Skötuveislan byrjuð!

  sjavarbarinn

  Eftir að verð sjávarréttahlaðborðsins á kvöldin á Sjávarbarnum lækkaði um 50% fyrir nokkrum vikum hef ég setið þar í vellystingum.  Verðið lækkaði úr 2600 krónum í 1300.  Það er lítill peningur fyrir glæsilegt hlaðborð.  Í gærkvöldi brá svo við að á hlaðborðið hafði bæst úrval af kæstri skötu í ýmsum styrkflokkum og ýmsum útfærslum.  Meðal annars hefðbundin skötustappa og einnig hvítlauksskötustappa.  Meðlæti er sömuleiðis fjölbreytt:  hnoðmör,  hamsafeiti,  rófur og margt fleira.  Skötuveislan var enn í kvöld og verður alveg fram að jólum.

  Einnig er á hlaðborðinu saltfiskur af margvíslegu tagi og sitthvað annað. 

  Tekið skal fram að ég hef engin tengsl við Sjávarbarinn önnur en að snæða þar á kvöldin.  Ég þekki ekki eigendur eða starfsfólk.  - Nema í sjón núorðið.  Á hinn bóginn þykir mér rétt og sjálfsagt að upplýsa fólk um þennan ódýra veitingastað. 

- Sjá eldri umsögn:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 19.12.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mikið fyrir saltfisk, minna fyrir skötu.

En allir "Borgarmelir" ættu nú að nota þetta tækifæri ef þeir nenna ekki að elda og drattast til að fá sér fisk!

Íslendingar borða alltalltog lítið af honum og þá sérstaklega þorskinum!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm namm skata, kannski maður skreppi á morgun og fái sér fisk af hlaðborði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.12.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Girnilegt

Hólmdís Hjartardóttir, 19.12.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún þekkir Guðjón,
nú glettilega vel í sjón,
er hjá honum svaf,
hnoðmör af sér gaf,
og töluvert annað tjón.

Þorsteinn Briem, 19.12.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.