Smásaga um hund

 

  a-frábær-mynd-2

  Einu sinni var fjárhundur á sveitabæ.  Hann hét Geir Finnur Þór.  Enginn vissi af því.  Þess vegna var hann kallaður Snati.  Einn góðan veðurdag síðsumars fékk hann að fara í göngur með húsbónda sínum.  Húsbóndinn reið með björgunum fram og Snati elti.  Snata þótti ósanngjarnt að þurfa að hlaupa alla þessa leið á meðan húsbóndinn sat óþreyttur á hestbaki.  Snati sagði ekki neitt.  En hugsaði þeim mun meira.  Eftir að hafa velt málinu fyrir sér á hlaupum inn dalinn komst Snati að þeirri niðurstöðu að húsbóndinn væri ójafnaðarmaður.

  Innst í dalnum hafði safnast saman hópur fólks á hestum og hundar.  Snati kom þar auga á fallegustu tík sem hann hafði augum litið.  Snati vonaðist til að þau yrðu samferða í fjársmöluninni.  Honum varð ekki að ósk sinni.  En þau hittust aftur þegar komið var með féð í réttirnar.  Snati vissi ekki hvernig hann átti að stofna til samskipta við tíkina.  Í ráðaleysi sínu réðist hann á hana með kjafti og klóm.  Hún varði sig af hörku.  Þá kom eigandi hennar og sparkaði fantalega í Snata og lamdi hann með píski.  Snata þótti það svínslegt.  Leikurinn var orðinn ójafn.  Tvö á móti einum.  Snati rölti ýlfrandi heim á leið.  Það var hundur í honum.

  Næsta dag sendi Snati tíkinni bréf.  Þar stóð:
.
  Voff,  voff.
.
  Voff,  voff,  voff, voff.  Voff,  voff,  voff.  Voff,  voff,  voff, voff.  Voff,  voff,  voff.  Voff,  voff,  voff, voff. 
  Voff,  voff,  voff.  Voff,  voff,  voff, voff.  Voff,  voff,  voff.  Voff,  voff,  voff, voff.  Voff,  voff,  voff.  Voff,  voff,  voff, voff.  Voff,  voff,  voff.  Voff,  voff,  voff, voff.  Voff,  voff,  voff.
.
  Undir þetta skrifaði hann:
.
  Voff, voff,  voff.
.
  Voff,  voff.
.
  Snati hefur ekki fengið neitt svar í 8 ár.  Fyrstu 5 árin var hann ekkert að stressa sig á því.  Honum þótti eðlilegt að tíkin tæki sér tilfinngalegt svigrúm áður en hún svaraði.  En nú hefur læðst að honum grunur um að hann hafi orðað hlutina klaufalega í bréfinu.  Tíkinni hafi þótt hann full ákafur og tekið erindinu illa.  Hún ætli ekki að svara. 
  Þegar Snati komst að þessari niðurstöðu rölti hann í rólegheitum vestur fyrir hús og gróf upp gamalt bein sem hann hafði áður falið þar.  Það var orðið meyrt undir tönn.  Snati var alsæll.  Þetta var ljúfmeti.  Næst langar Snata í bjúgu. 
----------
.
 
 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:30

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Okei .. .

Flokkast kannski ekki undir mestu ritsnilldarsmíð heimssögunar en... hmmm einstaklega furðuleg saga og skemmtilega steikt lesning ... Sér í lagi þar sem ég beið eftir skýringunni afhverju hundurinn heitir Geir Finnur ÞÓR ... en það kom aldrei skýring á því.

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 05:54

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Saga óheftra auðhyggju postula í hnotskurn sl. 18 ár og bjargráð þeirra sem ÞEIR halda að gangi í kjósendur Þ(olimóðir)Ó(reyndir í pólitík) R(eykvíkingar).

Sverrir Einarsson, 25.4.2009 kl. 09:51

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Já vonandi hefur Snati vit á því að kjósa X-D í dag. Þá kannski á hann meiri möguleika í haust....

Siggi Lee Lewis, 25.4.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: Brattur

Það er augljóst að Snati er gáfaður hundur, þess vegna getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki vænt þess að fá atkvæði hans...

Brattur, 25.4.2009 kl. 14:19

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lol

Óskar Þorkelsson, 25.4.2009 kl. 18:14

7 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 25.4.2009 kl. 22:47

8 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar, þessi saga er vitaskuld bara bull.  Ég dett stundum í þennan gír og þá kemst ekkert vitrænt að.  Þetta með nafnið á hundinum,  Geir Finnur Þór,  hefur enga merkingu og það er engin skýring á því.  Ég velti fyrir mér hver væri algengasta nafn á hundi.  Síðan velti ég fyrir mér hvort skemmtilegra væri að hafa nafnið kjánalegt.  Ég féll jafnóðum frá því en þetta nafn,  Geir Finnur Þór,  poppaði samt upp.  Í aulahúmor mínum hætti ég við að henda því út en hafði það einungis í þessari einu setningu. 

  Ef ég væri klár rithöfundur myndi ég finna nafninu djúpa merkingu.  En ég er ekki rithöfundur heldur bullari. 

Jens Guð, 25.4.2009 kl. 23:08

9 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  ég er að reyna að ná þessu.

Jens Guð, 25.4.2009 kl. 23:12

10 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  voru það ekki bara tíkurnar sem kusu íhaldið í dag?  Það virðast ekki aðrir hafa kosið þann flokk miðað við afhroðið sem hann beið.

Jens Guð, 25.4.2009 kl. 23:23

11 Smámynd: Jens Guð

  Brattur,  þeir sem velta hlutum fyrir sér,  eins og Snati,  geta ekki komist að niðurstöðu sem leiðir til stuðnings við þá sem ollu mesta efnahagshruni Vesturlanda,  leiddu 18% stýrisvexti yfir þjóðina,  klúðruðu Íslendingum á hryðjuverkalista,  eru uppvísir að mútum og allskonar spillingu.

Jens Guð, 25.4.2009 kl. 23:34

12 Smámynd: Jens Guð

  Bara svo fátt eitt sé upptalið,  ætlaði ég að hafa með.

Jens Guð, 25.4.2009 kl. 23:37

13 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 25.4.2009 kl. 23:39

14 Smámynd: doddý

jens, mér finnst þú frambærilegar höfundur en ekki bullari. gefðu þetta út í 100 eintökum og þau seljast öll. kv d

doddý, 26.4.2009 kl. 20:21

15 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  þessar smásögur og leikrit sem hrökkva upp úr mér eru ekki upp á marga fiska lagðar á mælikvarða bókmenntafræði.  Ég er aulahúmoristi og þessi "ritverk" bera þess öll merki.  Ég veit ekki hvernig það gerist að svona sögur poppa upp í huga mér í heilu lagi.  Þá er ég í bullstuði og þykir þetta fyndið.  Ef ég er nálægt tölvu skelli ég svona bullsögu samstundis inn á bloggið.  Oftast er ég þó fjarri tölvu þegar svona bullsögur dúkka upp í huga mér.  Þá þýðir ekkert fyrir mig að reyna að skrásetja þær síðar.  Undir þeim kringumstæðum er ég ekki í réttu bullstemmningunni og það virkar ekki að reyna að rifja þær upp.  Í langflestum tilfellum gleymi ég þeim þess vegna jafn óðum. 

  Það er fjarlægt en gæti þó gerst að yfir einhvern árafjöld safnist upp kannski 100 svona sögur eða svo.  Þá kæmi til greina að velja úr þeim 20 - 25 "skástu" og gefa út á bók.  Ekki í 100 eintökum heldur 5000.  Ég kann það vel á markaðinn að mér yrði létt verk að selja það upplag.  Þetta eru bara vangaveltur og ekkert sem ég stefni á en veit að er raunhæft.   

Jens Guð, 26.4.2009 kl. 23:52

16 Smámynd: doddý

já mér finnst þetta góð hugmynd og vil fá áritað. kv d

doddý, 27.4.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband