100 bestu plötur Íslandssögunnar

  Í dag var hringt í mig frá Senu og ég beðinn um að taka sæti í dómnefnd sem velur 100 bestu plötur Íslandssögunnar.  Félag íslenskra tónlistarmanna,  rás 2 og Tónlist.is standa að þessu ágæta framtaki.  Á www.tonlist.is/100bestu má sjá lista yfir þær plötur sem þegar hafa verið tilnefndar og þar er óskað eftir tillögum um plötur sem mönnum þykir vanta á listann.

  Til gamans má geta að 1983 stóð ég fyrir könnun um bestu íslensku plöturnar og birti í Poppbókinni.  Niðurstaðan varð þessi:

1.  Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk þjóðanna

2.  Ísbjarnarblús - Bubbi

3.  Sumar á Sýrlandi - Stuðmenn

4.  Lifun - Trúbrot

5.  Fingraför - Bubbi

6.  Plágan - Bubbi

7.  Geilsavirkir - Utangarðsmenn

8.  As Above - Þeyr

9.  Sturla - Þeyr

10. Mjötviður mær - Þeyr

11. Gæti eins verið - Þursaflokkurinn

12. Breyttir tímar - Egó

13. Rokk í Reykjavík - Ýmsir

14. Drög að sjálfsmorði - Megas

15. Iður til fóta - Þeyr

  18 árum síðar endurtók Dr. Gunni leikinn og birti í bókinni frábæru  Eru ekki allir í stuði?.  Þar var ég að sjálfsögðu í dómnefnd svo öllu sé til haga haldið.  Dr.  Gunni kallaði listann "Plötur aldarinnar".  Niðurstaðan varð:

1.  Ágætis byrjun - Sigur Rós

2.  Debut - Björk

3.  Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk þjóðanna

4.  Sumar á Sýrlandi - Stuðmenn

5.  Lifun - Trúbrot

6.  Ísbjarnarblús - Bubbi

7.  Geislavirkir - Utangarðsmenn

8.  Með allt á hreinu - Stuðmenn og Grýlurnar

9.  Kona - Bubbi

10. Life´s too too Good - Sykurmolarnir

11. Sturla - Spilverk þjóðanna

12. Hinn íslenski þursaflokkur - Þursaflokkurinn

13. Gling gló - Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar

14. Lengi lifi - Ham

15. Homogenic - Björk

  Athygli vekur að 5 af þeim plötum (feitletraðar) sem voru í efstu sætum Poppbókarinnar héldu sætum frá #3 - #7 þessum 18 árum síðar.  Kíkið á ofangreinda netslóð og takið þátt með því að tilnefna plötur sem ykkur þykir vanta á listann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er ekki í lagi með fólk...til hvers ert þú beðinn um þetta....hefði skilið ef að þetta væri um brúnkusprey eða skrautskrift....en tónlist NEIIIIIIIIIIII

Þarna vantar til dæmis Himinn og Jörð Gunnar Þórðarson.....plata með lögum eins og Þitt fyrsta bros og Vetrarsól hlýtur að vera ein af betri plötum íslands.....

Einar Bragi Bragason., 25.3.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Brunaliðið og Laddi gerðu ágætis plötur í gamla daga, og Ríó Tríó. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2009 kl. 01:20

3 Smámynd: Jens Guð

  Saxi minn kæri,  það er alltaf leitað til mín þegar verið er að velja bestu plötur;  hvort sem er Íslandssögunnar eða í áramótauppgjörum fjölmiðla.  Þetta er regla.  Forsendurnar eru þær að ég hef yfirsýn (fylgist þokkalega vel með,  hlusta á flestar útgefnar íslenskar plötur.  Fæ árlega sendar um 100 nýútgáfur og hlusta á margar fleiri) og auðvelt með að greina hismi frá kjarna.  Þó ég sé öfgafullur pönkari þá hef ég jafnframt umburðarlyndi gagnvart plötum sem falla ekki að mínum músíksmekk.  Get alveg sett þær í samhengi við þá deild sem þær tilheyra.  Ég á auðvelt að víkja frá mínum öfgafulla pönkmúsíksmekk þegar á reynir og setja plötur í samhengi við stöðu sína óháð mínum músíksmekk.

  Dæmi:  Mér leiðist fjúson en fer létt með að gera greinarmun á góðum og vondum fjúson plötum.  Og get sett fjúson plötu á lista út frá þeim forsendum án þess að viðkomandi plata sé mér að skapi vegna músíkstílsins.

  Himinn og jörð:  Settu hana endilega á listann.  Ég ber mikla virðingu fyrir Gannari Þórðarsyni,  sem tónlistarmanni,  persónu og sitthvað sem hann hefur staðið fyrir í sögu rokksins.  Ég get samt lofað þér því að þessi plata mun ekki lenda í efstu sætum yfir bestu plötur Íslandssögunnar.  Hún á ekki heima í toppsætum.  Ég er bara 1 atkvæði af mörgum og mun setja aðrar plötur með Gunnari Þórðarsyni á minn lista.  Til að mynda Lifun.

  Ef þú ætlar Himinn og jörð toppsæti á lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar ertu einungis að afhjúpa þig sem óhæfan í umræðuna.  Þú ert það reyndar hvort sem er.  Þrátt fyrir 3ja stjörnu - af 5 - sólóplötu þína í fyrra.  Meðalmennsku poppari með vonda fortíð í Stjórninni.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 01:25

4 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  nú ert þú komin í grínið.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 01:27

5 identicon

Hér mætast stálin stinn.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:51

6 identicon

Algjörlega sammála þér Jenni varðandi vafasama fortíð Saxa í tónlist, slæma nútíð (hljómsv. Von) og enn verri framtíð í tónlistinni, gera hann óviðræðuhæfan um tónlist.

viðar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 08:40

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þetta er auðvitað jafnskemmtileg vitleysa og þegar verið er t.d. að kjósa kynþokkafyllsta karlmann landsins eða verst klæddu konuna. Ekkert af þessu þjónar neinum tilgangi nema kannski þeim að kitla um stund hégómagirnd þeirra sem valdir eru og hugsanlega einnig þeirra sem að valinu standa.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 25.3.2009 kl. 11:08

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enga fyrir austan von,
á EiNaR Bragi BragasON,
lítill hann þar lon og don,
lendir í skítnum ENRON.

Þorsteinn Briem, 25.3.2009 kl. 11:27

9 Smámynd: Magnús Axelsson

Ekki botna ég í hví alltaf er verið að fá sömu popp spekúlantana til að útnefna sömu plöturnar aftur og aftur. það segir sig sjálft að listinn verður keimlíkur hinum listunum sem settir voru saman í nákvæmlega sama tilgangi.

nær væri að gera átak í því að draga fram í dagsljósið perlur sem fáir þekkja, og leyfa litlu böndunum að njóta sín aðeins. fínar plötur sem aldrei hafa fengið spilun og fá aldrei spilun, og sem enginn þekkir þarafleiðandi, Fallegir Ósigrar með Andhéra, Eins og ég var Motta með Bag of Joys, Ástæðan Fundin með Soðinni Fiðlu, Daisy Hill Puppy Farm, Texas Jesús, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni, Snarl og Strump spólurnar, ennþá minna þekktar sveitir sem engu að síður er til upptekið efni með, Wapp, Rosebud, INRI, dæmin eru endalaus og ekkert af þessu þekkist því annað hvort var það ekki bakkað upp af auglýsingaherferð eða það passaði ekki í playlista útvarpstöðva.

Hver nennir eiginlega enn að pæla í því hvort að Björk eða Sigurrós eigi bestu plötu íslandsssögunnar? Nær væri að gera lista yfir bestu plöturnar sem enginn þekkir.

Urrr

Magnús Axelsson, 25.3.2009 kl. 11:33

10 Smámynd: Magnús Axelsson

Þess má svo geta að síðan sem þú linkar á þarna hjá RÚV virðist ekki vera til lengur.

Popp spekúlöntum má svo benda á stórsniðuga fyrirlestraröð hjá Nýlistasafninu, Sýna og Sjá:

http://nylo.is/index.php?option=content&task=view&id=630&Itemid=293

Magnús Axelsson, 25.3.2009 kl. 11:37

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki það að ég sé hrifinn af svona listum þannig séð, en samt á Múgsefjun fyllilega heima á þeim. Ofarlega.

Eins og Ben. Ax. segir hér að ofan - "Ekkert af þessu þjónar neinum tilgangi nema kannski þeim að kitla um stund hégómagirnd þeirra sem valdir eru og hugsanlega einnig þeirra sem að valinu standa". Reyndar á það vel við því við músíkantar erum yfirleitt hégómafullt fólk. Gagnrýnendur líka, nema stundum sínu verri.

Ingvar Valgeirsson, 25.3.2009 kl. 13:07

12 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  ójá.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 13:13

13 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  þú orðar þetta betur en ég.  Það segir heilmikið um óhæfi í umræðu um góða og vonda músík þegar menn eru farnir að spila með Von og hampa  Fjólublátt ljós við barinn  sem því besta sem gert hefur verið í plötuútgáfu á Íslandi.  Þegar við bætist fortíð í Stjórninni blasir staðan við.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 13:19

14 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég tilnefndi plötuna Balapopp með hljómsveitinni Melchior.

Elías Halldór Ágústsson, 25.3.2009 kl. 13:21

15 Smámynd: Jens Guð

  Ben. Ax.,  þetta er saklaus samkvæmisleikur.  Svona leikur og aðrir álíka njóta mikilla vinsælda meðal almennings um allan heim.  Á ársgrundvelli eru það jafnan söluhæstu tölublöð hvers músíktímarits þegar þar er birt niðurstaða í vali á bestu plötum,  bestu hljómsveitum,  bestu hljóðfæraleikurum,  bestu hljómleikum og svo framvegis.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 13:24

16 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  þessi er frábær!  Hehehe!

