Stjórnmálafræði fyrir byrjendur

  Þetta fékk ég sent og brosti.  Ég hef séð mun styttri útgáfu af þessu áður.  Nú hafa stjórnmálafræðingar bætt um betur.  Vonandi tekst þessari samantekt að lyfta á ykkur munnvikunum.  Það veitir ekki af í hræringum síðustu vikna. 

KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú, hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein.

FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra samkvæmt reglugerð, mjólkar hina samkvæmt reglugerð og hellir svo allri mjólkinni niður samkvæmt reglugerð.

SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið sendir þig í harmonikkunám.

ÍSLENSKA LEIÐIN 
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði. Þá þjóðnýtir ríkið allt heila klabbið. Engar eignir finnast fyrir skuldum.

BANDARÍSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð. 

FRANSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.

JAPANSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, „Kúmann“, sem nær miklum vinsældum um allan heim.

ÞÝSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.


ÍTALSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða spagettí.

RÚSSNESKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKA LEIÐIN
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá því að þetta sé ekki rétt.

INDVERSKA LEIÐIN
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.

BRESKA LEIÐIN
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÁSTRALSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKA LEIÐIN
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.


ÍRASKA LEIÐIN
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó a.m.k. í lýðræðisríki núna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Humm Aftur ?

Ómar Ingi, 17.11.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Haha.

Ég þýddi þetta.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.11.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  áreiðanlega er þetta búið að rúnta út um allt á netinu og í bloggheimi.  Ég hef ekki áður séð nema hluta af þessum ágæta texta.

  Einar Loki,  þetta hefur hitt í mark.

Jens Guð, 17.11.2008 kl. 19:49

4 identicon

Kapítalisminn kemur of vel út þarna

KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú, hagnast vel. Þér líkar auðurinn og telur þig hæfari til þess að reka kúabú en flestir aðrir. Þú reynir því að ná sem mestri markaðshlutdeild. Í krafti auðs þíns gefuru fólki tilboð sem það getur ekki hafnað. Að lokum situru uppi með meirihluta markaðarins og kemst að því að þú getur stýrt verðinu með því að skapa skort. Þegar fólk fer að tala illa um þig ferðu að sjá hag þinn í að stjórna umræðunni og vingast því annahvort við ráðamenn eða fréttamenn. Ef þeir vingast ekki við þig þá borgaru undir samkeppni við þá og í krafti auðs þíns nærðu völdum. Þegar hingað er komið verður ekki aftur snúið. Þú telur þig yfir aðra hafinn og ert í sífellu stríðið við almenning. Að lokum gefuru svo mikinn skít í almenning að hann snýst gegn þér þrátt fyrir að reglur samfélagsins banni það. Þar með hefst mikil ringulreið því að vegið hefur verið að réttarríkinu. Endar með borgarastyrjöld og uppstokkun auðs.
Þá fá allir tvær kýr og er frjálst að gera það sem þeim sýnist með hana. Einn hagnast betur á kúnnum en hinum og allt ferlið fer aftur af stað.

Gunnar (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSKA LEIÐIN:

Þú átt engar kindur en tekur lán út á þriðju kindina.

Þú selur þriðju kindina og notar hagnaðinn af sölunni til að kaupa banka.

Þú ræður hlutafé til að stjórna bankanum og öllum þínum fjármálum.

Þú færð lán hjá bankanum þínum til að fjármagna kaup á öðrum banka.

Þú gerist fégráðugur og étur þrjá sviðakjamma tvisvar á dag á Umferðarmiðstöðinni.

Þú ert böstaður af Bretum, því þeir eru búnir að fatta trixið hjá þér og þú verður svo kindarlegur á svipinn að Framsóknarflokkurinn tekur þig í sparigatið.

Þorsteinn Briem, 17.11.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Ómar Ingi

Bara að tékka á þér

Ómar Ingi, 17.11.2008 kl. 20:27

7 identicon

Kapítalisminn kemur of vel út þarna

KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú, hagnast vel. Þér líkar auðurinn og telur þig hæfari til þess að reka kúabú en flestir aðrir. Þú reynir því að ná sem mestri markaðshlutdeild. Í krafti auðs þíns gefuru fólki tilboð sem það getur ekki hafnað. Að lokum situru uppi með meirihluta markaðarins og kemst að því að þú getur stýrt verðinu með því að skapa skort. Þegar fólk fer að tala illa um þig ferðu að sjá hag þinn í að stjórna umræðunni og vingast því annahvort við ráðamenn eða fréttamenn. Ef þeir vingast ekki við þig þá borgaru undir samkeppni við þá og í krafti auðs þíns nærðu völdum. Þegar hingað er komið verður ekki aftur snúið. Þú telur þig yfir aðra hafinn og ert í sífellu stríðið við almenning. Að lokum gefuru svo mikinn skít í almenning að hann snýst gegn þér þrátt fyrir að reglur samfélagsins banni það. Þar með hefst mikil ringulreið því að vegið hefur verið að réttarríkinu. Endar með borgarastyrjöld og uppstokkun auðs.
Þá fá allir tvær kýr og er frjálst að gera það sem þeim sýnist með hana. Einn hagnast betur á kúnnum en hinum og allt ferlið fer aftur af stað.

Gunnar (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.