20.4.2009 | 01:32
Takið þátt í formlegri skoðanakönnun um bestu íslensku smáskífuna
Núna stendur yfir leit að 100 bestu íslensku plötunum. Að þeirri leit standa tonlist.is, rás 2 og Félag hljómplötuútgefenda. Þetta er frábært og skemmtilegt uppátæki. Áður hefur verið leitað eftir niðurstöðu um bestu íslensku plöturnar í tvígang. Fyrst í Poppbókinni 1983 (sem ég tók saman) og síðar í bók Dr. Gunnars, Eru ekki allir í stuði? 2001. Þrátt fyrir 18 ára mun varð útkoman glettilega samhljóða.
Í umræðu um leitina að 100 bestu plötunum kom upp gagnrýni á að smáskífur væru afskiptar. Fyrr á árum sendu margar af merkilegustu hljómsveitum landsins einungis frá sér smáskífur. Þeirra vægi í sögu íslenskrar dægurlagamúsíkur eru fyrir borð bornar í leit að bestu íslensku plötunum.
Doddý skoraði á mig að rétta hlut þeirra. Ég óskaði eftir tillögum um bestu íslensku smáskífurnar. Svörun varð vonum framar. Eftir að hafa stillt dæminu upp voru á annað hundrað smáskífur tilnefndar. Ég bað um stuðning við tilnefndar smáskífur og þær sem fengu flest atkvæði hef ég nú stillt upp í formlega skoðanakönnun hér til vinstri bloggsíðunni. Ég ætla að 1000 atkvæði skeri úr um endanlega niðurstöðu. Sjálfur hef ég haldið mér til hlés og ekki látið mín persónulegu viðhorf til þessara smáskífa hafa nein áhrif á úrtakið. Mig langar meira til að fá marktæka niðurstöðu.
Forsendurnar eru þær að smáskífurnar standi sem sjálfstæð útgáfa. Séu ekki hluti af stórri plötu flytjandans. Séu ekki krákur (útlend cover lög). Lög af safnplötu með ýmsum flytjendum voru gjaldgeng en það reyndi ekki á þannig dæmi.
Það væri rosalega gaman að heyra rök ykkar fyrir hvers vegna þið greiðið viðkomandi smáskífu atkvæði.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 21.4.2009 kl. 22:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 39
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1057
- Frá upphafi: 4111542
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 886
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Kvitt, ég er búin að kjósa.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2009 kl. 01:50
var "don´t try to fool me" ekki hluti af fyrstu sólóplötu Jóhanns G?
Sveinn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 02:04
Megas..Þarf að ræða það eitthvað, Bogi Ágústsson fréttamaður á Rúv lýsti Megasi þannig í viðtalsþætti á Bylgjunni í dag að það væri eiginlega hreinasta móðgun við Megas að velja eitthvað eitt besta lag.
Það er bara einn Megas og eitthvað sem heitir Sigurrós eða Purkur Pillnik eiga ekki heima með honum í svona könunn. Þetta veist þú mæta vel Jens!
Ég mæli með að við breytum þessum þræði hið snarasta í umræður um Megas.
Því spyr ég:
Veist þú hvaða ár fyrsta plata Megasar kom út?
S. Lúther Gestsson, 20.4.2009 kl. 02:08
Sendi bæði þér prívat og setti inn á bloggið þitt svar. Á ég að gera eitthvað meira.?
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.4.2009 kl. 09:28
Sigur Rós - Dánarfregnir og jarðarfarir. Einfaldlega vegna þess að þeir tóku þetta stórkostlega lag og settu það í nýjan búning, og vöktu athygli á laginu sem fólk hefur heyrt skrilljón sinnum en samt aldrei HEYRT, fattarðu?
Allavega, stórkostleg útgáfa af stórkostlegu lagi.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:47
Það er hreinasta móðgun við tónlist að velja Megas...
Þórður Helgi Þórðarson, 20.4.2009 kl. 12:36
Auðvitað Dátar númer 1.........þeir eru/voru bara góðir.............0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.4.2009 kl. 12:49
Þetta var erfitt val. Stóð á milli Sigur Rós, Megas og Jóa G. Gat eiginlega farið hvernig sem var. Valdi Sigur Rós eftir ég athugaði hvaða lag af þessum 3 ég hafði spilað oftast í i-poddinum mínum :-)
Kristján Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 12:53
PS Það er reyndar rétt hjá Sveini hér að ofan að Don't Try To Fool me var á fyrstu sólóplötu Jóa G.
Kristján Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 12:57
Sigur Rós á mitt atkvæði
Innilega sammála Dodda littla hvað Gasið varðar
Ómar Ingi, 20.4.2009 kl. 13:39
Ég er fertugur og mikið fyrir músik (sem ég set almennt ekki í flokka, sumt talar til mín og annað ekki).
Sumt þekki ég ekki (glugginn, dimmar rósir, katla kalda) annað finnst mér ekki mjög merkilegt (gvendur, smackety, spáðu í mig, jenny darling).
Sigurrós er í algerum sérflokki hjá mér en Dánarfregnir finnst mér nú alls ekki besta lagið þeirra, reyndar flott, en þunglyndislegt og fer miklu sjaldnar á fóninn en hin lögin þeirra. Hvað með Hoppipolla?
Þannig að ég get bara ekki kosið :(
Einar Sigvaldason, 20.4.2009 kl. 16:35
Jóna Kolbrún, takk fyrir það.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:21
Sveinn, það mun rétt vera að Don´t try to Fool Me var hluti af stóru plötunni Langspili. Kiddi Rokk staðfestir það í athugasemd #9. Lagið er þess vegna ógilt. Ég kippti því út.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:25
Spurning með lagið Spáðu í mig með Megasi, það var auðvitað á fyrstu plötu Megasar en í annarri útgáfu en þeirri sem var á 7" plötunni sem kom út þremur árum seinna í samfloti með LP-plötunni Millilendingu.
Feitibjörn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:35
Sigurður Lúther, jómfrúarplata Megasar kom út 1972. Ég á allar fyrstu plöturnar hans en vantar 2 eða 3 af þeim nýrri. Ég held að ég sé ekki að stela heiðri frá einhverjum öðrum þegar ég segist vera upphafsmaður þess að tala um Meistara Megas. Það segir sitthvað um viðhorf mitt til Megasar. Engu að síður eru söngvar hans nokkuð misjafnir að gæðum. Flestir frábærir. Sumir síðri. Enginn vondur. Það er alveg hætt að raða söngvum Megasar upp í röð eftir gæðum. Það er kannski verkefni fyrir næstu skoðanakönnun.
Sigur Rós og Purrkurinn eiga skilyrðislaust að vera á svona lista. Annars væri hann ómarktækur.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:38
Sóldís Fjóla, ef þú ert búin að haka við eitthvert lagið í könnunni hér ofarlega til vinstri á síðunni er ég alsæll.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:42
Ása Nanna, ég fatta algjörlega hvað þú ert að fara. Og er sömuleiðis alveg sammála þér.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:44
Doddi litli, það er hvorki hægt að vera með lista yfir bestu stórar plötur eða smáskífur án þess að Megas sé áberandi. Hann er höfundur margra bestu söngva íslensku poppsögunnar og flestar plötur hans eru 5 stjörnu plötur (af 5 mögulegum). Ég fer nánar út í þetta þegar ég ýti úr vör næstu skoðanakönnun. Þar ætla ég að freysta þess að fá uppröðun á bestu söngvum meistarans.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:48
Linda, Dátar voru töff. Eðal flottir.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:52
Dánarfregnir og jarðarfarir og Bíum bíum bambaló eru b-hliðar á sínglinum fyrir Ný batterí. Var ekki skilyrði fyrir smáskífu að þetta væri ekki síngull?
Björn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:55
Kiddi Rokk, þetta er snjöll aðferð til að velja bestu smáskífuna. Takk fyrir að staðfesta þetta með Don´t try to Fool Me. Það sparaði mér vinnu að leita þetta uppi - þó mig minnti að svona væri málum háttað.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 21:57
Ómar Ingi, ég fyrirgef þér afstöðuna til Gasins fyrst þú kannt að meta Sigur Rós.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 22:00
Einar, ég er viss um að þú þekkir Gluggann með Flowers ef þú heyrir lagið (það byrjar á: "Ég sit og gæist oft út um gluggann..."). Önnur lög á plötunni eru: Slappaðu af, Andvaka og Blómið. Það er þessi smáskífa í heild sem verið er að kjósa. Þó Glugginn einn og sér hafi öll bestu töffarasérkenni höfundar, Rúnars Gunnarssonar.
Ég ætla að þú kannist líka við hin lögin ef þú heyrir þau. Mig minnir að Bítlavinafélagið eða eitthver álíka yngri hljómsveit hafi síðar krákað (coverað) Dimmar rósir.
Katla kalda innheldur skemmtilegan millikafla með þulu frá Þorsteini J.
Hoppípolla er á stóru plötunni Takk. Það lag er þess vegna ekki gjaldgengt í leit að bestu smáskífunni.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 22:19
Feitibjörn, það er alveg réttmætt að setja spurningarmerki við Spáðu í mig. Lagið er vissulega á fyrstu stóru plötu Megasar. Þar er það flutt "live" í kassagítarútgáfu og samsöng íslenskra námsmanna í Noregi. Upptakan á þessu eina lagi er arfaslæm. Að mig minnir bara tekin upp á venjulegt kassettutæki úti í sal. Þetta er einskonar aukalag á plötunni. Nema á þessum tíma var ekki byrjað að merkja aukalög sérstaklega á plötu sem slík.
Megas sagði mér sjálfur að eina ástæðan fyrir því að lagið flaut með á plötunni sem aukalag var að íslenskir námsmenn í Noregi fjármögnuðu fyrir hann plötuna. Megas kvittaði fyrir aðstoðina með því að henda þessu lagi með þó upptakan væri ónýt.
Á smáskífunni er lagið hinsvegar komið í sinn rétta rokkpoppbúning. Megas útfærði allan hljóðfæraleik á nótur. Líka gítasólóið frábæra. Þetta var fyrsta skref Megasar til að rokkvæða vísnasöngva sína. Smáskífan stendur glæsilega fyrir sínu sem sjálfstæð smáskífa og var ekki hluti af stóru plötunni Millilendingu sem fylgdi í kjölfarið. Á B-hlið smáskífunnar er sömuleiðis hin magnaða kráka (cover) Megasar á lagi Woodys Guthries I Ain´t Got no Home. sem Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Þessi smáskífa kom einnig út á safnplötunni Hrif sem innihélt safn af öðrum smáskífu annarra flytjenda.
Ég tel þessa smáskífu uppfylla skilyrði þess að vera sjálfstæð smáskífa.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 22:40
Björn, smáskífa og singull er það sama. Með öðrum orðum ekki hluti af stórri plötu með sama flytjanda. Ný batterí var Ep, kennd við þetta lag. Fáir þekkja Ep-plötuna undir heitinu Ný batterí. Vissulega ónákvæmni en flestir vita við hvað er átt. Þetta á við um fleiri smáskífur á listanum. Smáskífa Flowers hét bara Flowers þó hér sé hún kennd við upphaflagið, Gluggann.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 23:01
Ný batterí var annar síngullinn sem var gefinn út af Ágætis byrjun í Bretlandi. Kom á eftir Svefn-G-Englar sem var valinn síngull vikunnar í NME. Þegar ég tala um síngul er ég einmitt að tala um smáskífu sem er hluti af stórri plötu og Ný batterí var klárlega slíkur síngull með Dánarfregnir og jarðarfarir og Bíum bíum bambaló sem b-hliðarlög.
Frábær síngull engu að síður.
Björn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:06
Björn, Dánarfregnir og jarðarfarir er ekki á mínu eintaki af Ágætis byrjun. Ég held að þetta lag hafi bara verið á Ep-plötu með lögum úr kvikmyndinni Englum alheims.
Jens Guð, 20.4.2009 kl. 23:24
Dánarfregnir og jarðarfarir er ekki á Ágætis byrjun enda var það b-hliðarlag á sínglinum Ný batterí sem var gefinn út til að kynda upp Breta áður en Ágætis byrjun kom út þar í landi. Það var líka á sándtrakkinu úr Englum alheimsins ásamt Bíum bíum bambaló og tónlist Hilmars Arnar úr myndinni.
Björn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:28
Verð að taka undir með hinum grennri nafna mínum, Dánarfregnir og jarðarfarir getur varla talist sjálfstæð smáskífa.
Feitibjörn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:37
Sjálfsagt telst ég ekki alveg hlutlaus þegar ég krossa við Gluggann (Flowers), þar sem ég var bara smápúki þegar ég spilaði þá plötu undir drep á grammófóninum dag eftir dag. Fannst mér alltaf Slappaðu Af vera besta lagið, en Glugginn stóð jú fyrir sínu. Gvendur á Eyrinni stendur reyndar Blómverjunum ekki að baki. En svo var ég að spökulera... ætli þessi dæmalausa megasardýrkun nái ekki að fleyta honum í efsta sætið ef þú gerðir könnun um besta íslenska söngvarann???
Sveinn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:20
Björn, viltu meina að Dánarfregnir og jarðarfarir sé ógilt í þessari skoðanakönnun um bestu smáskífurnar?
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 00:49
Feitibjörn, það er mér ekkert kappsmál að halda þessari smáskífu inni í könnunninni. Við erum að tala um smáskífu. Við erum að tala um lag sem var ekki hluti af stórri plötu sama flytjanda. Eða hvað?
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 00:54
Sveinn, ég er mikill aðdáandi Megasar. Hann verður aldrei skilgreindur sem fagurfræðilega góður söngvari. Ekki frekar en Bob Dylan, Tom Waits eða Nick Cave. Né heldur Little Richard eða John Fogherty.
Það breytir þó engu um að þetta eru frábærir söngvahöfundar. Og eitt er að túlka söngva og semja góða söngva. Annað er að uppfylla uppskrift að fagurfræðilega góðum söng. Flestir helstu rokksöngvarar sögunnar myndu ekki komast í gegnum fyrsta þrep Idol.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 01:03
Ég valdi Sigurrós, einfaldlega vegna þess að flottari kráku (cover) hef ég varla heyrt. Megas stendur alltaf fyrir sínu en Spáðu í mig er ekki eitt af mínum uppáhalds Megasar-lögum.
Bestu kveðjur
Hjörleifur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:13
Á þeim forsendum sem þú gefur þér, þ.e. "...að smáskífurnar standi sem sjálfstæð útgáfa. Séu ekki hluti af stórri plötu flytjandans.", er Dánarfregnir og jarðarfarir augljóslega ógild smáskífa.
Björn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:53
Er "EP" og "Síngull" hvort tveggja smáskífur? Allavega, þá skilur 'Hold' Hams allt annað eftir í rykinu.
Af hverju vel ég Hold? Af því að 'Transylvanía' (þar sem kona er elskuð svo heitt að henni er gefið Fresca) er á henni. Af því að 'Auður Sif' er á henni. Af því að 'Trúboðasleikjarinn' með "Vondustu tungu í heimi" er á henni. Af því að...þú HLÝTUR að vita af hverju!
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:34
Hjörleifur, ég get tekið undir með þér að Megas hefur samið merkilegri lög en Spáðu í mig. Til að mynda Orfeus og Evridís, Tvær stjörnur og Fílahirðirinn frá Súrí. Spáðu í mig er samt flottur slagari sem fólk syngur hástöfum með þegar það er spilað á böllum eða pöbbum. Kemur fólki í gott skap. Þetta er líka slagari sem hefur verið krákaður (cover) á plötur af allt frá pönkurunum í Kolrössu krókríðandi til ballöðutrallarans Bjögga Halldórs.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 20:43
Björn, annar hvor okkar er að misskilja eitthvað. Förum aftur yfir þetta:
- Dánarfregnir og jarðarfarir er EKKI á stórri plötu með Sigur Rós.
- Dánarfregnir og jarðarfarir er á smáskífu.
Ég sé ekki hvað ógildir Dánarfregnir og jarðarfarir.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 20:51
Jens. Þú gefur þér forsenduna að smáskífan eigi að vera sjálfstæð útgáfa, en ekki lag af albúmi. Dánarfregnir og jarðarfarir er b-hlið á smáskífu og á a-hliðinni er lag af albúminu Ágætis byrjun.
Tökum Sykurmolana sem dæmi. Lagið Birthday er auðvitað einn flottasti singull (eða smáskífa) sen íslenskt band hefur sent frá sér. En lagið er augljóslega af stóru plötunni Life's Too Good. Á b-hlið smáskífunnar Birthday er lag sem heitir Christmas Eve. Þó að það lag sé ekki á breiðskífunni breytir það engu um það að lagið hinumegin á singlinum - aðallagið - er tekið af breiðskífu. Og þar með er smáskífan ekki sjálfstæð útgáfa.
Til gamans má geta þess að tæknilega séð er lagið Katla Kalda á b-hlið smáskífunnar með Mosa Frænda. Lagið á a-hliðinni heitir Ástin Sigrar og er hvergi annars staðar fáanlegt. Þar með er sú smáskífa orðin sjálfstæð útgáfa og ekki hluti af breiðskífu.
Feitibjörn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:19
Óskar P., singull og Ep eru hvorutveggja smáskífur. Í gamla daga þegar plötur voru gefnar út á vinyl voru smáskífur 7" og stórar plötur 12". Smáskífur skiptust í 2ja laga plötur og Ep. Ep stendur fyrir "meiri músík" (extended play). Smáskífur voru spilaðar á 45 snúninga hraða á mínútu. Stórar plötur voru spilaðar á 33 snúninga hraða.
Lengi vel var ekki hægt að koma fyrir á 7" lengra lagi en fjögurra mínútna á hvorri hlið. Síðar tókst að hanna 7" þannig að á hana komst hálf áttunda mínúta á hvorri hlið. Yfirleitt var ekki talað um 3ja laga plötu sem Ep. Í skilningi flestra var Ep 4ra laga plata (þó stundum væru lögin 5 eða 6).
Á pönk- og nýbylgjuárunum (um og upp úr 1980) varð vinsælt að gefa út svokallaðar maxí-smáskífur. Þær voru spilaðar á 45 snúninga hraða en voru 12". Hvor hlið gat innihaldið 12 mínútur af efni. Þær gátu verið með 7 - 8 lögum en oftast voru bara 3 - 4 lög á þeim eða bara 2 löng lög ætluð skemmtistöðum.
Allar svona plötur eru gildar í þessari leit að bestu smáskífunni.
Hold fékk því miður ekki nógu mikinn stuðning í forvalinu á þessum lista.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 21:27
hvíta platan með fræbbblunum.
Þarna sá ég ljósið.
Held hún heiti false death.
þorsteinn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:09
Feitibjörn, ástæðan fyrir þeim forsendum sem ég gef leitinni að bestu smáskífunni er eftirfarandi: Leit tonlist.is, rásar 2 og Félagi hljómplötuútgefenda að bestu íslensku plötunni nær aðeins til stórra platna.
Ég er að reyna að fá fram lista yfir bestu plöturnar sem ná ekki inn á ofangreinda leit. Í fyrstu forkönnun varð ég strax var við að fólk setur fókus á tiltekið lag á smáskífu eða á stórri plötu með ýmsum flytjendum. Það er allt í lagi - þrátt fyrir að þetta sé ekki leit að bestu lögunum. Þetta hefur þó dálítið þróast út í að vera listi yfir bestu lög sem eru ekki á stórri plötu sama flytjanda.
Það skiptir út af fyrir sig ekki máli hvort fingri er bent á lag á A-hlið eða B. Mestu skiptir að augljóst sé hvaða smáskífa er til umræðu og/eða hvaða lag er verið að benda á.
Nokkrar smáskífur sem komu til umræðu í fyrstu forkönnun voru á gráu svæði út frá gefnum forsendum. Þar á meðal kom upp umræða um smáskífuna Ammæli með laginu Köttur sem B-hlið. Ef á þessa smáskífu hefði reynt væri það á skilyrðum þess að verið væri að velja lagið Köttur en Ammæli væri ekki með í leiknum. Það reyndi ekki á þetta þegar upp var staðið.
Annað dæmi kom upp varðandi plötuna Söknuð með Roof Tops. Titillagið er útlend kráka (cover). Þær eru gildar. Platan er hinsvegar 4ra laga og hin lögin hvert öðru merkara. Það reyndi ekki á þetta.
Fyrir mér er Dánarfregnir og jarðarfarir ekki á eins gráu svæði og þessi tvö dæmi. Miðað við hrifningu fólks á þessu lagi er fínt að hafa það með - því ekki er hægt að koma þeirri hrifningu til skila með því að kjósa stóra plötu með Sigur Rós með laginu. Sú plata er ekki til.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 22:16
Þorsteinn, þú ert of seinn að kjósa hana. Ég tilnefndi þessa smáskífu í fyrstu forkönnun. Hún fékk ekki nógu góðan stuðning í næstu forkönnun og náði ekki inn á listann yfir þær smáskífur sem fengu flest atkvæði. Því miður.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 22:19
Hvað með singulinn Dýrið gengur laust - bláir draumar ?
Þeirri plötu var dreift ókeypis örugglega kringum 1990 eða fyrr. Sú smáskífa olli miklu fjaðrafoki enda nokkuð hart kveðið um 3 tónlistarmenn.
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:20
Jón Gunnar, það er nú þannig með þessa smáskífu að Bjarni Móhíkani (söngvari og bassaleikari Sjálfsfróunar) gaf hana út. Ég vissi ekki til þess að henni hafi verið dreyft ókeypis. Ég hjálpaði Bjarna að fjármagna útgáfuna. Man ekki alveg hvernig það var. Þetta var 1989 og smáskífan hét Blautir draumar. Mig minnir að ég hafi borgað fyrirfram 50 eða 100 eintök eða eitthvað svoleiðis fyrir plötuna áður en hún kom út. Bjarni var alltaf blankur. Þá vissi ég ekki að þarna væri um að ræða níð um Bubba, Megas og Hörð Torfa. Bara að strákar úr Sogblettum væru að pönka. Ég er ekki viss um að Bjarni hafi heldur vitað af þessu níði. Að minnsta kosti fékk hann móral yfir þessari smáskífu og bað Bubba, Megas og Hörð formlega afsökunar á plötunni og tók hana úr umferð. Eða framleiddi ekki annað upplag af henni. Ég man þó að Bjarni sagði mér að Megas hafi sagt honum að vera ekki að afsaka við sig þessa plötu. Hún væri frábær og hann allt annað en ósáttur. Bjarna var mikið létt við þau viðbrögð.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 23:50
Ég vil bæta því við að þessi smáskífa á ekki heima á lista yfir merkustu íslenskar smáskífur. Þó hún sé/hafi verið nokkuð hressilegt innlegg í rokkið á sínum tíma.
Jens Guð, 21.4.2009 kl. 23:54
Árið 1970 var gefin út smáskífa frá hljómplötuframleiðanda sem hét,Hljómskífugerðin SARAH .A-hlið á smáskífunni er lagið,,Friður á Jörð/lennon og MCcartney,B-hlið ,,Við Lindina,,reyndar er þetta ágætis plata flytjandi lagana er,Ásgerður Flosadóttir.Hljómsveitin Samsteypan spilar undir,en í henni voru:Axel Einarsson Birgir Hrafnsson Jónas R Jónsson Pétur Kristjánsson og Sverrir Guðjónsson....Skyldu einhverjir hafa munað eftir þessari smáskífu.
Númi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 00:05
Númi, ég man mæta vel eftir þessari smáskífu. Pétur heitinn Kristjánsson spilaði hana fyrir mig skömmu fyrir andlát sitt. Hann kom þar við sögu - að mig minnir - bæði sem söngvari og bassaleikari. Mig minnir að hann hafi ætlað að setja lagið á yfirlitsplötu með sér. Ásgerður Jóna rifjaði upp með mér á Landsþingi Frjálslynda flokksins í Stykkishólmi að ég hafði tekið við hana viðtal fyrir Morgunblaðið um þessa plötu á sínum tíma.
Jens Guð, 22.4.2009 kl. 00:56
Ég valdi Dimmar rósir ... var alveg gjörsamlega heillaður af þessu lagi á sínum tíma og spilaði það í tætlur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:18
Hvaða bull er þetta? Það er alveg klárt mál að smáskífan Ný batterí, sem hér er ranglega kölluð Dánarfregnir og jarðarfarir, uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru í valinu. Það er ekki flóknara en það.
Björn (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:19
Bergur, ég var líka heillaður og lagið hefur elst vel. Þar fyrir utan er textinn skemmtilega sýrður en ljóðrænn.
Jens Guð, 22.4.2009 kl. 22:57
Björn, ég er farinn að halda að þú sért að stríða mér. Setjum dæmið upp þannig: Fjöldi fólks telur Dánarfregnir og jarðarfarir vera svo flott í flutningi Sigur Rósar að hann vill fá það á lista yfir bestu smáskífurnar. Það lag er á smáskífu sem inniheldur 3 lög sem eru ekki á stórri plötu með Sigur Rós sem ekki eru á stórri plötu með hljómsveitinni og einu lagi sem er á stórri plötu. Þetta fólk er ekki að velja þetta eina lag sem er á stóru plötunni heldur Dánarfregnir og jarðarfarir sem er ekki á stóru plötunni.
Við getum líka sett dæmið upp þannig: Fólk er að velja Dánarfregnir og jarðarfarir af safnplötunni Englar alheimsins. Hún inniheldur 2 lög með Sigur Rós. Í því tilfelli kemur ekkert lag af stórri plötu með Sigur Rós við sögu.
Þessi listi sem skoðanakönnunin snýst um er að gefa smáskífulögum tækifæri sem þau fá ekki í leit tonlist.is, rásar 2 og Félagi hljómplötuúrgefenda að bestu plötunum. Sú könnun einskorðast við stórar plötur. Þessi könnun mín einskorðast við smáskífur og smáskífulög sem ekki eru hluti af stórri plötu sama flytjanda.
Nú spyr ég þig: Hvernig á fólk að koma á framfæri aðdáun sinni á þessu lagi í flutningi Sigur Rósar sem það fólk telur eiga heima á lista þess besta ef lagið er ekki gjaldgengt í leitinni að bestu stóru plötunum né bestu smáskífunum? Við erum ekki talibanar, eða hvað?
Til að endurtaka mig ekki um of vísa ég í "komment" #42 hér fyrir ofan. Þar sé ég reyndar að í tilvísun í smáskífu með Roof Tops hef ég í ógáti skrifað að útlendar krákur séu gildar en þar átti að standa ógildar. Rétt eins og kemur fram í bloggfærslunni.
Jens Guð, 22.4.2009 kl. 23:37
Jens ! Meðan ég man. Ég las þarna ofarlega með smáskífu Megasar. Hún kom út á safnplötunni Peanuts, en ekki á safnplötunni Hrif. En allt gerðist þetta á árinu 1975.
Með góðri kveðju, Steinn.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 01:25
Steinn, bestu þakkir fyrir að leiðrétta mig. Ég átti þessa vinylplötu á sínum tíma, spilaði hana í botn og hef enga afsökun fyrir að misminna nafn hennar.
Jens Guð, 23.4.2009 kl. 02:10
Það sem ég er að benda á er að mér finnst hæpið að gefa sér ákveðnar forsendur fyrir vali á bestu smáskífunni en vera svo meira en tilbúinn að víkja frá áðurgefnum forsendum eftir því sem það hentar. Það vill svo til að það er verið að velja smáskífu en ekki lag. Ný batterí er smáskífa með lagi af Ágætis byrjun. Dánarfregnir og jarðarfarir er lag á b-hlið þeirrar smáskífu. En þetta er náttúrulega þín könnun og þú hlýtur að verða að fá að ráða því hvernig þú framkvæmir skoðanakannanir á blogginu þínu.
En svo ég svari spurningunni þinni. Fólk gæti fengið tækifæri til að lýsa aðdáun sinni á Dánarfregnum og jarðarförum í eftirfarandi könnunum:
1. Besta lagið
2. Besta smáskífulagið
3. Besta b-hliðin
4. Besta lag úr kvikmynd
5. Besta koverútgáfa af lagi eftir Jón Múla
6. Besta rokkútgáfa af útvarpsstefi
Ég gæti haldið lengi áfram en læt þetta duga í bili.
Björn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:40
Björn, við erum komnir út í þrefið endalausa. Ég þakka þér samt fyrir þín innlegg í umræðuna. Ég hef alveg gaman af þrefi. Skoðanakönnun mín er bara léttur leikur þar sem fólki er boðið upp á þátttöku á þess forsendum þó ég búi til uppskirft. Það er þannig í svona skoðanakönnun og mörgum öðrum sem ég hef staðið fyrir - og hafa oft vakið athygli fjölmiðla - að hitt og þetta lendir inn á gráu svæðí. Það má alveg gagnrýna mig fyrir að rígbinda mig ekki við stöngustu reglur. Ég bara fagna umræðu um þannig ágreiningsmál. Mér þykir meiri akkur af að leyfa fólki að tjá sín viðhorf en keyra í gegn mitt persónulega viðhorf. Ég er fyrst og fremst forvitinn að hlera eftir viðhorfum þeirra sem taka þátt í leiknum. Til að allt sé á hreinu þá er ég ekki sérlegur aðdáandi Dánarfregna og jarðarfara í flutningi Sigur Rósar. Ég er aðdáandi Sigur Rósar en ekki þessa tiltekna lags. Þannig lagað.
Ég efndi á sínum tíma til skoðanakönnunar um besta íslenska lagið. Þar trónuðu efst A-hliðar lög sem voru hluti af stórri plötu. Þannig var það nú bara. Ég sé ekki fyrir mér virka þátttöku í skoðanakönnun um bestu útvarpsstef eða krákur (cover) af lögum Jóns Múla.
Jens Guð, 24.4.2009 kl. 01:10
Tilf með Purrki pillnikk er bezt.
Njörður Helgason, 5.7.2009 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.