16.12.2008 | 23:59
Upphaf bresku pönkbyltingarinnar IV
Næst síðustu helgi í febrúar 1977 sendi pönksveitin The Damned frá sér fyrstu bresku pönksbreiðskífuna. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að þó Sex Pistols og The Clash hafi verið forystusveitir breska pönksins þá lögðu The Damned og The Buzzcocks drjúgt að mörkum við að stimpla pönkið inn. Svo og The Stranglers.
The Damned var fyrst breska pönksveitin til að senda frá sér smáskífu og einnig sú fyrsta sem sendi frá sér breiðskífu. Breiðskífa The Damned náði 36. sæti breska vinsældalistans. Tveimur sætum ofar en fyrsta smáskífa Sex Pistols.
Þegar hér var komið sögu var fjöldi breskra pönksveita orðnar áberandi í hljómleikahaldi á Bretlandi: Chelsea, Generation X, The Jam, The Adverts, Tom Robinson Band, Siouxie & the Banshees, XTC, Wire og Adam Ant.
Lagið hér fyrir ofan er Neat Neat Neat með The Damned.
Upphaf bresku pönkbyltingarinnar: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Vísindi og fræði | Breytt 17.12.2008 kl. 00:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
Nýjustu athugasemdir
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Bjarni, góður! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Starfsmaður var ráðin til vinnu og stóð sig þokkalega. Það var ... Bjarni 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Jóhann, Nonni lærði sína lexíu af þessu. Nú tortryggir hann a... jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Nonni hefði átt að athuga með manninn sem átti að vera rafvirki... johanneliasson 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Vinur minn sem var að vinna við lyftu á Kleppi var mikill grall... sigurdurig 5.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður Þ, heldur betur! jensgud 4.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Mikið djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru ... Sigurður Þórólfsson 3.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður I B, svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út! jensgud 29.10.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 52
- Sl. sólarhring: 1010
- Sl. viku: 1729
- Frá upphafi: 4108950
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1485
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég var aldrei pönkari
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 00:01
Ásdís, ég var heldur aldrei pönkari. Þannig lagað. En hef þó verið mjög "svag" fyrir pönki.
Jens Guð, 17.12.2008 kl. 00:19
Ég hef aldrei skilið af hverju Tom Robinson band var talin vera og er stimpluð sem pönkhljómsveit, vegna þess að hún var of progg og prófessjónal í spilamennsku, melódísk og róleg lög í bland gamaldags keyrslurokk með of miklum gítar og hljómborðssólóum í prógramminu, einnig nokkuð dínamísk hljómsveit í spilamennsku sem hinar raunverulegu og eiginlegu pönkhljómsveitir voru beint ekki. Þegar hljómsveitin keyrði að þá var sándið að vísu nokkuð hrátt, en uppfyllir ekki það að hafa verið mikið pönk. Textarnir fundust mér vera meira sósíalískir frekar en anarkískir. Hef hlustað á nokkurar tónleikaupptökur með þeim frá upphafsárunum og einnig á fyrstu plöturnar og dæmi út frá því. En sitt sýnist hverjum.
Með hina óþolandi ömurlega leiðinlegu en merkilegu hljómsveit The Fall, að þá kenni ég hana ekki beint við pönk nema rétt allra fyrst á ferlinum, en hún var of innhverf, listræn, framsækin og tilraunakennd hljómsveit til þess að ég geti kennt hana við gamaldags og dæmigert breskt pönk. Miða þá við stemninguna og áferðina hljóðrænt í stöðluðu bresku pönki á tímabilinu 1976 - 1978. En sitt sýnist hverjum og hafi hver sýna sýn og skoðun á þessu.
Hef svo ekki meira um þetta að segja.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 02:30
Áhugavert að miða afmælið við The Damned. Sex Pistols er auðvitað hin eina sanna mainstream pönkhljómsveit og eðlilega vinsælastir. Og sennilega héldu The Clash þetta út lengst með útgáfu á London Calling árið 1980 (var reyndar gefin út í Bretlandi í des 1979 en annrasstaðar 1980) og, ef ég man rétt, var þessi kveðjuplata pönksins valin besta hljómplata níunda áratugarins af alþjóðlegu úrvali poppgúrúa.
Má samt ekki segja að pönkið eigi uppruna sinn í Bandaríkjunum fyrst með prepönkgrúppum eins og The Stooges og New York Dolls og er svo fullkomnað með The Ramones sem gáfu út sitt fyrsta árið 1976. Og að afmæl pönksins hafi verið í fyrra (þú nefnir reyndar bresku pönkbylgjuna sérstaklega)
Hinsvegar hefur pönkið mótað sterkari tískukultúr í Bretlandi en í BNA.
Þetta er í raun svipað og með popplistina sem er almennt séð sem Bandarísk myndlistarstefna með Andy Warhol og Robert Rauschenberg í fararbroddi en í raun hefst hún í Bretlandi hjá Eduardo Paolozzi, Richard Hamilton o.fl.
Popplistin fittaði síðan bara betur við bandarískan kultúr eins og pönkið fittar við þann breska.
Gaman að þessu og takk fyrir áminningu um afmæli breska pönksins.
PS.
Ég sá The Ramones á tónleikum þegar þeir vöknuðu aftur til lífsins upp úr 1990. Þeir voru allan tímann hreyfingalausir á sviðinu með hártopp niður fyrir augu og önduðu ekki á milli laga.
Það var alger skítur (í jákvæðri pönkmerkingu)
Ransu, 17.12.2008 kl. 11:11
Talandi um "alvöru" pönk, þá er þetta mesta pönk sem ég hef séð:
http://www.youtube.com/watch?v=YI5SIEDNeD0
Tekið úr hinu mikla meistaraverki "The Decline of Western Civilization", LA pönksenan frá 1980. Gítarleikarinn Pat Smear var síðar í Nirvana, rétt fyrir byssuskotið örlagaríka.
Mér finnst kaninn alltaf hafa gert þetta best, einkum Minor Threat, Hüsker Dü, Minutemen, o.fl., o.fl. Er samt ánægður að sjá "Sham 69" plakat á veggnum heima hjá Darby Crash.
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:18
Tek að sjálfsögðu undir með SSSka, Fall voru aldrei og verða aldrei pönk. Þeir eru algjörlega á sér bás.
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:20
Þakka þér fyrir Óskar, kunningi sæll
Þótt ég hafi ekki andlega heilsu í The Fall sem ég hef þó séð tvisvar á sviði og varð fyrir varanlegu andlegu tjóni af þeim í seinna skiptið, að þá á ég dálítið með þeim frá 1983, þegar ég sá þá í fyrra skiptið og vill svo einkennilega til að það dæmi höfðar vel til mín og á sér sinn sess í metralöngu tónlistarsafni mínu hjér heima við. Annars er 1983 minningin um The Fall nokkuð góð og andstæð þeirri seinni síðan fyrir nokkurum árum. Já, svona er þetta afstætt, klofið og fáránlegt ástand hjá mér með The Fall. En best að þú sjáir alfarið um The Fall og ég um The Magazine, þá eru allir vonandi sáttir. Sé þig vonandi á tónleikum með Magazine í London í Febrúar. Hinsvegar tekst engum framvegis að draga mig á tónleika með The Fall.
Sumt sem mér leiðist er samt í huga mér viðurkennt og jafnvel merkilegt og svo öfugt, þrátt fyrir stór og neikvæð orð um The Fall. Kannski þarf ég að fá einhver jákvæðnislyf við þessu máli sem og ýmsu öðru
Lifðu sem best og njóttu, þrátt fyrir kreppu og ótímabær jól
Kveðja, Steinn = SSSKA.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:14
London Calling með The Clash kveðjuplata pönksins, ha ?
Pönk á London Calling, ha ?
Var að hlusta á hana áðan, skynja ekki neitt pönk á henni.
Skynja aðeins pönk á allra fyrstu Clash plötunni og dálítið á þeirri annarri, síðan svolítið á Black Market plötunni, nánar tiltekið á hlið A.
Ja, sitt sýnist hverjum.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:24
Kemst því miður ekki á Magazine sökum barneigna, auk þess sem mér finnst nettgeggjað að fara til útlanda nema lífið liggi við (sem það gerir auðvitað hjá ykkur Magazine-mönnum).
Góða ferð Steinn, þetta verður pottþétt alveg svakalegt hjá þeim...
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:39
Að sjálfsögðu er öllu fórnað fyrir Magazine, hvað annað. Takk fyrir góða ferðakveðju á Magazine. Til hamingju með barneignastandið, spurning hvort að barneignastandið geti ekki bara átt sér stað í London, þannig að þú getir séð Magazine eina kvöldstund eða svo, segi nú bara svona sem öfgafullur Magazine aðdándi , kannski er þetta eina tækifærið í lífinu að sjá Magazine.
Já, þetta gæti orðið góð upplifun, er búinn að dreyma um þetta síðan haustið 1978.
Kveðja, Steinn = SS SKA.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:50
Lifi pönkið!
Þór (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.