Stórmerkileg frétt sem á erindi til allra

  Eftirfarandi frétt fékk ég senda áðan.  Hún birtist í nýjasta tölublaði héraðsfréttablaðsins Austurgluggans.  Þó fréttin fjalli fyrst og fremst um kaup rússnesks olíufyrirtækis á jörðum í Reyðarfirði þá á hún brýnt erindi til allra landsmanna því þetta virðist aðeins vera upphaf á þróun sem mun hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag í heild.

-------

Vilja kaupa Reyðarfjörð   
Skrifað af Einar Ben Þorsteinsson   
 
 
Olíufyrirtæki rússneska auðkýfingsins Roman Abramovic hefur fest kaup á þremur jörðum í Reyðarfirði. Fulltrúi hans gekk frá kaupunum á fasteignasölu í Reykjavík á mánudag.
roman_abramovic_private_army_1.jpg


Sogne Dnjepr er upplýsingafulltrúi olíufyrirtækis Abramovic. Hann bauð Austurglugganum í heimsókn á Hótel Hilton í Reykjavík stuttu eftir að gengið var frá kaupunum á mánudag. Um er að ræða jarðirnar Arnarhreiður, Davíðshólma, og Geirsnef. Sogne segir Abramovic hafi sérstakan áhuga á Íslandi. „Eftir að við komum hér til að veiða lax erum við stjórnendur fyrirtækisins ástfangnir af Íslandi. Við viljum leggja okkar af mörkum til að byggja upp framleiðslu á Íslandi á nýjan leik. Það er aðalástæðan fyrir því að Abramovic fyrirskipaði kaup jarða hér á Íslandi.” Útskýrir Dnjepr.

Ástæðuna fyrir því að olíufyrirtækið hefji kaup á jörðum í Reyðarfirði segir Dnjepr vera einfalda. „Það er mjög lágt verð á jörðum á Austurlandi. Við vildum láta seljendurna njóta vafans og greiddum helmingi hærra en uppsett verð. Markmið okkar er að byggja upp arðbært framleiðslufyrirtæki í Reyðarfirði.” Upplýsingafulltrúinn vill ekkert frekar gefa upp um kaupverðið. „Við borguðum ekki margar milljónir (dollara) fyrir hverja jörð. Ef fleiri vilja selja, þá geta menn haft samband við Domus Fasteignasölu.”

Aðspurður segir Dnjepr að rétt sé að olíuhreinsistöð sé ein af hugmyndum fyrirtækisins. „Við eigum enn eftir að hitta bæjarstjórann, ég trúi því að það verði ekki slegið á hendur okkar sem eru fullar fjár. Ykkur vantar jú peninga núna. Olíuhreinsistöð væri sniðug fyrir Íslendinga, það er alls ekki eins sóðaleg framleiðsla og þú heldur. Abramovic hefur rætt við iðnaðarráðherrann (Össur Skarphéðinsson). Ég held að hann sé hrifinn af okkar hugmyndum. Við þekkjum það hins vegar ágætlega að reka áróður, og höfum ágætis þolinmæði. Við lendum ekki oft í þeirri stöðu að það sé sagt nei við okkur.”

Austurglugginn spurði þá fulltrúa Abramovic hvort hann teldi góðar líkur á olíuhreinsistöð á Íslandi. „Já við höfum afar góð sambönd á Íslandi. Ég held að ef við byggjum ekki höfn og verksmiðju í Reyðarfirði að þá munum við gera það í Eyjafirði eða Skagafirði. Þar erum við líka að ganga frá jarðakaupum. Við kaupum eins margar jarðir og við þurfum, vonandi getum við byggt nokkrar verksmiðjur. Það myndi fullnægja okkar þörfum. Sendinefnd frá okkur mun heimsækja bæjarstjórnir í næstu viku.”

Dnjepr segir mikilvægt að Íslendingar geri sér grein fyrir því hvaðan peningar koma. „Þið getið ekki bara keypt ykkur Range Rover og Porsche ef þið viljið ekki framleiða afurðir. Seljið okkur rafmagn og land. Þá fáið þið pening. Viðskipti eru ekki flókin. Ég sé fyrir mér að Rússar og Íslendingar eigi góða samleið.”

Dnjepr segir orðróm um olíuhreinsistöð í Vopnafirði ekki eiga við rök að styðjast. „Þar hefur Abramovich áhuga að búa og hefur keypt sér jörð í nálægð við Selá. Hann hefur ekki áhuga á að búa í nágrenni við iðnaðarverksmiðjur. Það hefði líka ekki góð áhrif á laxveiðina.”

Í Þýskalandi tíðkast að blaðamenn sem færa sig um set kveðji lesendur með fréttum sem ekki eiga við rök að styðjast og eru uppspuni frá rótum. Ég hef valið að kveðja lesendur að þýskum hætti með þessari „frétt”.

Bestu kveðjur
Einar Ben Þorsteinsson, fráfarandi ritstjóri Austurgluggans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Púff, ég var byrjuð að safna í stresshnútinn...þið eruð rosalegir......hjúkk!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Skattborgari

Því miður þá er þessi frétt uppspuni og ég var að vona að hún væri rétt.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 14.11.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Rannveig H

Askoti þú náðir mér líka.

Rannveig H, 14.11.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Heidi Strand

Þessi frétt gat alveg verið sönn. Það kemur ekkert lengur á óvart.

Útlendingar mega fjarfesta á Íslandi þrátt fyrir að Ísland er ekki í ESB.

Erlendir ríkisborgara má ekki kaupa fasteign í Danmörku nema að búa í landinu, hafa tekjur og greiða skatt.

Reglan er 5 ár fyrir íbúðahúsnæði, bæði eignar eða andels og 7  ára regla fyrir kaup af sumarbústað. Samt eru Danir í ESB.

Heidi Strand, 14.11.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband