Íslenskar hljómsveitir í alþjóðlegri hljómsveitakeppni

woa_09_metal_battle_Iceland-sm

  Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin í Reykjavík laugardaginn 18. apríl í tónlistarþróunarmiðstöðinni, TÞM. Sérstök valnefnd hefur valið sveitir til þátttöku úr hópi umsækjenda og valdi 7 hljómsveitir áfram. Ein af þeim mun komast áfram og spila í lokakeppni
Metal Battle keppninnar á Wacken Open Air hátíðinni í Þýskalandi í lok júlí í sumar.

  Um 70.000 manns sækja Wacken heim á hverju ári en Wacken fagnar einmitt 20 ára starfsemi í ár og því verður mikið um dýrðir í þessu litla samnefnda þorpi í norðurhluta Þýskalands.

Sveitirnar sem hlutu náð fyrir valnefndinni eru í stafrófsröð:


Beneath



Celestine


Diabolus


Gone Postal


Perla


Severed Crotch


Wistaria

Þetta eru sannarlega þungavigtarsveitir í íslensku þungarokki og því verður fróðlegt að sjá hver þessara sveita verður fulltrúi Íslands á Wacken 2009.

Hægt er að finna myndir af hljómsveitunum á eftirfarandi slóð:

http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/

Frekari upplýsinga má leita hjá Þorsteini Kolbeinssyni í síma 823 4830


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband