Ný bráðskemmtileg bók um töframann

töfrumlíkast

  Þegar ég var unglingur var Baldur Brjánsson töframaður skær stjarna.  Hann var afar fær töframaður og útfærði mörg töfrabrögðin á gamansaman hátt.  Sýningar hans voru stórfengleg skemmtun.  Nú hefur Gunnar Kr.  Sigurjónsson,  hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Prímó,  skráð ævintýralegt lífshlaup Baldurs og gefið út í bókinni Töfrum líkast - Saga Baldurs Brjánssonar töframanns.

  Baldur er ennþá virtasti töframaður Íslands.  Hann hefur stundum verið kallaður leyndardómsfyllsti maður landsins;  bæði vegna þess leyndarhjúps sem hvílir yfir áhrifamiklum töfrabrögðum hans og einnig vegna þess að hann hefur lítið verið fyrir að opna sig í fjölmiðlum.  Í bókinni lætur hann á hinn bóginn allt vaða. 

  Ævintýrin eru mörg:  Skítafýlusprengur eru sprengdar í Borgarbíói á Akureyri. Rakvélablöð eru borðuð með bestu lyst. Úrum, veskjum og brjóstahaldara er nappað af blásaklausu fólki. Löggubíl er ekið undir áhrifum. Í sjónvarpssal er gerður uppskurður með berum höndum – með þeim afleiðingum að morðhótun berst Baldri í kjölfarið. Og hvað skyldi hafa orðið um hvítu dúfuna?

  Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég umsögn um bókina  Tabú - Ævisögu Harðar Torfa.  Smári Valgeirsson varð mikill örlagavaldur í lífi Harðar er hann birti blaðaviðtal við Hörð þar sem Hörður upplýsti alþjóð um að hann væri hommi.

  Svo sérkennilega vill til að Smári var ekki síðri áhrifavaldur í lífi Baldurs.

Baldur Brjánsson fæddist að Skáldalæk í Svarfaðardal. Hann er sonur Brjáns Guðjónssonar frá Svarfaðardal og Ragnheiðar Hlífar Júlíusdóttur frá Dalvík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband