17.12.2008 | 15:16
Geir Ólafs hellir sér yfir mig
Í Fréttablaðinu í dag segir söngvarinn síkáti, Geir Ólafs, að ég sé þunglyndur bloggari í Breiðholti. Jafnframt sakar hann mig um að þjást af öfundsýki í sinn garð. Ástæðan fyrir þessum ruddalegu fullyrðingum er ósköp lítilfjörleg og saklaus. Mér varð það á að benda á í nýlegri bloggfærslu einkennilegan hlut. Þannig er að í dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi hefur ítrekað verið slegið upp sem stórfrétt að vinsælasta lagið í Færeyjum um þessar mundir sé sungið af Geir Ólafs. Svo sérkennilega vill hinsvegar til að lag Geirs um Jólamanninn er ekki að finna á lista yfir 15 vinsælustu lögin í Færeyjum. Sjá http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746545
Á þeim sama lista sjást einnig þau næstu 5 lög sem krauma undir Topp 15. Lag Geirs er ekki heldur þar. Hvernig stendur á því að meint vinsælasta lagið í Færeyjum um þessar mundir er hvergi að finna á lista yfir vinsælustu lögin í Færeyjum?
Jú, Geir kann skýringu á því. Hún er sú að hann bakkaði bíl sínum á minn bíl fyrir nokkru. Þetta er nokkuð langsótt skýring. Og þó. Ég var á leið út á völl til að ná flugi til Færeyja þegar umferðaróhappið varð. Flugvélin var farin að bíða eftir mér. Allt gekk þó lipurlega og snurðulaust fyrir sig. Bæði ákeyrslan og það sem á eftir fylgdi.
Burt séð frá ástæðunni þá er það svakalegur áfellisdómur yfir færeyska vinsældalistanum ef hann mælir ekki vinsældir vinsælasta lagsins. Jafnvel þó listinn myndi einungis klikka á að mæla vinsælasta lagið í 1. sæti og hafa það í 2. sæti í staðinn væri hann handónýtur og marklaus. En ef hann mælir ekki vinsælasta lagið í neitt af 15 efstu sætunum og ekki í hóp þeirra 5 laga sem krauma undir þá er vinsældalistinn þvílíkt hneyksli að það gerir færeyska ríkisútvarpið og www.planet.fo - sem birta listann - að aumum og ómarktækum fjölmiðlum. Fjölmiðlum sem halda kolröngum upplýsingum að almenningi og brjóta gróflega siðareglur blaðamanna.
Sé það tilfellið getur enginn heiðvirður maður unnið hjá þessum fjölmiðlum. Samviska þeirra myndi ekki leyfa.
Flest sem snýr að samskiptum Íslendinga og Færeyinga fær mikla umfjöllun í færeyskum fjölmiðlum. Gulli Briem, trommari Mezzoforte og GCD, skrapp til Færeyja á dögunum. Það var forsíðufrétt í eyjablöðunum. Bara svo dæmi sé nefnt.
Einhverra hluta vegna fer lítið fyrir umfjöllun í færeyskum fjölmiðlum um meint vinsælasta lagið í Færeyjum. Netmiðillinn www.planet.fo greinir samviskusamviskulega frá öllu því helsta sem lýtur að músík á eyjunum og víðar. Nema frá meintu vinsælasta lagi. Það er hægt að slá nafni Geirs eða lags hans inn í leitarvél síðunnar. Niðurstaðan er 0 = ekkert finnst.
Sama er hægt að gera á leitarvélum færeyska útvarpsins, www.uf.fo, og dagblaðsins Dimmalætting, www.dimma.fo. Leitarvélarnar finna ekkert um meint vinsælasta lagið í Færeyjum.
Ég les reglulega nokkrar aðrar færeyskar fréttasíður sem ekki eru með leitarvélar, svo sem www.portal.fo og www.sosialurin.fo. Ég hef aldrei séð stafkrók um Geir í þessum miðlum - þrátt fyrir að hann sé að sögn ofurvinsæll hjá eyjalýð.
Til að öllu sé til haga haldið þá er jólalag Geirs spilað á hverjum virkum degi í morgunþætti færeyska útvarpsins. Svo skemmtilega vill til að þáttastjórnandinn er textahöfundur lagsins. Hann "prógrammerar" einnig næturspilun útvarpsins. Svo skemmtilega vill til að lagið er líka spilað í næturútvarpinu. Það er gott að einhver fær stefgjöld.
Vissulega væri gaman að sjá lag sungið af Íslendingi í toppsæti færeyska vinsældalistans. Einnig þætti mér gaman að vera þunglyndur Breiðhyltingur. Mér veitir ekki af dálitlu þunglyndi til að slá á óþrjótandi léttlyndi og ofurkæruleysi. Ég held líka að það sé gaman að búa í Breiðholti með útsýni yfir bæinn. En ég bý nú bara í Vesturbænum. Óeðlilega hress og kátur.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Samgöngur, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Athugasemdir
AE hafid thid ekkert ad gera tharna á Fróni ?!? ...en samt dálítid fyndid thraetuepli...
Frónbúi í útlöndum (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:21
Ía Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:38
Vertu ekki að bakka á bílinn hans Geirs Ólafs bara til að koma í veg fyrir spilun á lögunum hans í útlenskum útvörpum. Þetta er að verða með Geir eins og Leoncie (eða var það hin systirin Beyoncie?) hann er frægur og virtur og eftirsóttur út um allan heim nema á Íslandi ...og í Færeyjum.
corvus corax, 17.12.2008 kl. 15:47
Geir er ágætur nema þegar hann opnar munninn til að gera eitthvað annað en að syngja þá fer fyrst að halla undan fæti hjá honum. Kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 17.12.2008 kl. 15:55
Ef færeyska sérfræðin hjá Jens Guð er jafngóð og þegar hann segir að undirritaði prógramerar alla næturtónólist. þá skil ég vel að hann heldur því fram að undirritaði ræður hvað verður spilað í Kringvarpi Færeyja. Satt að segja sýndi ég starfsfelögum mínum þennan blogg hjá honum sem telur sig sérhæfan í færeyskri tónlist. Og já, það var nú hlegið og góð ástæða fyrir því.
Lagið hans Geira er mest spilaða lagið í Kringvarpi Færeyja, það verður spilað á Rás2 hér í færeyjum líka. Talaði rétt áðan við Birgir sem vinnur á Rás2 og hann sagði lagið hans Geira vera vel spilað þar líka. Ég hef ekkert með "Playlista" né nætur músikk að gera í útvarpinu hér í Færeyjusm. Eg gét sent Jens Guð afrit af þeim mörgu óksunum um að heyra lagið hans Geira, ef hann vil það. Það er ekki altaf að lögin á þættinum 15 Tær Bestu sem er vikulega í okkar útvarpi eru mest spiluð, lángt frá því. En Geir Ólafsson á mest spilaða lagið í Færeyjum síðustu 14 dagana. Faroe 5 eru næst mest spilaðar. Ég var að taka þetta saman í tövuni í dag. Að lokum á geta þess að Geir hefrur skrifa sögu hér í Færeyjum þar sem hann syngur fyrsta jólalagið sundið á færeysku með biggbandið. Og þar að auki er jólalag Geirs hér í Færeyjum það sem við höfum búið til flest copíur af síðustu 14 dagana.
Elis Poulsen útvarpsmaður Kringvarp Föroya
Elis Poulsen (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:14
Føroyska tjóðin fær jólalag frá íslendingi
Ólavur í Beiti tann 23/11/2008 kl. 22:52
- Eg fari at taka upp jólalag við mínum big-bandi, sum eg fari at ognað føroysku tjóðini, sigur Geir Ólafsson, íslendskur sangari.
Les greinina her á Vísir.is www.vagaportal.com
Elis (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:35
Nú gólar í Færeyjum Geir,
þeir geta bara ekki meir,
vilja nú býtta á lúðulaka,
og lán sitt allt fá til baka.
Þorsteinn Briem, 17.12.2008 kl. 17:04
andskotans ökuníðingur ertu Jens..
Hver er þessi Geir ólafs annars ?
Óskar Þorkelsson, 17.12.2008 kl. 17:06
Mikið vorkenndi ég aumingja Færeyingunum að fá Geir Ólafs til sín til að syngja.
Ég var farinn að hafa áhyggjur á því að þeir mundu biðja um lánið til baka.
Bestu kveðjur
ThoR-E, 17.12.2008 kl. 17:21
Er eitthvað til með þessum manni á Íslandi? Hefur hann sungið inn á plötu?
Sveinn (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 18:23
Kæri vinur! Þunglyndur my ass..... Geir Ólafs hefur því miður ekki boðið af sér góðan þokka þegar ég hef séð til hans. Ég segi nú bara að rétt skal vera rétt og þar treysti ég Jens Guð fyllilega :)
Hjördís (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 19:36
...en varstu ekki eitt sinn í Skipholtinu?? Gæti það hafa ruglað Geir Ólafs?
....holtinu......eitthvað....
Vilborg Traustadóttir, 17.12.2008 kl. 21:23
HAHAHAHHAHAHA
Siggi sagði það sem ég ætlaði að segja !!!
Ómar Ingi, 17.12.2008 kl. 22:33
Það verður að reka strax þennan vesaling sem sér um færeyska vinsældalistann. Það er ófært að hafa mann þarna sem lætur vinsælasta lagið gjörsamlega framhjá sér og listanum fara.
Jóhannes (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:04
Já... Geir er algerlega óáfengt viskí (hahah) og bara nettur Nesi Smára...
ólinn (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:55
Já þetta er skrýtin þversögn að þetta er sagt vinsælasta lagið en svo er þetta ekki á listanum þó þetta sé spilað oft skv. Elís.
Finnst þetta ágætt lag, Geir syngur það vel, hef ekki verið hrifinn af honum hingað til. Viðbrögð hans við þessum sjálfsögðu pælingum Jens eru samt út úr kortinu. Ég velti þessu f. mér áður en Jens hafði bloggað um þetta. Ég er áhugamaður um Færeyjar og fór að leita eftir viðbröðgum á netinu líkt og Jens. Google niðurstöður fyrir "Geir ólafsson jólamaður" gáfu ekkert marktækt. heldur ekki leit á planet.fo eða kjak.org. Niðurstaða mín var sú sama og Jens. Ég rengi það þó ekki sem Elís segir, þetta er samt ekki vinsælasta lagið þó það fái vissulega spilun og að það sé gaman að þessu. Flott hjá Geir að gera þetta sem vinarvott.
Ari (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 01:18
Geir Ólafsson kom á árshátíð og "átti að taka Sinatra lög " mætir með cd með sé sem undirspil og viti menn hann var alltaf að stoppa diskurinn þegar hann byrjaði að syngja hahahahaha hann var brjál og allir hlógu mikið " á endanum var söngatriði hans mikið skemmtiatriði"... reyndar var ekki eins og þetta væri í fyrsta skipti .. sko klikkið " Vá hann er brilliant non stop glaðningur þessi gæi,
Vertu kátur Jens það komast fáir að í vinahópi snillingsins sem sigra ætlaði Færeyjar , eða landeyjar man ekki
Gunnar Björn Björnsson, 18.12.2008 kl. 02:05
Hver er þessi Geir Ólafsson?
Þórður J. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 07:26
Geir tekur þetta heldur betur óstinnt upp og það gerir textahöfundurinn greinilega líka, sem semdir þér heldur betur tóninn í Fréttablaðinu í dag. Þetta er eiginlega fyndnasta mál kannski spyrst þessi deila til Færeyja, þú verður að leyfa okkur að fylgjast með.
Sigurður Þórðarson, 18.12.2008 kl. 09:03
Ég tel að oft sé ekkert of mikið að marka vinsældalista (fremur en skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka), en þeir endurspegla að mestu hlustun unglinga og ungs fólks. Það getur vel verið spiluð lög á einstökum rásum sem ekki komast inn á lista, sérstaklega ef það eru rásir sem eldra fólk hlustar á öðrum fremur.
Annars finnst mér framtak Geir vera flott og sennilaga það besta sem hann hefur gert. Mér hefur fundist hann í gegn um tíðina vera einstaklega leiðinlegur og montinn en finnst hann hafa breyst mikið til hins betra undanfarin 2-3 ár. Og mér þetta lag hans vera flott og færeyskan hans bara skemmtileg. Maður verður að sjá það jákvæða í þessu og hafa gaman af.
Á tímum sem þessum sem nú ganga yfir er ekki vanþörf á jákvæðni og bjartsýni.
Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:37
Hef svo sem aldrei neitt tekið eftir honum Geir greyjinu, en við skulum ekki verða eins og danir og verða drulluafbrýðisöm ef einhverjum gengur vel, jafnvel þó hann einn haldi það (sem ég veit ekkert um). En hér í Danmörku er þessi ömurlega lenska að ef einhverjum gengur vel þá á helst að skjóta hann eða kæra til yfirvalda.
Gangi ykkur öllum vel elskurnar mínar og megiði öll "meika" það þó ekki nema inní stofu eins og ég í SINGSTAR ég er á toppnum á mínu heimili ;)
Gleðileg jól frá Danaveldi
Anna Þórdís Guðmundsdóttir, 18.12.2008 kl. 11:05
Er einhversstaðar hægt að hlusta á þetta lag, vefupptökur frá útvarpi í Færeyjum eða e.h. Bara svona áður en maður dæmir lagið. Geir er bara Geir...! og getur ekkert að því gert.
Joe (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:10
Samkvæmt fyrirmælum stjórnenda Moggabloggs var mér gert að fjarlægja tilteknar athugasemdir. Þær brutu í bága við eftirfarandi ákvæði:
"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða."
Ég biðst velvirðingar á að geta ekki leyft umræddum athugasemdum að standa.
Jens Guð, 18.12.2008 kl. 12:38
Ég er nú hálf hissa á þér Jens að svara ekki Elís með spilanirnar....
Ég er nokk viss um að hann viti betur en þú um Kringvarp Færeyja.
Koma svo Jens, var þetta þunglyndi Breiðhyltingurinn (sem býr í vesturbænum) sem var að tala eða hefur þú eitthvað fyrir þér sem hr. Elís þekkir ekki?
Það gengur ekki að henda fram einhverjum sprengjum, fá síðan mótsvar sem gerir sprengjurnar óvirkar og þegja bara, er það?
Þórður Helgi Þórðarson, 18.12.2008 kl. 12:50
Mér finnst þú fá svolítið á snúðinn þarna.... frá "vinum´" þínum í Færeyjum Jens.
"Satt að segja sýndi ég starfsfelögum mínum þennan blogg hjá honum sem telur sig sérhæfan í færeyskri tónlist. Og já, það var nú hlegið og góð ástæða fyrir því".
Hefurðu ekkert um þetta að segja Jens?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 13:22
Gunnar:
Mér sýnist þetta nú bara vera aumt yfirklór. Ég sé nú bara ekkert á þessu bloggi sem einhverji Færeyjingar ættu að hlæja af. Og ég efast stórlega um að svo hafi verið.
Ég er síðan ekki að skilja hvernig þetta lag Geirs hafi verið gjöf (þakkir fyrir lánið) frá Íslensku þjóðinni til Föroja. Þessi gjöf var ekki frá mér og í raun vorkenni ég Færeyingum að hafa þurft að hlusta á það.
En það er nú bara mín skoðun. Má vera að öðrum hafi fundist þetta lag rosalega flott... og Færeyingar haldi ekki vatni yfir Geira greyinu.
ThoR-E, 18.12.2008 kl. 13:29
Færeyingar eiga alla mína samúð að þurfa að hlusta á Geir ( sem þeir halda eflaust að sé söngkona )
Stefán (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:46
Doddi litli og Gunnar Th., málið snýr svona að mér: Ég les daglega alla helstu færeysku netmiðlana. Það er að segja netútgáfur ríkisútvarpsins, dagblaðsins Dimmalætting, dagblaðsins Sósíalsins, fréttanetmiðilinn portal og músíkfréttanetmiðilinn planet. Iðulega kíki ég á fleiri færeyska netmiðla í leiðinni. Meðal þess sem ég fylgist með er færeyski vinsældalistinn.
Ég les reglulega bæði færeysku dagblöðin og hlusta daglega á báðar helstu færeysku útvarpsstöðvarnar.
Þegar hérlendis varð stórfrétt að íslenskur söngvari ætti vinsælasta lagið í Færeyjum vakti það undrun mína. Ég hafði hvergi orðið var við þetta lag í framangreindum fjölmiðlum.
Ég fletti upp í leitarvélum fjölmiðlanna. Þar fannst ekkert um lagið. Ég skoðaði færeyska vinsældalistann, sem ríkisútvarpið heldur úti, gerir mikið úr og er einnig kynntur á planet. Lagið hefur ekki skilað sér inn á vinsældalistann.
Þá stendur eftir spurning: Hverjir gefa rétta mynd af því hvaða lag er vinsælast í Færeyjum? Eru það færeysku netmiðlarnir og færeyski vinsældalistinn eða er það maður sem hefur atvinnu af því að spila daglega í útvarpinu lagið sem hann samdi texta við?
Ég geng út frá því sem vísu að Elis Poulsen upplifi að lagið sem hann spilar daglega sé vinsælasta lagið þá stundina. Á hinn bóginn verður það að teljast ansi mótsagnakennt að þetta meinta vinsælasta lag sé ekki að finna á opinbera færeyska vinsældalistanum. Sé kenning höfundar söngtextans rétt þýðir það að færeyski vinsældalistinn sé ónýtur og ómarktækur með öllu. Þar með eru færeyska ríkisútvarpið og planet.fo sömuleiðis ómarktækir og verulega varasamir fjölmiðlar.
Að auki þýðir það að færeyskir fjölmiðlar eru algjörlega sofandi fyrir því sem er vinsælast. Við þekkjum það frá fjölmiðlaflóru annarra landa, til að mynda íslensku fjölmiðlanna, að þegar Eivör eða Týr slógu í gegn á Íslandi þá kepptust íslenskir fjölmiðlar við að spegla þær vinsældir með umfjöllun um nýju poppstjörnurnar. Þannig hefur þetta líka verið með færeyska fjölmiðla. Þangað til nú - ef mark á að taka á Elís Poulsen. Þeir eru ekki að standa sig.
Að óreyndu ætla ég að Elís sé að upplifa stemmningu sem vel er þekkt í stjórnmálum og reyndar skemmtiiðnaði líka. Þá er ég að vitna til þess þegar einhver upplifir sig sem verðandi formann flokks, varaformann eða leiðtoga á framboðslista. Það er sama hvort hann talar við vini eða ættingja. Allir eru jámenn. Viðkomandi telur formlegan sigur sinn vera formsatriði.
Þegar á reynir og viðkomandi fellur í kosningunum þá skilur hann ekki upp né niður. Útkoman er svo allt önnur en hann upplifði. Þið þekkið áreiðanlega 100 dæmi um þetta.
Jens Guð, 18.12.2008 kl. 13:59
Það er greinilega brjálað að gera í þessum geira.
Hvað ert þú að blanda þér í mál Geirs Ólafs?
Og málefni Færeyinga sem snúa að tónlist?
Það skal viðurkennt hér að þetta ljúfmenni, sem Geir er, er svolítið einstakur og það er einmitt það sem gerir hann að því sem hann er.
Færeyingar kunna greinilega að meta hann, sem er flott. Svo fara kannski fleiri Evrópubúar að kunna við það sem hann gerir og kannski þá far Íslendingar að hugsa: heyrðu jááááá hann er kannski ekki svo galinn.
Svona gæti frægðar saga Geirs Ólafssonar orðið sem mætti þá kannski líkja við feril Bjarkar Guðmunds. Var hún ekki einhvernvegin svona?
Kveðja KP ,, I dit´t my way"
Kjartan Pálmarsson, 18.12.2008 kl. 14:32
Hvernig er þessi vinsældalisti útvarps Færeyja valinn? Ef hann er valinn í kosningu á netinu eða eftir spilun í ákv. þáttum, þá geta lög eflaust verið mikið spiluð án þess að rata á listann.
Hér á Ísl. geta lög verið mikið spiluð á Rás 1 án þess að komast nokkurn tímann á vinsældarlista, svo að dæmi séu tekin.
Anna (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:29
Jens, gerði smá fyrirspurn um þetta.
Sjá: http://www.kjak.org/viewtopic.php?f=19&t=1192
ari (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:23
Hvem er ellers denne geir Ólafs?
Heidi Strand, 18.12.2008 kl. 16:39
Hversu djúp getur eins manns snilli orðið?
Sá sem getur svarað því, mun þá líka geta sýnt fram á að J'olamaðurinn sé vinsælasta lagið í Fjáreyjum!
Annars hef ég ekkert slæmt um GÓ að segja, þannig lagað, hann höfðar til dæmis ekkert minna til mín en sjálfur Frankie Boy,sem þó reyndar er ekki erfitt, þar sem Frankie höfðaði EKKERT til mín!
En var GÓ ekki annars eitthvað komin nálægt Nancy Frankiedóttur, sem líka var aldeilis stórfrétt minnir mig, eða átti að vera það?
Hvernig fór um þá sjóferð?
Magnús Geir Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 19:52
Sjúk er Nancy í Sinalco,
en svaka þó er mjó,
hún at í Geir,
ei gerir meir,
en draumur hans þó dó.
Þorsteinn Briem, 18.12.2008 kl. 20:23
Eg var að gera athugasemd herna rétt áðan,hún er horfin..Hvað er málið ? Ritskoðar þú athugasemdirnar sjálfur gamli ?
Davíð Frank Jensson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:47
Ég held að það sé nú best fyrir ykkur báða að þú hringir dyrabjöllunni hjá kallinum og þið gerið þar upp þessar gömlu sakir, án þess að ég viti svo sem hverjar þær eru, Davíð minn.
Það eru nú ekki alltaf jólin og "jólunum á eru allir vinir."
Þorsteinn Briem, 18.12.2008 kl. 23:07
Ari setti fyrirspurn um dæmið inn á færeyska spjallvefinn kjak.fo. Hann fékk þessi tvö svör:
"I have never heard of the song and neighter the man and if its a favorite of elis' i'd probable dont want to eighter."
I" just heard this song on a radio show called Ctrl e, which is broadcasted from 3pm to 7pm Tuesday through Friday. An Icelandic trying to sing Faroese is interesting to hear. He does it quite well. Whether it is popular or not, I do not know. I could that it was somewhat popular among the middle-aged and elderly part of the population. However, I do not imagine that it is popular among young people, so I don't know if it will show up on 15 tær bestu at all. At least 15 tær bestu is a way to find out which music is popular among faroese youth."
Svo að öllu sé til haga haldið þá er mér ekki kappsmál að gera lítið úr vinsældum Jólamannsins hans Geirs. Fjarri því. Ég fagna framlagi Geirs með þessu lagi og hlýhug hans til færeysku þjóðarinnar. Ég styð hann og hans uppátæki. Ég hefði svo sannarlega bara gaman af ef það er tilfellið að lag hans sé það vinsælasta í Færeyjum. Það yrði í fyrsta skipti sem Íslendingur á vinsælasta lagið í Færeyjum.
Ég hef enga neikvæða afstöðu til Geirs né Elisar Poulsens. Langt í frá. Mín athugasemd gengur einungis út á það að lagið ágæta og vinsældir þess virðast ekki skila sér inn á listann yfir vinælustu lögin í Færeyjum. Svo sannarlega myndi ég samfagna Geir og Elís ef lagið kemst þar á lista og ekki síður ef það toppar hann. Þegar eða ef það gerist mun ég slá því upp hér á þessum vettvangi og verða ennþá kátari en ég er að öllu jöfnu.
Jens Guð, 18.12.2008 kl. 23:52
Það var verið að segja frá því í færeyska útvarpinu áðan að þessi sem svaraði Ara á netinu, hafi sömu IP-tölu og þú Jens. Er eitthvað hæft í því?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 23:58
Gunnar, þú ert að spauga. Það er búin að vera ókynnt músík í færeyska ríkisútvarpinu núna í nokkra klukkutíma. Ég hef ekki tekið þátt í kjakinu í Færeyjum. Ég skrifa undir nafni. Og hef ekki tekið þátt í umræðu á færeyskum netsíðum. Ef öðru er haldið fram, til að mynda á Rás 2 í Færeyjum, (sem ég hef ekki verið að hlusta á í kvöld) þætti mér vænt um að fá upplýsingar um það. Ég kæri það umsvifalaust.
Jens Guð, 19.12.2008 kl. 00:17
Ég játa... bara spaug
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 00:44
Hvaða sandkassaleik er fólk í hérna og hvað er verið að taka einn einstakling hérna fyrir, gera lítið úr honum sjálfsagt til að peppa upp eigin minnimáttarkennd. Þetta kallast einelti og þið eruð fullorðið fólk. Og þetta er að gerast árið 2008 ég segi bara grow up. Ég þekki Geir Ólafsson ekki neitt ég heyrði þetta færeyska jólalag með honum um daginn og fannst það bara flott.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 01:09
Ég tek undir með þér Sólveig, þetta er frekar "Hillbilly" legt
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:23
Maðurinn getur bara ekki samt upphafið sjálfan sig með því að halda fram því að hann eigi vinsælasta lagið í Færeyjum þegar það er bara ekki rétt. Hann fær einhverja spilun það er rétt, en það fær t.d. Teitur þeirra líka hér af og til en ekki á hann vinsælasta lagið hér á landi.
