22.5.2009 | 21:18
Misheppnuð ferð til Færeyja
Í kvöld ætlaði ég að vera í Þórshöfn í Færeyjum. Þau áform klúðruðust rækilega þrátt fyrir einbeittan vilja um annað. Undirbúningi var í fáu áfátt. Flugmiði var keyptur fyrir mörgum dögum á netinu. Eldsnemma í morgun, vel tímanlega, var mætt út á flugvöll, bókað sig inn og gengið um borð.
Fljótlega eftir að í loft var komið vaknaði grunur um að flugstjórinn væri eitthvað að tala um Akureyri. Ég hnippti í ferðafélaga, spurði hvers vegna flugstjórinn væri að röfla um Akureyri þegar við værum á leið til Þórshafnar. Mér var bent á að það væri millilent á Akureyri. Sem og var gert. Þar yfirgáfu margir flugið en nokkrir nýir farþegar bættust við.
Af því að ég vaknaði fyrir klukkan 6 í morgun dottaði ég í flugvélinni. Ég rumskaði þegar flugvélin var að lenda í Þórshöfn. Þórshöfn? Það er enginn flugvöllur í Þórshöfn. Ójú, Þórshöfn á Langanesi. Þangað var ég kominn.
Þegar betur var að gáð kom í ljós að bókað hafði verið flug til Þórshafnar á Langanesi. Ég bókaði ekki sjálfur flugið en var með útprentun og hafði ekki tekið eftir neinu. Hafði einfaldlega engan grun um að mögulegt væri að rugla saman Þórshöfn á Langanesi og Færeyjum. Flugmiðinn kostaði álíka og til Færeyja, 32 þúsund kr. (báðar leiðir). Þannig að það var ekkert grunsamlegt við þetta.
Stórslysalaust tókst að koma sér í bæinn aftur. Því miður var uppselt til Færeyja í dag. En ég er búinn að bóka flug til Færeyja í næstu viku.
Hér fyrir neðan er mynd af Þórshöfn á Langanesi. Myndirnar efst eru af Þórshöfn í Færeyjum. Íbúar Þórshafnar í Færeyjum eru 20 þúsund. Ég veit ekki hvað íbúar Þórshafnar á Langanesi eru margir. Kannski 3 eða 4 hundruð.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Samgöngur, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt 12.6.2009 kl. 00:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Bullukollur ertu Jens minn
Ómar Ingi, 22.5.2009 kl. 21:35
Ég er pottþéttur á því að þú eyðir þessari færslu af síðunni hjá þér, af því að hún hentar þér ekki.. en....
Annað hvort ertu alveg hrikalega slappur og lélegur lygari, eða endalaust heimskur og vitlaus drengur!!!
Hver heldurðu að átti sig ekki á því, að ekki er allt með felldu, ef millilent er á Akureyri á leiðinni til Færeyja ? Akureyri gæti líklega ekki verið meira úr leið, á leið frá suðvestur horninu til Færeyja !!
Og hver heldurðu að hefði ekki áttað sig á því, um leið, að verið væri að ferðast innanlands, en ekki utanlands ? Hringja stykkorðin " vegabréf" "vopnaleit" og " brottfararspjald" engum bjöllum hjá þér ?
Nei, svona vitlaus er enginn maður, og þessa sögu hef ég heyrt svona 100 sinnum..og mér finnst þú ekki upphefja þig mikið með þessari sögu, þó þér detti ekkert annað í hug, til að fá fólk til að lesa síðuna þína...
Hannes
Hannes (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:38
Þú slapps nokkuð vel Jens. Ég var á leðinni til Þórhafnar í Færeyjum en lenti í Skotlandi. Reyndar vegna þess að það var ekki hægt að lenda í Færeyjum... Komst svo til Færeyja daginn eftir.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:38
Ómar Ingi, þetta er ótrúlegt bull, eins og margt annað sem gerist í raunveruleikanum.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 21:48
Nú hef ég reglulega flogið þessa leið og Flugfélagið hefur ekki breytt miklu þá er ýmislegt skrýtið í sögunni þinni.
Það er skipt um vél á Akureyri en ekki millilent og þaðan er flogið í Twin Otter.
Það er millilent á Vopnafirði á leiðinni.
Það er flogið að morgni til.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:55
Hannes, ég er óttalegur kjáni, ofur kærulaus og læt berast með vindinum. Slarkari getum við líka kallað það. Ég veit ekki hvaða orð lýsir týpunni best. Ég henti eitt sinn skjalatöskunni minni í ruslatunnu en mætti til vinnu með útroðinn ruslapoka af samanbrotnum mjólkurfernum, kaffikorg og öðru álíka. Ég hef oft sest upp í ókunnuga bíla sem ég mistek fyrir minn bíl eða bíl sem ég er farþegi í. Ég keyri iðulega yfir gangstéttir og allskonar dót án þess að taka eftir því. Bílar mínir eru jafnan dældaðir á öllum hliðum.
Ég hef ótal oft flogið til Færeyja og þvers og kruss um landið. Ég hef ruglast á innanlandsflugi oftar en einu sinni. Ég hef einnig ótal oft verið í flugi sem hefur farið á allt aðra staði en upp var gefið. Til að mynda vegna veðurs, bilunar eða annarra aðstæðna. Ég hef farið til Skotlands í stað Færeyja, Danmerkur í stað Færeyja, Hamborgar í Þýskalandi í stað Kaupmannahafnar, Keflavíkur í stað Reykjavíkur, Egilsstaða í stað Neskaupstaðar, Bíldudals í stað Patreksfjarðar, Þingeyrar (eða Suðureyrar?) í stað Ísafjarðar og svo framvegis. Ég hef millilent á allskonar stöðum: London á leið til Skotlands, Danmörku á leið frá Portúgal og svo framvegis.
Það er töluverður þeytingur á mér. Ég hef aldrei kippt mér upp við breytingar á flugi. Velti mér ekkert upp úr því. Panta bara fleiri bjóra eða dreg upp koníaksfleyg og geri gott úr aðstæðum.
Ég hef sennilega flogið 20 - 30 sinnum til Færeyja. Lengst af hefur það verið ósköp svipað og fljúga innanlands. Enda flogið frá Reykjavíkurflugvelli. Núorðið sýnir maður vegabréf (eða önnur persónuskilríki) þegar flogið er innanlands. Ég held að flugmiðarnir séu alveg eins, hvort sem flogið er til Færeyja eða Akureyrar.
Það að þú hafir heyrt svona sögu 100 sinnum staðfestir að þetta er ekki einsdæmi. Ég kannast við mann sem lenti blindfullur á Grænlandi þegar hann var í innanlandsflugi hérlendis. Hann var ekki með neina pappíra upp á Grænlandsflug. Franskur ellilífeyrisþegi fannst utangátta farmiðalaus í London þegar hann hélt sig hafa farið í verslunarmiðstöð í Frakklandi. Þetta er alltaf að gerast. Kryddar bara tilveruna.
Ég skal til gamans sýna þér einhvertímann útprentunina á flugfarinu til Þórshafnar á Langanesi. Ég ætla að geyma hana mér til skemmtunar.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 22:24
Hákon, ég hef líka lent í Skotlandi á leið til Færeyja.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 22:26
Óli Gneisti, flugið var klukkan 7:15 í morgun. Það var skipt um flugvél á Akureyri. Sennilega hef ég sofið af mér stoppið á Vopnafirði. Enda ósofinn eftir næturslark.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 22:29
ha ha bara snillingar geta gert svona mistök :D
Óskar Þorkelsson, 22.5.2009 kl. 22:34
Óskar, það gefur lífinu lit að ruglast í ríminu. Ég vil nota tækifærið og færa Flugfélagi Íslands þakkir fyrir þann góða skilning sem ég mætti hjá konu sem afgreiddi málið með farsælli niðurstöðu miðað við aðstæður.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 22:40
Hannes, ég vil bæta því við að þessari færslu er ekki ætlað að glæða innlitsfjölda á bloggið mitt. Ég þarf ekkert á því að halda og er ekki að eltast við það. Tilgangur færslunnar er að upplýsa vini og vandamenn um ástæður þess að ég er ekki í Þórshöfn í Færeyjum í kvöld eins og ég hafði gefið upp.
Það er vandalaust fyrir þá sem vilja fjölda innlita að tengja sig við vinsælar fréttir. Ég er meira í því að eiga orðastað við vini og ættingja á blogginu. Það er gaman að fjörlegri umræðu um áhugamál og það allt en ekki keppikefli að skora hátt á vinsældalista innlita. Á tímabili var þrúgandi að vera í efstu sætum yfir innlit. Því fylgdi ótal beiðnir um að vekja athygli á hinu og þessu. Sem mér er ljúft upp að vissu marki. En ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að rifa segl og vera frekar í hópi þeirra bloggara sem "bubbla undir".
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 23:10
Jibbí (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:16
Jibbí, þetta er flott ljósmynd. Er þetta Hannes Hólmsteinn næst lengst til hægri á myndinni? Nei, varla. Sú ljósmynd væri frekar frá Brasilíu.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 23:27
"Aldrei skal skemma góða sögu með sannleikanum..."
