panti með tölvupósti á netfangið annaeiriks@simnet.is og eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja þar með.

NAFN KAUPANDA - HEIMILISFANG OG PÓSTNR - KENNITALA - HEITI BÓKAR OG TILBOÐSVERÐ - ANNAÐ.

Best er að nýta sér greiðslukortaþjónustu okkar enda er það lang einfaldast fyrir báða aðila og þá má tvískipta greiðslu án aukakostnaðar ef áhugi er á.
Kortanúmer alls 16 tölustafir og gildistími korts þurfa þá að fylgja pöntun.
Póstkrafa er annað greiðsluform og þá er greitt fyrir bókina á pósthúsi athugið að engin kostnaður er á sendingunni og því ofangreint tilboðsverð

3.780 kr endandlegt.

Nauðsynlegt er að gefa upp nafn bókarinnar við pöntun og tilboðsverðið sem ég býð ykkur hana á hér á þessari slóð.MEÐ VON UM AÐ ÞESSI KYNNING HAFI VAKIÐ ÁHUGA Á AÐ PANTA BÓKINA MEÐ ÞESSUM AFSLÆTTI.

Pantanir berist sem fyrst á netfang mitt annaeiriks@simnet.is með ofangreindum atriðum.

Með vinsemd og virðingu.
Kveðja f.h. Hóla bókaútgáfu
Anna Eiríksdóttir
annaeiriks@simnet.is
S: 695-4983 eftir kl 18.00

Anna Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.