Hamborgarhryggur

svinahamborgarhryggur_jol

Algjör lúxusútgáfa af sígildum rétti.  Hentar best á aðfangadagskvöldi en næst best á öðrum jóladögum.  Það verður enginn hryggur sem fær lúxusútgáfu af hamborgarhrygg um jól og áramót.

1 stk Hamborgarhryggur 
2 l Rammíslenskt kranavatn 
4 flöskur Rauðvín 
1 stk Laukur 
1 stk Sellerístilkur 
10 stk Svört piparkorn 
4 stk Negulnaglar 

  • Setjið hamborgarhrygginn í vatn ásamt 2 dl af rauðvíni, gróft söxuðu grænmeti, pipar og negul. Látið suðu koma rólega upp og sjóðið við vægan hita í 38 mín.  Sötrið 2 - 3 glös af rauðvíni á meðan.
  • Takið hrygginn úr soðinu, látið kólna í 22 mín og sötrið 1 - 2 glös af rauðvíni á meðan.

Hunangsgljái

2 msk Sætt sinnep 
2 msk Hunang 
2 msk Púðursykur 
1 msk Edik 

  • Blandið hráefnunum í hunangsgljáann og penslið hrygginn með honum. Setjið í 180°C heitan ofn í 16 mín.  Sötrið 1 glas af rauðvíni á meðan.
  • Berið fram með rauðvínssósu, brúnuðum kartöflum, rauðkáli og rauðvíni.

Rauðvínssósa

7 dl Soð úr potti 
40 g Hveiti 
40 g Smjörlíki 
1 dl Rauðvín 
1 msk Rauðvínsedik 
1 msk Rifsberjahlaup 
1 dl Rjómi 
Svínakjötskraftur

  • Fleytið og sigtið soðið. Látið suðuna koma upp.
  • Lagið smjörbollu úr smjörlíki og hveiti. Hrærið soðið rólega út í.
  • Bætið út í rauðvíni, ediki, rjóma og hlaupi. Látið sjóða í nokkrar mín.
  • Bragðbætið með svínakjötskrafti ef þurfa þykir.
  • Sötrið rauðvín af yfirvegun á meðan sósan er löguð og á meðan veislunnar er neytt en af áfergju eftir það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hvað ertu að gera með allan þennan mat með rauðvíninu?

Björgvin R. Leifsson, 24.12.2008 kl. 13:09

2 identicon

Það heitir HAMBORGARHRYGGUR, Jens. Hann á ekkert skylt við hamborgara.
Þú hefur greinilega notað copy/paste á uppskriftina, því þar stendur hamborgarhryggur, en fyrirsögnin er röng. Þetta er kennt við borgina Hamborg, ekki hamborgara. Gleðileg jól!

Egill (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Heidi Strand

Er þetta ekki bara áfengismisnotkun?

Gleðileg jól!

Heidi Strand, 24.12.2008 kl. 13:55

4 identicon

Egill, þeir sem búa í Hamborg eru Hamborgarar og þetta er þeirra æti.

....ekki satt?

Halldór E. (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það heitir HAMBORGARHRYGGUR, Jens. Hann á ekkert skylt við hamborgara.

Þú hefur greinilega notað copy/paste á uppskriftina, því þar stendur hamborgarhryggur, en fyrirsögnin er röng. Þetta er kennt við borgina Hamborg, ekki hamborgara. Gleðileg jól!

Ég sem kjötiðnaðarmaður get upplýst Egill að þetta er ekki alrangt hjá þér.. en hamborgarar eru líka kenndir við Hamborg.. og nafnið hamborgarhryggur hefur frekar óljósan uppruna.. en sennilega á það hliðstæðu í okkar fræga Londonlambi.. sem ekki einn einast íbúi þeirrar stórborgar hefur heyrt um eða mundi þekkja í sjón eða bragði.. það vantaði eitthvað flott nafn á fyrirbærið.. 

Reyktir svínahryggir náðu fótfestu á íslandi upp úr 1970 þegar Tolli í síld og Fisk markaðsetti þá fyrir jól.. en annarstaðar á norðurlöndum er þetta sumarmatur frekar en hátíðamatur.. þá skorið í sneiðar og grillað.. sommarkoteletter..  

annars er ég með familieribbe um jólin.. ekkert reykt kjöt í dag. 

Óskar Þorkelsson, 24.12.2008 kl. 14:36

6 Smámynd: Ómar Ingi

4 stk Rauðvín stendur uppúr

Jólin Jens minn

Ómar Ingi, 24.12.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilega hátíð.....Jens.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:03

8 Smámynd: Jens Guð

  Björgvin,  maður lifir ekki á víni einu saman heldur þarf líka örlítið af trefjum.  Gleðileg jól!

  Egill og Dóri,  hef ég verið að misskilja eitthvað?  Hefur þetta þá ekkert með hljómsveitina HAM að gera?  Gleðileg jól!

  Heidi,  þetta heitir áfengisnotkun.  Gleðileg jól!

  Óskar,  takk fyrir fróðleikinn.  Gleðileg jól!

  Ómar,  rauðvínið stendur alltaf upp úr allsstaðar.  Gleðileg jól!

  Sóldís Fjóla,  gleðileg jól!

Jens Guð, 24.12.2008 kl. 15:23

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk og gleðileg jól kæri vin.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 15:37

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Megi algóður Guð og hans fallegu ljúfu Englakór veita þér elsku vinur minn og þína elsku fallegu ljúfu Fjölskyldu ást,von,trú og yndislegan kærleika um Jólahátíðina og umvefja ykkur notalega hlýju og bros í hjarta og þakklæti fyrir hvern ljúfa dag sem við eigum saman......Stórt knús og hlýr ljúfur og breiður faðmur af Ást og vináttu til þín frá mér og mínum yndislegum dætrum og Húsbandi...........GLEÐI OG FRIÐARJÓL

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.12.2008 kl. 16:00

11 identicon

Gleð'og friðar jól - þetta er uppskriftin sem ég nota, en ég gleymdi rauðvíninu.... arg.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:07

12 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Miðað við suðutímann sem þú gefur upp (38 mínútur) geri ég ráð fyrir að þú sjóðir ávallt 780 gramma Hamborgarhrygg, enda er þér eflaust fullkunnugt um að miðað er við að uþb. 5 mínútum á hver 100 grömm við vægan hita.  Rétt að þetta komi fram þar sem ekki er víst að allir hinir séu að sjóða 780 gramma hrygg.

Verði þér að góðu og gleðileg jól.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 24.12.2008 kl. 16:12

13 identicon

Bara að láta vita af smjörbollu úr íslensku smjöri í stað smjörlíkis. Að minnsta kosti í hátíðarmatinn og helst alltaf. Annað er glæpur. Jólakveðja að norðan.

Sigurjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:27

14 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  gleðileg jól!

  Linda,  takk fyrir þessa fallegu jólakveðju.  Jólaknús á þig og þína.

  Gullvagninn,  rauðvínið er ekkert "must".  Það má drekka það síðar.  En muna að drekka þá tvöfaldan skammt.  Gleðileg jól!

  Gunnar Kristinn,  ég var ekki með þetta á hreinu.  Takk fyrir upplýsingarnar.  Gleðileg jól!

  Sigurjón,  hvað er smjörbolla?  Gleðileg jól!

Jens Guð, 24.12.2008 kl. 18:03

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ein ágæt suðuregla úr kjötiðnaðinum.. en það er mínúta á millimeter.. sem þýðir að ef hryggurinn er 5 cm inn í miðju þá þarf hann 50 mínútna suðu.. en flestir þurfa minni suðu en það.. svo 38 mín er eflaust nóg fyrir meðal úrbeinaðan hrygg.

Óskar Þorkelsson, 24.12.2008 kl. 18:56

16 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  enn og aftur þakkir fyrir góð ráð.

Jens Guð, 24.12.2008 kl. 20:07

17 identicon

Hamborgari er fínn hvort sem hann er hryggur eða glaður.

Sveinn (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 21:21

18 Smámynd: aloevera

Hryggurinn frá Kjarnafæði klikkar ekki.  Það má meira að segja borða hann hráan ef nóg er af rauðvíni með.

aloevera, 25.12.2008 kl. 01:14

19 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég þarf að Ég þarf að prófa þennan

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 01:43

20 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Við vorum með hrygg í kvöld og hann var svakalegur, en þessi virðist ekki vera síðri.

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 01:43

21 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Já sorry, gleymdi smá commenti......Ég er persónulega hrifnari af lambahrygg, en svínahryggur er snilld. Rauðvínsósan finnst mér bara passa með svínaketi.

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 01:44

22 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ehh....sorry Jens að ég skuli athugasemdast svona oft, en hvar fékkst þú þessa uppskrift?

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 01:45

23 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  rauðvínssósa passar með öllu.  Einkum ef hlutfall rauðvínsins er óvenju hátt.  Ég hafði mið af uppskriftinni frá Kjarnafæði en ritskoðaði hana og lagaði að mínum smekk.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 01:58

24 Smámynd: Jens Guð

  Orginal uppskriftin er á www.kajrnafaedi.is.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 02:01

25 Smámynd: Jens Guð

Sorry,  átti að vera www.kjarnafaedi.is.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 02:02

26 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það virðist ekkert koma þegar ég stimpla inn www.kjarnarfaedi.is ...

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 02:18

27 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Jaaáá.... www.kjarnafaedi.is sleppa r-inu. OK.

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 02:19

28 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hljómar girnilega, uppskriftin. eins er með rauðvínið.

annars verður ekkert rautt drukkið um þessi jól. nú eru hvít jól.

Brjánn Guðjónsson, 25.12.2008 kl. 13:37

29 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  það var lagið:  Sleppa r-inu eins og þegar talað er um hvít eða auð jól.

  Brjánn,  upphaflega töluðu Íslendingar um hvít eða auð jól.  Þetta var löngu áður en Íslendingar lærðu að skrifa en skömmu áður en þeir lærðu að lesa.  Þegar einhver sagði:  "Nú eru ekki hvít jól.  Það eru auð jól"  þá heyrðist mönnum sem viðkomandi væri að tala um rauð jól.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 14:53

30 Smámynd: Jens Guð

  Tinna,  kjötið er eins og Ísland:  Best ískalt.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.