3.5.2009 | 22:41
Hverjir eru bestu trommuleikarar rokksögunnar?
Breska músíktímaritið New Musical Express efndi á dögunum til skoðanakönnunar um bestu trommuleikara rokksögunnar. Úrslit liggja fyrir. Þau koma mér verulega á óvart. Ég er ekki sáttur við hverjir hreiðra um sig í allra efstu sætunum. Reyndar verð ég að játa að hafa ekki hlustað mikið eða náið á trommuleikinn hjá The Killers og Green Day. Lög sem ég hef heyrt með þeim í útvarpi hafa ekki dregið eyru mín sérstaklega að trommuleik þeirra.
Af þeim trommuleikurum sem ég hef lagt mig eftir að hlusta á tel ég John Bonham vera þann besta í rokksögunni. Listinn hjá NME var fundinn út þannig að lesendur gáfu helstu rokktrommuleikurum heims einkunn á bilinu 1 til 10. Klárlega er hátt hlutfall lesenda blaðsins ungir að árum og þekkja lítið til trommusnillinga fyrri ára. Þess meiri áhuga hafa þeir á vinsælustu rokkhljómsveitunum í dag.
Gaman væri að heyra viðhorf þín til listans. Svona er hann (fyrir aftan er meðaleinkunn viðkomandi):
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
- Staðin að verki!
Nýjustu athugasemdir
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður I B, svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Þetta minnir mig á þegar tveir íslenskir nemar í Kaupen voru á ... sigurdurig 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Guðjón, það er margt til í því! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Jóhann, heppinn! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Svo vitnað sé í Bibbuna, fólk er lýgið og svikult og líður best... gudjonelias 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Úps, ég er lukkunnar pamfíll að þurfa ekki að hafa áhyggjur af ... johanneliasson 29.10.2024
- Varð ekki um sel: Stefán (# 11), ætli þetta sé ekki einhverskonar misskilningur?... jensgud 26.10.2024
- Varð ekki um sel: Mér varð ekki um sel þegar ég fór að fylgjast með ágreiningi Va... Stefán 26.10.2024
- Varð ekki um sel: Stefán, ég hef borðað selspik með signum fiski. Það er góður ... jensgud 23.10.2024
- Varð ekki um sel: Mér varð ekki um sel að lesa þetta og datt fyrst í hug að þarna... Stefán 23.10.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 80
- Sl. sólarhring: 244
- Sl. viku: 1764
- Frá upphafi: 4107599
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 1542
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 66
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Fáránleg könnun. Spurðu frekar "vinsælasti trommari rokksögunnar".
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 22:46
eða "vinsælasti trommari ársins"???
Pal I Sander (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:54
phu ég þekki bara ekki nema 1/3 af þessum nöfnum. kv d
doddý, 3.5.2009 kl. 22:57
Ringo starr á topp 20 !!!!!!!!!!!!! Þetta hlítur að vera djók.
Röggi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:02
Sé ekki þann albesta --- Ron Bushy í Iron Butterfly
http://www.youtube.com/watch?v=hBbv2v0xOlAHalldór Sigurðsson, 3.5.2009 kl. 23:12
Ég er mjög ósammála þessum lista. Þarna vantar greinilega nokkra frábæra sem gætu raðað sér í efstu sætin (1-5 a.m.k.).
Páll A. Þorgeirsson, 3.5.2009 kl. 23:22
þeir vita ekki af einni glæsilegustu herrafataverslun í bænum. þar í kassa er ágætur trommari. leikkonan systir hans getur líka leikið trommara. kv d
doddý, 3.5.2009 kl. 23:27
Stewart Copeland (Police) ætti að sjálfsögðu að vera þarna.
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:30
Tre Cool er reyndar frábær trommari en það að það séu tveir leiknir/skáldaðir trommarar á topp 15 segir allt um það hversu alvarlega þetta var tekið hjá NME.
Egill Óskarsson, 3.5.2009 kl. 23:33
Hríngurinn á heima á svona lizta, sonurinn mázke ekki, Copeland auddað, Ginger Baker, Jeff Porcaro, Terry Bozzíó, Cozy Powell, Phil Collins.
En gaman fyrir gamlann glam rokkara & fatlafólafílara að sjá Rick Allen þarna.
Steingrímur Helgason, 3.5.2009 kl. 23:41
Þetta er djók. Vinsældakosning líðandi stundar en ekki hæfileikasjónarmið sem ráða.
Ari (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:42
Stephen Morris í Joy Division/New Order ætti heima á þessum lista.
Hér er hann í 5. sæti á 50 sæta lista Stylus Magazine.
http://www.rockband.com/forums/showthread.php?t=107083
Nokkur flott móment:
http://www.youtube.com/watch?v=WBOg2z5pQkI
http://www.youtube.com/watch?v=4yTIpcwBTTshttp://www.youtube.com/watch?v=ItSrB3LONyE
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:02
Listinn er hlægilegt bull - hvaða heilvita manni dettur í hug eitt andartak að trommari Killers sé betri en t.d. Neil Peart í Rush eða John Bonham í Zeppelin?
Ingvar Valgeirsson, 4.5.2009 kl. 00:11
Að gera svona lista er álíka gáfulegt eins og að gera könnun á því hver er besta amma í heimi.
Páll Blöndal, 4.5.2009 kl. 00:29
þessi listi endurspeglar sennilega bara lesandahóp NME,fyrir mitt leiti hefði ég viljað sjá YES trommarana ,Bill Bruford og Alan White,Santana snillingin Mike Shriever,Cream trommarann Ginger Baker,jafnvel Lars Ulrich úr Metallicu og að sjálfsögðu Ralph Humphrey úr Mothers....
zappa (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 02:13
What is with the tie at 9 and 10? Is that legal in a list like this? (my vote goes to Def Lepperd, but that is mostly because I love the band - Pour some sugar on me....).
Phil Collins and Red Hot Chili Peppers ought to be here. I think the inclusion of Animal indicates this is a joke at least as much as Ringo Starr!
Lissy (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 05:34
Þessi listi er nú alveg fáránlegur.
Sú staðreynd að hvorki Vinnie Paul úr Pantera, né Paul Mazurkiewicz úr Cannibal Corpse komist þarna á lista bendir til þess að listinn sé samsettur af krökkum á aldrinum 14-18 ára mestmegnis sem fíli MTV.
Björn I (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 07:46
Chris Sharrock Icicle Works (núna Oasis) hefur alltaf verið mitt uppáhald, hann er lítið að sýna listir sínar með oasis en fyrir rúmu 25 árum með Icicle.... dem ....
Þórður Helgi Þórðarson, 4.5.2009 kl. 08:18
Þetta er fáránlegur listi og er í raun einhver vinsælda popplisti dagsins sem þessi könnun var gerð. Engin yfirsýn yfir söguna. Að vera þarna í efstu sætum með pilta, sem nota fyrst og fremst vélrænan trommuslátt eftir tölvuforriti er hrein della og sýnir að þetta fólk, sem velur, veit ekkert hvað það er að fjalla um. Að mínu mati er John heitinn Bonham einn allra mesti og tæknilegasti rokktrommari allra tíma. En það vantar þarna fleir, nefni t.d. John Hiseman ofl.ofl. Þetta er fáránlegur listi.
Ronnie (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:44
Ég er sammála flestum sem tjá sig hér. Svona listi er auðvitað bara della. Ég vil þó mótmæla Rögga þegar hann er að pissa yfir Ringó. Hann á alveg heima á þessu lista. Hann var frábær trommari og alveg sérlega smekklegur.
Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:50
Þetta lítur nú að sumu leiti út sem vinsældalisti með trommurum vinsælla hljómsveita í dag og líklega eru þeir bara allir fínir, en þarna eru líka nöfn trommara sem eiga fullt erindi á svona topplista, svo sem: John Bonham, Keith Moon, Mitch Mitchell, Ringo Starr, Roger Taylor, Topper Headon, Chad Smith og Dave Grohl. Þarna bráðvantar líka mikla trommisnillinga, svo sem: Ginger Baker (Cream), Jon Hiseman (Colosseum), Ian Paice ( Deep Purple), Carl Palmer ( ELP), Phil Collins (Genesis), Bill Ward (Black Sabbath) Stewart Copeland (Police) Neil Peart (Rush), Danny Seraphine (Chicago), Terry Bozzio (Frank Zappa).
Stefán (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:49
Hversu mörg sympahty votes ætli Def Leppard gaurinn hafi fengid?
Bonham var, og er, langbestur.
Jóhann (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:57
Blessaður ef við erum bara að tala um rokktrommara þá er Bonham no. 1 . En á öllum trommara skalanum er bara einn trommari sem gnæfir yfir alla sína kollega og það er Buddy Rich. Það á ekki að þurfa að rökstyðja það nánar.
viðar (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 10:44
Mér finnst vanta í þessa upptalningu Danny Carey (Tool)
http://en.wikipedia.org/wiki/Danny_Carey
Jón Magnús, 4.5.2009 kl. 11:05
Sammála þér Viðar, Buddy Rich er ( var ) sá rosalegasti trommari sem uppi hefur verið. Ekki bara sem jazztrommari, heldur var hann líka flottur funktrommari og jazz/rokk trommari. Hraði og tækni karlsins verður tæplega nokkurn tíma toppuð. Ég sá hann á tónleikum og fæ aldrei nóg af því að hlusta á og horfa á trommusólóin hans á DVD. Af núlifandi jazzxrommurum finnst mér Billy Cobham bestur.
Stefán (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:26
Ringó er auðvitað langbestur. Hann þurfti ekki einu sinni að lyfta hi-hattinum!
Júlíus Valsson, 4.5.2009 kl. 13:21
Folks, þetta var *net* kosning. Hægt að kjósa einu sinni á dag. Ég fór og plöggaði minn mann eftir ábendingu á póstlista, aðrir hafa gert eins.
Ekki taka þetta alvarlega, en endilega spáið í hvað ykkur finnst.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:28
Við skulum svo ekki gleyma þeim frábæra trommara Mike Portnoy úr Dream Theater, hann ætti klárlega heima í efstu sætum á svona lista, en þessi listi er auðvitað bara bull.
Stjáni (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 13:39
Trommarinn hjá Def Lepard er einhentur píkupoppari, og hann skorar jafn hátt og Dave Grohl! I rest my case
Páll Hjörvar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:15
arnar valgeirsson, 4.5.2009 kl. 17:34
Ekki spurning hann Lars Ulrich ætti að vera á toppnum hann kom með marga nýja vínkla, plús að vera númer 2 í bandinu sínu,, án hans væri Metalica ekki til. Ef þið þurfið að sannfærast horfið þá á Cunning Stunts með þeim,,,njótið............
Res (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 18:10
Ég fullyrði að Einar Scheving,Gulli Briem, Biggi Baldurs eru betri trommarar en stærstur hluti af þeim sem eru á þessum lista.
Mér finnst Bonaham sá besti þarna sem ég kannast við.
Brynjar Jóhannsson, 4.5.2009 kl. 18:39
Simon phillips TOTO
http://www.youtube.com/watch?v=E-R4Txcp1bg
Dennis Wilson Beach boys
http://www.youtube.com/watch?v=X-ect3IfRzEjonas (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:50
Og hvað með Carmine Appice, Vanilla Fudge?
http://www.youtube.com/watch?v=7TX9xpfwDA0
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:38
Gunnar Th., þetta er léttur samkvæmisleikur. NME er söluhæsta poppblað Bretlands og er einnig selt í Bandaríkjunum, Íslandi og á meginlandi Evrópu. Rokkumfjöllun þessa blaðs gerir út á hljómsveitir eins og The Killers, Green Day og Kings of Leon. Lesendur eru klárlega að uppistöðu til ungir menn á þessari línu. Þar liggja skekkjumörk og þá verður maður að setja fyrirvara til samræmis. En mér þykir alltaf gaman að velta svona listum fyrir mér. Taka púlsinn á þessu liði um leið og það er skemmtun að rifja upp og velta fyrir sér hverjir eru bestu trommarar rokksögunnar.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:00
Pal, þessi listi er vissulega litaður af stöðu vinsælla hljómsveita dagsins í dag, samanber efstu sætin. Ég er það gamall að minnast þess þegar Robert Wyatt (Soft Machine) var áskrifandi að 1. sæti yfir bestu trommuleikara í áramótakosningum lesenda bresku poppblaðanna um 1970. Síðar tók hann upp á því að ætla að fljúga á höndunum yfir London. Var þá staddur á 4ðu hæð í húsi og komst aldrei lengra en niður á gangstéttina fyrir neðan. Hefur verið lamaður í hjólastól síðan og virðist gleymdur sem trommuleikari. Komst ekki á blað í þessari könnun. En var virkilega góður trommari áður en hann lamaðist.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:10
Doddý, ég hef heldur ekki haldgóða þekkingu á öllum á þessum lista. Og veit ekki hvaða fyrirbæri The Mighty Boosh er.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:13
Röggi, Ringo á alveg heima á lista yfir bestu trommuleikara. Ég hef hlustað mikið á Bítlana. Ringo á stjörnuleik í mörgum Bítlalögum. Ekki síst ef trommuleikur hans er metinn út frá því sem trommuleikarar voru að gera á fyrri hluta sjöunda áratugarins.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:18
Halldór, það háir hugsanlega Ron Bushy að almenningur þekkir Iron Butterfly bara fyrir lagið In-A-Gadda-Vida.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:21
Páll A., ég er þér sammála að þarna vantar mörg nöfn. Það væri áhugavert að hlera hvaða nafna þú saknar þarna.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:23
Doddý, ertu að vísa til Komma (Q4U, KK)?
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:25
Baldur, Stewart Copeland komst á blað. En að mig minnir með meðaleinkunn 3,eitthvað.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:27
Egill, ég man ekki almennilega eftir The Muppet Show. Held að ég hafi aldrei fylgst með þeim sjónvarpsþætti. Man þó einhverra hluta vegna eftir að trommuleikurinn var skemmtilegur. Hvert er hitt "leikna" fyrirbærið?
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:32
Steingrímur, flestir sem þú nefnir komust á blað þó ekki næðu þeir inn á Topp 20. Það takmarkaða sem ég hef heyrt til Zak Starkey þá er hann glettilega góður. Enginn Keith Moon (ekki eins skemmtilega villtur) en samt sprækur. Og mjög ólíkur pabba gamla í stíl. Ég hef grun um að Zak væri betur metinn ef hann væri ekki sonur Ringos. En kannski myndi hann heldur ekki spila með Oasis og The Who ef hann væri ekki sonur Ringos.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:40
Ari, það er augljóst að þarna spila vinsældir tiltekinna hljómsveita í dag stærri rullu en yfirveguð þekking á rokksögunni.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:43
Jón Gunnar, Stephen Morris er einn þeirra sem kraumuðu undir Topp 20. Það var yndisleg sena í 24 Hours Pary People þegar verið var að hljóðrita trommuleikinn.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:46
Ingvar, þó ég hafi ekki hlustað náið á The Killers (þykir sú hljómsveit leiðinleg) þá hef ég ekki fest eyru við neitt sem bendir til að þar sé boðið upp á trommuleik sem kemst í hálfkvist við John Bonham eða Neil Peart.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:49
Páll, það skiptir mestu máli að taka þetta ekki of hátíðlega. Af minni hálfu er þetta skemmtilegt innlegg til að velta fyrir sér dæminu. Og ekki síst að fá til sögunnar allar þær áhugaverðu ábendingar sem hér hafa komið fram í myndbönd á youtube. Ég sé fram á að næsta helgi fari í að skoða þau myndbönd. Og hlakka til.
Jens Guð, 4.5.2009 kl. 23:55
Zappa, bæði Bill Bruford og Alan White eru í hópi þeirra sem krauma undir Topp 20. Lars Ulrich var nálægt Topp 20 og Ginger Baker þar fyrir neðan. Ég varð ekki var við nöfn hinna sem þú nefnir.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 00:00
Lissy, Ringo Starr is no joke. Not at all. But Animal is. I don´t know why his/that name is there. But we should not take this too seriously.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 00:06
Björn, þú ert áreiðanlega með nokkuð rétta greiningu á þessu. Vinnie Paul er reyndar einn af þeim sem krauma undir Topp 20. En unglingsstrákarnir sem lesa NME vita áreiðanlega ekki hvað Cannabal Corpse er. Sú annars frábæra hljómsveit.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 00:14
Doddi litli, ég þarf að tékka á Chris Sharrock. Ef mig brestur ekki minni kom Zak Starkey við sögu í Icicle Works.
Annað: Mikið var þátturinn ykkar, Litla hafmeyjan, frábær á föstudaginn. Nú eru föstudagskvöldin komin í lag.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 00:29
Ronnie, þetta er bara léttur samkvæmisleikur. Ég er ekki nógu vel að mér í músík þeirra sem eru þarna í efstu sætum. Síst af öllu The Killers, sem mér þykir leiðinleg hljómsveit. Og er reyndar ekki sérlegur aðdáandi Green Day eða Kings of Leon. Ég tel mig þó þekkja músík Green Day og Kings of Leon nægilega vel til að hafna því að þar sé um vélrænan trommuleik eftir tölvuforriti að ræða. Með þeim fyrirvara að ég hef ekki stúderað þeirra músík - ekki alveg mín bjórdós - þá er trommuleikur þessara hljómsveita "down to the earth". Ég hef ekki þekkingu á The Killers. Kannski á lýsingin þar við. Veit það ekki.
Jon Hiseman er frábær.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 00:42
Theodór, ég er þér sammála með Ringo. Ég er það gamall - kominn hátt á sextugsaldur - að muna eftir hvað trommuleikur Ringos var ferskur og hressilegur á fyrstu árum Bítlarokksins. Ringo fylgdi alveg vel eftir þegar framsækna rokkið kom til sögu um og upp úr 1966 - 67. Ringo hélt ekki við þegar kom að Led Zeppelin eða Deep Purple 1969. En eftir stendur innlegg hans fram að þeim tíma.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 00:48
Stefán, það er gott að fá innlegg frá gamalreyndum trommara. Af þeim sem þú nefnir eru nokkrir sem krauma undir Topp 20: Bill Ward, Terry Bozzio og svo er Neil Peart #12 á listanum.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 00:55
Jóhann, ég er þér sammála með að John Bonham. Persónulega þykir mér Def Leppard vera poppað rokkjukk og einhenti trommarinnn ekkert flottur sem trommari. En hann fær prik fyrir að sprikla sem slíkur.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:02
Viðar, það er gott að fá "komment" frá trommusnillingi Frostmarks, Jarla og djasssveitar Árna Ísleifs. Jafnframt föður margverðlaunaðs trommara Bisundar, Stjörnukisa, Celestine, Daðlanna og svo framvegis. Buddy Rich, já, við erum að tala um eitthvað sem rokksagan nær varla til.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:10
Jón Magnús, Danny Carey er einn af þeim kraumar undir Topp 20.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:15
Júlíus, ég er þér sammála með Ringo.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:18
Björn, er eitthvað nett svindl í gangi?
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:19
Stjáni, Mike Portnoy var þarna með meðaleinkunn 3,eitthvað.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:22
Páll Hjörvar, Dave Grohl er flottur trommari. Ég kvitta ekki undir að einhenti trommari Def Leppard sé jafningi.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:25
Arnar, skoðum svona lista sem innlegg í skemmtilega umræðu. Tökum hann ekki hátíðlega. Þetta er bara upspretta léttra skoðanaskipta.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:31
Res, ég er þér ósammála með að Lars eigi að vera #1. Hann og Metallica komu vissulega sterk til leiks í þrassi og speed rokki. Og Lars á klárlega heima á lista yfir þá bestu. En ekki #1. Hann hefur "stirðnað" og fjarað hefur undan ferskleika.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:38
Brynjar, margir Íslendingar eiga heima á lista yfir bestu trommuleikara. Útlendingar þekkja þá bara ekki.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:42
Jónas, Toto var stofnuð af hæfileikaríkum session fagmönnum. En músíkin var jafn dauð og fagmennska þeirra var pottþétt.
Ég er mikill aðdáandi Brians Wilsons. En Beach Boys var flott hljómsveit fyrir flest annað en trommuleik.
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:49
Jakob, Appice var frábær!
Jens Guð, 5.5.2009 kl. 01:53
Hér vantar klárlega meistara meistaranna Ginger Baker!
Hafsteinn (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:23
Síðan er þessi könnun enn þá vanhæfari á getu trommara að aðeins sé spurt um bestu trommuleikarana innan ákveðins tónlistargeira. Það er t.d. ekkert hugsað út í alla þá djasstrommuleikara sem hafa oft miklu betri tækni, rytma og sens fyrir tónlistinni. Og Keith Moon í 11 sæti er hálfgert hneyksli.
Kristján Hrannar Pálsson, 5.5.2009 kl. 14:33
jebbh kv d
doddý, 5.5.2009 kl. 16:17
bonham zeppelin, the who, Keith Moon hannn var algjor snillingur fyrsti þúngarokkarin i anda lars ulrich(mans ekki skrift á nofmnum sorry)enn han gæti verið numner 4 mit og þar myndi ég setja nik mason pink floyd, sem besta studio trommara er hann numer 1 ásammt öllum þar á bæ pink floyd og Mitch Mitchell hann er otrulega góður einsog á rfmognuðu kvennalandi:)
Marinó heiðar svavarsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:19
Minn maður, Big Paul Ferguson ( http://www.youtube.com/watch?v=5tyQbZ86qdE ) sennilega ekki nógu frægur (góður gæti einhver sagt) til að komast á svona lista, næstbestur/skemmtilegastur finnst mér Mike Bordin í Faith No More ( http://www.youtube.com/watch?v=sRFPs7L9Vgw )
Georg P Sveinbjörnsson, 5.5.2009 kl. 20:44
haha Jens þú ert svo mikill meistari að svara ÖLLUM þarna undan þér , 30+ svör!
Ari (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:13
Rosalega skrítið að sjá þarna á listanum ekki breikmeistara einsog Phill Collins. Hvað þurfa menn að vera dasaðir til að komast á þennan lista? Frumkvöðlinum Ringo tyllt í 18. sæti. Einmitt....
Það er bara einn dómari í svona samkvæmisleikjum og hann heitir TÍMINN. Ég tek því undir með Skerinu:
Tíminn græðir, gefur öllu verð,
er grafari af allra bestu gerð.
Sverrir Stormsker, 6.5.2009 kl. 00:15
Hafsteinn, Ginger Baker er einn af þeim sem kraumaði undir Topp 20. Frábær trommari. Ráðríkur skapofsamaður og skemmtilegur karakter. Hróínfíklill. Trommaði meðal annars með PIL, hljómsveit Johnnys Rottens.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 00:56
Heróínfíkill átti það að vera.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 00:59
Kristján Hrannar, skoðanakönnun NME hefði lent ennþá meira út á túni ef djasstrommarar væru með. Þar er af svo mörgu að taka: Buddy Rich, Gene Krupa (eflaust vitlaust stafsett), Max Roch (eflaust líka vitlaust stafsett) og listinn er óendanlegur áður en kemur að rokktrommurum.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 01:06
Doddý, takk fyrir innlitið og þátttökuna.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 01:08
Marino, ég kvitta fúslega undir Keith Moon, John Bonham og Mitch Mitchell. En ekki Nick Mason. Man ekki eftir neinu sérlega flottu með honum. En þeim mun betur eftir frekar flötum trommuleik hans. Ég hef samt áhuga á að ná á geisladisk fyrstu sólóplötu hans. Þar eru öll lög eftir Cörlu Bley, sem útsetti dæmið, og söngur í raddböndum Roberts Wyatts. Ég átti þessa plötu á vinyl en vantar hana á CD.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 01:16
Georg, frægð spilar þarna stóra rullu. Vinsældir og frægðþ
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 01:19
Vinsældir og frægð átti það að vera án þ.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 01:20
Ari, ég hef mikinn áhuga á trommuleik. Hef samt aldrei sjálfur náð tökum á trommuleik. Eldri bróðir minn var trommuleikari og sömuleiðis minn besti vinur, Viðar Júlí. Einnig sonur Viðars, Birkir Fjalar (Döðlurnar, Bisund, Stjörnukisi, I Adapt og Celestine).
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 01:24
Sverrir, Phil Collins kraumaði undir. Hann var reyndar ennþá flottari með Brand X en Genesis. Fyrripartur stökunnar er góður. Hvernig er seinniparturinn?
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 01:28
Þessar línur eru úr stórri og feitri ljóðabók minni sem heitir "Með ósk um bjarta framtíð" sem var gefin út 1997. Löngu uppseld, því miður, eða sem betur fer. Erindið var svona:
Það gufar fleira upp en vatnið eitt;
ástin, fólkið, minnið, - öllu er eytt.
Tíminn græðir, gefur öllu verð,
er grafari af allra bestu gerð.
Hvað varðar Phil kallinn Collins þá var hann algjört met í frumlegum og útpældum breikum og það má heyra á snilldarplötum Genisis einsog t.d. "The trick of the tale" og "Then there where three." Sérstaklega í laginu Undertow af þeirri síðarnefndu. Fer ekki á milli mála hver er við settið.
Ringo greyið, sem var ekki beint sá tæknilegasti, sagði um sjálfan sig að hann væri besti vondi trommuleikari sögunnar. Mikið til í því. Frjór og húmorískur gæi sem fann uppá fullt af hlutum sem trommarar hafa brúkað óspart síðan. Það myndi t.d. engum detta í hug að tromma í "Get back," "Come together, "Let it be," o.fl. á þann hátt sem Ringo gerði. Ekki á þeim tíma.
Hann var skarpasti og fyndnasti gæinn í Bítlunum, af viðtölum að dæma, og dældi út úr sér flottustu paradoxunum, einsog t.d. "8 days a week," "Hard days night," o.s.fr. sem Lennon hafði ekki undan að stela.
Brilljant trommari.
Sverrir Stormsker, 6.5.2009 kl. 02:30
Jens, þú segir "Appice var frábær!". Verður eiginlega að taka fram að hann er það ennþá. Sá hann og heyrði í L.A. fyrir rúmum tveimur árum á NAMM-sýningunni og hann var algjör moðerfokker.
Ef ég væri hégómagjarn montrass myndi ég segja frá því að ég fékk að taka lagið með honum og fleirum - en að sjálfsögðu geri ég það ekki því ég er lítillætið uppmálað...
Ingvar Valgeirsson, 6.5.2009 kl. 13:06
Hvar er Carl Palmer eiginlega... þetta er ómarktækt án hans
DoctorE (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:46
...Art Blakey !!
Gestur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:51
Vitleysa. Hver er munur á góðum sessiontrommuleikara og góðum trommuleikara. Simon phillips er stórgóður og oft talinn sá besti í bandinu þó svo að lögin falli ekki að öllum.
Er Gunnar Jökull einhversstaðar þarna á listanum?
jonas (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:39
Sverrir, þetta er dúndur flott ljóð.
Þú hlustar tæplega mikið á íslensku rás 2 þarna úti í Asíu. Rásarmenn tóku þessa umræðu hér upp. Ásgeir (man ekki hvers son) hafði eftir Paul McCartney að Ringo væri ekki í hópi bestu trommara heims. Hann hafi ekki einu sinni verið besti trommuleikari Bítlanna!
Ef rétt er eftir Paul haft þá hefur hann verið að gefa til kynna að hann sjálfur væri betri trommari. Paul trommaði í nokkrum Bítlalögum. Í fljótu bragði man ég eftir "Dear Prudence", "The Ballad of John and Yoko", "Why Don´t we do it in the Road?" og "Back in the USSR".
Einnig hefur Paul haldið því fram í viðtölum að hann hafi útsett trommuleik Ringos í tilteknum lögum.
Ég man eftir því þegar fyrstu Bítlaplöturnar komu út hvað trommuleikur Ringos virkaði hressilegur og frábrugðinn þeim trommuleik sem maður hafði áður heyrt. Reyndar held ég að maður hafi yfirleitt ekki tekið eftir trommuleik fyrr en Bítlarnir komu til sögu.
Öllum ber saman um að innganga Ringos í Bítlana hafi verið himnasending fyrir hljómsveitina. Ekki síst upp á móralinn að gera. Sérstaklega hafði hann góð áhrif á Lennon sem var stöðugt að springa úr skapofsaköstum. Þegar sú staða kom upp datt eitthvað fyndið upp úr Ringo sem sló Lennon út af laginu þannig að hann og allir viðstaddir veltust um af hlátri.
Ringo átti einnig stóran þátt í því að blaðamannafundir Bítlanna voru jafnan eins og uppistand. Grallaraskapur hans smitaði hina Bítlana og kom þeim í grallaragírinn.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 22:38
Ingvar, takk fyrir þennan fróðleik. Ég hef ekkert orðið var við Appice í háa herrans tíð. Gaman að hann sé enn í fullu fjöri að spila með þér og fleirum!
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 22:40
DoctorE, Carl Palmer komst á blað en var með meðaleinkunn 3,eitthvað.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 22:42
Gestur, listinn náði ekki til djasstrommara.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 22:43
Jónas, góðir sessiontrommarar eru jafn gildir og trommuleikarar hefðbundinna hljómsveita. Einhverjir sessiontrommarar komust á blað án þess að skora hátt. Sennilega þekkir almenningur betur til trommuleikara sem eru hluti af tilteknum hljómsveitum en sessiontrommara.
Gunnar Jökull komst ekki á blað. Enda þekkir breskur almenningur ekki þann meistaratrymbil. Hinsvegar las ég fyrir örfáum árum viðtal við Chris Squeri, bassaleikara Yes, þar sem hann fór fögrum orðum um Gunnar.
Gamla hljómsveitin þeirra, Syn, var endurreist fyrir 2 árum eða svo. Gaf út að minnsta kosti eina plötu. Meira veit ég ekki um það dæmi.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 22:52
Ringo er bestur á þessum lista. Ekki spurning.
Annars talandi um trommuleik og til að minnast á einhvern sem ekki hefur verið nefndur hér í færslunni, Howard Wyeth (Howie Wyeth)
Hann er líklega best þekktur fyrir að spila með Dylan, m.a. á Desire plötunni 1975. Alveg magnað að mínu áliti. Eithvað alveg sérstakt. Hann var líka píanóleikari og úr mikilli listafjölskyldu í Bandaríkjunnum skilst mér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2009 kl. 23:07
Ég er sammála Ingvari og Jakobi, Carmine Appice er frábær, er alltaf að verða betri og alltaf að þyngjast hjá honum rokkið. Stíllinn hjá Bonham kom frá Carmine Appice. Ég sá Appice með Edgar Winther og hann var frábær.
Það er heillangt viðtal við hann hérna fyrir þá sem hafa áhuga http://www.moderndrummer.com/md-videos.php
Alltaf skemmtilegur.
sandkassi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:11
Vá, þetta er nú meiri romsan! Ingvar góður, sé hann í anda með MR. Carmine! En vinur vor Bubbi ekki búin að tjá sig samt enn, furðulegt! Hann var nú lengi vel með hvorki meira né minna en "Trommara dagsins" á dagsrá á blogginu sínu blessaður! En hvað um það, þrátt fyrir alla þessa upptalningu, þá gæti ég setið í marga tíma og talið upp trommara sem ekki hafa verið nefndir. Simon Kirke til dæmis, ekkert nema snillingur og reynið ekki að neita því!Cozy Powell var aðeins nefndur af steina, ef hægt er að tala um trommara sem í senn hafði mikil séreinkenni, en sömuleiðis gríðarlega fjölbreytta hæfileika hvað músíkstíla varðaði, þá gilti það um hann. Úr þyngra rokki vil ég nefna tvo sérstaklega, hinn hámenntaða og hávaxna Scott Travis, sem fyrst hygg ég gat sérorð í sveit gítarsnillingsins Paul Gilbert, Racer X. Með sínum ótrúlega öfluga leik, breytti hann hreinlega gömlu þungarokksgoðunum til hins miklu betra á plötunni Painkiller. Algjör snilldarplata þar á ferðinni.
Hins vegar er það svo hinn makalausi Dave Lombardo í slayer, menn komast vart lengra í að sameina ofurkraft, hraða og þéttleika sem honum hefur þótt takastt! Alveg svakalegur svo ég sja´lfur minnist á fyrri verkum Slayer á borð við Reign In Blood og Hell Awaits!
"Kaupmaðurinn Stefán" finnst mér svo alltaf flottur trommari, geri ráð fyrir að allir viti við hvern ég á!?
Og þannig mætti áfram lengi telja!
Af íslenskum stendur svo einn upp úr af tilfinningaástæðum, minn ónefndur, en það er nú önnur saga.
Magnús Geir Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 23:20
gömlu þungarokksgoðunum í JUDAS PRIEST, átti að sjálfsögðu að standa þarna.
Magnús Geir Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 23:23
Ómar Bjarki, takk fyrir upplýsingar um Howard Wyeth. Ég þarf að tékka á honum.
Ég er aðdáandi Ringos. Mér fannst hann koma til leiks sem ferskur gustur á fyrstu árum Bítlanna. Ég man að gagnrýnendur þess tíma flokkuðu hann sem "villimannslegan" trommuleikara og áttu þá við að hann skorti fágun. Ég hlusta mikið á Bítlana og dáist oft að framgöngu hans sem trommara. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að hann fór halloka þegar til sögu komu menn eins og John Bonham, Ginger Baker og Ian Paice. En samt. Ringo var oft flottur.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 23:38
Gunnar, takk fyrir hlekkinn. Ég tékka á þessu á morgun.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 23:39
Ég er líka aðdáandi Ringo. Hann spilaði bítlalögin eins og átti að gera það, ég myndi ekki heyra einhvern annan fyrir mér í Bítlamúsíkinni. Hann var rétti maðurinn í bandið alveg eins og Charlie Watts í Stones.
sandkassi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:43
Magnús, ég veit ekki í hvern þú vísar sem Stefán kaupmann. Þú ert varla að vísa í Stebba bróðir minn? Hinsvegar átta ég mig á að þú ert að benda á trommara Óðmanna sem stendur þér nærri.
Jens Guð, 6.5.2009 kl. 23:43
Hér sé trommað af miklum móð.
Ég botna síst í að sjá ekki á listanum eðaltrommarann Tony Leonard úr Glitter Bandinu...
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.5.2009 kl. 00:21
Gunnar, það er gaman að fagmaður í trommuleik skuli votta að framlag Ringos til músíkur Bítlanna hafi verið bærilegt. Ég held að mig misminni ekki að vinur minn, Jói Hjörleifs, trommusnillingur, sé sömu skoðunnar.
Ég er líka pínulítið skotinn í trommuleik Charlie Watts. Ég man þó eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með að horfa á sjónvarpsþátt með söngkonunni Cleo Lane (eflaust vitlaust stafsett) þar sem ýmsir trommarar komu við sögu. Þar hallaði á Charlie Watts. Sem aðdáandi Rolling Stones varð ég spældur yfir framgöngu Charlie Watts. En hann hefur oft verið flottur í því sem Rolling Stones hafa verið að gera.
Jens Guð, 7.5.2009 kl. 00:47
Lára Hanna, þú ert alltaf frábær. En ég kvitta ekki undir trommuleik Gary Glitter´s Band sem snilld.
Jens Guð, 7.5.2009 kl. 00:50
Já heyrðu ég sá þennan þátt fyrir ca. 30 árum. Þetta var Kenny Clare sem var trommarinn hjá Cleo Lane en ég er búinn að gleima þeim 3.
Já líklega hefur það verið eitthvað í þá veru. Annars eru svona drum-battles ekki fyrir alla. Hann er ekki slæmur jazz trommari minnir mig. Ég á LP plötu með Charlie Watts Big Band með Jack Bruce á cello. Man ekki hvernig hann er þar.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:59
Glöggur félagi að vanda, við Reynir erum náfrændur. En þetta með "Stefán kaupmann" var bara svona nett aulaggrín, en þó ekki meir en svo, að trommari hinnar afbragðsgóðu þýsku þungarokkssveitar Accept, hét eða heitir Stefan Kaufmann! Fínn trommari, en sem ég held að jafnvel hafi þurft að leggja kjuðana á hilluna vegna einhvers sjúkdóms í úlnliðum eða handleggjum, en skal nú ekki fullyrða um þetta, gæti nú misminnt.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.5.2009 kl. 01:25
Sælir það voru þeir Lionel Hampton (jú hann var fínn trommari) Buddy Rich og Gene Krupa, sem voru þarna líka með Charlie W. og Cleo Lane. Svo að var varla von að Charlie væri svolítið feiminn við þessa karla.
viðar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 02:25
Magnús - Stefan Kaufmann veiktist og varð að hætta að tromma. Þá fór hann bara að spila á gítar og lék sem slíkur með annaðhvort Accept eða UDO-bandinu eftir að Accept hætti.
Svo hefur hann unnið í einhverju stúdíói í Germaníu sem upptökumaður og upptökustjóri, aðallega eða eingöngu fyrir metalbönd.
Ingvar Valgeirsson, 7.5.2009 kl. 10:40
Að djálfsögðu er aldrei minnst á Danny Carey
http://www.youtube.com/watch?v=JVbFrl9wLBA
Sigurður (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:03
Danny Carey er frábær, stóð til að hann spilaði á 2003 plötunni með Killing Joke en Dave Grohl vildi síðan sitja einn að því...og gerði með prýði.
Georg P Sveinbjörnsson, 7.5.2009 kl. 13:33
Sigurður og Georg,
Það gleður mig að þið minnist á Danny Carey. Nú erum við að tala saman! Hann er aftur á móti hátt á listum í fagtímaritum trommuleikara og er það vel. Síðan vantar náttúrulega Derek Roddy og Tomas Haake og fl. tappa þarna, en aftur þá skora þeir fínt í fagtímaritum.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:52
Það eru sumir þarna í læagi en aðrir vegna virðingar.
Miðað við listann hefði trommuleikari Sykurmolanna tví mælalaust átt að vera á honum.
Njörður Helgason, 7.5.2009 kl. 15:30
#103, Gunnar, ég á djassplötu með Charlie Watts. Ég man ekki hvað hún heitir og nenni ekki að fletta henni upp. Hún er ofan í kassa í geymslu hjá mér ásamt 20.000 öðrum geisladiskum. Framhlið umslagsins er andlitsmynd af kvenmanni. Músíkin er mjúk og gamaldags. Blessunarlega reynir Charlie enga stæla í trommuleik og er þægilega látlaus. Ég man ekki hvort Jack Bruce er á plötunni. Það er fjölmenn hljómsveit sem hann er með þarna.
Jens Guð, 7.5.2009 kl. 23:52
Maggi, nú kveiki ég á perunni þegar þú talar svo skemmtilega um Stefán kaupmann. Ég man að þú varst áður búinn að nefna fjölskyldutengsl við Reyni. Þar fyrir utan voru Óðmenn eðal.
Jens Guð, 7.5.2009 kl. 23:56
Maggi, í nýrri bloggfærslu hér fyrir ofan vísa ég á plötudóm þinn um Haré! Haré! með Högna.
Jens Guð, 7.5.2009 kl. 23:58
Viðar, þú manst þetta betur en ég. Á þessum árum - fyrir 30-og-eitthvað árum hef ég sennilega ekki verið búinn að uppgötva þessa snillinga sem þú telur upp og spiluðu með Cleo Lane. En sé þetta rétt munað hjá þér er ofur skiljanlegt að Charlie Watts hafi af lotningu fyrir þeim lent í smá baklás.
Jens Guð, 8.5.2009 kl. 00:02
Ingvar, takk fyrir þennan fróðleik.
Jens Guð, 8.5.2009 kl. 00:04
Sigurður, takk fyrir hlekkinn.
Jens Guð, 8.5.2009 kl. 00:07
Georg, ég á þessa frábæru plötu með Killing Joke. Ég setti hana á lista yfir bestu plötur ársins í áramótauppgjöri DV. Ég var rosalega spældur yfir hvað þessi plata fór hljótt í heimspressunni. Þá 19 ára sonur minn, Danni í Gyllinæð (sjá tónspilarann minn), kolféll svo fyrir þessari plötu að hann hefur síðan verið harðlínu Killing Joke aðdáandi.
Jens Guð, 8.5.2009 kl. 00:11
#111, Gunnar, sá er munurinn á listum fagtímarita annarsvegar og hinsvegar einskonar vinsældalistum blaða á borð við NME að frammistaða trommuleikara er metin að verðleikum í fyrrgreinda tilfellinu fremur en vinsældum hljómsveitanna sem þeir eru í.
Jens Guð, 8.5.2009 kl. 00:15
Njörður, Sigtryggur Baldursson er virkilega flottur trommuleikari. Það hefur verið gaman að fylgjast með honum: Alltaf að pæla í frumlegum uppskriftum að trommuleik. Ég var honum innan handar þegar hann gerði plötuna Út og suður sem Bogomil Font. Þar söng hann meðal annars þýðingu Sveinbjarnar Beinteinssonar - föður Georgs P. - á ljóði eftir Berthold Brecht. Og við sem vissum ekki áður að Sveinbjörn kynni þýsku!
Jens Guð, 8.5.2009 kl. 00:22
já já þannig á þetta líka bara að vera, það verður að athuga hvernig lista er verið að setja upp. Trommararnir á þessum lista eru bara trommarar sem fólk fílar, það er málið.
sandkassi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 00:23
Er ekki búinn að lesa öll kommentin, en í fljótu bragði, þá eiga þessir einstaklingar á top 20 listanum frekar það sameiginlegt að hafa verið áberandi karakterar frekar en merkilegir trommuleikarar.
Carl Palmer. Manu Katché ?
hilmar jónsson, 9.5.2009 kl. 09:14
Chad Smith er reyndar magnaður.
hilmar jónsson, 9.5.2009 kl. 09:15
Thetta er vinsaeldarlisti. Ekki besti-trommari-listi.
Birkir Vidarsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.