13.12.2008 | 22:08
Fyrsta breska pönklagið
Heimildum ber ekki alveg saman hvernig pönkið byrjaði. Í Bandaríkjunum var sena sem kallaðist pönk áður en breska pönkbyltingin braust út og afmarkaðist við tiltekinn músíkstíl og hugmyndafræði. Í Bandaríkjunum var pönksenan ekki bundin við músíkstíl heldur viðhorf til ríkjandi gilda í músík. Þetta var hrá og einföld músík sem gaf skít í framsækna tæknilega rokkið (prog). Þær bandarískar hljómsveitir sem féllu undir hatt pönks voru helstar Talking Heads, Blondie, Ramones, Patti Smith Group og Television.
Í Bretlandi varð til pönksena sem einskorðaðist við hrátt einfalt rokk og hugmyndafræðina "gerðu það sjálfur" (Do It Yourself). Merkisberar breska pönksins framan af voru Sex Pistols, The Clash, The Damned og Buzzcocks. Bandaríska pönkið rann fljótlega ljúflega saman við það. Ekki síst The Ramones.
Fyrsta breska lagið sem kom út undir formerkjum pönks var New Rose með The Damned í október 1976. Hér er það lag og ég ætla að bæta á næstunni við því sem fylgdi þar á eftir.
New Roses seldist í 4000 eintökum fyrsta kastið. Það verður að teljast bærilegur árangur. Pönkið var ekki komið upp á yfirborðið. Lagið var ekki selt í plötuverslunum heldur í póstkröfu og á hljómleikum The Damned. Sölutalan gefur nokkra mynd af því hvað breska pönksenan var stór í árslok 1976.
Síðar hefur New Rose komið út á nánast öllum safnplötum sem innihalda einhverskonar sögulegt yfirlit yfir bresku pönkbyltinguna. The Damned var líka fyrsta breska pönksveitin til að senda frá sér stóra plötu.
Upptakan á New Rose kostaði 50 pund (tæpar 9000 íslenskar krónur). Upptökustjóri var Nick Lowe.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 16.12.2008 kl. 00:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur inní góða nóttina:):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 22:21
Linda mín, knús á þig.
Jens Guð, 13.12.2008 kl. 22:47
Ég held að Jerry Lee Lewis hafi byrjað með pönkið þegar hann kveikti í píanóinu á sviðinu. Það kemur ekki alltaf fram að á því kvöldi var hárið á Jerry Lee komið allt út í loftið og ekki líkt því sem rokkara hans tíma átti að sæmast. Það sem kemur ekki heldur oft fram í sögusögnum er að Jerry Lee öskraði, rétt eins og "pönkara" væri að sæma. Jerry Lee Lewis var enginn pönkari, en hann á svo sannarlega skilinn heiðurinn af fyrsta pönk-showi í heimi þetta kvöld, í Detroit 18 Ágúst, 1958, á Fred Allen Show.
Siggi Lee Lewis, 13.12.2008 kl. 23:08
Jens: Af hverju gefurðu mér aldrey "Knús á þig" Nema þegar ég bið þig ?
Siggi Lee Lewis, 13.12.2008 kl. 23:10
Þetta átti að sjálfsögðu að vera Allen Freed og bið ég hann hér með afsökunar á mismælum mínum!
Siggi Lee Lewis, 13.12.2008 kl. 23:15
Hlakka til að heyra meiri fróðleik frá þér um pönkið Jens , þetta tímabil var dásamlegt :) Það hefur greinilega verið eitthvað í loftinu í Skagafirðinum sem hefur gert okkur móttækilega fyrir pönkinu. Kv Röggi
Röggi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 08:47
Eyjó, ég kannast óljóst við nafnið Dean Carter en hafði aldrei heyrt í honum fyrr en í tónspilaranum þínum. Þetta er bráðskemmtileg útgáfa af Jailhouse Rock.
Siggi, knús á þig.
Röggi, Skagafjörðurinn var helsta vígi pönksins á pönkárunum. Pönkplötur seldust hvergi betur en í Skagafirði. Meira að segja Geirmundur var farinn að spila Dead Kennedys og Crass. Kannski ekki svo mikið á böllum. En þeim mun meira á Geirmundarstöðum. Held ég.
Jens Guð, 14.12.2008 kl. 15:56
Hvað er þetta? Ætlar enginn að læra að bandaríska garage-rokkið frá 1964-70 er hið sanna frumpönk og þar hljómsveitin The Sonics sem ruddi brautina. Þetta eiga menn að vita og orðið "Punk" fyrst notað á umslaginu á upprunalegu Nuggets safn-skífunni, árið 1972, að mig minnir, en þar voru aðfaraorðin rituð af einvherjum karli, sem síðar varð kærasti Patti Smith. Man bara ekki hvað hann heitir....
Kristinn Pálsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:22
Nú sagði ég vin minn um daginn að einn af helstu hvötum pönksins væri uppreisn gegn progginu, að maður þyrfti ekki að kunna mjög tæknilega á hljóðfæri heldur bara hafa gaman að þessu og vera með kjaft, en hann tók það ekki í mál, sagði að ég færi með fleipur
Ari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:28
Ég steinlá fyrir pönkinu á sínum tíma og enn þann dag í dag sest ég stundum niður þegar konan og börnin heyra ekki til og spila ljúfsárt pönk, einu sinni pönkari alltaf pönkari. En ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að Blondie hafi verið brezk en ekki bandarísk. Kveðja
Frikkinn, 14.12.2008 kl. 19:09
Kristinn, til að allir sem fjalla um músík tali sama tungumál - og skilji hvern annan - er hefð fyrir því að skilgreina lög og plötur út frá þeim stíl sem þær tilheyrðu í samtímanum. Reyndar eru smá frávik í lagi ef það hjálpar upp á heildarsöguna í seinni tíma sagnfræði.
Flestir músíkstílar eiga samhljóm í eldri músík. Það á ekki síst við um pönkið. Einkum ef við miðum við upphaf bandaríska pönksins sem var ekki neinn afmarkaður músíkstíll. Breska pönkið var ekki kallað pönk framan af. Bresku pönkararnir héldu sjálfir á þeim tíma að þeir væru ýmist að spila pöbbarokk eða glysrokk. Það var bara blaðakona hjá NME sem ákvað einn góðan veðurdag að greina nýju hljómsveitirnar - sem spiluðu pönkaðra pöbbarokk og glysrokk - frá eldri og fágaðri hljómsveitum með því að skilgreina þær sem pönk.
Pönkararnir urðu fyrst hneykslaðir. Síðan litu þeir á þetta sem léttan húmor og gengust inn á að skilgreina sig sem pönkara.
Það er margt í eldri músík sem auðvelt er að skilgreina sem pönk. Ekki bara úr bandaríska garage rokkinu eða frá upphafsárum rokksins á sjötta áratugnum. Líka úr eldri blús. Jafnvel lagið "I Don´t Care" með Thor´s Hammer (Hljómum) má kalla pönk.
Mörg þeirra laga sem komu út undir formerkjum pönks á upphafsárum bresku pönkbylgjunnar væru ekki skilgreind pönk ef þau kæmu fyrst úr í dag. Þau væru bara skilgreind sem popplög.
Þetta er ennþá skýrara þegar við fjöllum um nýbylgjuna. Hún var ekki bundin við neinn ákveðinn músíkstíl. Við gætum þess vegna skilgreint milljónir eldri og yngri laga sem nýbylgju. Það gerum við þó ekki vegna þess að nýbylgjan er bundin við þá músík sem var í útjaðri pönksins á pönkárunum.
Til að útskýra hvað ég á við enn frekar getum við litið til rappsins. Það er hægt - og hefur verið gert - að rekja upphaf rappsins til þulukveðskapar við undirspil spunarokka í íslenskum baðstofum fyrr á öldum. Ýmis bandarísk "talking blues" lög frá fyrri hluta síðustu aldar væru kölluð rapp ef þau kæmu út í dag. Líka "Give Peace a Chance" með John Lennon. En þetta er ekki kallað rapp vegna þess að það var ekki kallað rapp í samtíma sínum.
Jens Guð, 14.12.2008 kl. 19:32
Ari, þú ert með réttu skilgreininguna á þessu. Johnny Rotten afgreiddi þetta snyrtilega þegar hann fór í Pink Floyd bol og skrifaði I Hate fyrir ofan nafn Pink Floyd.
Frikkinn, Blondie var albandarísk hljómsveit og tilheyrði bandarísku pönksenunni. Liðsmenn Blondie voru einnig í Television og Patti Smith Group.
Jens Guð, 14.12.2008 kl. 19:40
Já Geirmundur hefur farið mjög fínt með áhuga sinn á pönki , man ekki eftir Crass lögum á sveitaböllum í gamla daga. Man þó að hann spilaði Fatlafól í Sólgarði í Eyjafirði þegar það lag var nýkomið út og þá verð ég mikið mikið hissa og ánægður með Geirmund.
Röggi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:41
Röggi minn, Geirmundur þekkir sinn markað betur en við. Hann veit hvenær "Nú er ég léttur" tryllir lýðinn umfram "Kill the Poor". Þess vegna lét ég mér nægja að syngja CCR lög með honum á sínum tíma fremur en "Black Night". Kallinn kann á þetta. Enda skrifa ég aldrei neitt neikvætt um gjaldkera KS.
Jens Guð, 15.12.2008 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.