26.1.2009 | 21:03
Hvenær slást menn og hvenær slást menn ekki?
Í nýjasta tölublaði héraðsfréttablaðsins Frétta í Vestmannaeyjum segir frá illdeilum tveggja manna, fyrrum vinnufélaga. Annar var á gangi með fjölskyldu sinni um götur bæjarins. Þá kom hann auga á hinn manninn hinumegin við götuna. Mennirnir sýndu hvor öðrum fingur og skiptust á hrakyrðum. Í kjölfarið kom sá sem var hinumegin við götuna upp að fjölskyldumanninnum. Þeir héldu áfram að rífa kjaft. Svo fóru þeir að hrinda hvor öðrum, kýla hvorn annan í andlit og annar sparkaði í hinn. Í Fréttum segir að þessu næst hafi þeir "farið að slást".
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Lífstíll, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt 27.1.2009 kl. 18:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 13
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 1185
- Frá upphafi: 4136280
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 987
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Um hvað snýst þessi frétt að þínu mati?
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:07
Hanna Birna, ég tel að slagsmál byrji um leið og hrindingar, kýlingar og spörk hefjast. Eins og frásögnin er framsett í blaðinu voru hrindingarnar, kýlingarnar og sparkið ekki hluti af slagsmálunum. Það virðist bara hafa verið einskonar forleikur.
Jens Guð, 26.1.2009 kl. 21:19
það er ýmislegt öðruvísi í vestmannaeyjum.
hef verið þar sko.
var reyndar mjög gaman og gott fólk...
... nema sá sem kýldi mig svo ég var saumaður eins og sláturkeppur á skansinum.
hann fór í steininn, ég á spítalann og svo aftur á ball. en þetta var fyrir löngu síðan. þykir vænt um vestmannaeyinga því þeir spila í leedsbúningunum.
arnar valgeirsson, 26.1.2009 kl. 21:28
Arnar, Vestamannaeyingar eru frábærir. Í fyrsta skipti sem ég flaug til eyja vissi ég ekki að flugvöllurinn væri þetta langt frá bænum og engin flugrúta. Ég var eitthvað að vandræðast yfir þessu við starfsmann þegar ókunnugur maður blandaði sér í málið, heimamaður sem var á leið til Reykjavíkur. Hann lánaði mér bílinn sinn.
Ég hef ekki kynnst svona höfðingsskap nema í eyjum.
Jens Guð, 26.1.2009 kl. 22:01
Bara gott fólk í eyjum
pjakkurinn (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:11
Er ekki Hemmi Hreiðars frá Eyjum I rest my case
Ómar Ingi, 26.1.2009 kl. 22:19
Lángwerztumannaeyjíngum hefði varla þótt þetta fréttnæmt, í bezta falli slúður.
Steingrímur Helgason, 26.1.2009 kl. 22:36
Spörk og kýlingar eru slagsmál samkvæmt minni bestu vitund. Vestamanneyingar eru gott fólk og ég þarf að skreppa þangað við tækifæri enda allt of langt síðan ég kom þangað síðast.
Hannes, 26.1.2009 kl. 23:15
Pjakkur, ég hef ekki kynnst öðrum Vestamannaeyingum en góðu fólki.
Ómar, ég veit ekki hver Hemmi Hreiðars er.
Steingrímur, mér varð á að hlæja.
Hannes, mér hefur alltaf þótt gaman að koma til Eyja. Þegar ég lendi í hrindingum, kýlingum og spörkum þá finnst mér alltaf eins og slagsmál séu skollin á.
Jens Guð, 26.1.2009 kl. 23:35
Ég hef nú bara komið þangað einu sinni Jens en væri til í að koma þangað aftur. Ég reyni yfirleitt að forðast slagsmál en þegar þau byrja þá vinn ég alltaf.
Hannes, 26.1.2009 kl. 23:53
Hannes, ég hef þennan sama kæk. Og lenti í honum um síðustu helgi á Classic Rock. Samt var ég tvívegis laminn í köku fyrir 30-og-eitthvað árum. En það var bara hressandi. Síðan hef ég bara haldið mig við hina útgáfuna. Sæll og glaður.
Jens Guð, 27.1.2009 kl. 00:07
Ég hef nú bara 3 lent í slag útaf drykkju. Það er allt í lagi að vera fullur ef þú hefur vit á því að keyra ekki þegar þú ert búinn að drekka en það er verra að vera alltaf að lenda í slagsmálum.
Skemmtileg umræða hjá okkur í gærkvöldi.
Ps á ekki að svara síðasta svarinu sem ég sendi þér gamli.
Hannes, 27.1.2009 kl. 00:18
Hannes, þú hefðir mátt gefa mér þetta ráð með að keyra ekki fullur fyrir mörgum árum. Ég er að vinna mig niður í e-mailum. Röðin er alveg að koma að svari til þín. Ég fæ daglega um 20 - 30 pósta sem ég þarf að svara. Ekki þó nema lítinn hluta vegna bloggsins. Ég er líka með heildsölu sem útheimtir mikil samskipti í formi tölvupósts.
Jens Guð, 27.1.2009 kl. 00:27
Betra seint en aldrei Jens.
Hvað ertu að selja í þessari heildsölu þinni?
Ég vona að þú hafir ekki endað eins og einhver á þessum myndum sem ég var að setja inn á bloggið mitt þegar þú keyrðir fullur.
Hannes, 27.1.2009 kl. 01:25
Ég held að þessi grein sé upp í dómi sem var kveðinn, ég spyr mig hvort þetta orðalag sé ekki tekið þaðan???
Annars þá erum við Vestmannaeyjingar ekkert ofbeldisfyllra en annað fólk. Í gamla daga á vertíðum var auðvitað smá meiri læti en sá tími er löngu liðinn.
Ég allavegana hefði aldrei tekið þátt í því ofbeldi sem er búið að eiga sér stað í Reykjavík undanfarna daga. Hér hafa heldur engin mótmæli eða annað slíkt farið fram og fólk flest mjög rólegt yfir ástandinu þó maður sé auðvitað smá smeikur yfir því hvað taki við og ennþá smeikari yfir því að það heyrist ekki í neinum einasta landsbyggðatmanni í flokkunum og á þingi. Það er bara hreinlega eins og landsbyggðin sé ekki til. Fréttafluttningurinn er t.d. alveg ótrúlegur, af hverju er ekki talað við neinn sem býr ekki í 101 Reykjavík.
Annars hér er ég komin út í allt annað mál hehe...;)
Bið ykkur endilega að kíkja til eyja við tækifæri og komast í raun um að við erum bara alveg ágætis fólk :)
Auðbjörg (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:50
Þar var gnægð af fríðum meyjum,
faðmlög þeirra heit og skæð.
Vertíðin í Vestmannaeyjum
verður mörgum minnisstæð.
Margret S (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:22
Það eru ekki slaxmál nú í dögum nema að annar liggi í götunni og fái spörk í hausinn.
Ari feiti (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:09
Samskipti mannanna og snertingar fyrir slagsmálin voru svona atlot að hætti Önnu frá Hesteyri, þegar stúlkan kom að jarðarförinni.
Illvígar kýlingar og kæfitök hófust eftir það þegar mennirnir voru orðnir reiðir.
Jón Halldór Guðmundsson, 27.1.2009 kl. 13:57
Hannes, ég er að selja heilsusnyrtivörur úr Aloe Vera. Þekktasta vörumerkið er Banana Boat.
Auðbjörg, ég var að kíkja á dóminn. Þetta er rétt hjá þér: Orðalagið er tekið beint upp úr dómnum.
Jens Guð, 27.1.2009 kl. 17:34
Auðbjörg, ég vil bæta því við að orðalagið er tekið úr lýsingu annars mannanna.
Margrét, takk fyrir stökuna.
Ari, og að mati margra eru slagsmálin þá rétt að byrja.
Jón Halldór, þetta er líka ágætur mælikvarði á það hvenær slagsmál hefjast: Það er þegar mennirnir eru orðnir reiðir.
Jens Guð, 27.1.2009 kl. 17:39
ha.. heilsuvörur úr aloa vera sem heita bananar ?
vestmannaeyingar eru .. ikke helt som folk flest kan vi tryggt si ;)
Óskar Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 18:45
Hermann Hreiðarsson fyrirliði íslenska landliðsins í tuðrusparki og liðsmaður Portshmouth í UK.
Shiiiiii
Ómar Ingi, 27.1.2009 kl. 18:47
Óskar, vörurnar eru ekki úr Aloe Vera geli einu saman. Aloe Vera gelið er þó uppistöðuhráefni í flestum vörunum. Önnur hráefni eru bananaolía, kvöldvorrósarolía, gulrótarþykkni og eitthvað svoleiðis.
Fyrsta varan sem Banana Boat framleiddi innihélt ekki Aloe Vera gel heldur einungis bananaolíu, kókosolíu og ljós jarðolía. Það var sólarolía sem var fyrirrennari Tan Express.
Banana Boat var sett á laggir sunnarlega í Flórída þar sem lagið Banana Boat (þekktast hérlendis í flutningi Harry Belafonte, stundum kallað Day-O) er einskonar þjóðsöngur. Sungið og spilað við öll tækifæri.
Jens Guð, 27.1.2009 kl. 19:20
Ómar, hlaut að vera. Ég þekki engin nöfn í boltadeildinni. Er alveg sljór gagnvart öllu slíku.
Jens Guð, 27.1.2009 kl. 19:22
Sæll og blessaður Jens.
Vestmanneyingar eru frábærir og hafa sínar aðferðir til þess að útkljá deilur.
Í gamla daga í Húnaveri um verslunarmanna helgi horfði ég á tvo ábyggilega afskaplega mæta Húnverska bændur, láta höggin dynja hvor á öðrum drykklanga stund, setjast síðan niður, kasta mæðinni og deila flösku af dýrindis norðlenskum landa. Að því loknu stóðu þeir upp og heldu áfram að láta höggin dynja hvor á öðrum, ég hef ekki ennþá komist að niðurstöðu um hvort þeir voru að slást eða bara heilsast.
Róbert Tómasson, 27.1.2009 kl. 21:39
Heill og sæll, Róbert.
Ég ólst upp á dansleikjum í Húnaveri. Ég kannast mæta vel við lýsingu þína. Reyndar þykir mér líklegast að þarna hafi Skagfirðingur og Húnvetningur verið að kasta kveðju hvor á annan. Þær kveðjur voru oft í þessa veru.
Mér er minnisstætt þegar ég fór í fyrsta skipti í Húnaver. Eftir að dansleik lauk og hús rýmt upphófust ryskingar fyrir utan. Það voru kannski um 20 - 30 manns sem tuskuðust. Kunningi minn úr Skagafirði reif sig úr fínum leðurjakka og henti honum til mín. Svo rauk hann í Húnvetning og var að fara halloka. Þá reif hann jakkann úr höndum mínum og sló Húnvetninginn með honum í höfuðið. Sá rak upp óp því rennilás eða hnappur fór í augað á honum. Jafnframt flaug sígarettupakki langar leiðir úr vasa jakkans. Jakkaeigandinn elti pakkann og fékk sér að reykja. Sá sem meiddi sig í auganu sníkti sígarettu og þeir reyktu saman. Spurðu hvaðan hvor var en voru samt ennþá í ham. Húnvetningurinn hæddi Skagfirðinginn fyrir að hafa aldrei migið í saltan sjó. Skagfirðingurinn hæddi Húnvetninginn fyrir að hafa aldrei migið í nýskitinn kindaskít (sennilega var Húnvetningurinn frá Skagaströnd). Svo ruku þeir saman aftur um leið og þeir höfðu lokið við að reykja. Samferðamenn Skagfirðingsins fóru að reka á eftir honum að skila sér í bíl og kapparnir kvöddust með handabandi. Síðar sá ég þessa tvo heilsast á dansleik í Húnaveri með fagnaðarlátum og skenkja hvor öðrum af stút.
Jens Guð, 27.1.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.