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 13:25

17 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  það er ónákvæmni og töluvert yfirdregið að segja sömu poppspekúlanta vera aftur og aftur fengna til að útnefna sömu plötur aftur og aftur.  Við erum að tala um 3 lista á 26 ára tímabili.  Mig minnir að 3 af 25 í dómnefndinni hjá mér hafi einnig verið í dómnefndinni hjá Dr.  Gunna.  Sjálfur tók ég ekki þátt í valinu sem ég stóð fyrir.

  Ég veit ekki hverjir eru í dómnefndinni núna.  Á hinn bóginn ríkir spenna um að vita hvaða plötur útgefnar á síðustu 8 árum riðla efstu sætum listans í ár.

  Val á 100 bestu plötunum kemur ekki á neinn hátt í veg fyrir að einhver hrindi úr vör vali á bestu óþekktu plötunum.  Alls ekki.  Þvert á móti virðist sem val á 100 bestu plötunum hafi þarna kveikt góða hugmynd og kannski orðið til þess að þú - eða einhver annar - drífir í að framkvæma marktækt val á 100 bestu óþekktu plötunum. 

  Ég sé reyndar smá vandkvæði á;  plötur sem hafa selst í 50 - 100 eintökum hafa eðlilega ekki komið fyrir margra eyru.  En um að gera að láta reyna á þetta.  Svo undarlega vill til að ég á plötur með 4 af 5 fyrstu hljómsveitunum sem þú telur upp.

  Takk fyrir linkinn.  Linkurinn sem ég gef upp í færslunni virkar alveg.  Hann hefur kannski legið niður um stund vegna gífurlega mikils álags.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 13:47

18 Smámynd: Jens Guð

  Ingvar,  það er ónákvæmni að tala um músíkanta annarsvegar og gagnrýnendur hinsvegar.  Margir gagnrýnendur eru jafnframt músíkantar.  Um helmingur þeirra er var í dómnefndinni sem valdi bestu plöturnar fyrir Poppbókina voru starfandi músíkantar.  Þar af voru nokkrir þeirra starfandi plötugagnrýnendur.

  Það var enginn merkjanlegur munur á listum þeirra sem störfuðu sem músíkantar og unnu sem plötugagnrýnendur annarsvegar og hinsvegar þeirra músíkanta sem ekki voru plötugagnrýnendur né heldur þeirra tónlistaráhugamanna sem aldrei höfðu starfað sem músíkantar.

  Sama má sjá í árlegum áramótauppgjörum dagblaðanna.  

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 14:04

19 Smámynd: Jens Guð

  Elías,  flott hjá þér.  Melchior gerði margt áhugavert en vill stundum gleymast í umræðunni.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 14:06

20 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er einn besti brandari fyrr eða síðar og gleðst ég yfir mikið yfir honum þú ekki með fordóma ha ha ha og þetta Ef þú ætlar Himinn og jörð toppsæti á lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar ertu einungis að afhjúpa þig sem óhæfan í umræðuna. Þú ert það reyndar hvort sem er. Þrátt fyrir 3ja stjörnu - af 5 - sólóplötu þína í fyrra. Meðalmennsku poppari með vonda fortíð í Stjórninni.

Ó hæfur nei veit og skil meira í músik en þú munt nokkru sinni gera...Meðalmennsku poppari nei varla ekki miðað við allar þær plötur sem ég hef spilað inn á.......Vond fortíð í Stjórninni ...nei það var bara fínt......Tónlist er nefnilega ein og matur stundum vill maður steik og stundum poppkorn......einhver skaut inn Von ég er ekki persónulega í því bandi en hef spilað með þeim strákunum sem eru fínir Ballrokkarar...ég sjálfur er aftur á móti að gera aðra hluti sjálfur

Jens það er munur á því að vita hvað stendur á coverum og á tónlist sjáfri....he he he

Einar Bragi Bragason., 25.3.2009 kl. 14:46

21 identicon

Sæll , vildi sjá Kammerorghesta á þessum lista ´veit reyndar ekki hvað þeir gáfu út margar plötur en ég á eina með þeim sem heitir.. Bísar í bana stuði ..sem ég tilnefni,, um að gera að hlusta og fá sér góðan smók á eftir...

Res (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:07

22 Smámynd: Ómar Ingi

Nú færð þú líka að taka þátt !!

Ómar Ingi, 25.3.2009 kl. 18:02

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf jafn skemmtilegir og innilegir í samskiptum, vinir mínir Jens og Saxi! Hvar væri maður eiginlega án þeirra spyr ég bara? Eins og Jens hef ég tekið ótal sinnum þátt í svona "Listagleði" m.a. fyrir Gunnar Lárus á sínum ´tima auk þess að finna líka fyrir hann góða krafta í valið. En er fyrir löngu hættur því og hef ekki verið beðin lengi sem betur fer. ÉG líka löngu hættur að vilja tala um "Best" til eða frá, ekki hægt, en sem dæmi um plötur sem rötuðu á listan minn hjá Doktornum má nefna Lof mér að falla að þínu eyra með Maus, ein allraheilsteyptasta vil ég segja plata tíunda áratug tuttugustu aldar hvað varðar samtvinningu grípandi laglína og kraftrokks og Uppteknir með Pelican, sem í bland við erlendar sveitir á borð við Uriah Heep, Deep Purple og Black Sabbath m.a. áttu sinn stóra þátt í að móta mig sem rokkáhugamann. Plata Óðmanna mætti líka nefna, en þar inn á ég líka tengsl svo það val ekki alveg venjulegt!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 19:45

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Megas og nýdönsk: Drög að upprisu Megas: Millilending. Lít svolítið á Millilendingu sem tímamótaverk

hilmar jónsson, 25.3.2009 kl. 20:14

25 identicon

Ekki fara nú alltaf saman magn og gæði það ætti Saxi nú að hafa í huga. Þetta er ekki ósvipað því er hrossaræktendur eru að nota þekkta graðhesta til undaneldis. Margt afhvæmið er slegið af enda handónýtt dót, svipað og má heyra á sumum afurðunum sem Saxi hefur lagt nafn sitt við. Mætti hann að ósekju vera kröfuharðari á það efni sem hann fær að föndra við, ennþá.

viðar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:03

26 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he Viðar þegar ég spila inn á efni fyrir aðra þá breyti ég því verkefni í skemmtilegasta verk í heimi á meðan ég er að vinna það......Þess vegna er ég notaður.....hitt er svo annað mál að ég hlusta nú sjaldnast á það aftur(sumet fílar maður áfram annað ekki).......en ég veit að ég mun fá að föndra við ýmislegt áfram he he ...(sorrý Viðar)

Annars hef ég mest gaman að búa til mína músik þessa daga og ef þér þóknast þá getið þð heyrt eitthvað af henni á http://www.myspace.com/drsaxi td er þar splunku nýtt lag í blúsi fíli sungið af hinni mögnuðu söngkonu Hrund ósk......á sama tíma á eg líka lag sem er í mikilli spilun á útvarpsstöðvum landsins í allt öðru fíli(Dont say goodbye með Ernu Hrönn)....var svona tilraunaverkefni sem var helv gaman....og er að semja Tónlist við Dansverk.....(hefurðu annars hlustað á Drauma Jens og já þú líka Viðar)

Það er alveg undarlegt við Ísl tónlistarbransann(samt ekki meðal hljóðfæraleikara) að það er greinilega búið að setja mann í hilu(í mínu tilfelli léttpopp hillu) og menn eru ekki alveg að fatta að maður er að gera margt fleira.....

Tónlist er eins og matur....stundum vill maður verða virkilega saddur og stundum ekki.....og fær sér bara popp.

Einar Bragi Bragason., 25.3.2009 kl. 21:21

27 Smámynd: Jens Guð

  Saxi,  ég marg hamraði á því að vera öfgafullur og ef það innifelur ekki að vera með fordóma get ég bætt því við.  Ég er með bullandi fordóma gagnvart margskonar músík og ýmsu öðru sem snýr að músík.  Og líka sem snýr ekki að músík.  Ég á samt ekkert erfitt - með einbeittum vilja - að sýna umburðarlyndi undir vissum kringumstæðum.  Til að mynda við val á bestu plötum.

  Dæmi:  Mér leiðist frekar hljómsveitin Kings of Leon.  Samt setti ég plötu þeirra,  Only By the Night, á lista yfir 5 bestu erlendar plötur í áramótauppgjöri hjá Fréttablaðinu.  Ástæðan:  Ég átta mig á og viðurkenni hvar sú plata stendur í samanburði við aðrar plötur sem komu út í fyrra.  Mér þykir samt margar plötur sem út komu í fyrra miklu skemmtilegri.  En get ekki hampað þeim sem betri plötum og lét því plötu Kings of Leon njóta sanngirni.

  Þó þú kunnir á saxófón og sitthvað í tónfræði þá hefur það ekkert að segja um hæfni þína til að gera merkilega tónlist eða skynja mun á ómerkilegri og merkilegri músík.

  Stjórnmálafræðingar eru ekki endilega bestu stjórnmálamennirnir.  Bókmenntafræðingar eru ekki endilega þeir sem skrifa merkustu bókmenntaverkin.  Þegar farið er yfir sögu rokksins og skoðað hverjir hafa þar skorað flest mörk,  hvort sem á við um framþróun rokksins eða eiga merkustu lög og plötur,  eru amatörarnir með vinninginn.  Ekki þeir sem fengu hæstu einkunn í tónlistarskólum.  Nægir að benda á Bítlana,  Presley,  Rolling Stones og svo framvegis.

  Þegar ég kalla þig meðalmennskupoppara er ég í galsa að vitna til þess að plata þín fékk 3 stjörnur af 5.  3 stjörnur eru það sem kallast la-la.  Ekki vont en ekki merkilegt.

  Stjórnin var vond hljómsveit með góðum hljóðfæraleikurum.  

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:21

28 Smámynd: Jens Guð

  Með góðum hljóðfæraleikurum á ég við að þeir kunna bærilega á hljóðfærin.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:23

29 Smámynd: Jens Guð

  Res,  ég tel mig hafa séð plötu Kamarorghesta á listanum.  Hljómsveitin sendi frá sér 2 plötur og ég (les= Gramm) gaf út seinni plötuna og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði stjórnaði upptökum.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:26

30 Smámynd: Jens Guð

  Ég var að reka augu í að í athugasemd #3 hefur mér orðið á að stafsetja nafn Gunnars Þórðarsonar sem Gannar.  Ég biðst velvirðingar á því.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:28

31 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  þeir vilja víst hafa góða breidd í hópnum.  Við afgreiðum til samans alla póla í litrófi poppskalans.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:30

32 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  allar plöturnar sem þú kaust höfnuðu á listanum yfir "Plötur aldarinnar".  Þú þarft ekki að afsaka atkvæði þitt á plötu Óðmanna.  Sú plötutvenna var gott innlegg á sínum tíma og hefur elst vel.  Ég hef verið frekar latur að uppfæra í mitt CD plötusafn gamlar íslenskar plötur.  En stökk á plötu Óðmanna um leið og hún kom út á geisladisk. 

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:37

33 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  ég held að þessar plötur séu áreiðanlega inni á listanum yfir úrtakið.  Millilending var merkileg fyrir þær sakir að þar sté Megas frá því að vera kassagítarvísnasöngvari og gerðist rokkari.  Fyrir nokkrum árum var gefin út merkileg bók um Megas.  Í þeirri bók er langt viðtal við mig.  Þar held ég því fram að hljómsveitin Júdas - sem spilaði með Megasi á plötunni - hafi ekki náð fullkomri tengingu við Megas og hljómborðssándið orðið snemma "out of date".  Þetta eru þó svo smávægileg atriði og annað á plötunni svo merkilegt að ég stend við 5 stjörnur af 5 í einkunn.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:45

34 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þó þú kunnir á saxófón og sitthvað í tónfræði þá hefur það ekkert að segja um hæfni þína til að gera merkilega tónlist eða skynja mun á ómerkilegri og merkilegri músík.............ósammála sorrý........en þú týnir upp menn sem höfðu þetta í blóðinu það lærist bara visst í Tonlistarskólum.......ég hef l lært meira af að spila með ALVÖRU spilurum en í Tónlistarskóla þó að vissulega geti ég flaggað fínu prófskírteini þaðan.

Einnig komu bæði pabbi minn og jafnvel Amma nálægt músik. ....

Tja það er amk gott að heyra að þú viðurkennir að Stjórnin hafi verið skipuð góðum hljóðfæraleikurum ...get elveg fyrirgefið að þú fílir ekki músikina.....Er heldur ekkert mitt uppáhald en gífurlega vel gerð.

Þetta með 3 Stjörnur......fyrir Drauma var ég ekkert ósáttur við þó að ég hafi ekki verið sammála þeim(er verulega stolltur af Draumum sem hafa fengið fína dóma erlendis) ....en skal viðurkenna að ég var drullufúll þegar að Skuggar fengu 2 Stjörnur hjá Hljómborðseigandanum í Sprengjuhöllinni sem síðan fékk 5 Stjörnur í sama blaði á sama tíma......En mér finnst Sprengjuhöllin eitt leiðinlegasta band sem hefur komið í langan tíma.......allavega ekki eiga skilið 5 stjörnur....

Annars er fyndið að það er alltaf vitnað í Stjórnina..menn gleyma því að á þeim tíma spilaði ég líka flesta sólóir hjá Sálinni....með Grafík ...með Todmobile ofl

Einar Bragi Bragason., 25.3.2009 kl. 23:48

35 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

úpps gleymdi er sammála mörgum plötum þarna......á listanum

Einar Bragi Bragason., 25.3.2009 kl. 23:50

36 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  það er margt til í þessu.  Og af því að Saxi gerir svo mikið úr því að hann kunni á hljóðfæri og kunni tónfræði þá er ágætt að halda til haga að þú ert fæddur og uppalinn við hljóðfæraleik.  Trommaðir af snilld með hljómsveitinni frábæru Frostmarki,  Jörlum,  Hljómsveit Inga Ben,  Árna Ísleifs og fleirum.  Synir þínir hafa sömuleiðis gert það gott með hljómsveitum á borð við Botnleðju,  Stjörnukisa (báðar sigurvegarar í Músíktilraunum),  Bisund (í 2. sæti í Músíktilraunum og Birkir Fjalar kosinn besti trommuleikarinn),  I Adapt,  Fídel og svo framvegis og svo framvegis.  Það er þess vegna ekki auðvelt að vísa á bug að þarna vanti eitthvað upp á þekkingu á músík.

Jens Guð, 25.3.2009 kl. 23:54

37 Smámynd: Jens Guð

  Saxi,  ég hef heyrt 3 lög af plötunni  Draumar.  Oftast lagið  Vor (held ég að það heiti).  Ég hef ekki hlustað á plötuna í heild.  Þetta orðaskak okkar hér er af minni hálfu í léttum dúr.  Ég veit að þú þolir hörð skot og ég geri út á það.  Ég myndi ekki senda svona pillur á tónlistarmenn sem ég vissi að ættu erfiðar með að sitja undir þeim.  Á morgun skal ég kaupa plötuna  Draumar  og gera grein fyrir henni þegar ég hef melt hana.  Ég lofa ekki hástemmdum yfirlýsingum en ég lofa að hlusta á hana án fordóma. 

Jens Guð, 26.3.2009 kl. 00:11

38 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ok og kíktu á myspace.com/drsaxi........get alveg sagt að ég gerði fullt af mistökum á Skuggum þó að í heild sé eg sáttur enda var það fyrsta platan mín.,,,,,Á Draumum aftur á móti gaf ég alveg skít í vinsældarpælingar og gerði bara það sem ég vildi.......og held mig við það núna á því sem ég er að vinna....

Þetta með föst skot...það er það sama hér he he

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 00:21

39 Smámynd: Jens Guð

  Saxi,  það er nokkuð athyglisverð yfirlýsing að telja sig verða hæfan til að gera skil á merkilegri og ómerkilegri músík við það eitt að kunna á saxófón og hafa þekkingu á tónfræði. En samtímis viðurkenna að þeir sem hafa tónlist í blóðinu geti gert betur en þeir sem hafa stundað nám í tónlistarskólum.

  Ég er sammála seinna dæminu.  Ég lærði söng í tvö ár og merkti ekki að viðhorf mitt til söngs eða músíkur breyttist neitt við það.  Ég stundaði myndlistanám í 4 ár og varð ekki heldur var við að viðhorf mitt til myndlistar breyttist við það. 

  Minn kunningjahópur samanstendur af fólki með áhuga á músík.  Ég verð ekki var við að munur á viðhorfi til músíkur ráðist af því hverjir hafa verið í tónlistarnámi og þeirra sem "hafa músíkina í blóðinu".  Svo ég vitni til míns góða vinar Sigga Lee Lewis hef ég ósjaldan heyrt hámenntaða píanóleikara lýsa yfir undrun og aðdáun á hæfni hans í píanóleik.  Jafnvel skilningsleysi á því hvernig hann afgreiðir sumt í píanóleik.  Hann hefur aldrei lært tónfræði og er varla viðræðuhæfur um nöfn á hljómum ef farið er út fyrir grunnhljóma.

  Ég er sammála því að Sprengjuhöllin sé leiðinleg.  Engu að síður átta ég mig á hvað í þeirra músík hrífur fólk og hvers vegna sú hljómsveit er svona rosalega vinsæl.  En það er önnur saga. 

Jens Guð, 26.3.2009 kl. 00:37

40 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óóó, þetta er svooo fallegt, nú eru þeir vinirnir mínir J og S að fallast í faðma, bara verst að þeir verða ekki eins skemmtilegir á eftir!

En geri hér með að upástungu minni að Jens syngi á næstu plötu Saxa eftir Draumar 2!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 00:50

41 identicon

tek undir með MGG og krefst þess að Viðar sjái um trommuleikinn!!!

Þór (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 01:17

42 identicon

Illa kann lukku að stýra þegar deila byggir á persónulegri óvild og hrepparíg.  Reyðarfjörður (Viddi) versus Seyðisfjörður (Einar Bragi). 

Sveinn (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 01:31

43 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sveinn ég veit ekkert hver þessi Viðar er og því síður hvaðan hann er...þannig að þetta er enginn hrepparígur.....Jens það eru til músikantar....sem spila á hljóðfæri eins og ritvélar.....það eru ekki alvöru tónlistarmenn....var að meina það....

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 02:00

44 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég hef alltaf gaman að smá þrefi.  Einar Bragi er duglegur að ýta á þann takka.  Sem er rosalega gaman.  Það verður framhald á því.  Með tilheyrandi skemmtun.  Ég mun samt láta njóta sannmælis það sem hann hefur gert betra en með Stjórninni og Von.

  Þar fyrir utan:  Ég er ekkert að fara að syngja inn á plötu hjá honum eða öðrum.  Ég hef oft verið beðinn um að syngja inn á plötur hjá hinum og þessum en vil frekar dunda mér einn við að gera eitt og eitt lag á mínum forsendum upp á grínið að gera (sjá tónspilara).  Ég lít ekki á mig sem músíkant þar sem það hefur alltaf verið í framhjáhlaupum og meira sprell en alvara.  Engu að síður var ljúft og óvænt þegar  Þorraþrællinn  minn fór í 6. sæti grænlenska vinsældalistans og í kjölfarið var mér í tvígang boðið í hljómleikaferðalag til Grænlands.  Greip þá með mér til undirleiks dauðapönksveitina Gyllinæð og þú gerðir þeim ævintýrum rækilega skil í Tímanum.  Enda gekk á ýmsu sem verður Grænlendingum lengi í minnum haft.

  Í kjölfarið var mér boðið að spila á skoskri hátíð.  Lenti þar í slagtogi með syni söngvara Nazareth og náunga sem ég man ekki lengur hvað heitir en átti síðar smell með leiðinlegri hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir.  En á e-mail frá honum og get með fyrirhöfn flett því upp.  En nenni því ekki núna.  Hljómsveitin hans er svo leiðinleg.   

Jens Guð, 26.3.2009 kl. 23:53

45 Smámynd: Jens Guð

  Þór,  trommuleikur Viðars sómir sér vel hvar sem er.  Við vorum saman í þungarokkshljómsveitinni Frostmarki á fyrri hluta áttunda áratugarins og ég hef síðar með ánægju fylgst með hans ferli og glæsilegum ferli sona hans í Botnleðju,  Bisund,  Stjörnukisa,  I Adapt og ótal öðrum.

Jens Guð, 26.3.2009 kl. 23:56

46 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  ég tel að þarna sé um oftúlkun að ræða.  Og þó menn tali hér digurbarkalega þá er það meira á léttum nótum þegar vel er að gáð.  Það tilheyrir stemmningunni að "rífa kjaft".

Jens Guð, 26.3.2009 kl. 23:59

47 Smámynd: Jens Guð

  Saxi,  nú erum við að tala saman.  Margir flinkir hljóðfæraleikarar geta léttilega afgreitt flottar klisjur.  Nánast sofandi.  Aðrir geta spilað hinar flóknustu uppskriftir eftir nótum.  En þegar kemur að sköpun,  tilraunagleði og metnaði til að hafa eitthvað nýtt og spennandi fram að færa er það þeim framandi og lokuð bók.

  Þessu var ég að reyna að koma á framfæri með tilvísun í Bítlana.  Eitt er að kunna tónfræði,  kunna að nefna tóna með nöfnum,  hraða,  takt og svo framvegis.  Annað að skapa áhugaverða músík.  Margir,  jafnvel flestir,  merkustu rokkarar sögunnar voru óbundnir af þekkingu á því sem fyrr var talið en náðu yfirburðar árangri á því sem síðar er nefnt.

  Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem Gunnar Þórðarson lærði nótnalestur.  Hann sagði mér sjálfur að það hafi valdið honum vonbrigðum hvað það bætti litlu við hans skilning á músík og þakkaði sínu sæla fyrir að hafa ekki lært nótnalestur fyrr.  Enda var hann þá þegar búinn að afgreiða mörg sín bestu lög áður:  Með Hljómum og Trúbroti. 

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 00:16

48 Smámynd: Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Hvernig í ósköpunum er hægt að tala um að ein tegund af tónlist sé merkilegri en önnur? Það hef ég aldrei skilið. "Gæði" tónlistar hlýtur að ráðast af skemmtanagildi hennar. Segi ég sem sauðsvartur almúgi með enga tónlistarmenntun en hlusta gríðarlega mikið á tónlist.

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 08:53

49 identicon

"hljómborðssándið orðið snemma "out of date"" - held að eitt það flottasta við Millilendingu sé einmitt hliðræni hljóðgervillinn sem setur mark sitt á plötuna, en þetta sánd er fyrir löngu komið aftur í tísku (átti m.a. endurkomu á Frágangi). Hins vegar hafa hljómborðssándin á sumum seinni plötum Megasara (t.d. Í góðri trú og Loftmynd) elst mun verr.

Pétur Valsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:07

50 Smámynd: kop

100 bestu plötur Íslandssögunnar??? Þetta hlýtur að vera grín, það er í mesta lagi hægt að finna 10 góðar plötur í Íslandssögunni, ef vel er leitað.

kop, 27.3.2009 kl. 19:46

51 Smámynd: Jens Guð

  Þorvaldur,  músíkflóran er mis merkileg.  Skoðum það.  Tökum feril eins tónlistarmanns eða hljómsveitar.  Til að mynda Bítlana.  Plötur þeirra eru mis merkilegar.  Sgt.  Peppers... er af flestum talin merkilegust vegna þess hvað hún breytti mörgu í framþróun rokksins.  Margir telja samt  Abbey Road  vera bestu plötu Bítlanna.  Hún var ekki eins byltingarkennd og  Sgt. Peppers... en best ef litið er framhjá gildi tilraunamennsku.

  Ef ein plata á ferli hljómsveitar er merkilegust hlýtur það að þýða að aðrar plötur sömu hljómsveitar séu ómerkilegri.

  Flestar plötur hafa hæðir og lægðir.  Það er að segja lögin eru mis merkileg. 

  Hver einasta hljómsveit er samanburðarhæf við aðrar hljómsveitir.  Bítlarnir voru merkilegri hljómsveit en Stjórnin eða Von. 

  Það er ekki beinlínis samasemmerki á milli gæða og skemmtigildis.  Salan á tímaritinu Séð og heyrt bendir til þess að blaðið hafi skemmtigildi fyrir marga.  Ég ætla samt að fáir telji Séð og heyrt til hágæðabókmennta.  Líklegra þykir mér að fólk almennt telji Séð og heyrt ómerkilegt tímarit.  Einnig þeir sem kaupa blaðið.

  Eitt er hvort allir músíkstílar og öll músík eigi rétt á sér annað hvort allir músíkstílar séu jafn merkilegir,  allar plötur jafn merkilegar og öll lög og allir textar séu jafn merkilegir.  Og einnig að öll plötuumslög séu jafn merkileg.  Þar sé enginn munur á.  

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:04

52 Smámynd: doddý

.... eitt finnst mér skrítið. á listanum er ekki false death, undur tónlistasögunnar. finnst ykkur það ekki skrítið? kv d

doddý, 27.3.2009 kl. 23:08

53 Smámynd: Jens Guð

  Pétur,  það er bara gott að hljómborðssándið á  Millilendingu  skuli höfða til þín.  Mér þótti það flott þegar platan kom út en fór síðar að pirra mig þegar þetta sama hljómborðssánd fór að dúkka upp á öllum litlu ódýru leikfangahljómborðunum. 

  Þetta er svolítið eins og þegar hljómborð fóru að hljóma eins og symfóníuhljómsveit.  Fyrst var það flott.  Síðan missti það "glansinn" og varð pirrandi. 

  En ég endurtek að það er bara gaman að þér þyki hljómborðssándið á  Millilendingu  flott.  Það er svo margt dásamlega skemmtilegt á þeirri plötu. 

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:14

54 Smámynd: Jens Guð

  Kop,  í katalóg Megasar eru fleiri en 10 plötur góðar.  Í því þrepi sem leitin að 100 bestu plötunum er núna stendur val á milli tilnefndra 400 platna.  Margar þeirra reyndar ekki góðar að mínu mati.  En ég lenti í að skera niður eftir að hafa hakað við of margar.

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:18

55 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  smáskífur/lög eru ekki gjaldgeng/ar á listanum yfir 100 bestu plötur.  Samt merkileg smáskífa (3ja laga) í sögulegu samhengi og gott að það gleymist ekki. 

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:27

56 Smámynd: Jens Guð

  Í framhaldi af athugasemd þinni,  Doddý,  ætla ég að efna til á þessum vettvangi til skoðanakönnunar um bestu smáskífur íslensku rokksögunnar.  Ég set þá skoðanakönnun í gang strax á morgun og vænti þess að þú takir þátt í henni.  Bestu þakkir fyrir að kveikja þessa hugmynd.

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:33

57 Smámynd: doddý

þetta er fáránlegt. í mínum huga er plata jafnt og plata. ég á eitt stykki 78rpm, er það ekki heldur plata ? kv d

doddý, 27.3.2009 kl. 23:35

58 Smámynd: doddý

afsakaðu jens, athugasemdin átti við svar nr 55. fín hugmynd og ég tek þátt vafningalaust. kv d

doddý, 27.3.2009 kl. 23:40

59 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  ég samdi ekki reglurnar í þessu vali á 100 bestu plötunum.  Þegar ég stóð fyrir svona skoðanakönnun/vali 1983 tók ég hinsvegar fram að smáskífur væru ekki gjaldgengar.  Mitt viðhorf var að lög á 2ja - 3ja smáskífu ættu ekki heima í könnun um bestu plötur.  Þannig hefur það verið í hliðstæðum könnunum erlendis.  Þar hafa hinsvegar iðulega verið settar í gang kannanir yfir bestu lög og þar koma stórar plötur (Lp) ekki til greina.   

Jens Guð, 27.3.2009 kl. 23:54

60 Smámynd: Jens Guð

  Áður en Lp plötur komu til sögunnar voru bara til smáskífur.  Síðar urðu smáskífur kynningarefni fyrir Lp plötur.  Bítlarnir reyndu að breyta gildi smáskífunnar með því að smáskífur hefðu sjálfstætt gildi en væru ekki endilega kynningarefni fyrir Lp plötur.  Fáir aðrir tóku þátt í þeirri stefnu. 

Jens Guð, 28.3.2009 kl. 00:00

61 identicon

Thegar meistarinn segir "fair adrir toku tha stefnu" tha a hann vaentanlega vid meginstraumstonlistarfolk.

I punkinu og hardkori 9. aratugsins urdu 7" utgafur fljott ad sjalfstaedum utgafum, t.e.a.s ekki kynning fyrir plotur i fullri lengd. Su hefd hefur verid sterk og aberandi sidan 1980 til dagsins i dag. Thad sama ma segja um indie rokkid og gruggid sem fylgdi i kjolfarid sem nu ma finna i allra kvikinda likum. 7" er enn gefin ut af krafti a jadrinum.

Birkir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:09

62 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Heyrðu Sveppur...fór á tónleika á Laugardag með Gunnari Þórðar.......oh komst að þeirri niðurstöðu að hann er KÓNGURINN

Einar Bragi Bragason., 30.3.2009 kl. 15:53

63 Smámynd: Jens Guð

  Birkir,  takk fyrir að fylla í eyðurnar.

  Saxi,  það var ekki seinna vænna að komast að þeirri niðurstöðu á hálfrar aldar ferilsafmæli kóngsins.

Jens Guð, 30.3.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.