Steingrímur Helgason, 22.5.2009 kl. 23:31
Sorry, hvað þýðir næturslark?
Sveinn (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:32
Steingrímur, hér hefur þvert á móti verið haldið tryggð við sannleikann. Þó hann geri mig ekki frjálsan heldur stimpli mig í hlutverk fíflsins.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 23:46
Sveinn, næturslark getur náð yfir kassa af bjór og lítinn sem engan svefn. Að maður sé smá ringlaður og verulega kærulaus.
Jens Guð, 22.5.2009 kl. 23:49
DoctorE (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 00:00
Jibbí (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 00:03
DoktorE, takk fyrir innlitið. Það er alltaf hressandi að vera minntur á gagnrýni þína á geimverugaldrakarlinn. Ekki síst þegar Færeyinga ber á góma. Það frábæra fólk er meira og minna inn á línu Krossins fremur en frjálslyndra viðhorfa til Krissa & co. Gengur iðulega fram af mér með sínum ofur áhuga á bókstafstrú. Samt sem áður hefur aldrei truflað samskipti mín við Færeyinga að ég er yfirlýstur ásatrúarmaður. Hampa mínum viðhorfum sem slíkur í viðtölum við færeyska fjölmiðla. Það er bara gagnkvæm virðing.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 00:14
Ég hef ekki fylgst með Idol-dæmi Stöðvar 2. En ég sá í viðtali í Morgunblaðinu að nýjasta Idol-stjarnan er ásatrúar. Man því miður ekki nafn hennar. Fer sennilega rangt með það þegar mig minnir að hún heiti Hrafna.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 00:17
Jibbí, takk fyrir að stækka myndina. Þarna er Hannes Hólmsteinn greinilega ekki meðal drengja í Brasilíu heldur sólbrúnn í góðra vina hópi. Vonandi hefur hann borið á sig sólbrúnkufestandi Banana Boat Aloe Vera After Sun Body Lotion. Það varðveitir sólbrúnku um 7 - 9 vikur lengur.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 00:29
Jibbí, hvar ert þú á myndinni?
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 00:30
Var kallinn sem sagt við skál á flakkinu til Þórshafnar?
Þór (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 00:38
Þór, það reyndi ekki á það. Það var engin mæling í gangi.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 00:39
Fyrzta Fjáreyjaferð mín er upprennandi nú í júníbyrjun.
Eru Fjáreyjar nægilega stórar fyrir tvö zlík stórmenni í einu, til dæmiz ef ég held mig til friðar norðan megin, & þú 'pöbbazt' & ~zkandelar~ frá miðju & suðureftir ?
Steingrímur Helgason, 23.5.2009 kl. 01:07
Skemmtileg ferðasaga. Vonandi tekst betur til næst.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:31
Klúðrið var algerlega hjá mér Ladys and Gentlemen. Það var ég sem bókaði flugið fyrir okkur og tek því alla ábyrgð á mig. Takk fyrir.
Siggi Lee Lewis, 23.5.2009 kl. 04:36
Jens viltu ekki koma heim í svið?
Sigurður Þórðarson, 23.5.2009 kl. 12:06
Ef þú hefðir fengið þér 1 flösku af Lívsins vatni þá hefði þetta aldrei gerst.
Ari (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 13:18
Ekki eru allar ferðir til Fjáreyja, Jensinn minn.
Hver vegur að heiman er vegurinn heim.
Þorsteinn Briem, 23.5.2009 kl. 13:32
Steingrímur, það er meira en nóg rými á Fjáreyjum fyrir tvö stórmenni. Þegar eru þarna á 17 af 18 eyjum 48 þúsund stórmenni. Þó að við tveir bætumst í þann góða félagsskap gustar varla svo af okkur að það breyti stöðunni.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 13:32
Jóna Kolbrún, það tekst betur næst. Ég er búinn að tví yfirfara alla hluti. Ekkert getur farið úrskeiðis - nema veðrið.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 13:35
Siggi Lee, ég deili ábyrgð og sök eftir að hafa verið með útprentun á flugmiðakaupunum undir höndum í marga daga. Ég hringdi í hótelið í Þórshöfn í Færeyjum í gær og upplýsti um stöðuna. Viðmælandinn sýndi þessu skilning og breytti bókun af ljúfmennsku. Honum þótti þetta broslegt.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 13:41
Siggi Þórðar, ég þakka gott boð. Ef ég hefði vaknað fyrr en núna (klukkan að verða 2) hefði ég þegið sviðaveisluna í hádeginu. Ég á þetta bara inni hjá þér.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 13:44
Ari, Lívsins vatn er á leið í íslenskar vínbúðir á næstunni. Það sem meira er: Þessi veisludrykkur verður framleiddur hérlendis, í Borgarfirði. Það er nefnilega bannað að brugga sterkari drykki en bjór í Færeyjum. Hingað til hefur Lívsins vatn þess vegna verið bruggað í Danmörku.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 13:48
Steini, þú hittir svo sannarlega naglann á höfuðið!
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 13:49
Já Færeyingar eru stórskaðaðir af vitleysingum sem boða geimgaldrakarlinn.
Þeir trúa samt ekki á hann per se... alveg eins og allir kristnir.. .þeir trúa á verðlaunin.
Engin verðlaun = Enginn geimgaldrakarl... myndi alvöru geimgaldrakarl bjóða upp á mútur & ógnir?
Og sagan um fórn Jesú... hann fórnaði engu, hann fór heim í paradísina á himnum hahahaha
Bottom læn: Trú er sjálfselska og ekkert annað :)
DoctorE (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 14:25
DoctorE, ég held að Færeyingar séu upp til hópa einlægir í sinni trú. Þeir eru þannig fólk. En töluvert fastir í Gamla Testamenntinu, eins og bókstafstrúarfólk almennt. Þá hafa þeir mikla andúð á miðlum, spákonum og þess háttar kukli. Það er engin spákona í öllum Færeyjum. Hún yrði grýtt.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 16:04
Ég hef heyrt þessa sögu áður, kannski þetta hafi komið fyrir fleirri? Eða bara fleirrum dottið í hug að segja þennan brandara.
Bjöggi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:30
jens ég veit hvernig svona hlutir gerast. millinafn mitt er S fyrir seinheppni í orðum og gjörðum - og hí á hannes númer 2, hann hefur greinilega lent í vopnaleit á leið sinni til færeyja. það er nú doldið sérstakt. ..... en þessi saga er gersemi. kv
doddý, 23.5.2009 kl. 19:04
Myndin af Hannesi og vinum er dýrslega flott!!!
Víðir J (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:43
Bjöggi, mér heyrist á fólki að allir þekki einhvern eða einhverja sem hafa lent í svona. Bara áðan hitti ég Árna Gunnarsson (www.reykur.blog.is). Hann sagði mér frá sveitunga okkar úr Skagafirði sem lenti í því fyrir mörgum áratugum að fara til Reykjavíkur. Á einhvern furðulegan hátt villtist karlinn til Danmerkur! Þar var hann nánast bjargar laus, kunni ekki orð í útlendu máli og var að sjálfsögðu ekki með gjaldeyri með sér. Þetta var fyrir daga greiðslukorta, tölvupósts og farsíma. En hann var í nýprjónuðum sokkum.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 20:49
hvernig voru sokkarnir á litinn Jens ?
Óskar Þorkelsson, 23.5.2009 kl. 20:51
Doddý, það fylgir okkur pönkurunum að hlutirnir fara stundum öðru vísi en að er stefnt. Ég kalla það ekki seinheppni heldur krydd í tilveruna. Þetta lífgar upp á.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 20:53
Víðir, myndin af Hannesi er snilld. Hann er alltaf svo sæll og rjóður þegar hann er innan um unga drengi.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 20:55
Óskar, ég gleymdi að spyrja Árna um litinn á sokkunum. En það var kona ferðalangsins sem prjónaði sokkana. Voru ekki allir ullarsokkar brúnir?
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 21:00
Jíbbý Takes it upp tha ASS
Ómar Ingi, 23.5.2009 kl. 21:13
Ómar Ingi, það er kominn kvöldgalsi í þig.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 23:01
Snilld
Hjördís (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:12
Hjördís, það má brosa að þessu eftir á.
Jens Guð, 24.5.2009 kl. 23:49
En spákonur eru betri en guð.. ekki hóta þær pyntingum
Klingenberger... komið að láta mig spá fyrir ykkur... þeir sem gera það ekki verða pyntaðir í andaheimum hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:17
DoctorE, munurinn á spákonum og guði liggur ekki í því hvort fyrirbærið er betra eða verra. Munurinn liggur í því að spákonur eru til í alvörunni.
Jens Guð, 25.5.2009 kl. 20:19
DoctorE, ég á við að spákonur séu til í alvörunni burt séð frá því hvort hæfileiki eða raunhæfur möguleiki til forspár sé fyrir hendi eða ekki. En spákonur eru til í alvörunni. Það þekki ég. Mamma er frægasta spákona Norðurlands.
Jens Guð, 25.5.2009 kl. 21:35
Þórshöfn og ekki Þórshöfn. Hver er munurinn?
SKK (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:39
SKK, ég kann ekki að reikna það út. Það munar breiddargráðu. Held ég.
Jens Guð, 25.5.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.