Gífurleg aukning á heimilisofbeldi

aflid

  Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi,  birti nýlega ársskýrslu sína fyrir árið 2008.  Þar kemur meðal annars fram að það var 94% aukning hjá þeim í einstaklingsviðtölum og hefur aldrei verið svona mikil aukning á milli ára.
  Þar kemur fram að árið 2007 hafi viðtölin verið 147 en árið 2008 voru þau orðin 285. Af þessum 285 voru 274 viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis.  Aflskonur taka á móti símtölum allan sólarhringinn og skiptu símtölin í fyrra hundruðum, símtöl bárust frá öllu landinu.  Þær voru einnig ötular við að halda fyrirlestra um forvarnir, fræðslu og kynningar og héldu þær til að mynda fyrirlestra í flestum grunn- og framhaldsskólum á Akureyri og nágrannabæjum. 

  Sæunn Guðmundsdóttir, annar formaður Aflsins, sagði í samtali við Landpóstinn að mjög sýnileg aukning hafi orðið á því að leitað hafi verið til Aflsins í kjölfar bankahrunsins á haustdögum.  Það sé greinilegt að heimilisofbeldi hafi aukist og sé það mikið áhyggjuefni.

  Öll þjónusta við þolendur kynferðis- og/eða heimilisofbeldis og aðstandendur þeirra er þeim að kostnaðarlausu.

Aflið er til húsa að Brekkugötu 34 á Akureyri í húsi Lautarinnar.

Heimasíða Aflsins er www.aflidak.is

-------------

  Þessi texti er tekinn af www.landpóstur.is,  fréttavef fjölmiðlafræðinema. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður vonar að þessi aukning gangi fljótt til baka.

Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  vonandi.  Þetta eru hrollvekjandi fréttir.

Jens Guð, 20.4.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

þetta eru sorglegar fréttir.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  þetta er hryllingur.

Jens Guð, 20.4.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Ruth

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu

Ruth, 20.4.2009 kl. 09:11

6 Smámynd: Jens Guð

  Ruth,  ekkert að þakka.  Sæunn,  formaður Aflsins,  er systir mín.  Það er mér ljúft og skylt að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem hún og aðrir eru að sinna í endalausri baráttu gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

Jens Guð, 20.4.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.