Ari (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:34
Við höfum alltaf átt nokkra Garðar Hólm karaktera.... bara gaman að því
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:59
Kæru frændur. Mér þykir það mjög merkilegt, að þið á íslandi hafa erfileikar af því að Geir Ólafson á mest spilaða lagið í Kringvarpi Færeyja. Ég á erfit með að skilja ykkum. Það vill svo til, að eingin jólaskífa var gefin út hér í færeyjum í ár. Geir sendi okkur sítt lag og það var það fyrsta nýja jólalagið sem við hér í kringvarpinu féngu í ár. Síðan eru tvö önnur ný lög komin til okkar. En þau hafa ekki verið spiluð í námund af því sem "Jólamaðurin Kemur í Kvöld" sem Geir syngur.
Venjulega koma jólalög ekki á listan 15 Tær Bestu hér í Kringvarpinu, svo það er góð ástæða fyrir því að Geri ekki er að finna þar, og mun ekki gera það fremur enn önnur færeysk jólalög. Þó að eitthvað lag er á hittlistanum 15 Tær Bestu, þá er ekki þar með sagt að það sé mest spilaða eða vinsælasta lagið í Færeyjum. Sem dæmi gét ég nefnt bræðurna Árna & Marner, Fríbjörg Jensen og ekki að gleyma Hall Joensen sem selja skifur frá 3000 til 4400 einök. Og hafa verið lángmest spiluð eða hafa lángflest óskir um að verða spiluð líka. Engin þessara hafa nokurntíman verið á hittlistanum 15 Tær Bestu og munu ekki koma þar. þa er listi sum unga fólkið biður um, svona er það bara. Við eigum marga topphljómlistamenn og góðar hljómsveitir sem eru á 15 Tær Best listanum, en selja því miður ekki meira en fá ein hundrað eintök. Og verða alt ov lítið spilaðir finst mér. Ég ætti að þekkja þessar aðstæður betur en margir íslendingar, ég var sjálvur upphafið til 15 Træ Best þegar ég byrjaði hér í útvarpinu 1989.
Svo tek ég eftir að að Jens Guð skrifar eftirfarandi "Ég hefði svo sannarlega bara gaman af ef það er tilfellið að lag hans sé það vinsælasta í Færeyjum. Það yrði í fyrsta skipti sem Íslendingur á vinsælasta lagið í Færeyjum. Jæja, nú skil ég ekki neit, það vantar allavega nokkuð á færeysku sérfræðina í tónlist. Ég skal bara nefna Hauk Mortens, og ég held að hún hét Ingibjörg Smit er ekki viss sem söng "Nú Liggur Vel Á Mér " fyrir að nefna fyrri tíma. Svo má ekki gleyma Bubba Morteins, Mezzoforte, Sálina Hans Jóns Míns. Bara fyrir að taka nokkur fá dæmi um íslendinga sem hafa haft og hafa toppspilun í færeyska útvarpinu.
Að lokum vill ég géta þess, að áform eru um að Mezzoforte munu koma til Færeyjar að halda hljómleika og fyrirspurninr eru líka um að fá Geir Ólafsson til Færeyja. Hvað verður úr þessu veit ég ekki þessa stundina en ég vonast til að þetta verða ekki einu tónlistamennirnir frá islandi sem koma til Færeyja á næsta ári. En kreppa er í færeymum eins og er, það gétur því miður leitt til að þessum hljómleikum verði fresta.
Svo kæru frændur hætti þessu nú, að efast um hvaða lag er mest spilað í KRF þessa dagana. Jólin eru fyrir framan það ætti að vera eithvað jákvæðari at skrifa um en að hafa einhverja mistrú um íslendskt tónlistafólk og tónlist hér í færeyjum.
Ég ætla ekki að koma með nokkura athugasemd meira hér, því það fær eyngu breytt að Geir Ólafsson á mest spilaða lagið eins og er í KRF. Ég vill að lokum óska ykkur öllum Gleðileg jó og færsælt komandi ár.
Elis
Elis Poulsen (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:07
"Mér skilst á honum að ég sé orðin stjarna í Færeyjum. … Bíddu, er þetta Jens Guð sem er að segja þetta?" spyr söngvarinn og hlær háðslega. "Jájá, Jens Guð, sem er sko enginn Guð heldur þunglyndur bloggari í Breiðholti. Neineinei, ég hlusta ekki á þessa vitleysu.
Þetta er bara öfundsýki í honum. Svo bakkaði ég á hann í vetur. Þetta tengist því örugglega þótt hann hafi komið mörgum vikum síðar og þá tók ég honum af kurteisi, gekkst við brotinu og skrifaði með honum skýrslu," segir Geir.
http://visir.is/article/20081217/LIFID01/258911712
http://dua-athugasemd.blog.is/blog/dua_athugasemd/#entry-749120
Þorsteinn Briem, 19.12.2008 kl. 12:15
Ég skil bara ekki þessa minnimáttarkennd almennings gagnvart Geir Ólafs. Hann er með fína söngrödd og kann að meta bigband lög og útfærslur. Hvaðan kemur þessi ástæða til að níða hann í orðum? Live and let live.
Róbert Þórhallsson, 19.12.2008 kl. 12:58
Ég skil reyndar ekki þessar ásakanir á Jens. Hann var bara að velta þessu fyrir sér. Engin óvild. Það var Geir sem sneri þessu fyrst upp í óvild. Ég komst sjálfur að sömu niðurstöðu og hann eftir að hafa ekki fundið NEITT um stjörnu-status Geirs á færeyskum netsíðum. Nú höfum við komist að því að lagið er vinsælt (en ekkert endilega að hann sé stjarna)
Ari (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:17
Mér finnst alveg bráðfyndið að meintar vinsældir Geira í Færeyjum hafi lent í Tapað - Fundið, og þrátt fyrir mikla leit virðist enn að mestu ófundnar. En hvað sem því líður þá eru Færeyingar okkar nearest and dearest og sennilega frábærasta þjóð í heimi.
Nú langar mig að forvitnast aðeins hérna... -Elis Poulsen, er hann bróðir snillingsins Kemm Poulsen?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.12.2008 kl. 14:40
Ei þekki ég þann snilling, en hitt er víst, að Elís er bróðir hennar Marisu, þeirrar þekktu er lengi hefur boðið landsmönnum upp á ýmislegt góðgæti!
En hvað varðar Geir, þá vil ég lýsa því yfir fyrir mína íslensku hönd, að fyrst Færeyingar eru orðnir hrifnir af honum, þá megi þeir bara eiga hann! Alveg tilhllýðilegt finnst mér að gefa hann í þakklætisskyni fyrir sex milljarða rausnarskapin!
Þeir sem samþykkja tillöguna, rétti upp hönd!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 14:57
Ekki er Geir nú illa gefinn,
og ógnar stór er besefinn,
enginn þar heldur er efinn,
um árans Jens Guð refinn.
Þorsteinn Briem, 19.12.2008 kl. 15:22
Magnús, mér skildist í fréttinni þegar lagið var spilað á Rúv-sjónvarp að Geir væri mikið að hugsa um að flytja til Færeyja.
Þannig að atkvæðagreiðsla er óþörf - auk þess sem maðurinn er ekki sameign okkar Íslendinga - hann á sig sjálfur og vel það eftir því sem mér best skilst, svona eins og kötturinn sem fór sinna eigin ferða.
Annars kom mér á óvart hvílíkan raddstyrk maðurinn hefur í þetta eina skipti sem ég hef heyrt og séð hann troða upp. Það var á kvöldvöku hjá N.L.F.Í. í Hveragerði, einhver hafði fengið hann til að koma og skemmta, ég er ekki viss um að hann hafi tekið mikið fyrir, það er ekki vaninn fyrir slíkar samkomur, kannski bensín á bílinn fram og til baka, eitthvað svoleiðis. Salurinn er lítill og hann notaði ekki hljóðnema, man ekki með undirleik (kannski CD - kannski bara enginn) og ég hugsa að það hefi heyrst til hans um alla næstu ganga. Hann heillaði samkomugesti með gömlum slögurum og Frank Sinatra-Dean Martin töktum, hann endaði upptroðsluna á því að stíga létt dansspor með eldri dömu sem þarna var og kvaddi hana með rembingskossi, sú gamla ljómaði frá toppi til táar. Svo hann á aðdáendur einhvers staðar, þó þeir séu kannski ekki margir hér á Íslandi, kannski hafa Færeyingar dálítið annan smekk en við, kannski líkar þeim við "raritet" eða "original"sem Geir Ólafsson óneitanlega er.
Fæstir á Íslandi fatta lengur hvað original er, nema kannski Sauðkræklingar, þú gætir reyndar vitað hvað það þýðir, Jens, sem gamall Skagfirðingur, sem er þó ekki það sama og ekta original Króksari. Ég myndi segja að Geir væri í svipuðum klassa og Sólon, Ljón Norðursins og Jón frá Möðruvöllum, það er að segja menn sem eru öðruvísi en fjöldinn og þora að vera það, meðan meðalmennskugráminn ætlar allt að drepa hér á landi, að maður tali nú ekki um ríginn og öfundina sem oft ræður för.
Kannski ég flytji bara til Færeyja líka, - þó ekki með Geir Ólafssyni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:29
Þú misskilur aðeins merkingu orðsins original Gréta. Að vera original er ekki að vera öðruvísi en aðrir. Að vera original er að vera frumlegur, þ.e. að gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. Það er því frekar absúrd að nota það orð um mann sem módelar sig eins nákvæmlega og hann getur á Frank Sinatra. Raritet getur hann svosum hins vegar verið.
Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:18
Þú hefur greinilega aldrei dvalið á Króknum, Pétur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 16:25
Svo veit ég reyndar ekki til þess að Sinatra hafi nokkurn tíma sungið á færeysku - þannig að það að Íslendingi detti í hug að gera færeyska útgáfu af honum hlýtur hvað sem öðru líður að geta talist original/frumleg hugmynd samkvæmt hefðbundinni merkingu þess orðs.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 16:30
...jafnvel absúrd hugmynd...
Auk þess heiti ég Greta, ekki Gréta.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 16:33
Biðst afsökunar á að hafa misritað nafn þitt Greta. Ertu sem sagt að segja að Sauðkræklingar tali annað tungumál en við hin? Mér finnst hugmyndin reyndar ekkert sérstaklega absúrd, það er þessi með að syngja á færeysku. Það er jafnvel hægt með góðum vilja að kalla hana frumlega. En ekki finnst mér hægt að lýsa einhverri persónu sem frumlegri fyrir það eitt að hafa einu sinni um ævina gert eitthvað sem umdeilanlega mætti kannski kalla frumlegt. En kannski er málskilningur minn bara svona einkennilegur.
Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:38
Nei, ætli það sé ekki frekar málskilningur þeirra sem búa fyrir norðan sem sé undarlegur frekar en þinn. Hefur þú annars einhvern tíma komið norður yfir heiðar?
Ég held að Geir Ólafsson sé svona týpa sem fólk annað hvort þolir ekki eða hefur gaman af. Persónulega get ég nefnt annan mann sem ég vildi miklu síður hlusta á en Geir, þó honum hafi verið ólíkt meira hampað, sá maður heitir Björgvin Halldórsson, ég þoli manninn ekki. Ef einhvern tíma hefur verið hægt að kalla einhvern mann stereótýpu af einhverju óskilgreinanlegu þá er það sá miðjumollari og dúllari. Hann er sá al-ófrumlegasti sem mér kemur í hug í allri flórunni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 16:44
Jú, ætli ég hafi nú ekki villst norður yfir heiðar af og til, enda ættaður að norðan í bæði föður- og móðurætt, og hef eytt dágóðu hlutfalli ævi minnar í Þingeyjasýslu. Má til gamans geta að Norðlendingar halda því fram að ég tali sunnlensku og Sunnlendingar halda því fram að ég tali norðlensku. Fyrrum íslenskukennari minn í Verzló hélt því fram að ég talaði ekki þá mállísku sem ég talaði. Annars ætla ég ekki að vera að karpa mikið meira um frum- eða ófrumlegheit einstakra manna, en skal þó viðurkenna að nokkra óbeit hef ég á Geir, sem hefur þó ekkert með sönghæfileika hans að gera, sem sannanlega eru öllu umfangsmeiri en mínir, heldur meira með það hvernig hann talar um sjálfan sig og aðra, og grunar mig að það sé einmitt það sem að baki liggi hjá mörgum öðrum líka.
Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:08
Ok, ég skil, ég þekki manninn (sem betur fer?) ekki persónulega, ekkert frekar en Bjögga (Bó), þó mér þyki þeir frekar keimlíkir persónuleikar, Geir þó öllu skrautlegri, eða meira absúrd, ef maður getur tekið svo til orða. Viðurkenni fúslega að mér þykir hann ekki sérlega góður söngvari, þó raddstyrkurinn sé nógur þá gæti hann beitt honum betur, auk þess sem hann syngur stundum falskt, eða svona á mörkunum. Það eru bara taktarnir sem mér finnst fyndnir, ég lít frekar á hann sem grínista heldur en alvöru söngvara, þó honum sjálfum sé örugglega fúlasta alvara með tilburðunum. Ég hugsa að óreyndu að þú gætir sungið betur en hann, þó ég þekki þig ekki neitt, alla vega ef þú heldur lagi.
Þú ættir að skreppa norður og stúdera betur mállýskurnar þar, það er pínu gaman. Annars er ég svo sem enginn sérfræðingur í mállýskum hinna ýmsu landshluta. Ég hef búið bæði á Húsavík og á Sauðárkróki og oft varð ég undrandi á báðum stöðum og skildi ekki fullkomlega hvað við var átt án útskýringa. Þegar svo bættist við á fyrrnefnda staðnum austfirsk tengdamóðir sem talaði alla tíð dálítið eins og útlendingur, vegna þess að hún þótti suðræn í útliti og fannst það fínt, býst ég við, þá mátti ég hafa mig alla við að fatta um hvað var rætt á stundum. Kannski vegna þess að ég er að hluta til alin upp í Vestur-Skaftafellssýslu, (þó ég hafi síðar alið manninn í höfuðborginni) þar sem menn tala af hægð og með alvöruþunga, gaspra sem sagt ekki um hlutina, eins þeim er tamt í Sæmundurhlíðinni, myndi ég vilja gerast svo djörf að halda fram. Ég held annars að Keflavík og nágrenni sé sá staður á landinu þar sem töluð er mállýska sem fæstir aðrir Íslendingar eiga erfiðast með að skilja, heyrði alla vega af grunnskólakennara sem þurfti að byrja á því að læra hana til að geta skilið börnin. Sel þetta samt ekki dýrar en ég keypti, þetta er nú bara óábyrgt gaspur í mér, meira til gamans en að það beri að taka það ofur-hátíðlega. Ég hef einfaldlega gaman af því spá í tungumálið sem við tölum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 17:32
* fæstir = þarna átti auðvitað að standa flestir
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 17:34
greta mín, ekki með é, þú ert bara að rabba við ein´tóma norðlenska sauði hérna, svo þú verður að passa þig á að vera ekki að alhæfa eitthvað sem þú telur þig eina vita um þeirra háttu og siði!En ég er nú reyndar minnst ættaður úr Skagafirðinum, skal það tekið fram, en þekki hins vegar þá marga m.a. á þínum Krók og hef lengi átt þar na´na ættingja.Þú tekur þessu allt of alvarlega mín ágæta frú, mætti halda að vanti pínu upp á skopskynið hjá þér miðað við hvernig þú bregst við, nokkuð sem alls ekki er nú einkennandi við Skagfirðinga!
En þetta með Geir og eldri frúna, þá er hann einmitt þekktur já fyrir að líta þær hýru auga og dæmin sanna!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 17:35
Hm, skil þig, Magnús, en er ekki áttrætt svona pínu í efri kantinum?
En þú hlýtur þá að hafa heyrt talað um "originala" í Krókskri merkingu?
Reyndar var ég aðflutt á Króknum, bjó þar í tíu ár en varð aldrei alvöru Króksari fyrir því, enda sérðu að það vantar upp á getuna til þess, þó ég sé ættuð úr Fljótunum. Enda fattaði ég ekki húmor móður minnar fyrr en eftir fyrstu árin á Króknum. Ég held ég hafi verið meira og minna móðguð út í hana fram til þess (og verð það stundum ennþá), eins og ég var fyrsta árið mitt á Króknum, áður en ég tók eftir græna púkanum sem skoppaði í vinstri augnkróknum á sama tíma og þeir settu fram það sem mér þóttu vera blammeringar af verstu sort. Þá fyrst fór ég að skilja skensið og svona aðeins að geta borgað fyrir mig, þó aldrei lærði ég kúnstina til fulls.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 17:42
Ekki frekar en faðir minn heitinn, sem móðir mín heldur þó fram að hafi ekki verið nándar nærri eins uppstökkur og ég, - það er sjálfsagt rétt hjá henni!
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 17:50
aaahh, nú fer ég að skilja. Original í Krókskri merkingu þýðir sem sagt einfaldlega soldið skrýtinn, eða hvað?
Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:01
Jebbs! Eða kannsi einn af hinum upprunalegu Króksurum, ekki aðfluttur, hvar sem tímamörkin annars eru, og hvar sem mörkin liggja milli þess að vera upprunalegur Króksari og soldið meira en pínu skrítinn...
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:22
Eyjólfur, það er víst líka rétt hjá þér. Var ekki búin að sjá athugasemdina þína þegar ég svaraði Pétri.
Fyndið hvernig "umræða" sem þessi getur þróast út um víðan völl, bara gaman...
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:24
Ætli ég sé ekki bara svo mikill orðheldnisfasisti að mér hafi ekki dottið annað í hug en orðabókarskilgreining enska orðsins original. Vissi ekki til að þetta teldist íslenska. Ég er greinilega alveg úr takti við samfélagið.
Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:48
Hehe, Pétur skemmtilegur og vonandi áttar frú GB sig á gráglettninni sem skín út úr orðum hans, allavega að nokkru leiti!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 19:15
Úps! Sagði ég orðheldnisfasisti? Ég var auðvitað að meina eitthvað allt annað. Voðalega getur maður verið orðóheppinn.
Pétur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:18
Samkvæmt bókinni "Íslensk orðabók" getur orginal þýtt frumlegur.
Jóhannes (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:32
Geir logar i beinni á fjáreyzku, hvar var Jenz ?
Steingrímur Helgason, 19.12.2008 kl. 20:40
Já, Maggi, það er vonandi að veslings kellingarhróið átti sig....
Best er að hætt leik þá hæst hann ber.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 20:48
Ussuss, þú ert samkvæmt áreiðanlegum lýsingum, "Kostagripur" hinn besti frú Greta, en jújú, samt nógu "gömul" (tja, eða ung, eftir því hvernig á það er litið) fyrir Geir!? (Ólafs, ekki mig)
En hvað var STeini á Hauganesi að segja, Geir í sjónvarpinu að senda Jens tóninn?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 21:55
Langaði bara að vera númer 80.
Ransu, 19.12.2008 kl. 22:06
Svei mér þá. Einhver var á undan að senda...þvílíkt...
Ransu, 19.12.2008 kl. 22:07
83
Óskar Þorkelsson, 19.12.2008 kl. 22:13
Herra Magnús:
Ég er enginn "gripur", hvorki "kosta" eitt né neitt annað, og hef aldrei verið það, hvað sem þínar áreiðanlegu lýsingar segja; hvaðan sem þú hefur þær þá eru þær ekki áreiðanlegar heldur kolrangar.
Mundu það.
Hins vegar hvíslaði fugl á grein því að mér að þú eigir enn eftir að moka flórinn, kannski drífur þú í því fyrir jólabaðið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 23:15
Svo ég komi hér inn aftur í þennan sandkassaleik. Mér finnst Geir Ólafsson fínn karakter, hann er spes, hann fellur ekki í fjöldann og þess vegna eruð þið kannski svona á móti honum? Svo finnst mér hann syngja vel.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 00:26
Jæja, loksins, - ég er sammála því, Sólveig Þóra, að Geir er spes og fellur ekki í fjöldann, og já, sennilega þess vegna sem margir eru á móti honum, veit ekkert um hans karakter hins vegar, og svo finnst mér hann ekki syngja betur en hver annar dúllari, þó raddstyrkurinn sé nógur, eins og ég var víst búin að segja hér áður. Hefði kannski gott af því að fara í söngtíma og slípa röddina til. Bara gott hjá honum að syngja þetta lag og þakka Færeyingum, gott líka hjá honum ef það er rétt að hann ætli að flytja til Færeyja, kannski kunna einhverjir að meta hann þar, mun vinalegra samfélag þar en hér, heyrist mér á öllu, - hefði Íslendingum dottið í hug að bjóða Færeyingum lán að fyrra bragði, til dæmis? Ó nei, varla, þeir hafa of mikið að gera við að laga til í skítahaugunum sínum og fela allt sem ekki má sjást í staðinn fyrir að hreinsa til, til þess einu sinni að detta slíkt í hug.
Gaman að horfa á gamla breska sakamálamynd fyrir háttinn.
Góða nótt, dúllurnar mínar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:03
Hvað sem annars má segja um Geir Ólafsson þá er hann maður sem þorir að hrinda draumum sínum í framkvæmd með stæl, "live his dream", sem er meira en hægt er að segja um aðra sem húka alla ævina með hausinn í klofinu.
Afur góða nótt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:07
Já hann er að gera það sem hann hefur gaman af. Gott hjá honum.
Róbert Þórhallsson, 20.12.2008 kl. 01:28
Mikið rétt hjá ykkur Greta Björg, Róbert og Gunnar og mér líka. Við erum allavega fólk sem þorum að segja okkar skoðun. Því það hefur verið í tísku að gera grín að Geir Ólafssyni og þykir bara sjálfsagt. "Einelti" í sinni verstu mynd og það af fullorðnu fólki. Geir Ólafsson er sérstök týpa og þykir sjálfsagt montinn en mér finnst hann fínn. Mér finnst hann syngja vel og þá sérstaklega Big-Band lög og ég bara fíla hann. Ég fíla hann t.d. betur en "lögin á spilara eiganda þessa bloggs" sorry Jens ég bara mátti til.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:40
(91)
Það er ekki nóg að hafa sannanir,staðreyndir.
Þó þú þykist vita um hvað málið snýst,fyrir víst.
Það er allt á huldu hér og í raun og verur er
Ekkert vafa mál fyrir þetta hér.
Ég er bara ég, þú ert bara þú, hver er orginal?
o.s.f.v.
Kjartan Pálmarsson, 20.12.2008 kl. 01:57
Deila má um hæfileika,
hve góður er eða orginal.
Smekkur fólks mun ætíð leita,
að því sem hlustandi er að.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 02:38
Hahaha, alltaf gaman að æra óstöðugan!
Minn eða þinn flór, Greta ekki gripur heldur "bara kella"?
En að öðru og öllu alvarlegra, þá veit hún Sólveig hérna greinilega ekki mikið um einelti, ella færi hún ekki svo einkar gáleysislega með að nota örð um svo slæman hlut!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 03:43
Ég legg til að valinn verði spekingur (besserwisser) ársins hér á þessu bloggi.
Hvað er annars "örð"?
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2008 kl. 11:18
Þetta er nú frekar ómerkileg umræða um Geira en ég þekki hann reyndar ekki og fíla ekki músíkina sem hann flytur. Held hinsvegar að hann sé stórefnilegur almennur skemmtikraftur og þá er það hreinn bónus að geta sungið. Hans leið á eflaust eftir að fara ókunnar slóiðir á komandi áratugum og uppistandið breytast.
Finnst hallærislegt að ráðast á hann með svona ofsa á borð við að hann sé útrásarvíkingur. Geir er bara skemmtikraftur og menn ráða hvort þeir hlusta á hann.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 12:08
Aðgát skal höfð í nærveru Sála...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.12.2008 kl. 14:58
Sáli veit hvað hann syngur,
sá snjalli útrásarvíkingur,
stendur á sviði stórefnilegur,
stuttur en aldrei þó tregur.
Þorsteinn Briem, 20.12.2008 kl. 15:35
Svo mætti líka velja meinhorn ársins.
Gleðileg jól, öllsömul.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2008 kl. 15:35
Ég hefði bara haldið það,
heitt og gott fer í jólabað,
með stoltum nú og stinnu,
stelpunum Helgu og Tinnu.
Þorsteinn Briem, 20.12.2008 kl. 16:01
Niðurstaða: Geir ólafs er maður sem þorir að vera hann sjálfur, syngur og talar með sínu nefi. Eins og fyrri daginn er Gréta Björg sú skynsama, ásamt Sólveigu Þóru.
Benedikt Halldórsson, 20.12.2008 kl. 17:28
Benedikt er nú meiri spaugarinn!
En frú Greta þarf nú ekkert að hafa áhyggjur leynt eða ljóst af að troða rós í mitt hnappagat, ég er þegar mjög vel settur af þeim. Svo má hún líka vita, að ég er líka vel menntaður bæði úr skóla og sjálflesin, t.d. í íslensku-, blaðamanna-, viðskipta- og sálarfræðum. Í sjálfu sér ekkert merkilegt, en allt í lagi að frúin viti það, ef hún nennir þá aftur að líta hér inn!?
Annars verð ég svo að láta þessa gömlu "skjátu" flakka með!
Stirfin kerling stundar raus,
stendur vart á fótunum.
Ekkert veit hún í sinn haus,
aldrei með á nótunum!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 22:36
Mér þykir þú segja fréttir Magnús Geir. Það hefur örugglega ekki hvarflað að neinum að þú hefðir meira en gagnfræðaskólagráðu. Svona getur lífið verið skrítið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 23:25
En hvað fólk getur verið sorglegt,
dísa (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 12:22
Það fer nú allt eftir því hvernig á það er litið, dísa.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.12.2008 kl. 14:33
Dísa, áttu við allt fólk eða bara sumt?
Þór (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.