17.11.2008 | 22:07
Lærið færeysku
Vegna opinberrar heimsóknar Jörgens Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, og eiginkonu hans til Íslands er ástæða fyrir Íslendinga til að þekkja til nokkurra orða og orðatiltækja sem hljóma öðruvísi í færeysk eyru en íslensk. Þó ekki sé nema til að forðast að gera hinum tignu gestum hvert við. Nokkur dæmi:
- Þegar Færeyingar heyra einhvern segja að hann ætli að fleygja sér eftir matinn þá halda þeir að viðkomandi ætli að dunda sér við sjálfsfróun.
- Þegar Færeyingar heyra talað um afganga þá halda þeir að verið sé að tala um sæði.
- Það skal forðast að tala um Mogga nálægt Færeyingum. Þeir halda að þá sé verið að tala um kynmök.
- Ef Færeyngar eru með í för til Vestmannaeyja er ástæðulaust að minnast á að til standi að spranga alla helgina í eyjunum. Færeyingar halda þá að til standi að afmeyja kvenfólk alla helgina, eða vikuskiptið eins og Færeyingar segja.
- Það er lítið af flugum í umferð núna. En ef Færeyingar heyra okkur tala um flugur halda þeir að við séum að tala um geisladiska.
- Sá sem heitir Örlygur ætti að kynna sig með öðru nafni fyrir Færeyingum. Annars halda Færeyingar að hann sé að kynna sig sem fávita.
Það er ágætt að vita hvað Færeyingar eru að meina þegar þeir nefna eftirfarandi:
- Ef þeir segja að einhver hafi misst vitið þá eiga þeir við að viðkomandi hafi rotast eða fallið í yfirlið.
- Þegar Færeyingar tala um bert starfsfólk þá meina þeir EINUNGIS fyrir starfsfólk.
- Þegar Færeyingur segist ætla að afmynda einhvern er hann ekki að hóta barsmíðum heldur óska eftir því að fá að ljósmynda viðkomandi.
- Þegar Færeyingar segja að Jón sé bóndi aftan á Pétri eða Jón sé prestur aftan á Pétri þá eru þeir að tala um Pétur hafi tekið við starfi Jóns.
- Ef Færeyingur lýsir einhverjum sem álkulegum er hann að segja að viðkomandi sé farinn að grána í vöngum.
- Þegar Færeyingur talar um baðstofu þá á hann við sánaklefa.
- Ef Færeyingar eru sagðir hafa slegist með nefunum þá er verið að lýsa barsmíðum með hnefum.
- Þegar Færeyingar tala um niðurgang eru þeir að tala um mjóan brattan göngustíg.
- Færeyingar tala um að fólk sé farið að fíflast þegar bera fer á handskjálfta.
- Í færeyskum auglýsingum er sagt að nú megi brúka píkur. Þar er verið að tilkynna að löglegt sé að setja nagladekk undir bíla.
- Ef sagt er að einhver Færeyingur hafi orðið skakkur á einhverjum viðburði er ekki verið að lýsa hassreykingamanni heldur einhverjum viðkvæmum sem hefur klökknað eða komist við.
Utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 3
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 840
- Frá upphafi: 4116354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 674
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Fjú, flott að vita þetta. Ég hafði einmitt hugsað mér að spjalla vel og lengi við utanríkisráðherra Færeyja.
Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:11
Það er sem sagt best að láta verkin tala þegar maður er nálægt Færeyingum.
Þorsteinn Briem, 17.11.2008 kl. 22:14
Og hér er tilkynning frá yfirvöldum í Færeyjum um notkun nagladekkja:
Frá sunnudegnum 15. oktober er aftur loyvt at brúka píkur. Tað kann hugsast, at sumir verða freistaðir at seta píkurnar upp
undir komandi vikuskiftið, en ikki ráðiligt at seta píkarnar undir til dømis fríggjadagin ella leygardagin, bara frá sunnudegnum
Jóhann Kristjónsson, 17.11.2008 kl. 22:43
jú og færeyingur segir að þú sért dofin, þá ertu latur
og held að allir Lallar þessa lands ættu að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá Niclasen og frú, því hún er jú með píku
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:49
Hehe.. Skemmtilegt mál Færeyskan. Er alltaf með annan fótin þarna og á þarna stóra fjölkyldu. Hef oft verið illa misskilinn og öfugt :P Þó þarna séu nokkrar rangfærslur hjá þér, eða kannski meira "flökkusögur með smá kryddi" þá er þetta nú alveg í áttina :D
Hommalega Kvennagullið, 17.11.2008 kl. 23:47
yvirgangur á færeysku þýðir hryðjuverk
ælingur þýðir él
Ari (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:31
Ég er dáin úr hlátri , er að hugsa um að fleygja mér, hihi
Sigríður Þórarinsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:04
En sú tilviljun, ég fleygði mér nú einmitt með mogga um daginn og það varð afgangur á honum, rétt eftir að ég hafði lokið mér af við að brúka píkurnar sem voru sprangandi þarna. Þetta var svo afmyndað að Gíslína var aftan á Jósefínu enda eru þær bert álkulegt fólk. Þetta fór allt fram fram á kamrinum en sumpart í baðstofunni (en það þarf að fara í gegnum niðurganginn til að komast að henni) . Ég varð mjög skakkur við þetta allt saman og stóð úti í ælingnum mjög hugsi yfir þessu öllu saman þegar þessu var lokið.
Ari (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:16
Svo má bæta því við að þegar fólk er farið „undir dýnuna“ þá er það farið undir sæng. Song sem er kvenkyns (sama orð og sæng) er rúm. Þeir tala reyndar ekki um flugur sem geisladiska heldur kalla þeir þá fløgur (ein fløga) — eiginlega flaga.
Vit mugu bjóða hesar vinir okkara hjartaliga vælkomnar til Íslands, við hjartaligari tøkk fyri allan hendan blíðskap sum teir hava sýnt okkum. Vit kunna væl lært okkurt av hesum brøðrum okkara og systrum, sum har búgva, í Føroyum. Ja, tað skuldi verið neyðugt at duga tosa føroyskt. Tað er gott at eiga góðar vinir! Guð vælsigni teir og tað føroyska landið og fólkið! Blíðar heilsanir, góða nátt, Þorgils Hlynur Þorbergsson.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:41
Orsaka: Við kunna væl læra okkurt... ella vit duga væl læra okkurt...
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:43
Þetta er yndislegt mál og yndislegt fólk. Mær dámar tað væl.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:13
Passa sig að biðja ekki um undanrennu þegar maður er í Færeyjum. Það þýðir nefnilega niðurgangur...!!
Gunnar (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.