Fyndnar og snjallar hannanir

uppfinning 3

  Sem áhugamaður um hönnun og framþróun á því sviði hef ég leitað uppi snilldar hannanir sem auðvelda heimilisfólki jafnt sem starfsfólki veitingastaða að afgreiða mat og drykk á einfaldari og fljótlegri hátt en áður.  Hér fyrir ofan sést hvernig tvöfalda má afköst þess sem hellir svalandi drykk í glös fyrir marga.

uppfinning 6

  Hér eru teketill og brauðrist sameinuð í eitt.  Upplagt fyrir plásslítið og nett eldhús.  Annar kostur er sá að um leið og brauðið ristast þá skerpist hitinn á vatninu.   

uppfinning 13

  Sumir þjónar eru alltaf að missa bakkann í gólfið fullan af góðgæti.  Einkum vill þetta gerast þegar þeir eru með smjörlíki á puttunum.  Með þennan bakka á hönd eru litlar líkur á að missa góðgætið í gólfið.  Þó getur það gerst þegar þjónar stíga á smjörlíki á gólfinu og missa fótanna.

uppfinning 15

  Þegar gest ber að garði er mikið hagræði af því að leggja fyrir hann svona kaffibolla.  Það sparar uppvask á stórum smákökudisk á miðju borði og litlum kökudisk við hlið bollans.  Til viðbótar skammtar þessi bolli gestinum aðeins 3 smákökur.  Það er sparnaður ef gesturinn er gráðugur og kann sig ekki.  Hver kannast ekki við gest sem hakkar í sig heilan kexpakka ef honum er gefinn laus taumur?

uppfinning 4

  Fátt er sárara en vera með glas fullt af ísköldum bjór eða ísköldu brennivíni og horfa á eftir glasinu renna úr greipum sér vegna rakans sem myndast utan á glasinu.  Þá kemur svona glas að góðum notum.  Maður kemur hendinni vandlega fyrir í mótið og rígheldur síðan af öllum kröftum utan um glasið.  Sama hvað gengur á. 

 uppfynning

  Á öllum veitingastöðum þekkist óhagræðið af því þegar starfsmenn eru með nefrennsli.  Þeir eru síhlaupandi inn á klósett til að snýta sér.  Með því að spenna klósettrúllustatíf á höfuð er hægt að halda starfsmanninum við eldavélina alla vaktina.  Sumir kokkar - sem ekki hafa yfir svona klósettrúllustatífi að ráða - taka ekki í mál að leyfa starfsfólki sínu að bregða sér frá til að hreinsa nefið.  Kokkarnir standa yfir þeim með svipuna og leyfa þeim ekki að hreyfa sig frá eldavélinni.  Eldhússtrákurinn hér fyrir neðan lenti í þannig aðstæðum.  Hann varð að hræra í sósunni sama hvað það kostaði.  Annars hefði sósan hlaupið í kekki.  Stráksi var einnig með kuldahroll og vettlinga á höndum og ullarsokk á fótum.  Að vísu götótta.  Sem kom þó ekki að sök.  Annað gatið var fyrir ofan hæl.  Það klóraði hann sjálfur á sokkinn í taugaóstyrk er hann tók strætó og þekkti engan í vagninum.  Hitt gatið var undir miðri il.  Það kom til þegar hann festist í lausum nagla á þröskuldi í herbergisdyrum sínum.  Þá komst styggð að honum.  Í hamagangnum kom gat á sokkinn.  Góðu fréttirnar eru þær að naglinn er óskemmdur.  Pabbi stráksa geymir naglann í brjóstvasanum til minningar um atburðinn.  Kallinn sýnir stundum nákomnum ættingjum naglann í fermingarveislum og öðrum mannfagnaði þegar atburðinn ber á góma.  Það veldur kátínu og léttir stemmningu.

maður með hor í nefi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Sæll Jens flott hönnun en hvað varð um myndbandið af Hannesi?

Þorvaldur Guðmundsson, 21.4.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Jens Guð

  Þorvaldur,  ég smellti á myndbandið af flugdrekanum Hannesi hér í næstu færslu fyrir neðan.  Það virkaði alveg.  Ef það er seint í gang er það vegna álags.  Þá bíður maður bara rólegur á meðan myndbandið hleðst inn. 

Jens Guð, 21.4.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Já ok takk bara smá pikkles hjá mér hélt kannski að sjallarnir hefðu látið þig eyða þessu.

Þorvaldur Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 00:18

4 Smámynd: Jens Guð

  Þorvaldur,  stuttbuxnadrengir flugdrekans Hannesar fá mig ekki til að eyða neinu.  Ég hef viðbjóð á frjálshyggjunni eins og hún virkar í praxis þó uppskriftin hljómi jafn vel og stefnuskrá Sovétríkjanna.

Jens Guð, 22.4.2009 kl. 00:47

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2009 kl. 01:27

6 identicon

Neðsta myndin er hryllingur.  Það lá við að ég ældi þegar ég sá þennan sárasjúkling.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 04:31

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Jens í Guðana bænum taktu vara við seinustu myndunum. Sérstaklega núna fyrir helgina þegar fólk fer að kjósa og jafnvel út að borða (eða ættlar út að boraða) það gæti hætt við eins og ég sem missti alveg matarlystina núna og því enginn morgunmatur í dag. Skamm Skamm.

ps Ég má sko ekkert við því að sleppa úr máltíð, því ef vindur fer yfir 15 m/s þá þarf ég að gæta mín á að fjúka ekki!!!!

Sverrir Einarsson, 22.4.2009 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband