Það er auðvelt að grennast

 

pattaralegur2

  Þessi gutti slapp í pönnukökur þegar enginn sá til.  Hann tók ekki eftir því að við hverjar 100 pönnukökur sem hann sporðrenndi á einu bretti bætti hann aðeins á sig í þyngd.  Það var ekki fyrr en hann hitti bróðir sinn fyrir tilviljun að þeir bræður tóku báðir eftir því að þeir litu ekki lengur út eins og tvíburar.  Þeir urðu hissa.

pattaralegur3

  Það var þá sem guttinn ákvað að borða frekar hefðbundinn heimilismat en 100 pönnukökur í hvert mál.  Það var eins og við manninn mælt.  Mörinn rann af kauða og hann varð grannur og spengilegur.

  pattaralegur5pattaralegur6

  Húðin virtist ekki taka þátt í breytingunni.  Það var ekkert mál.  Hún var bara klippt burt með einfaldri skurðaðgerð og kauði saumaður saman eins og sláturkeppur.  Hann notaði tækifærið og lét klippa á sér hárið í leiðinni - fyrst skærin voru á lofti hvort sem var.

pattaralegur7pattaralegur8

  Núna eru þeir bræður aftur eins og tvíburar.

pattaralegur9

  Enginn þekkir þá í sundur.  Þeir aðgreina sig með því vera ekki í eins skyrtum. 

pattaralegur10

  Svona er auðvelt að kippa hlutunum í lag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalegt að húðin sé svona hehe.

Tvíburarnir eru ekkert mjög líkir sko.

Ari (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Kínverska megrunar aðferðin svínvirkar í svona tilfellum, öll þau hrísgrjón sem þú getur í þig látið með einum prjón.

Róbert Tómasson, 6.5.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Hannes

Það er miklu betra að vera vel feitur heldur en grannur því að það fylgja því svo margir áhugaverðir sjúkdómar sem geta valdið ótímabærum dauðdaga t.d meiri líkur á hjartaáfalli og ekki má gleyma stærsta kostinum að maður losnar við pyntingarvélarnar.

Ég held að ég fari ekki í megrun og verði bara vel feitur enda lang þægilegast.

Kveðja Hannes.

Hannes, 6.5.2009 kl. 00:38

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jeminn eini. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.5.2009 kl. 01:03

5 Smámynd: Ómar Ingi

Subway´s the place

Ómar Ingi, 6.5.2009 kl. 02:36

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Stráksi er ofboðslega hugrakkur að birta allt þetta ferli á vefnum. Segi ekki annað. Og þetta er þjálfarinn hans en ekki bróðir hans... hvað þá tvíburabróðir

Jóna Á. Gísladóttir, 6.5.2009 kl. 18:56

7 identicon

Ja svei mér þá.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:59

8 identicon

Jens!!Hvar nærðu í þessar fréttir?? Þetta er nett sláandi.

Víðir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:08

9 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  þeir eru frekar ólíkir á myndinni þar sem þeir heilsast.

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:33

10 Smámynd: Jens Guð

  Róbert,  þessi kínverska aðferð hljómar eins og pottþétt!  Hehehe!

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:34

11 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er líka rosalegur kostur í vindhviðum að vera í þokkalegri stærð.  Annars fýkur fólk.

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:36

12 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:38

13 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það er líka alltaf mánaðartilboð í Subway.  Ég fékk mér svoleiðis túnfisksbát í síðasta mánuði á 349 kall.  Afgreiðsludaman setti á sig einnota hanska um leið og hún hóf afgreiðslu.  Á meðan brauðið og osturinn voru að ristast bað stelpan við greiðslu.  Ég dró upp úr vasa mínum misóhreina tíkallahrúgu og skellti á borðið.  Stelpan sópaði peningunum saman án þess að taka af sér hanskana og taldi peningana ofan í peningakassann.  Síðan tók hún óhreina tusku og strauk af borðinu einhver óhreinindi - án þess að taka af sér hanskana.  Loks sótti hún brauðið úr ristinni og fór að hlaða í það túnfisk og grænmeti.  Og ennþá í hönskunum til að gæta ítrasta hreinlætis.

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:52

14 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Á,  takk fyrir þessar upplýsingar.  Ég fékk myndirnar sendar án nokkurra upplýsinga.  Þess vegna varð ég að sjálfur að ráða í hvað var í gangi.  Það gekk vel - ef við miðum við sanngjörn skekkjumörk.

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:55

15 Smámynd: Jens Guð

  Ragna,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:57

16 Smámynd: Jens Guð

  Víðir,  hann Viðar á Reyðarfirði sendi mér þessar myndir.

Jens Guð, 6.5.2009 kl. 21:59

17 Smámynd: Hannes

Rétt er það gamli að það er best að vera þéttur í roki.

Hannes, 6.5.2009 kl. 22:05

18 Smámynd: Halla Rut

Hvernig er hægt að gera sér þetta?

Halla Rut , 7.5.2009 kl. 02:20

19 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Jólin 2007 reyndi eins og ég gat að komast í og yfir 100kg. Það gekk ekkert. Gafst upp á milli jóla og nýárs. Náði þó 98kg. Núna er ég eins og frisbídiskur í 87kg.

Siggi Lee Lewis, 9.5.2009 kl. 17:33

20 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Og talandi um kíló, þá er Flugvél, Flugfar á færeysku.

Siggi Lee Lewis, 9.5.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband