Bestu þungarokksplötur ársins 2008

  Breska tímaritið Classic Rock er málgagn gamla hefðbundna þungarokksins - eins og nafn blaðsins gefur í skyn.  Áramótauppgjör blaðsins er til samræmis við það.  Þess vegna er alltaf forvitnilegt að sjá val plötugagnrýnenda blaðsins á bestu plötum ársins.  Það er pínulítið á skjön við áramótauppgjör annarra músíkblaða.  Þessar plötur röðuðu sér í efstu sætin yfir bestu plötur ársins 2008:

1.  AC/DC:  Black Ice

2.  Metallica:  Death Magnetic

3.  Guns N´ Roses:  Chinese Democracy

4.  Black Stone Cherry:  Folklore & Superstition

5.  Airbourne:  Runnin´ Wild 

  Þessar plötur og flestar aðrar á listanum voru fyrirsjáanlegar þar.  Meiri athygli vekur að neðar á listanum er plötur sem ekki tilheyra þungarokkinu:  Tell Tale Signs  með Bob Dylan og  Dig, Lazarus, Dig!  með Nick Cave & The Bad Seeds.  Einnig er á listanum platan  Live at Shea Stadium  með pönksveitinni The Clash,  sem hætti fyrir næstum aldarfjórðungi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Segir þetta ekki allt um stöðu rokksins í dag?

Þórður Helgi Þórðarson, 13.1.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Ómar Ingi

Steindautt.

Ómar Ingi, 13.1.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: arnar valgeirsson

hef ekki fylgst vel með undanfarin ár en það er svosem haugur af rokkböndum, vantar ekki. sjálfum finnst mér þó ekkert sérlega varið í flest sem er hæpað upp.

hörðustu naglar eru ánægðir með metallica og sjálfum finnst mér chinese democracy bara skemmtileg, tilraunakennd á köflum þó hún bæti nú engu við því sem til var. og ekki gera ac/dc það heldur en ég fíla söngvara sem er eins á sjötugsaldri eins og hann var fyrir áratugum...

enda var þetta classic rock sko.

arnar valgeirsson, 13.1.2009 kl. 18:46

4 identicon

Rokkið er ekkert helvítis fokkíngs dautt, þarna!!!

Hvað með t.d. 'Fucked Up', sem er með betri pönkplötum sem komið hafa út síðan Fugazi voru á epíska tímabilinu ca. '93. Eða Harvey Milk?

Þetta Classic Rock lið er reyndar með hausinn svo djúpt í rassgatinu á sér að hausinn er kominn aftur upp í haus.

Óskar Pétur Einarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:55

5 identicon

  Það væri gaman að tékka á Clash plötunni.  Þeir voru gott hljómleikaband.

Sveinn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:12

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvar eru rammstein í röðini ?

hilmar jónsson, 13.1.2009 kl. 21:59

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Black Stone Cherry eru reyndar ekki heldur þungarokk jens, áhrif úr suðurríkjum og fleiru.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Jens Guð

  Doddi litli,  þetta segir eitthvað um stöðu gamla hefðbundna þungarokkið.  En ekki mikið um aðrar deildir þungarokksins. 

  Ómar,  þungarokkið lifir!

  Arnar,  ég er meira fyrir pönk,  dauðarokk og speed-metal en gamla klassíska metalinn.  Samt kaupi ég Classic Rock af og til,  svona til að hafa smá sýn yfir stöðuna. 

  Óskar Pétur,  þeir eru lítið í pönkinu hjá Classic Rock.  Þeir láta Kerrang! sjá um pönkið. 

  Sveinn,  lagalistinn á plötunni lofar góðu.  Að vísu ber hann þess merki að þetta voru hljómleikar í Bandaríkjunum.  Vinsælustu lög The Clash í Evrópu voru ekki þau sömu og urðu vinsælust í Bandaríkjunum.  Þetta er lagalistinn:

1. London Calling
2. Police On My Back
3. The Guns of Brixton
4. Tommy Gun
5. Magnificent 7
6. Armagideon Time
7. Magnificent 7 (Return)
8. Rock The Casbah
9. Train In Vain
10. Career Opportunities
11. Spanish Bombs
12. Clampdown
13. English Civil War
14. Should I Stay Or Should I Go
15. I Fought The Law

  Hilmar,  hefur nokkuð komið út ný plata með Rammstein í mörg ár?

  Maggi,  ég þekki Black Stone Cherry lítið.  Hef aldrei hlustað á heila plötu með þeim.  Þeir eru flokkaðir með suðurríkjarokki,  sem telst til þungarokks.  Í fyrra voru þeir kjörnir nýliðar ársins af Classic Rock.  Meira veit ég ekki.

Jens Guð, 14.1.2009 kl. 02:00

9 identicon

Hefur einhver hlustað á nýju Judas Priest.

Ac/dc var nokkuð góð en hefði mátt vera svona 5 lögum styttri. Metallica ágæt. Guns´verulega slæm. Þekki ekki hitt nema að ég afrekaði það að missa af Airborne 2x á rokkfestivölum í sumar og var sagt seinna að þeir hefðu verið frábærir. Ég afskrifaði þá sem Ac/Dc hermikrákur, sem þeir eru að vissu leyti.

Ari (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 04:03

10 identicon

"Nostradamus" platan með Judas Priest fékk góða dóma en ég hef ekki heyrt neitt af henni.

Þór (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:44

11 identicon

All Music Guide gefur reyndar Nostradamus bara 2 1/2 * sem þíðir frekar slöpp afurð hjá JP

Stefán (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:00

12 identicon

Það þarf ekkert að þýða það. Allmusic.com er ekki biblía. Ég hef heyrt góða og slæma hluti um plötuna.

ari (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:25

13 identicon

Á Amazon eru mjög skiptar skoðanir á plötu Júdasar Prests:

232 Reviews
5 star: 37% (86)
4 star: 18% (42)
3 star: 10% (24)
2 star: 13% (31)
1 star: 21% (49)
  
Average Customer Review

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:43

14 identicon

 Kínverska lýðræðið er jafn "villt" á þessum lista og lýðræði í Kína yfirleitt. Hrikalega ofmetin plata frá lööööngu útbrunnum rokkurum.

 Rið/Jafn-straumur er ekki það sem ég myndi heldur flokka sem þungarokk, heldur glys-rokk (svona eins og Gary "the pedofile" Glitter)

Svonalagað gerist þegar að þeir sem setja fram tillögur til platna afmarka það ekki innan stefnu, heldur leyfa fólki að troðast inn með óhefta skoðanir.

Óskar (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:20

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Félagi Jens!

ég hef nú ekki heyrt þessa nýjustu afurð JP, en veit til að mynda af orðum Bubbans fyrir margt löngu og fleiri gömlum aðdáendum, að platan var ekkert minna en "Vonbrigði ársins" eða eitthvað í þá áttina, ekkert minna!

En nú er bleik brugðið verð ég að segja.

Að Suðurríkjarokkið gamla og góða sé allt í einu flokkað með þungarokki Jens? Ja, það eru nú alveg ný sannindi í mínum eyrnagörmum!EF það er til dæmis eitthvað sem þetta um áratugs gamla rit heldur fram, ja, þá er það bara ein dellan í viðbót hjá því! Finnbogi Marinós vakti til dæmis athygli á því inni hjá bubbanum er hann birti þennan sama lista fyrir nokkru,að C.D. með G 'n' R var líka á listanum á sl. ári og þá óútkomin!?

VAr varla nema von, að Bubbi sjálfur spyrði um leið og hann áttaði sig á þessu, "í hvaða sæti verður platan þá á næsta ári" hehe!?

Nei, ekki er öll vitleysan eins!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2009 kl. 11:44

16 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  assgoti ertu duglegur að sækja hljómleika út um allan heim.  Platan með JP leggst greinilega misjafnt í menn.   Stjörnugjafir á amazon.com eru yfirleitt ríflegri en á allmusic.com.  Ástæðan er sú að á amazon.com eru aðdáendur viðkomandi flytjanda í meirihluta álitsgjafa.  Þeim hættir til að vera jákvæðari gagnvart plötunum.  Plata sem fær 3 og hálfa stjörnu að meðaltali á amazon.com fær iðulega stjörnu minna á allmusic.com.  Annars er svo sem allur háttur á.  Mér hættir til vera nokkuð sáttur við einkunnir á allmusic.  Svona gegnumgangandi.

  Óskar,  ég get ekki kvittað undir að blús-rokk metallinn hjá AC/DC sé glys-rokk. 

  Maggi,  það er nú það.  Sumir nota orðið suðurríkjarokk sem samheiti yfir alla músík frá flytjendum Suðurríkjunum ef svo mikið sem örlar á rokkkeim.  Sama hvort um er að ræða kántrý-rokk eða harðkjarna pönk.  Í sumum heimildum þarf ekki einu sinni rokkkeim til þegar talað er um suðurríkjarokk.

  Í mínum huga er suðurríkjarokk blúsað þungarokk með tilteknum sérkennum (oft smá kántrý-keim) þar sem auðheyrt er að viðkomandi flytjandi er frá Suðurríkjunum.  Dæmigerðar slíkar hljómsveitir eru ZZ Top,  Lynyrd Skynyrd,  Black Crows og Blackfoot.  Það má alveg vera að ég einblíni um of á þessar hljómsveitir þegar ég vísa til suðurríkjarokks. 

Jens Guð, 15.1.2009 kl. 13:11

17 identicon

Ekki má nú gleyma hinni merkilegu og stórgóðu hljómsveit Almann Brothers Band, þegar rætt er um suðurríkjarokk. Þeir voru frumkvöðlar og blönduðu jazzi snyrtilega saman við blús-rokkið með sínum löngu flottu gítarsólóum. Svo buðu þeir upp á tvo trommara rétt eins og Greatful Dead áður og Doobie Brothers síðar. Aðrir suðurríkjarokkarar sem fylgdu í fótspor ABB og vert er að nefna eru: Little Feat, Black Oak Arkansas, Winter-bræðurnir Edgar og Johnny og Vaughn-bræðurnir Stevie Ray og Jimmie. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:28

18 identicon

1.Guns - Fólk sem segir hana lélegaa hefur kannski hlustað á hana einu sinni. Yndisleg plata !!

2.'Tallica - Geðveik.

3.Acca Dacca - Mjög góð.

Merkilegt að sjá þessa 3 risa gefa út plötur á sama ári. Sama gerðis næstum því '91, nema AC/DC voru árinu á undan með Razors Edge. (sem er nú alls ekki góð plata)

Aðalbjön Tryggvason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 00:28

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ÉG varpa nú bara öndinni mæðulega núna jens, þetta er nú svolitið svonasvona já skilgreiningar, en nenni ekki að fara meir út í þetta, NEMA, að hann Stebbi karlinn hérna er nú aldeilis léttúðugur í sinni úttekt. Vaughanbræður, Stevie Ray heitinn og Jimmie verða ALDREI til að mynda með sanni tengdir einhverju suðurríkjarokki, þeir fyrst og síðast málsvarar sinna róta heima í Texas, BLÚSMENN númer eitt, tvö og þrjú!og sömuleiðis með Winterbræðurna, Johnny sem er ekkert annað en lifandi goðsögn, sem sömuleiðis fyrst og síðast Blúsari, en jafnframt sú tónlistarstefna vart til sem hann hefur ekki reynt sig við á þeim aragrúa af plötum sem hann hefur gefið út sjálfur eða með öðrum í um hálfa öld!En laukrétt er hjá honum, að ekki má gleyma Allmannbræðrabandinu, sem tvímælalaust eru ásamt Skynyrd stærstu og þekktustu sveitirnar er kenndar hafa verið við Suðurríkjarokkið, jafn ólíkar að mörgu leiti sem þær þó voru og eru!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 15:28

20 Smámynd: Jens Guð

  Maggi og Stefán,  það er svo langt mál að fara yfir suðurríkjarokkið - og hvernig það er skilgreint af "pressunni" að ég ætla að skrifa sérstaka færslu um það.  Ég á slatta af bókum um suðurríkjarokkið og svo er suðurríkjarokkið líka skilgreint á mörgum netsíðum. 

  Aðalbjörn,  Auðjón bróðir minn og Tómas systursonur minn eru þér sammála um Kínverska lýðræðið.

Jens Guð, 16.1.2009 kl. 23:44

21 identicon

Blús með löngum og miklum gítarsólóum er grunnurinn í þeirri tónlist sem kölluð er suðurríkjarokk og það er einmitt það sem Almann Brothers Band eru frægir fyrir að spila, rétt eins og Winter-bræður og Vaughn-bræður seinna. Svo blanda menn djassi, country, kraftmiklu rokki og miklu Whisky ( helst Jack Daniels ) saman við og þá er komin þetta líka magnaða tónlistarform.    

Stefán (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.