14.12.2008 | 23:38
Upphaf bresku pönkbyltingarinnar II
Breska pönkbylgjan mótaðist vorið 1976. Hún varð ekki til þegar hljómsveitin Sex Pistols var full mönnuð haustið áður. Né heldur þegar Sex Pistols fóru að spila opinberlega. Sú hljómsveit var ekki sú sama og varð leiðandi afl í pönkbyltingunni. Til að byrja með var Sex Pistols krákuband (cover) sem spilaði lög eftir Small Faces, The Who, Chuck Berry og fleiri. Er leið að vori fór hljómsveitin að finna sinn stíl. Hann birtist mótaður um vorið ´76. Joe Strummer, síðar söngvari The Clash, fékk Sex Pistols til að hita upp fyrir þáverandi pöbbarokkband sitt, 101´Ers nokkrum sinnum. Þegar hann síðan fór á sjálfstæða hljómleika Sex Pistols í maí ´76 varð honum að orði: "Þarna er þetta komið. Þetta er framtíðin."
Þarna fékk Joe Strummer vitrun. Hann ákvað að söðla um. Leggja 101´Ers niður og stofna hljómsveit í anda Sex Pistols. Tom Robinson var á sömu hljómleikum. Honum þótti Sex Pistols ömurleg hljómsveit en áttaði samt á því að þetta væri málið. Hann var í hljómsveit sem hann ákvað að hætta með og stofna rokksveit í anda Sex Pistols.
Fram eftir sumri ´76 hlóð utan á sig það sem var að myndast sem pönkreyfing í Bretlandi. The Damned varð fylgihnöttur Sex Pistols. Joe Strummer stofnaði The Clash. The Clash og Sex Pistols fóru að of mod-tríóið The Jam bættist í hópinn.
Í september ´76 var haldið 2ja daga pönk-festival í klúbbnum 100 í London. Þá var blaðakona á breska poppblaðinu NME búin að skilgreina mánuði áður nýju hreyfinguna sem pönk. Festivalið bar yfirskriftina "Anarchy in the UK" og undirskriftin var "Punk Special".
Nöfn Sex Pistols og The Clash voru skrifuð jafn stór á auglýsingaplakatið. Með minni stöfum voru skrifuð nöfn Siouxie & The Banshees, The Damned, The Buzzcocks og fleiri.
Hafa þarf í huga að nýhætt pöbbahljómsveit Joes Strummers, 101´Ers, var nýhætt en búin að stimpla sig inn hjá pressunni. Nýbúin að senda frá sér smáskífu og fá umfjöllun í poppblöðunum. Þess vegna var The Clash strax stórt nafn í þessari nýju pönksenu.
Í október ´76 sendi hljómsveitin The Damned frá sér fyrsta breska pönklagið, New Rose. Sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999/
Fyrsta smáskífa Sex Pistols, Anarchy in UK, kom út mánuði síðar. Það lag slefaði inn í 38. sæti breska vinsældalistans. Þar með var pönkið komið nálægt því að nálgast yfirborðið. Útgefandi Sex Pistols fékk þá bakþanka yfir að vera að dreifa boðskap Sex Pistols um stjórnleysi og uppreisn (anarkisma) og stöðvaði dreifingu á smáskífunni. Með tilheyrandi málaferlum og umfjöllun í fjölmiðlum.
En Bretar voru komnir á bragðið. Þeir voru að falla fyrir pönkinu. Þeir biðu eftir framhaldinu. Fleiri hljómsveitir sendu frá sér lög um þetta leyti undir formerkjum pönks. Þau lög skiptu aldrei máli og eru tröllum geymd. Eftir stendur þetta upphaf sem almenningur þekkti og þekkir í dag: New Rose með The Damned og Anarchy in UK með Sex Pistols.
Framhald á morgun.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 16.12.2008 kl. 00:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 17
- Sl. sólarhring: 581
- Sl. viku: 1175
- Frá upphafi: 4121557
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 998
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hættu nú þessu endalausa punki.Þú ert of gamall fyrir það eins og allir aðrir sem ekki eru unglingar á hvrjum tíma.Annars er ég alltaf að pirrast á þér fyrir að kalla Bítlana rokk.En punk held ég að væri nærri lagi miðað við þeirra upphaf og tíma.
elias (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:30
Já komdu nú með tilurð lagsins tilurð lagsins Til eru fræ eða eitthvað álíka gáfulegt Reyndar er það rétt hjá Eliasi, það jaðrar við að Bítlarnir hafi verið pönk síns tíma.
Nei, haltu þessu endilega áfram. Stórgóðir pistlarnir hjá þér alltaf hreint.
Heimir Tómasson, 15.12.2008 kl. 08:18
Þrælgaman að þessu hjá þér Jens. Endilega að negla inn fleiri svona pistlum! Of gamall fyrir punk? Flestir sem hafa gaman af pönki eru að komast af léttasta skeiði held ég..og ekkert sem bannar mönnum að fíla það sem þeir fíla.
Ásgeir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:52
The Beatles voru náttúrlega besta Rock'n'Roll band allra tíma og dæmigerðasti fulltrúi þess. Ég er að tala um sama Rock'n'Roll og Elvis, Jerry Lee Lewis, Little Richard og Chuck Berry léku.
Dæmi: http://www.youtube.com/watch?v=KGWha1JqSA8
Elías Halldór Ágústsson, 15.12.2008 kl. 12:25
Snilldar lesning. Þakkir fyrir.
Bara Steini, 15.12.2008 kl. 14:39
Hvenær verður maður of gamall fyrir tónlistarstefnuna sem maður fílar ??? Hvenær verðar þeir sem fíla Vilhjálm of gamli eða ABBA eða Iron Maiden !!!!! þvílík þröngsýni. Haltu endilega áfram Jens og fræddu okkur sem látum ekki segja okkur hvað við eigum að hlusta á og hvenær á lífsleiðinni.
Röggi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.