Auglýsingar

auglýsing1

  Það er ekki gott að átta sig á því hvort um meðvitaða gamansemi er að ræða í þessum auglýsingum eða hvort auglýsendurnir eru furðufuglar.  Það er nóg til af þeim.  Hvorutveggja kemur til greina.  Og hvort sem er þá dregur það ekki úr skemmtanagildi auglýsinganna. 

  Í auglýsingunni hér fyrir ofan segir:  "Óska eftir einhverjum til að ferðast aftur í tímann með mér.  Þetta er ekki grín.  Þú færð greitt fyrir þegar við erum komnir til baka.  Þú verður að koma með þín eigin vopn.  Öryggi er ekki gulltryggt.  Ég hef aðeins framkvæmt þetta einu sinni áður."

a-frábær-mynd-15 

  "Við leitum að tölvufræðingi sem getur leyst erfið vandamál.  Hringdu strax í þetta símanúmer:"

 

   "Ég á viagra en vantar konu.  Hvaða konu sem er á aldrinum 18 - 80."auglýsing2

a-frábær-mynd-16

  Hér eru leiðbeiningar um hvernig þvo á flíkina í þvottavél og strauja.  Lýsingunni líkur á þessum orðum: 

  "Eða láttu konuna þína um þetta.  Þetta er hvort sem er hennar hlutverk."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt skrítið í kýrhausnum.  Þessa auglýsingu sá ég í Mogganum í dag.  Grínlaust.  Hún er á bls. 38. 

Til sölu

 Stolnar fartölvur til sölu. Eins og nýjar. Frábært verð. Uppl í síma 6x6-xxxx.  (ég breytti símanúmerinu)

Tobbi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: Ómar Ingi

Þessi síðasta er brakandi snilld

Ómar Ingi, 3.5.2009 kl. 20:11

3 Smámynd: Hannes

Hahaha ég er alveg 100% sammála þessu síðasta þetta eiga kellingarnar að sjá um.

Hannes, 6.5.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband