Hneyksli! Hrikalegt klúður í Gettu betur!

  utangarðsmenn

  Ég er að horfa á spurningaþáttinn  Gettu betur  í sjónvarpinu.  Þetta er einn skemmtilegasti þáttur í sjónvarpi.  Og fróðlegur.  Hitt er verra þegar það gerist að farið er með bölvaða dellu og rugl í spurningu.  Það gerðist einmitt núna áðan og ég er alveg miður mín vegna þessa. 

  Spurt var um plötu sem sögð var hafa komið út 1982.  Um er að ræða  Geislavirkir  með Utangarðsmönnum. 

  Hið rétta er að platan kom út 1980.  Hljómsveitin var löngu hætt 1982. 

  Utangarðsmenn störfuðu aðeins í eitt ár.  Þeir birtust eins og frelsandi englar vorið 1980.  Skömmu síðar sendu þeir frá sér Ep-plötuna Rækjureggí (ha ha ha).  Því næst var það platan  Geislavirkir

  1981 komu tvær plötur frá Utangarðsmönnum:  45 RPM  og  Í upphafi skyldi endinn skoða.

  Þetta eiga allir að vita.  Það er líka ágætt að vita að löngu eftir að hljómsveitin hætti fannst í Svíþjóð upptaka af hljómleikum sem Utangarðsmenn héldu þar í landi.  Þeir hljómleikar voru umsvifalaust gefnir út á plötu.  Svo smalaði Óli Palli saman tvöfaldri safnplötu með Utangarðsmönnum fyrir nokkrum árum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Auðvitað alveg sammála félagi Jens, svona á ekki að gerast, finnst þetta eiginlega ekki bara hneyksli heldur REGINHNEYKSLI, svona álíka eins og ef einhver hefði verið með vísbendingaspurningu um Jón forseta og byrjað á að segja að maðurinn sem spurt væri um hefði fæðst 1813!

En réð þetta nokkuð úrslitum, nokkurt dómararugl í gangi þarna eins og í úrslitaþættinum á Útsvari um daginn, þegar Fljótdalshérað var eiginlega eða af líkum, rænt sigrinum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Breytir það nokkru með svarið við spurningunni þó ártailð hafi fokkast upp. Utangarðsmenn gerðu plötuna Geislavirkir hvað sem ártalinu líður. Mér minnir að efnilegasta fólk Íslands hafi ekki verið með þessa merku plötu á tæru. 

Einnig kom mér á óvart að meistari lýsingarinnar, Jón Kaldal skyldi ekki vera til í þeirra fræðum.

Sigurpáll Ingibergsson, 21.3.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  þetta var í hraðaspurningunum sem lagðar eru fyrir liðin hvort í sínu lagi fyrst í þættinum.  Það var þess vegna hamrað á rangfærslunni,  eða réttara sagt hún tvítekin.  Mér var svo brugðið við þetta að ég tók ekki eftir hverju liðin svöruðu. 

  Þátturinn er endursýndur kl. 10:50 á morgun.  Ég ætla að reyna að sjá hann aftur.   

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Jens Guð

  Eyjó,  ég veit ekki hvað spurningahöfundur,  Davíð Þór Jónsson,  er gamall.  Ég man að hann og félagar hans í hljómsveitinni Kátum piltum voru töluvert yngri en ég er hljómsveitin kom fram.  Ágiskun mín er að Davíð Þór sé um fertugt eða rúmlega það.  Hugsanlega var hann einungis að hlusta á barnaplötur þegar  Geislavirkir  kom út.

  Mér dettur í hug að hann hafi verið að rugla  Geislavirkir  saman við  Breyttir tímar  með Egói.  Sú plata kom út 1982.  Báðar eru sneisafullar af smellum frá Bubba.  Ég kannast við að yngra fólk á til að rugla þessum tveimur plötum saman.

  Davíð hefur greinilega talið sig vera með rétt ártal í huga fyrst hann fletti ekki upp í Poppbókinni eða kíkt á plötuumbúðir.  Fyrir örfáum árum var spurt í  Gettu betur  hver skrifaði Poppbókina.  Eða hvort það var í Útsvari.  

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hárrétt hjá Eyjólfi, að nær hefði verið að spyrja um umslagið oghöfund þess, þó Jens hefði samt fengið litlu minna "sjokk" hefði hann heyrt það!

En ábendingin líka rétt hjá Eyjólfi, að já RÉTT SKULI VERA RÉTT og það skipti auðvitað máli!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 22:42

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei kammerat Jens, Dabbi er nú eldri en svo, fæddur 1964 eða þar um bil, svo hann er unglingur í mótun á þessum tíma og því skrýtið sem Eyjó segir að hann skuli fara rangt með þetta.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 22:45

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Skemmtískur gárungi sagði mér fræbbna historíu! Sá sagði mér frækna lemmsu með gerðum í skammdals sjóvarpsþætti! Spyrjandi skeytti skanna með fremskum og skeftískum framburði! Svarið var auðvitað Majones.

Siggi Lee Lewis, 21.3.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurpáll,  þegar vitnað er til ártals í hraðaspurningum þurfa svarendur á sekúndubroti að tengja.  Sjálfur man ég í mörgum tilfellum betur eftir ártölum platna en nafni.  Staðset einhvernvegin í heilanum feril hljómsveita sem ég fylgist með í ártölum.  Rangar upplýsingar um plötu geta fipað svarendur í hraðaspurningum undir þessu mikla álagi.  Þar fyrir utan er hluti af vægi  Gettu betur  að áhorfendur fræðast um staðreyndir.  Það skiptir miklu máli að rétt sé farið með staðreyndir í spurningum.

  Platan  Geislavirkir er ein af þeim íslensku plötum sem mörkuðu djúp spor í sögu rokksins.  1983 stóð ég fyrir viðamikilli könnun á merkustu plötum íslensku rokksögunnar og birti í Poppbókinni.  Platan lenti í 7. sæti.  2001 endurtók Dr.  Gunni leikinn og birti í bókinni  Eru ekki allir í stuði?.  Þar lenti platan sömuleiðis í 7.  sæti.  Listar okkar Dr.  Gunna voru ótrúlega samhljóma þó 18 ár skildu að og álitsgjafar voru aðrir.  Í millitíðinni stóð eitthvað blað (man ekki hvort það var Helgarpósturinn eða Pressan) fyrir samskonar könnun með svipaðri niðurstöðu.

  Geislavirkir  er plata sem átti stóran þátt í þeirri endurskoðun og uppstokkun sem varð í íslenskri rokkmúsík 1980.  Eiginlega stóra dæmið sem markaði Bubba-byltinguna og það sem síðar leiddi til og skóp nýrokkbylgjuna sem kennd er við  Rokk í Reykjavík.  Útgáfuár þessarar plötu skiptir miklu máli.

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 23:06

9 Smámynd: Jens Guð

 Eyjó,  ég hannaði ekki umslag  Geislavirkir.  Það var hannað á Auglýsingastofu Ernst Backmans.  Reyndar vann ég þá á þeirri ágætu auglýsingastofu.  Mig brestur minni til að nefna hver aðkoma mín að umslaginu var.  Kannski lagði ég til leturval.  Man það þó ekki.  Ég notaði sama letur fyrir plötubúðina mína Stuð á sama tíma.  Eflaust tók ég þátt í umræðu um útfærslu umslagsins.  Verkefni á auglýsingastofu hans voru þannig samvinnuverkefni.  En ég man að Ernst sjálfur hannaði umslagið og vann forhliðar myndina með svokallaðri "sprey-tækni" sem þá var nýjung. 

  Þegar ég hitti þig næst skal ég segja þér skemmtilegt leyndarmál varðandi annað umslag sem ég vann með Ernst.  Flugur  heitir sú safnplata og innihélt 2 lög með Utangarðsmönnum.  Þar gerði ég nefnilega sprell sem ég vil ekki upplýsa á blogginu.

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 23:20

10 Smámynd: Jens Guð

  Maggi og Eyjó,  fyrst Davíð Þór var þetta gamall 1980 - 1982 er næsta víst að í huga hans hefur slegið saman  Geislavirkir  og  Breyttir tímar.  Það að hann skuli ekki hafa flett upp á heimildum bendir til þess.

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 23:24

11 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  það hefur verið mæjónes með bacon-bragði.

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 23:25

12 Smámynd: Sverrir Einarsson

Það er ekki bara í tónlistargeiranum sem villur Davíðs Þórs koma fram. Í undanfara sjónvarpsþáttanna þá var spurt um hérað og í vísbendingunni var vitnað til þess að þéttbýlisstaðurinn Kópasker væri þar, svo ég fór að hlusta, en nei nei rétt svar var Kelduhverfi. En svæðið Kelduhverfi inniheldur bara ekki Kópasker nema ef þú flytur það úr Núpasveit gegnum Öxarfjörð og yfir Jökulsá á Fjöllum niður í Kelduhverfi........skyldi Davíð Þór vita af þessu. Það er nefnilega svo að ég veit ekki mikið í landafræði en þegar ég er farinn að taka eftir villum þá er eitthvað mikið að.

Auðvitað á rétt að vera rétt, því þá getur ekkert nema rétt svar verið rétt...........eða þannig.

Ég man eftir helling af plötu umslögum frá því í den, sum þótti mér snilld önnur ekki en þó ég ætti líf mitt að verja þá gæti ég ekki nefnt hönnuðinn að einu einasta, held að ég hafi bara ekkert verið að pæla í því.

Góðar stundir.

Sverrir Einarsson, 21.3.2009 kl. 23:27

13 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Svínsflesk hefur skellegga yfirburði til að framkasta teisti í skammnískum kokteilhræring.

Siggi Lee Lewis, 21.3.2009 kl. 23:29

14 Smámynd: Ómar Ingi

Hverjum er ekki sama ?

Ómar Ingi, 21.3.2009 kl. 23:30

15 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Er ég geðveikur eða er í lagi að dýfa Kit-Kat í nachos sósu??

Siggi Lee Lewis, 21.3.2009 kl. 23:40

16 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Mmmm....Kit Kat með nachos sósu.....

Siggi Lee Lewis, 21.3.2009 kl. 23:45

17 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Mmmm....kransæðastífla....

Siggi Lee Lewis, 21.3.2009 kl. 23:46

18 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  skamm,  skamm.  Umslagshönnun skiptir sköpum fyrir sölu á plötum og ímynd þeirra.  Þegar plata er undir höndum á alltaf að skoða hver hannaði umslagið.  Söluhæstu plötur hvers flytjanda benda eindregið til þess að ég hafi komið við sögu.  Mér nægir að vísa til platna Bubba Morthens og Megasar.  Að vísu hafa síðari tíma endurútgáfur á þeim sömu plötum verið meðhöndlaðar á þann hátt að umslagshönnun er "fokkað upp" og mitt nafn dottið út.  Þess í stað er komið nafn þeirra sem klúðrað hafa umslögunum.

  Það er þumalputtaregla að ef þér þótti umslag flott í den þá var það umslag sem ég kom að.

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 23:52

19 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  engum á að standa á sama.  Þetta er stórmál.  Rétt skal vera rétt.  Það á við um alla hluti.  Þol ei órétt.

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 23:53

20 Smámynd: Siggi Lee Lewis

http://www.youtube.com/watch?v=4z1p3xgC0z4&feature=related Skál Jens! Fyrir hverju sem er!

Siggi Lee Lewis, 21.3.2009 kl. 23:56

21 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  þú átt að dýfa Kit-kat í viskí og úða rjóma úr spreybrúsa yfir.  Kransæðastífla er eitthvað sem maður les bara um í útlendum blöðum.  Hún kemur okkur ekkert við.

Jens Guð, 21.3.2009 kl. 23:56

22 Smámynd: Siggi Lee Lewis

En að dýfa rjóma í whisky og majones með bacon bragði?

Siggi Lee Lewis, 22.3.2009 kl. 00:02

23 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  Bloddshot Bill er tær snilld.  Mega flottur.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 00:04

24 Smámynd: Jens Guð

Að sjálfsögðu átti það að vera Bloodshot Bill.  Ég á eftir að finna þetta mæjónes með bacon-bragði.  En það hljómar vel.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 00:06

25 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ef þú vilt komast í stuð og fá þér snúning þá er þetta málið!!! http://www.youtube.com/watch?v=IhspeNIqzA0&feature=related

Siggi Lee Lewis, 22.3.2009 kl. 00:11

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í samhengi við þetta með réttindin á hönnuninni Jens, þá hefur nú aðeins verið í fréttum enn einn gangin, dæmið með niðurhal á músík og dómsmálið sem STEF vann gegn Torrent.is. Mér þykir það nú afskaplega kaldhæðnislegt ef þið hönnuðurnir og listmenntuðu kraftarnir skulið svo meðhöndlaðir meðan þessi réttindastríðsrekstur fyrir tónskáld og eigendur flutnings á sér stað og þá ekki hvað síst vegna þess að þeir síðarnefndu, eigendur flutnings, sem nær undantekningalaust eru jafnframt útgefendur, skuli vera ábyrgðarmenn fyrir þessari að mér sýnist vanvirðingu (varlega orðað) vera sjálfir að misnota annara verk!

Og einhver myndi segja að þetta væri ekki bara kaldhæðnislegt heldur líka ærið mótsagnakennt!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 00:16

27 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  ég kíki á þetta á eftir.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 00:44

28 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég játa að ég hef oft orðið spældur yfir meðhöndlun á endurútgáfum í CD á plötum sem ég afgreiddi glæsilega í gamla Lp-forminu.  Ekki síst vegna þess að ég tel mig vera með góð tök á viðfangsefninu.  Og hef margreynt að mín uppskrift virkaði.  Ég ætla að fáir grafískir hönnuðir hafi jafn góða þekkingu og ég á hvað virkar varðandi markaðssetningu á plötum,  bókum,  útihátíðum o.s.frv.  Á þeim árum sem ég vann við þetta margtrompaði ég björtustu væntingar þeirra sem hlut áttu að máli.  Ég vísa til dæmis til þess að platan  Dögun  með Bubba seldist í 24.300 eintökum.  Bækur Eðvarðs Ingólfssonar tröllriðu árum saman vinsældalistum.  Bindindismótið í Galtalæk varð fjölmennasta útimót um verslunarmannahelgi og þannig mætti áfram telja.

  Ég hef ekkert verið að velta mér upp úr seinni tíma endurútgáfum á Lp-plötum í CD þó leiðinlegt hafi verið að fylgjast með skilningsleysi þeirra sem búið hafa plöturnar í CD útgáfu.  Þá á ég við skilningsleysi á því hvernig pakkinn var hannaður.  Bara gaman að þessar plötur haldi áfram að seljast.  Framhlið umslaga hefur yfirleitt haldið sér en öðru verið klúðrað.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 01:00

29 Smámynd: Jens Guð

  Eyjó,  skekkjumörkin eru ekki mikil.  Ernst hannaði umslagið og ég vann með honum að því.  En Ernst á heiðurinn af hönnunni.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 01:01

30 Smámynd: Jens Guð

  Ég heyrði áðan á næturvakt rásar 2 að Snorri Sturluson var að gera athugasemd við þetta klúður í  Gettu betur.  Ég vil nota tækifærið og hæla Snorra fyrir skemmtilegar næturvaktir í gegnum tíðina.  Þar spilar hann iðulega lög sem annars heyrast sjaldan í útvarpi og lætur gjarnan áhugaverða fróðleiksmola fylgja með.  Jafnframt þykir mér gaman þegar hann íslenskar heiti erlendra laga.  Flottasta dæmið er þegar hann kallaði  No Woman, No Cry  með Bob Marley  Hættu að gráta hringaná.  Það var snilldarþýðing sem ástæða er til að halda á lofti.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 01:12

31 Smámynd: Jens Guð

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 01:26

32 identicon

Fannst þér ekkert  skítið að þessir krakkar, sem voru að svara þarna frá MH og Versló, vissu ekkert um þessa plötu eða hverjir gáfu hana út ?

JR (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:30

33 Smámynd: Jens Guð

  RÚV hlýtur að leiðrétta dæmið.  Athugasemd mína má ekki túlka sem eitthvað til að kasta rýrð á Davíð Þór Jónsson sem spurningahöfund.  Alls ekki.  Þvert á móti lýsi ég því yfir að hann sé frábær spurningahöfundur,  frábær húmoristi og frábær textahöfundur.  Svona dæmi koma upp í öllum spurningakeppnum.  Ég vil að hann haldi áfram að semja skemmtilegar og áhugaverðar spurningar fyrir  Gettu betur.  Ég er aðdáandi hans.  Og reyni alltaf að hlusta á hans ágæta framlag til  Orð skulu standa á rás 1.  Bara svo það sé á hreinu.  Ég vil ekki að þetta atvik komi Davíð Þór í koll á neinn hátt.  Ég vil að hann haldi áfram ótrauður að skemmta okkur á öldum ljósvakans og hvar sem er.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 02:34

34 Smámynd: Jens Guð

  JR,  ég er ekki með það á hreinu hverju liðin svöruðu.  Það var ekki spurt um útgefanda (sem var Steinar hf.).  Ég held að annað liðið hafi svarað rétt.  Er samt ekki alveg viss.  Á eftir að hlusta á endursýningu til að sannreyna það.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 02:38

35 identicon

þeir sem þekkja íslenska músík vita toppana: Hljóma - Trúbrot - Utangarðsmenn - Sykurmolar. Egó kom ekki til sögu fyrr en eftir að Utangarðsmenn breyttust í Bodies.  Þetta er ekki flókið.

Sveinn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:41

36 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

DAbbi er fínn já. En vil nú ekki alveg kvitta undir að UTANGARÐSMENN hafi breyst í Bodies, ekki alveg sveinki sæll!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 03:00

37 identicon

Skiptir engu. Bottomleiinið er hvað unga fólkið í dag er heimskt... allt búið að steikja á sér hausinn með hamborgurum, nintendo og ömurlegu uppeldi sem orsakast af Gervigóðæri

Eiríkur (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 03:19

38 identicon

Bodies urðu til á undan Utangarðsmönnum.  Bubbi var að gera "Ísbjarnarblús" þegar þeir í Bodies komu þar við sögu hægt og bítandi.  Það var bara í síðasta laginu,  "Jóni pönkara",  sem allir í Bodies voru með og Bubbi ákvað að kýla á að gera hljómsveit með þeim hinum.  Nokkur lög með Utangarðsmönnum voru einungis flutt af Bodies (án Bubba).  Þekktast þeirra laga var "We Are The Bodies".  Þegar egóið steig Bubba til höfuðs ráku þeir Bubba úr Utangarðsmönnum og héldu áfram sem Bodies og gáfu út eina plötu.

Sveinn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 03:31

39 Smámynd: Jens Guð

  Maggi og Sveinn,  ég er ekki alveg með það á hreinu hvernig Utangarðsmenn urðu til upp úr hljómsveit sem bræðurnir Mikki og Danny Pollock voru byrjaðir með áður en þeir stofnuðu Utangarðsmenn.  Ég er ekki viss um að hún hafi verið komin með nafn eða verið fullmótuð áður en Utangarðsmenn urðu til.  Ég held að nafnið The Bodies hafi orðið til þegar Utangarðsmenn sprungu. 

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 03:39

40 Smámynd: Jens Guð

  Eiríkur,  ég næ ekki þínum punkti og biðst velvirðingar á því.  Ég er ekki viss um að ungt fólk sé heimskara í dag en áður.  Þátttakendur í  Gettu betur  benda til að ungt fólk sé í góðu lagi.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 03:43

41 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jens: Þú ert agalegur í fyrirsagnaskrifum.  Ég hélt að einhver hefði verið myrtur!

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 10:17

42 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Skemmtileg lesning þetta. Las hana bara af því bróðir minn var í þessum umræddu hljómsveitum ,Bodies, Utangarðsmönnum og Egó. Mér finnst það engin furða að krakkarnir hafi ekki haft þetta ártal á hreinu fyrir mér er plata bara plata og segi eins og Ómar Ingi "hverjum er ekki sama"  Hitt er náttúrulega mesta skömm af spurningahöfundi, eins og Sverrir bendir á, að vita ekki hvar hreppsmörkin liggja í Kelduhverfi. Skyldi hann vita hvar Raufarhöfn er þessi "súperman". Maður spyr sig eins og maðurinn sagði. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.3.2009 kl. 13:13

43 identicon

Ja hérna.  Þvílíkt risavaxinn úlfaldi úr mýflugu!  Á ekki að fara að sækja snöruna?...

Malína (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 15:08

44 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í þessu tilfelli er náttúrulega ekki verið að ræða um neina venjulega plötu.  Þetta er tímamótaverk í tvennum skilningi eiginlega.

Í fyrsta lagi tónlistarlega og í annan stað samfélagslega.  Eftir þessa plötu var allt breytt.  Hið fyrra var horfið og ný veröld blasti við.

Fyrir og eftir Geislavirkir má eiginlega segja.

Krökkunum hlýtur að vera kennt þetta í mentastofnunum.  Hef enga trú á öðru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 15:17

45 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er sammála að ártöl skipta miklu máli í tónlistarsögunni. Því þetta er sagnfræði. Það er undarlegt með sumar endurútgáfur þegar upprunanlega ár útgáfunnar kemur ekki fram á umslagi heldur aðeins árið sem endurútgáfan er gerð. Ég er eins og Jens mjög meðvitaður um ártöl á plötum. Tengir verkið við tímann sem hún kom út.

Annars fannst mér fyndin ein þýðing á "No woman no cry" sem ég heyrði einhverntíman i útvarpi. "Engar gellur ekkert væl" 

Kristján Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 20:17

46 Smámynd: Jens Guð

  Jenný,  það munaði litlu að ég yrði myrtur undir þessum ósköpum.  Það varð mér til lífs að ég var að sötra bjór og þess vegna óvenju yfirvegaður og kærulaus þrátt fyrir vera illilega brugðið.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 23:29

47 Smámynd: Jens Guð

  Kolbrún,  af því að þú ert systir trommusnillingsins Magga Stefáns þá átt þú að vera meðvituð um að íslenska rokksagan skiptist í kaflana fyrir og eftir  Geislavirkir.  Þessi plata var vendipunktur í íslensku rokksögunni.

  Þar fyrir utan:  Takk fyrir síðast.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 23:33

48 Smámynd: Jens Guð

   Malína,  hér um stórmál að ræða.  Ef viðbrögð verða lítil þá hringi ég í lögguna.  Þetta er lögreglumál.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 23:35

49 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  mæl þú manna heilastur.  Ég veit ekki hvar menntastofnanir standa í þessu máli.  Á hverjum vetri fæ ég upphringingar frá námsmönnum sem eru að skrifa ritgerðir um þetta tímabil rokksögunnar.  Einnig fæ ég af og til upphringingar frá erlendum útvarpsstöðvum,  rokkblöðum og öðrum sem eru að fjalla um þetta tímabil.   

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 23:40

50 Smámynd: Jens Guð

  JR,  ég fletti þættinum upp á netinu og horfði aftur á hann.  Lið MH - sem sigraði - var með þetta á hreinu.  Verslingar hlusta hinsvegar bara á píkupopp:  Robbie Williams,  ABBA og annan viðbjóð í þeim dúr.  Þeir voru eins og fiskar á þurru landi.  Töldu Fræbbblana hafa sent frá sér plötuna.  Heyr á endemi.  Verslingar þekkja ekki heldur plötur Fræbbblanna.  Það er til of mikils mælst að Verslingar kynni sér myndbandið/DVD um pönkið og Fræbbblana.  Þar útlista ég þetta allt skýrt og skilmerkilega.

Jens Guð, 22.3.2009 kl. 23:47

51 Smámynd: Jens Guð

  Kiddi Rokk,  ártöl eru grundvöllur skilnings á rokksögunni.  Ekki síst þegar plötur á borð við  Geislavirkir  koma við sögu.  Plötur sem mörkuðu djúpu sporin og hafa þann sess að vera í afgerandi hlutverki þegar stikklað er á stóru.

  Mér þykir bráðfyndin íslenska þýðingin sem þú vísar til á  No Woman No Cry.  Til gamans má geta að umrætt lag er skráð á Vincent Ford.  Sá var/er krypplingur sem hýsti Bob Marley á meðan Bob var fátækur tónlistarmaður.  Bob svaf á eldhúsgólfi Fords í nokkra mánuði.  Eftir að Bob Marley sló í gegn og varð alþjóðleg súperstjarna samdi hann þetta magnaða lag og skráði á Ford til að sá síðarnefndi fengi fastar góðar tekjur til frambúðar.  Bob vissi að lagið yrði "klassískur" slagari og myndi tryggja Ford lífsviðurværi.  Flott og fallegt hjá Marley. 

Jens Guð, 23.3.2009 kl. 00:01

52 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

SÓ what þú vissir varla hver besti tónlistamaður Íslands var í fyrra......

Einar Bragi Bragason., 23.3.2009 kl. 00:15

53 Smámynd: Jens Guð

  Saxi minn kæri,  ég veit ekki ennþá hver var besti tónlistarmaður Íslands í fyrra.  Upplýstu nú gamla manninn um það. 

Jens Guð, 23.3.2009 kl. 00:41

54 identicon

Ég man vel eftir útkomu plötunnar þarna árið ´80, hafði keypt Ísbjarnarblús nokkrum mánuðum áður og orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með hana því hún hljómaði ekki eins og hljómleikarnir sem ég og Halli frændi fórum saman á í Kópavogsbíói. Þar spilurðu Utangarðsmenn Jón Pönkarara, Færeyjablús, ísbjarnarblús og fleiri lög bæði rokkuð og pönkuð með attitudi. Þar heillaðist ég af þessu nýja sándi. ísbjarnarblús náði ekki nema hálfa leið en Geislavirkir alla leið inn í toppperuna. Og var spiluð 2-3 sinnum á dag í margar vikur á eftir og er sett á fóninn öðruhvoru nærri 30 árum síðar. Ein magnaðasta plata Íslandsögunnar - ásamt handfylli annara líka. Þarna varð Bubbi að rokkfyrirbærinu Bubbi.

Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 01:03

55 identicon

Mér finnst þetta skrýtið af Davíð Þór, sér í lagi þar sem hann er yfirlýstur aðdáandi Bubba.

En mig langar að spyrja þar sem ég hef ekki aðgang að plötusafni mínu í augnablikinu, ert þú maðurinn á bakvið plötuumslag Blús fyrir Rikka sem kom út árið 1986?

Annars væri það óskandi að þú tækir aftur upp á þeirri iðju þinni að hanna plötuumslag fyrir herra Morthens. Hans síðustu sólóplötur, Sól að morgni, 1000 kossa nótt, Tvíburinn og Fjórir naglar, áttu það allar sameiginlegt að vera í afar óspennandi umslögum.  Annað átti við um Ást og ...í sex skrefa fjarlægð frá paradís voru í mögnuðum umbúðum enda seldust þær plötur frábærlega (þó innihaldið hafi jú líka verið afburðagott).

Sverrir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 05:47

56 identicon

Og ef þú ert í sögustuðu þá væri nú gaman að vita aðeins hverju þú varst að reyna að ná fram með plötuumslaginu við Dögun sem að margra mati er besta plata sem gefin hefur verið út á íslensku.

Sverrir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 06:40

57 identicon

Meðan "Heitar umræður" eru á þessu stigi, missir maður ekki af miklu.

Gísli (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:50

58 identicon

Já, það veitti ekki af að þú tækir aftur að þér umslögin fyrir Bubba, þvílík hörmung sem þau hafa verið frá því upp úr '90. Kannski veitti ekki af allsherjar yfirhalningu á ímynd Bubba.

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:53

59 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nú ég er að meina þegar að sá besti dó........Árni Scheving

Einar Bragi Bragason., 23.3.2009 kl. 12:53

60 Smámynd: Sverrir Einarsson

Íslenskan á ekki séns
yfir aldamótin.

svo vantar mig rest.

Góðar stundir.

Sverrir Einarsson, 23.3.2009 kl. 13:35

61 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm, erfitt að aðstoða SVerri, fyrriparturinn ekki alveg eftir settum bragfræðireglum, ofstuðlaður.("yfir aldamótin" einum of) Bara vinsamleg ábending.

En Saxi vinur vor dálítið ósanngjarn hérna, því þótt Árni Scheving hafi sannarlega verið merkilegur músíkant til áratuga, þá var hann ekki "Bestur" til eða frá frekar en nokkur annar.Annars mikil gleði að lesa hér yfir, en Kollan má nei ekki gera lítið úr því að hennar litli bróðir spilaði á þessari vissulega miklu tímamótaplötu!En tek líka undir að menn mega heldur ekki klikka á staðreyndum um landið okkar fagra!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 17:40

62 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jens. Ég man vel og veit að Geislavirkir þótti tímamót en ég er umburðarlyndið holdi klætt  og var nú að henda gaman að því að mér finnst stundum að menn séu of nákvæmir og þá á stundum á kostnað aðalatriðanna. Platan er frábær hvenær sem hún var gefin út og Kelduhverfi og Öxarfjörður fegurstu staðir án þess að minn viti að hreppamörk liggi við Jökulsá á Fjöllum.  Sammála því að bróðir minn er snillingur enda byrjaður að berja húðir (eldhúskoll) með kjuðum við undirleik systra sinna og föður ca 4-5 ára og er enn að. Mér finnst ég þekkja ásláttinn hans, sem hlýtur að vera vitleysa. Trommur eru bara trommur. Dettur þér í hug að ég segi takk fyrir síðast eftir þessa myndbirtingu þína.. ég er alveg eins og mamma mín á henni. hahaha jú bara að grínast. Er með púka á öxlinni núna hahah.kveðja Kolla ps. alltaf svo málefnalegur hann Magnús kv.ks.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.3.2009 kl. 20:07

63 Smámynd: Jens Guð

  Villi,  ég kannast við fleiri sem hafa nákvæmlega sömu sögu að segja af upplifun sinni af atburðarrás.  Sjálfur fékk ég öðruvísi nálgun.  Ég var búinn að sjá Bubba á hljómleikum sem vísnasöngvara.  Bæði í Glæsibæ (þar sem hann hljóp í skarð fyrir Megas er forfallaðist á síðustu stundu vegna ölvunar) og í Háskólabíói þar sem hann spilaði með hljómsveit.  Ég man í augnablikinu ekki nafn hennar en Tolli,  bróðir hans,  söng.  Tolli var á þessum tíma skólabróðir minn í MHÍ og mér skildist á honum að Bubbi væri að gera vísnaplötu.  Svavar Gests sagði mér sömuleiðis frá því að Bubbi væri að hljóðrita vísna- og blúsplötu í hljóðveri sínu. 

  Utangarðsmenn spiluðu á mörgum hljómleikum frá mars og þangað til Ísbjarnarblús kom út 17.  júní.  Engu að síður reiknaði ég með að platan yrði vísnasöngvar frekar en rokkplata.  Miðað við það sem ég hafði heyrt um hana.  Þess vegna kom mér skemmtilega á óvart hvað platan var rokkuð. 

  Nokkru eftir útkomu  Ísbjarnarblús  heimsótti mig hollensk kona sem var að skrifa blaðagrein um íslensku pönkbylgjuna.  Hún bað mig um að spila fyrir sig  Ísbjarnarblús.  Og skildi ekki upp né niður hvernig þessi plata gæti verið innlegg og jafnvel allt að því upphaf á íslensku pönkbylgjunni.  Ég reyndi að útskýra fyrir henni dæmið en hún sagðist samt ekki átta sig á hvernig hægt væri að opna pönkbylgju með svona plötu.  Þetta var áður en   Geislavirkir  kom út.  Konan hefði auðveldar skilið atburðarrás ef ég hefði spilað fyrir hana þá plötu.

Jens Guð, 23.3.2009 kl. 23:20

64 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  ég er sannfærður um að Davíð Þór hafi einfaldlega í fljótfærni ruglað saman  Breyttir tímar  og Geislavirkir.  Ég er viss um að hann þekkir feril Bubba betur en kom fram í spurningunni.  Þarna hefur verið um fljótfærnismistök verið að ræða.

  Það er rétt hjá þér að ég hannaði umslag plötunnar  Blús fyrir Rikka.  Í þeirri hönnun nýtti ég mér form vinylplötunnar og lét forsíðumyndina ná yfir bakhliðina líka.  Ég er ekki með CD-útgáfuna við hendina og man ekki hvernig dæmið var síðar afgreitt þar af öðrum en mér. 

  Ég hætti að vinna sem grafískur hönnuður fyrir 15 árum eða svo.  Hef samt komið að nokkrum góðum plötuumslögum síðar sem ráðgjafi án þess að vera skráður hönnuður.  Enda hef ég ekki verið hönnuður þeirra umslaga heldur verið skráður inn á "Þakkir til... lista" á þeim plötum.  Flestum reyndar erlendum.  Aðallega færeyskum. 

Jens Guð, 23.3.2009 kl. 23:31

65 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  ég er í sögustuði.  Þegar ég hannaði umslag plötunnar  Dögun  hafði ég áður lent í smá deilum vegna umslags plötu Das Kapital.  Mér þótti óheppilegt að hafa á forsíðu mynd af beinagrindum með hermannahjálma.  Taldi það fæla frá gamlar frænkur sem gefa plötur til jólagjafa.  Deilan var öll á ljúfum nótum og mér tókst að ná því fram að milda áhrif myndarinnar með annarri mynd af stúlku með bleikt blóm, gylltu gotnesku letri og bleikum plötumiða með gylltu letri.  En mér tókst ekki að sporna gegn því að myndin af beinagrindum væri notuð. 

  Fyrir bragðið varð að samkomulagi að ég yrði ekki skráður hönnuður umslags heldur yrði nafn mitt á listanum "Þakkir til...".  Ég fullyrti að platan með þessu umslagi næði ekki inn á gjafalista og myndi "aðeins" seljast í 4000 eintökum.

  Það gekk eftir.  Þegar það lá fyrir fullyrti ég að ef ég fengi að vera alráður um umslag  Dögunar  gæti ég ábyrgst sölu upp á 15000 eintök lágmark.  Með því að sjá um markaðssetninguna frá A-Ö einnig. 

  Ég hannaði umslag  Dögunar  eins og konfektkassa.  Reyndi að laða fram þá sterkustu gjafaímynd sem til væri án þess að skaða ímynd Bubba.  Ég teiknaði letur - upp úr leturgerðum sem þegar voru til - og setti svarta borða fyrir ofan og neðan mjúka ljósmynd af Bubba.  Letrið hafði ég gyllt og upphleypt.  Platan seldist í 23400 eintökum.  Við markaðssetningu á plötunni beitti ég sömuleiðis smá klækjum varðandi hvernig tiltekin lög plötunnar voru afgreidd til útvarpsstöðva áður en platan kom út,  myndböndum sem var deilt út samkvæmt samningum við Stöð 2 og RÚV,  hvernig kerfisbundið var staðið að því að matreiða á vinsældalista eitt lag af plötunni á eftir öðru án þess að þau færu í samkeppni hvert við annað til samræmis við hvernig staðið var að vinsældalistum útvarpsstöðva á þeim tíma og svo framvegis.

Jens Guð, 23.3.2009 kl. 23:58

66 Smámynd: Jens Guð

  Gísli,  þú missir af miklu ef þessi umræða fer framhjá þér.  Við erum að tala um plötu sem hafði jafn mikil áhrif á sögu íslenskrar rokksögu og "Sgt.  Peppers...." með Bítlunum 1967.  Eða meiri.

Jens Guð, 24.3.2009 kl. 00:02

67 Smámynd: Jens Guð

  Saxi,  bestu þakkir fyrir upplýsingar um að Árni Scheving hafi verið besti tónlistamaður Íslands í fyrra.  Ég punkta það hjá mér og klikka ekki á því í sagnfræðilegu samhengi seinni tíma.  Á tímabili óttaðist ég að þú ætlaðir að vísa til Stjórnarinnar.  Hjúkk. Það slapp fyrir horn.

Jens Guð, 24.3.2009 kl. 00:08

68 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  ég er ekki alveg sáttur við þennan fyrripart.  Seinni línan er ofstuðluð.  Mér dettur samt í hug að nafnið Jens getur rímað á móti séns.  Ég læt þetta í hendur á Steina Briem.

Jens Guð, 24.3.2009 kl. 00:11

69 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég tek undir að Kolbrún má ekki skauta léttilega yfir að bróðir hennar lék stórt hlutverk í rokkbyltingunni.  Bæði sem trommari Utangarðsmanna og Egós.  Einnig trommaði hann með Fræbbblunum í Rokki í Reykjavík.  Frábær náungi þar fyrir utan. 

Jens Guð, 24.3.2009 kl. 00:16

70 Smámynd: Jens Guð

  Sæl Kolla,  ef þér svipar til mömmu þinnar á myndinni sem ég birti frá Landsþinginu verð ég að segja:  Mikið helvíti sem mamma ykkar Magga er glæsileg!

  Trommur eru ekki bara trommur.  Maggi bar af sem hljóðfæraleikari Utangarðsmanna og Egós.  Setti mjög sterkan svip á plötur þessara hljómsveita með sinni kraftmiklu næmni fyrir áherslum í framvindu laga og liprum "breikum".  Stundum þótti mér á hljómleikum sem hann jaðraði við að ofgera í stjörnuleik en á plötum var hann alltaf innan marka og frábær trommari.

Jens Guð, 24.3.2009 kl. 00:28

71 identicon

Takk fyrir þennan fróðleik allan. Virkilega gaman að vita aðeins meira um þessa hluti.

Sverrir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 01:01

72 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auman Kolla átti séns,
í ofursexí Guðinn Jens,
laglega á kjuðanum lens,
en loks fór á hann í Benz.

Þorsteinn Briem, 24.3.2009 kl. 01:07

73 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Fyrirsögnin ber umræðuna ofurliði.  Ég finn ekki klúðrið. Spurt var um hljómsveit og platan nefnd. 

Gísli Ásgeirsson, 24.3.2009 kl. 08:14

74 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  gjörðu svo vel.

  Steini,  takk fyrir vísuna.

Jens Guð, 24.3.2009 kl. 22:41

75 Smámynd: Jens Guð

  Gísli,  þetta er ekki eins léttvægt og þú skrifar það.  Við erum ekki að tala um einhverja plötu með einhverri hljómsveit.  Við erum að tala um plötu sem stokkaði upp öll viðmið í íslenskri rokkmúsík.  Engin plata hefur haft jafn mikil áhrif.  Það hafði fátt sem ekkert spennandi verið í gangi í íslenskri rokkmúsík allan seinni hluta áttunda áratugarins.

  Þá skyndilega kom þessi plata inn á markaðinn 1980 eins og sprengja.  Nýr íslenskur (gúanó)hljómur sem skírskotaði til breska og bandaríska pönksins.  Ný stemmning,  textar á íslensku sem fjölluðu um íslenskan veruleika,  ólgandi kraftur,  orka og ástríða og gredda. 

  Utangarðsmenn fóru eins og stormsveipur um landið.  Spiluðu á næstum 300 (mig minnir 282) hljómleikum á því rúmlega ári sem hljómsveitin starfaði.  Hreyf með sér ótal aðrar rokksveitir og dreif þær upp á svið. 

  Eftir að hafa hálf áhugalaus farið kannski einu sinni á ári á rokkhljómleika árin á undan var allt í einu ekki hægt að sleppa 2 - 3 spennandi rokkhljómleikum í hverri viku þar sem margar hljómsveitir spiluðu.  Það spruttu upp svo margar nýjar pönkaðar hljómsveitir að þær bókuðust alltaf margar saman með hverja hljómleika. 

  Þessi nýja pönkaða rokkhreyfing valtaði yfir allt sem fyrir var og yfirtók markaðinn.  Fyrst var hún kölluð Bubba-byltingin en síðar var farið að kenna hana við  Rokk í Reykjavík,  samnefnda heimildarmynd um fyrirbærið.

  Hljómsveitirnar dældu út plötum og kassettum og maður hafði varla við að meðtaka allt sem var í boði.  Svavar heitinn Gests hélt því fram í tímaritsgrein að þetta væri stærsta bylgjan í sögu íslenskrar dægurlagatónlistar.  Samt hafði Svavar verið beinn þátttakandi á vettvangi þegar rokkið kom til sögunnar á sjötta áratugnum.  Hann var aftur með puttana á púlsinum þegar bítlaæðið skall á á sjöunda áratugnum.  Gaf meðal annars út plötur Hljóma,  Dáta og fleiri bítlahljómsveita.

  Svavar var orðinn fullorðinn maður þegar Bubba-byltingin hófst.  Hann sótti ekki rokkhljómleika og fylgdist bara með úr fjarlægð.  Samt fór stærð og virkni nýju pönkuðu rokkhreyfingarinnar ekki meira framhjá honum en svo að hann viðurkenndi réttilega að hún væri mesta rokkbylting Íslands.

  Sjálfur brást ég við þessari öflugu hreyfingu með því að opna - ásamt Sævari Sverrissyni - plötubúðina Stuð.  Þar seldum við einungis plötur með þessum nýju íslensku pönkuðu hljómsveitum og erlendar pönkplötur.  Við seldum engar poppplötur í Stuð-búðinni eða plötur af öðru tagi.  En við seldum barmnælur sem hljómsveitirnar létu framleiða,  T-boli og fleira dót frá hljómsveitunum.  Á föstudögum buðum við upp á pönkhljómleika í búðinni.

  Það var aðdragandi að þessari bylgju en stóri upphafspunkturinn var platan  Geislavirkir sem kom út 1980.  Ártalið skiptir miklu máli.  Jafn miklu máli og hvaða ár rokkið byrjaði,  hvenær Presley sló í gegn og hvenær bítlaæðið hófst.

  Saga rokksins er vörðuð nokkrum stórviðburðum.  Ártöl vega þungt í skilningi á samtímaviðburðum og því sem á eftir kemur.

Jens Guð, 24.3.2009 kl. 23:21

76 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mjög skemmtielegt spjall og sýnir bestu hliðar bloggsins. Svo skemmir ekki fyrir að fraukan skarpa og Maggasystirin Kolla, skuli koma í heimsókn líka og klæða athugasendakerfið þitt FEGURÐ Jens!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 00:24

77 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég tek undir það að þessi umræða er búin að laða fram bestu hliðar bloggsins:  Í fullri vinsemd og æsingarlaust hafa þátttakendur velt fyrir sér umræðuefninu skipst á skoðunum.  Með tilheyrandi fróðleiksmolum.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 00:48

78 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he Stjórnin var miklu betra band en margt af því drasli sem þú dásamar

Einar Bragi Bragason., 25.3.2009 kl. 00:49

79 Smámynd: Jens Guð

  Saxi minn kæri enn og aftur:  Til hamingju með að hafa fengið 3 störnur af 5 fyrir plötuna í fyrra og verið þar með skilgreindur í flokk meðalmennskunnar.  Það er uppsveifla/upphefð frá því að hafa verið í Stjórninni. 

  Málið er að margar hljómsveitir sem út frá ofmetinni fagmennsku höfðu miklu meira spennandi fram að færa á sínum tíma en viðbjóðurinn Stjórnin.  Ein versta hljómsveit Íslandsögunnar.

  Til gamans:  Á Landsþingi Frjálslynda flokksins um þarsíðustu helgi sat ég til borðs með tónlistarmönnum frá Ísafirði.  Þeir fóru að tala um hvað tónlistarkennarar væru yfirleitt lélegir músíkantar.  Ég blandaði mér ekkert í það spjall.  Hlustaði bara.  Niðurstaða þeirra var að tónlistarkennarar væru yfirleitt uppblásnir af ofmati á eigin getu en óhæfir utan skólans.  Þá varð mér hugsað til þín,  minn kæri.    

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 01:43

80 identicon

  Ártöl leika lykilhlutverk í sögu rokksins.  Það vita allir sem hafa áhuga á rokksögunni.

Þór (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:57

81 identicon

Sæll

Vegna þess að ég veit hversu áhugasamur þú ert um poppsöguna þá langar mig að koma því á framfæri að tónleikaupptakan sem "fannst" - fannst ekki í Svíþjóð. Ég átti þessa kassettu (og á hana enn - Danny er bara ekki búin að skila henni) Sagði honum frá henni heinhverntíman og svo hitt ég hann á Baronstíg og var með kassetuna í vasanum og rétti honum og sagði að hann þyrfti að heyra þetta. Fékk hana aldrei til baka og frétti ekki fyrr en löngu seinna að þetta hefði verið gefið út og þegar ég innti Danna eftir þessu þá mundi hann ekki hver það var sem hafði látið hann fá teipið. Hann á hinsvegar eftir að láta mig fá óklifta útgáfu af upptökunni vegna þess að Bubbi er áhugaverður í spjallinu á milli laga ha ha ha ha

Finnbogi

Finnbogi (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:08

82 Smámynd: Jens Guð

  Þór,  án ártala væri þetta ekki saga íslenskrar rokkmúsíkur.

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:37

83 Smámynd: Jens Guð

  Finnbogi,  kærar þakkir fyrir þessa merkilegu upplýsingar.  Og bestu þakkir fyrir að leiðrétta mig.  Mér var sagt að upptakan hafi fundist í Svíþjóð.  Kannski tók ég rangt eftir vegna þess að upptakan er frá hljómleikum í Svíþjóð. 

  Ég verð að hrósa fyrir hvað vel hefur tekist til að koma þokkalegu hreinu "sándi" yfir á geisladisk miðað við að upptakan sé tekin af kassettu.  Þú hlýtur að hafa verið með DAT kassettu því það er ekki gamla kassettu "sándið" á plötunni.

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.