14.11.2008 | 02:55
Frábærlega fyndnar hljómsveitamyndir frá áttunda áratugnum
Á einhver ljósmynd af íslensku hljómsveitinni The Change (eða The Girls from Iceland eins og hún var kölluð í bresku poppblöðunum) eða Þú og ég? Heidi Strand vísaði mér á þessar bráðfyndnu ljósmyndir af hljómsveitum frá miðjum áttunda áratugnum. Svokallað glysrokk (glam rock) hafði rutt sér til rúms á vinsældalistum sem kvenlegt afbrigði af þungarokki. Hommar fjölmenntu út úr skápnum í rokkgeiranum með David Bowie, Marc Bolan og Freddie Mercury í fararbroddi. Aðrir hommar héldu sig inni í skápnum - svo sem Cliff Richard og Richard Clyderman- en kunnu vel að meta búningahönnun var komin í hendur homma. Útvíðar hippabuxur voru ennþá vinsælar en hafðar mjög þröngar fyrir ofan hné. Skærir litir og glansandi, iðulega dálítið opið niður hálsmálið. Það er ofmælt að þessi hljómsveitaklæðnaður veki nostalgígju (fortíðarþrá). Frekar nostalklígju (fortíðarandúð).
Svo kom blessað pönkið ´76/´77 eins og frelsandi engill.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spaugilegt | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 18
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111601
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 874
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Argh, augun mín! Þetta er svakalegt . Karlar með viðbjóðslegt sítt að aftan hár og girtir næstum því upp að geirvörtum... Ég er eiginlega fegin að hafa ekki verið fædd á þessu tímabili, mér fannst glamrokkið nógu slæmt fyrir, púff.
Rebekka, 14.11.2008 kl. 06:33
Djöfull er þetta ljótt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 08:30
Almáttugur minn - segi ekki meir.......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 09:06
Skemmtilega pervertískt tímabil
Guðrún Hulda, 14.11.2008 kl. 09:16
Góðan dag ...... Þetta er nú bara eitt af því hrikalega hallærislegasta sem ég hef augum litið í langan tíma hahahahahaha ..... Ef þetta fær fólk ekki til að brosa í morgunsárið, þá er ég illa svikin hehehe
Kv ein sem hreinlega sprakk úr hlátri
Inga Jóna Traustadóttir, 14.11.2008 kl. 09:35
Flottir búningar.
Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 09:43
Jeminn - vesalings fólkið! Það má kalla þessa hönnun og litaval glæp gegn mannkyninu! Konurnar koma betur út úr þessu en karlarnir sem virðast hafa villst í fötin af öldruðum mæðrum sínum eða jafnvel ömmum! Úff Finnst Shilling Banco allra verst! Og hvað er þetta með þennan "hundaælugula" lit? Var öll veröldin illa LITBLIND? Eða þurfti að ganga með sérstök gleraugu til að sjá þessar hörmungar í réttu ljósi? Fólk hlýtur bara að hafa verið á heavy eiturlyfjum til að fást út úr húsi í þessum múnderingum!
Kv, frá Frú Láru sem hló sig máttlausa við að skoða þetta
lara Gylfadottir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:51
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/710919/
Þú hefur gaman af þessu J
Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 09:54
Þessar myndir sýna að tískan er hallærisleg
Jóhann (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:03
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2008 kl. 11:16
Sæll Jens! Takk fyrir öflugt blogg. Þessi fýlingur lifir enn góðu lífi hér í Svíþjóð..Þessi sena er risastór..Dansbandssenan. Menn geta td kíkt á þessa góðu drengi sem eru að gera allt vitlaust þessa dagana. http://www.youtube.com/watch?v=OVS3O3I3Q48&feature=related
Geiri (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:57
Það er mynd af Change í stuðmannabókinni sem kom út fyrir allmörgum árum. Hún er allnokkuð í þessum anda.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:34
teddy boys eru æðislegir og gert johnnys eru verulega ósmekklegir. á eina með norska bandinu bimbos sem sómir sér vel í þessari deild. djí hvað fólk var hugmyndaríkt maður.
svo var þetta nú ekki hallærislegra en það að þessir dúddar dúndruðu álíka og bubbi talaði um í rokk í reykjavík.
hetjur.
arnar valgeirsson, 14.11.2008 kl. 12:54
Gvöð minn almáttögör! Þessar myndir létta manni svo sannarlega lund!
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:45
Já, maður spyr sig á hvaða lyfjum þeir voru sem hönnuðu þessa búninga. En það grátbroslega er að þessum mönnum var hin fyllsta alvara með þessum klæðaburði og héldu að þeir væru alveg rosalega smart. Mér sýnist þetta annars vera mestmegnis hljómsveitir úr "schlager" geiranum? Ég á allavega erfitt með að líkja þeim saman við alvöru glamrokkara eins og Gary Glitter, KISS, David Bowie og Freddie Mercury. Þeir menn VORU ýktir, vissu af því og gerðu í því að vera ýktir. Enda eldist þeirra lúkk miklu betur og kemur alltaf aftur með reglulegu millibili (sbr. Sign).
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:11
Þessir lúðar eru auðsjáanlega ýkt montnir yfir að vera í svona fínum fötum.
Jóhannes (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:31
nostalklígja er besta orð sem ég hef heyrt lengi..
Guðríður Pétursdóttir, 14.11.2008 kl. 23:40
Rödd skynseminnar, þetta er ótrúlega hallærisleg dæmi. Þó ég væri uppi á þessum tíma þá þótti mér þetta bara hörmung.
Jurgen, Jenný, Sigurður, Kristín og Guðbjörg, þetta er ansi broslegt. Ég stend í þeirri trú að hrifning fólks af þessum klæðnaði hafi ekki náð langt út fyrir hóp þessara hljómsveita sem klæddust dressinu.
Jens Guð, 15.11.2008 kl. 01:26
IJT, það er ekki hægt annað en hlæja að þessu liði.
Sigurjón, að minnsta kosti áttu þeir að vera rosalega flottir.
Lára, þannig var að þarna var nýbúið að mæla út að frá sviði sást gulur litur best af öllum litum. Hönnuðir fóru þess vegna dálítið hamförum í gula litnum.
Ómar, takk fyrir þetta.
Jens Guð, 15.11.2008 kl. 01:32
Jóhann, tískan hefur oft hlaupið með fólk í gönur.
Jóhanna, takk fyrir innlitið.
Geiri, takk fyrir hlekkinn.
Guðmundur, ég á myndir af The Change í fleiri bókum. Hinsvegar er ég ekki með skanna til að setja þær inn á tölvuna.
Jens Guð, 15.11.2008 kl. 01:38
Arnar, ójá, þessir "töffarar" áttu greiða leið í bólið hjá aðdáendum af báðum kynjum.
Greta, sá var tilgangurinn með því að skella þessu hér inn.
Gunnhildur, ég veit ekki hvort barnaníðingarnir Gary Glitter og Bay City Rollers voru nokkuð flottari. Held ekki.
Guðríður, takk fyrir það.
Jóhannes, þeir eru klárlega rígmontnir yfir dressinu.
Jens Guð, 15.11.2008 kl. 01:49
Led Zeppelin félagar klæddu sig í sama stíl nema þeir voru sennilega með aðeins betri klæðskera og hönnuð.
Hilmir Arnarson, 15.11.2008 kl. 11:08
Voru Led Zeppelin einhverntímann í samstæðu hljómsveitardressi? Mig minnir að Page hafi yfirleitt verið svartklæddur en Plant í hvítum útvíðum buxum og oft ber að ofan.
Jóhannes (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:58
Hilmar og Jóhannes, liðsmenn Led Zeppelin voru oftast í "venjulegum" fötum þess tíma á sviði. Gallabuxur virtust vera vinsælar hjá þeim. Nema Blaðsíðunni. Þar voru svört jakkaföt í uppáhaldi.
Ég man ekki til þess að liðsmenn LZ hafi verið í sérsniðnum hljómsveitarfötum.
Jens Guð, 15.11.2008 kl. 18:09
Andrés, það er mér hulin ráðgáta hvers vegna ALLAR þessar hljómsveitir lögðu ekki alþjóðamarkaðinn að fótum sér. Þessar hljómsveitir voru klárlega alveg undir heimsfrægðina búnar. Ég átta mig ekki á hvað klikkaði. Það átti greinilega ekkert að klikka.
Jens Guð, 15.11.2008 kl. 18:13
Led Zeppelin var geðveikislega góð hljómsveit. Að mér læðist grunur um að það sama sé alls ekki hægt að segja um hljómsveitirnar á myndunum.
Þór (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:15
Jensi Guð, þig minnir ekki að LZ hafi verið í sér sniðnum fatnaði, en þú ert ekki að segja að þú vitir það?
Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir félagar kysu fatnað eftir sínum kroppi, sérstaklega Blaðsíðan. Ég trúi ekki því að slík ofurmenni sem þeir hafi farið út í búð og keypt sér skyrtu til að vera í á tónleikum. Mér eru þær minnisstæðar skyrturnar.
Jóh. Ég átti nú ekki við samstæðan fatnað en það eru sniðin sem eru svipuð.
Hilmir Arnarson, 16.11.2008 kl. 13:01
Æji, nú hljóp ég á mig. Það var eithvað smá Detail sem ég sá, eða ein, tvær myndir, man ekki einu sinni hvaða en einhvernveginn tengdi ég fatnað LZ við fatnað þessarra ágætu kappa hér fyrir ofan Díses, ég var allt of fljótur á mér. Sasa, vava!
Hilmir Arnarson, 16.11.2008 kl. 13:15
Seventísið er náttúrulega alveg hellað. Hljómsveitin "Schytts" gæti nú bara misskilist, sko!
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.