8.3.2009 | 23:30
Flott hjá Óla Palla
Það er eins og dæmalaus heppni elti rás 2. Þangað hefur safnast úrval góðra útvarpsmanna. Fólks með yfirgripsmikla þekkingu á poppmúsík og umburðarlynt gagnvart öllum dægurmúsíkstílum. Opið, jákvætt og hvetjandi gagnvart íslenskri músík. Ástríðufullt og áhugasamt gagnvart vinnu sinni.
Nægir að nefna Guðna Má, Margréti Erlu, Matta, Andreu Jóns og Snorra Sturluson. Bara til að nefna nokkra. Að ógleymdum snillingnum Óla Palla. Ég veit ekki hvort sá maður á nokkurn tíma eiginlegt frí. Hvort sem hann er í eða utan vinnutíma er hann alltaf að gera eitthvað sem verður útvarpsefni. Hann er meira að segja með upptökustúdíó heima hjá sér.
Það er alltaf ástæða til að hæla Óla Palla. Í dag er sérstök ástæða til að hæla honum. Þá var hann að kynna lag af plötu með lögum eftir Ray Davis úr Kinks. Óli Palli kynnti þetta sem krákuplötu. Á henni eru ýmsir flytjendur að heiðra Ray.
Það er full ástæða til að vekja athygli á að Óli Palli og fleiri dagskrárgerðarmönnum rásar 2 tala góða íslensku. Dagskrárgerðarmenn sumra annarra útvarpsstöðva gætu margt af þeim lært. Vonandi er þess stutt að bíða að orðskrípin "cover-lög", ábreiðulög og tökulög víki fyrir kráku. Orðin tökulög og ábreiður hafa ekki einu sinni sagnorð yfir fyrirbærið. Kráka hefur hinsvegar þá fínu sögn að menn kráka lög. Það þarf heldur ekki að nota viðskeytið -lög með kráku. Það sem á ensku kallast "cover song" heitir einfaldlega kráka á góðri íslensku.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 16
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1038
- Frá upphafi: 4111599
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 873
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Einstaklega gott og fallegt fólk allt saman.
Þorsteinn Briem, 9.3.2009 kl. 01:21
Steini, bestu þakkir fyrir að hafa stungið upp á þessu frábæra orði, kráku. Nú er þetta farið að telja þegar fólk á borð við Óla Palla, Margréti Erlu og www.glamur.blog.is er komið með kráku í umræðuna.
Jens Guð, 9.3.2009 kl. 01:39
"Kráka" er einstaklega vel heppnað nýyrði yfir "cover song". Það nær að túlka allt um hvað ræðir og hljómar sömuleiðis líkt "cover". Vonandi slær þetta orð út öll önnur vandræðaleg og hálfvitaleg orð yfir "cover".
Sveinn (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 02:02
Óli Palli er ágætur en verri finnst mér þessi endalausu viðtöl hans á Rás2 við útlenska popp/rokkara sem fáir þekkja og segja lítið að viti.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.3.2009 kl. 02:17
Sveinn, það er fagnaðarefni að dagskrárgerðarmenn á rás 2 séu farnir að tala um kráku í stað vondra orða yfir "cover".
Emil, sú var tíð að ég ungur maður keypti og las öll helstu poppblöð. Þá gætti stundum óþolinmæði hjá mér að vera löngum búinn að lesa mikið um spennandi hljómsveitir áður en í þeim heyrðist í íslensku útvarpi. Nú er ég kominn á sextugsaldur og þetta hefur snúist við. Ég er ekki lengur mættur alla miðvikudagsmorgna í íslenskar bókabúðir til að gleypa í mig allt það nýjasta. Núna heyri ég um það nýjasta í Rokklandi á rás 2 og kaupi tilfallandi það sem skrifað er um það sem er áhugavert. Til margra ára var ég áskrifandi að 5 - 10 poppblöðum. Það er liðin tíð. Í dag kíki ég við í bókabúðum og kaupi 1 - 2 blöð. Ég er að upplifa það að vera að detta út úr hringiðunni.
Það er ekki samasemmerki á milli þess að heyra af nöfnum sem ég þekki ekki og að þau hafi ekkert áhugavert fram að færa. Þetta hefur bara með minn aldur að gera. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi. Ég er hinsvegar kominn á efri ár og ekki jafn ákafur og áður að fylgjast með.
Jens Guð, 9.3.2009 kl. 02:38
Minna af tali og meira af músik
Ómar Ingi, 9.3.2009 kl. 08:38
Óli Palli er að mínu mati einn allra besti útvarpsmaður sem við eigum og höfum átt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2009 kl. 08:50
Óli Palli er Gullmoli rétt eins og tónsmíðar meistara Ray Davies. Rás 2 er til fyrirmyndar nema hið hundleiðinlega og litlausa morgunútvarp þeirra. Vil ég þá heldur benda á Heimi og Kollu á Bylgjunni ef fólk vill virkilega vakna til lífsins á morgnana.
Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 09:05
Að kráka...ég nota það hér með.
Andrés Kristjánsson, 9.3.2009 kl. 13:01
Sæll aftur Jens. Það sem ég sagði áðan um viðtölin við popparana var aðallega til að koma því á framfæri að langdregin símaviðtöl á ensku á besta tíma í útvarpinu er ekki mér að skapi. Sjálfsagt hafa popparar ýmislegt forvitnilegt fram að færa, en svona símaviðtöl eru bara svo leiðinlegt útvarpsefni, svo ég tala fyrir sjálfan mig. En ég endurtek: Óli Palli er ágætur. Kráka er líka fínt íslenskt orð.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.3.2009 kl. 13:17
Gott er ef satt reynist. Oli er godur drengur en mikid djofull slettir hann mikid og hefur gert grimmt, langa lengi. Ja ja.
Birkir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:08
Ómar, ef útvarpsmenn hafa eitthvað áhugavert og upplýsandi að segja er ég ánægður. Mér þykir gaman að fræðast um og kynnast betur spennandi flytjendum og plötum. Ég hef stundum fundið fyrir löngun til að fá mér iPod til að hlusta á uppáhaldslög allan daginn. En þegar ég hlusta á útvarp og heyri þar ný eða gömul áhugaverð lög sem ég þekki ekki og fæ fróðleiksmola með dvínar áhuginn á iPod.
Jens Guð, 10.3.2009 kl. 23:19
Gurrí, ég tek undir hvert orð hjá þér og undirstrika þau.
Stefán, ég sef af mér morgunútvarp. En fletti stundum upp á netinu símatíma hjá Heimi og Kollu. Þar má oft heyra góð og áhugaverð innlegg.
Jens Guð, 10.3.2009 kl. 23:23
Eyjó, bestu þakkir fyrir þitt framlag við að halda orðinu kráku á lofti. Óli Palli krákaði Blindsker á plötunni Skagamenn skoruðu mörkin. Alveg ljómandi flott og Neil Young-legt.
Andrés, takk fyrir það.
Jens Guð, 10.3.2009 kl. 23:29
Emil, ég get alveg tekið undir að löng símaviðtöl á ensku séu ekki gott útvarpsefni. Nema þau séu brotin upp reglulega með lögum og þýdd á íslensku. Ég hef á hinn bóginn ekki orðið var við að Óli Palli fari yfir strikið í þeim efnum. En ég er svo sem ekki að hlusta á útvarp allan daginn alla daga.
Jens Guð, 10.3.2009 kl. 23:36
Birkir, hann Óli Palli er snillingur. Ef mönnum er tamt að sletta og það er þeim eiginlegt hef ég lítið út á það að segja. Ég nefni Pál Óskar til sögunnar í því samhengi.
Ég var að frétta að þú sért bókaður á trommustól þekktrar hljómsveitar. Fréttinni fylgdi hinsvegar loforð um að "skúbba" ekki fréttinni. Það verður því að bíða betri tíma. En samt spennandi dæmi.
Jens Guð, 10.3.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.