Það getur verið gott að vita þetta

  fishandchips

  Eftirfarandi fékk ég sent undir yfirskriftinni "Fyrir þig sem borðar helst bara fisk :)".  Það er upplagt að miðla þessum fróðleik til fleiri.  Ég hef grun um að einhver annar en ég borði fisk og geti gert sér að góðu þessar upplýsingar.  Svo undarlega vill til að ég hef nokkrum sinnum snætt á umræddum stað.  Meðal annars gerði ég grein fyrir einni heimsókninni þangað:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/643187

  Þann 8. desember 2006 opnaði Erna Kaaber veitingastaðinn Icelandic fish & chips Organic Bistro að Tryggvagötu 8, á horni Tryggvagötu og Norðurstígs, rétt fyrir ofan smábátabryggjurnar.  

  Eins og nafnið ber með sér býður staðurinn upp á djúpsteiktan fisk og bakaðar kartöflur.  Það sem aðgreinir staðinn frá öðrum sem bjóða sambærilegt er að leitast er við að gera réttina eins holla og hugsast getur,  m.a. með því að nota ekki hefðbundið orly deig heldur deig sem inniheldur ekki hvítt hveiti.  Mikið er lagt upp úr að bjóða gestum salat og auka þar með á hollustu réttanna og síðast en ekki síst má til að nefna sósu úr skyri sem fylgir og má velja úr sex bragðtegundum, en þessar sósur ásamt deiginu eru sérstaða þessa veitingastaðar.  

  Erna hefur þróað deigið og sósurnar í samráði við matgæðinginn David Rosengarten, en hann er þekktur fyrir matarklúbb sinn þar sem hann leiðbeinir sælkerum um gæði í mat og drykk.  Deigið er leynd uppskrift og skyrsósurnar hefur Erna skrásett undir vörumerkinu “Skyronnes”

  Staðarinn er opinn alla daga frá 12-21, nema sunnudaga þá er opið frá 17-21.  Um hátíðirnar er lokað 24. og 25. desember og einnig nýjársdag, en föstudaginn 26. annan í jólum er opið 17-21, laugardag og sunnudag 27. og 28. desember frá 14-21 og gámlásdag frá 12-16.

  Verðlag er verulega stillt í hóf og upplagt að líta inn og smakka hollan og góðan mat hvort sem er á staðnum, eða taka með heim.  Icelandic fish & chips Organic Bistro er klárlega spennandi staður sem vert er að prófa.

www.fishandchips.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, frítt að borða í vikunni! kannski?

Skari (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Jens Guð

  Skari,  nei,  það var ekkert slíkt í pakkanum.  Ég er heldur ekkert viss um að ætlast hafi verið til að ég setti þetta á bloggið.  Þetta er ekki frá aðstandendum staðarins komið heldur vinafólki mínu.  Ég þekki hvorki aðstandendur staðarins né neina sem vinna þar.  Ágætt að það fylgi með.

Jens Guð, 20.12.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Ómar Ingi

http://www.davidrosengarten.com/

Þetta er vefurinn hans David Rosengarten.

Fyrir fólk sem vill hollan og góðan mat er óhætt að mæla eindregið með Icelandic fish & chips Organic Bistro að Tryggvagötu 8

Eitt sinn skrifaði ég þetta eftir snæðing þarna um árið

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/184058/

Ómar Ingi, 20.12.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  takk fyrir þetta innlegg og hlekkina á umsagnir.

Jens Guð, 20.12.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er nú allt gott og blessað, hollusta í hávegum og ég veit ekki hvað!

en hví í dauðans andskota getur staðurinn ekki borið íslenskt heiti!? jújú, markaðssetningin greinilega stíluð á alþjóðlega vísu og ferðamenn eiga ekki að velkjast í vafa er þeir sjá hann hvers eðlis hann er, en fari það í hoppandi.. Þótt búið væri að já bjóða mér mat þarna næstu vikuna og borgað með honum í þokkabót, myndi ég ekki nenna að leggja þetta langa og ömurlega heiti á minnið og þar með ekki staðsetninguna heldur! Þessar enskunafnaskírnir á íslenskum fyrirtækjum löngu komnar út í algjört rugl og til vansa finnst mér.Það myndi þó bæta nokkuð úr ef þetta þarf endilega að vera svona, að hafa bæði nöfn á íslensku og ensku, en ætli menn hafi nokkuð hugleitt það eða þá nent því!?

Annars hlýtur þessi ERna að vera sú sama og var einu sinni fréttakona á Stöð 2 og var allavega gift hinum djúpraddaða Krisni Hrafnssyni!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég veit ekkert um þessa Ernu.  Hinsvegar er ég þér sammála með að heiti staðarins upp á ensku er asnalegt.  Á sínum tíma var mér bent á að upphaflegur aðaleigandi hafi verið ensk eða bandarísk manneskja.  Það kemur þó ekki fram í ofangreindum upplýsingum.

Jens Guð, 20.12.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.