Frábær furðuhljómsveit á leið til landsins

  Hljómsveitin Orka hljómar eins og hljómsveit með hefðbundin hljóðfæri.  Eins og sést hér á myndbandinu nota liðsmenn Orku samt ekki venjuleg hljóðfæri.  Þess í stað blása þeir ofan í glerflöskur,  plokka strekktan snærisspotta,  banka á trésög og ýmsa brúsa,  tunnur og fleira. 

  Orka er færeysk hljómsveit,  hugarfóstur Jens L. Thompsen bassaleikara Clickhaze,  gömlu trip-hopp hljómsveitar Eivarar.  Það er frábærlega gaman á hljómleikum Orku.  Það er til dæmis gaman að loka augum um stund og hlusta á þessa rammfæreysku músík eins og hún sé spiluð á hefðbundin hljóðfæri.  Glenna svo skyndilega upp augun og sjá hvernig þessir galdramenn fara að því að framkalla tónlistina með því að spila á heimilistæki,  verkfæri og allt annað en venjuleg hljóðfæri.

  Orka býður upp á hljómleika í tilefni færeyska fánadagsins,  30.  apríl (miðvikudag) klukkan 21:00 í Norræna húsinu.  Álfadrottningin Eivör kemur einnig fram.  Ég lofa frábærri upplifun.

  Plata Orku fæst í verslunum Pier í glerturninum við Smáratorg og Korputorg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frumleg hljómsveit. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Ómar Ingi

Gætu fengið skiptimynt í subway í NYC

Ómar Ingi, 26.4.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  já frumleg og einnig mjög færeysk.  Ég hafði einungis heyrt í Orku á plötu áður en ég sá þá á hljómleikum.  Platan er flott og maður hugsar ekkert út í að þar sé ekki spilað á hefðbundin hljóðfæri.  Þó á umslaginu standi á hvað er spilað hélt ég að þarna væri að mestu um hljóðversbrellur að ræða.  Á hljómleikum sér maður hinsvegar með eigin augum hvernig strákarnir fara að þessu.

Jens Guð, 26.4.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  þeir eru betur settir en svo að þurfa að "böska" í útlendum járnabrautarlestum.  Þessi hljómsveit er vel bókuð á hljómleikum á meginlandi Evrópu og er í hávegum í Færeyjum.  Plata þeirra hefur selst vonum framar. 

Jens Guð, 26.4.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Clickhaze verður nú varla skilgreind sem hipp hopp hljómsveit er það Jens?

Eiríkur Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 01:16

6 Smámynd: Jens Guð

  Eiríkur,  bestu þakkir fyrir að leiðrétta mig.  Ég brást við skjótt og lagfærði þetta í færslunni.  Ég átti við trip-hopp en ekki hipp-hopp.  Fljótfærnisvilla.

  Þegar ég heyrði fyrst í Clickhaze - um 2000 - var þetta trip-hopp hljómsveit.  Hún var undir sterkum áhrifum frá Rage Against the Machine.  Spilaði rappaða músík með "jungle" (sem RATM var laus við) og hipp-hopp bíti en ekki eins fönkaða og pönkaða og RATM.  Síðar gekk Eivör til liðs við hljómsveitina og bætti inn í dæmið gömlum færeyskum sálmalögum,  svokölluðum "kongo".  Jafnframt vék hratt "jungle" og hipp-hopp takturinn ásamt rappinu.  Á sinni einuplötu,  Ep, er Clichaze varla lengur trip-hopp hljómsveit heldur meira nýrokksveit (new wave).  Eftir sem áður héldu gömlu trip-hopp lögin sér inni á hljómleikum hljómsveitarinnar.  Svo bara hætti hljómsveitin og allir liðsmenn hennar urðu súperstjörnur sem sólóistar.  Þar bera hæst Eivör,  Högni Lisberg,  Mikael Blak með pönksveitinni 200 og Jens L. með Orku. 

Jens Guð, 27.4.2009 kl. 02:19

7 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Högni finnst mér vera sæmilega skemmtilegur artisti, og svo voru lögin Daylight og Indigo Brown með Clickhaze algjörlega frábær. Þar heyrist lítið, eins og þú bentir réttilega á, til RATM áhrifa. Vissi reyndar ekki um þá tengingu, enda enginn fræðingur í færeyskri tónlist eins og þú. Gaman að vita þó aðeins meira en ég vissi í gær.

Eiríkur Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 02:47

8 identicon

Sæl Ég vildi koma inn smá leiðréttingu. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu 30. apríl og byrja kl 21:00 en húsið opnar klukkan 20:00.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.