Almenningur styður mótmælendur

  hordurtorfa

  Val hlustenda rásar 2 á söngvaranum,  gítarleikaranum,  söngvaskáldinu og leikstjóranum Herði Torfasyni sem manni ársins er vísbending um að almenningur á Íslandi styðji mótmælafundina sem Hörður hefur staðið fyrir.  Atkvæðin dreifðust yfir á 130 manns.  Hörður fékk 20% atkvæðanna.  Hann hefur alltaf hvatt til þess að mótmælin fari friðsamlega fram.

  Í öðru sæti var handboltalið sem líka mætti á útifund.  Þar var það blessað af forsetanum,  borgarstjóranum og ýmsum stjórnmálamönnum.  Þar á meðal menntamálaráðherra,  Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.  Hún fékk 1 atkvæði í valinu á manni ársins.

  Næstir boltaköllunum í atkvæðamagni voru meðal annars Vilhjálmur Bjarnason, formaður Samtaka fjárfesta;  Björk Guðmundsdóttir og Ólafur F.  Magnússon,  fráfarandi borgarstjóri.   

.

.


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:13

2 identicon

Já almenningur styður mótmælendur, en skemmdarvarga? Ég vil ekki sitja liðið sem beitti ofbeldi og skemmdarverkum í dag undir sama hatt og hinn almenna mótmælanda. Ég vil með öðrum orðum ekki koma nálægt þessum skríl sem skemmir málstaðinn fyrir okkur hinum!

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:19

3 identicon

Mótmælendur eiga að mæta með sundgleraugu eða skíðagleraugu til að forðast að þessi aumi piparúði hafi áhrif !!!!!! En það er enginn Íslendingur með viti sem ekki styður þessi mótmæli.

Fólk sem er búið að tapa aleigunni jafnvel og horfandi uppá stjórnmálamenn brosa hringinn á leið í ''kryddsíld'' aumingjanna sem ræna mig og þig !!!!

OAS (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:20

4 identicon

Fólk styður friðsamleg mótmæli, held ég. En þegar mótmælendur neita að hlýða fyrirmælum lögreglu, sem þeim ber að gera, eru mótmælin ekki lengur friðsamleg.

Bjarni Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég styð ekki þá sem koma grímuklæddir til mótmæla, henda matvælum í hús og berja og tæknifólki sjónvarpsstöðva og reyna að brjótast inn á lögreglustöð.  Kenna lögreglunni um að það hafi þurft að sleppa sér af því þeim var hótað gasi ef þeir héldu sig ekki til hlés. 

Svei þessu fólki og vonandi hjálpar hamingjan þeim að sjá tilgangsleysi þessa ofbeldis.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 31.12.2008 kl. 17:26

6 identicon

Af hverju erud þið Islendingar svona medvirkir með "mafia" á Islandi.

Erlendis þar sem ég kem frá skilur enginn af hverju sömu menn eru völdinn og komu ykkur i gjaldþrot.

Eg held að Island se eina landid í heiminum sem kann ekki motmæla vel. Alstadar annarstadar væri buid að taka

sterkar á málum.

Ég veit um marga útlendinga sem bua á Islandi. Frá mörgum löndum. Ungt og gamalt folk. Allir eru á sama mali og ég.

Allt rolegt og fridsamt fólk. En stundum verdur ad berjast fyrir rettlæti.

Mér fynnst landid ykkar veikt vegna samstoduleysis.

David (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:40

7 identicon

Hvað áttu við með almenningur?  Hann fékk reyndar 20% atkvæða þeirra sem kusu, en það er engu að síður lítill hluti af heildinni.   Ég vona einnig innilega að Hörður fordæmi þessi skrílslæti sem urðu á og fyrir utan hótel Borg í dag.  Þeir sem skemma eigur annara í "friðsamlegum mótmælum" eiga að fara beint í steininn.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:42

8 Smámynd: Heidi Strand

Gleðilegt ár Jens og takk fyrir skemmtileg samskipti á blogginu.

Ég er mjög ánægð með valinu af maður ársins  
Hörður barðist líka fyrir Paul Ramses í sumar.

Til hamingju Hörður.

Ég var við hótel Borg í dag og fékk allt önnur tilfinning fyrir atburðarrásin heldur en það sem matreitt er í "fjölmiðlum" og ég  bloggaði aðeins um mótmælin.

Heidi Strand, 31.12.2008 kl. 19:44

9 identicon

Ég styð ekki þessi mótmæli eins og þau hafa verið,  bara svo það sé á hreinu og ekki Hörð Torfa í þennan titil. Minn maður var Vilhjálmur.

(IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 20:10

10 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  eigðu sömuleiðs gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

  Ragnar Örn,  í gær var ég að ræða við gamalreyndan stjórnmálamann þegar verið var að greiða Vilhjálmi Bjarnasyni atkvæði sem manni ársins.  Stjórnmálamaðurinn fullyrti að öll atkvæði greidd Vilhjálmi væru frá vinstri-grænum komin.  Hann fékk 10% greiddra atkvæða.  Vinstri-græn hjón sem ég þekki kusu þannig að maðurinn kaus handboltalið og konan kaus Björk Guðmundsdóttur.  Ég ætla að aðrir vinstri-grænir haft einnig dreift sínum atkvæðum á fleiri en Hörð og Vilhjálm.  Til að mynda á Steingrím J.

  Ég man ekki hvað VG fékk í kosningunum í fyrra.  Giska á 10 - 12%.  Ef rétt er að atkvæði Harðar og Vilhjálms hafi komið frá vinstri-grænum til viðbótar atkvæðum sem dreifðust á fleiri erum við að tala um 35 - 40%.  Getur verið að VG sé með svo svakalega mikið fylgi?

  Herði Torfa verður ekki kennt um skrílslæti.  Ég veit ekki hvernig hann stendur að vali á ræðumönnum.  Ég heyrði hann segja í útvarpinu að yfir 50 manns séu á biðlista sem ræðumenn.

  Flott að sjá mynd af merki af grallarapönkssveitinni Anti-Nowhere League í "hausnum" hjá þér.

  Þórður Ingi,  þú sagðir það sem ég ætlaði að segja.  Ég játa reyndar á mig þann aumingjaskap að hafa ekki tekið þátt í mótmælum í ár. 

Jens Guð, 31.12.2008 kl. 20:38

11 Smámynd: Jens Guð

  OAS,  ég hef séð á myndum af mótmælendum fólk úr öllum flokkum.  Félagar mínir í Frjálslynda flokknum hafa sumir hverjir verið duglegir að mæta. 

  Bjarni og Matthildur,  mér virðist af fólki sem ég umgengst að flestir styðji mótmælin.  Öflugur stuðningur við Hörð í kjöri um mann ársins staðfestir það.  Jafnframt tel ég 99% landsmanna vera andvígan þeim ólátum sem stundum fylgir mótmælum.

  Davíð,  Íslendingar hafa aldrei kunnað að mótmæla.  En ég heyrði útvarpsviðtal við konu sem stendur að mótmælunum (ég náði ekki hvaða kona þetta var) segja að mótmælendur hafi lært margt af mótmælum undanfarinna vikna.

Jens Guð, 31.12.2008 kl. 20:58

12 Smámynd: Jens Guð

  Þorsteinn,  þegar einn af 130 sem fengu atkvæði hreppir 20% er sigur hans afgerandi.  Úrslitin hljóta að gefa vísbendingu um viðhorf almennings.  Sjálfur kaus ég annan en fagna sigri Harðar. 

  Heidi Strand,  bestu óskir um gleðilegt nýár og kærar þakkir fyrir samskiptin á árinu sem nú er að líða.

  Sigurlaug Guðrún,  það er ljóst að margir (10%) kusu Vilhjálm.  Í gær spáði ég honum sigri.

Jens Guð, 31.12.2008 kl. 21:32

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óska þér alls hins besta á nýju ári og takk fyrir árið sem er að líða, Jensinn minn.

Þorsteinn Briem, 31.12.2008 kl. 21:42

14 identicon

Vil óska þér gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi, halda síðan áfram að sparka í heilagar kýr!

Stefán Jónsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 23:38

15 Smámynd: Jens Guð

  Steini og Stefán,  ég óska ykkur allra glæsilegast nýs árs og þakka fyrir samskiptin á liðnu ári.  Haldið endilega áfram að lífga upp á bloggið mitt með innleggi.

Jens Guð, 1.1.2009 kl. 01:27

16 Smámynd: Hundur í manni...

Þetta er lúsugur lúðaskríll, látum þá þamba plútóníumsýruþykkni.

Hundur í manni..., 1.1.2009 kl. 08:40

17 Smámynd: Jens Guð

  Hundur í manni,  hvar fær maður plútónumsýruþykkni?  Er Soda Stream kólaþykkni ekki betra?

Jens Guð, 2.1.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.