Ljósmyndir af Phil Spector

phil-spector-phil_spector_052005philspector-Bphil-spector5Phil_Spector_Philspector_16Phil spector-largephilspector-Dphilspector111

  Þessar bráðskemmtilegu ljósmyndir af Phil Spector voru allar teknar á meðan bandarískir dómstólar fjölluðu um morðákæru á hendur honum.  Nema fyrsta myndin.  Hún er örlítið eldri.  Phil hefur forðast myndavélar eins og heitan eld í gegnum tíðina.  Ástæðuna segir hann vera þá að hann myndist illa.  Það hefur ekki verið átt við (fótósjopp) neina af þessum myndum nema þá síðustu.

  Phil er afar viðkvæmur fyrir útliti sínu.  Hann hefur farið í margar lýtaaðgerðir.  Meðal annars hefur hann látið festa eyrun að aftan við höfuðið.  Honum þótti þau vera of útstæð.  Hann skiptir ört um hárlit, hárgreiðslu, gleraugu og fatastíl.  Hann dvelur löngum stundum fyrir framan spegil hvern dag og greiðir hárið í ýmsar áttir ásamt því að vera stöðugt að máta ný föt.

  Phil er höfundur margra þekktra laga í flutningi Tínu Turner,  Bítlanna,  Dolly Parton,  Emmylou Harris,  Lindu Ronstadt og fleiri.  Hann er ennþá þekktari fyrir upptökustjórn á plötum Johns Lennons,  Georges Harrisonar, The Ramones,  Leonards Cohens,  Bítlanna og fleiri. 

  Phil hefur alla tíð þótt verulega skrítinn.  Margir telja hann vera geðveikan.  Nýverið var hann sakfelldur fyrir morð á lítið þekktri leikkonu.  Hér er eitt hans þekktasta lag.  Það var samið löngu fyrir daga pönksins.  Þess vegna þýðir ekkert að setja sig í pönkstellingar.  Þetta myndband er komið til ára sinna.  Emmylou Harris (sú lengst til hægri) er í dag gráhærð og miklu sætari:

philspector-A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnist Botox hafa komið þar eitthvað við sögu....

Hjördís (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Ómar Ingi

Jens það er bara ekkert fyndið við þennan morðingja.

Ómar Ingi, 24.5.2009 kl. 23:28

3 identicon

Halai Gama (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Jens Guð

  Hjördís,  hann er áreiðanlega áskrifandi að Botox.

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 01:40

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það má alveg hlæja að þessum stórfurðulega manni þó hann sé morðingi.  Fyrrverandi eiginkona hans segir að það hafi bara verið tímaspursmál hvenær hann dræpi einhvern.  Hann var alltaf að skjóta að fólki.  Það var meira tilviljun en hitt að byssukúla frá honum fór aldrei í þá sem hann skaut að.  Fyrr en nú.

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 01:43

6 Smámynd: Jens Guð

  Halai Gama,  hefur nokkur manneskja með réttu ráði efast um réttmæti brottreksturs "versta seðlabankastjóra heims",  eins og erlendir fjölmiðlar hafa kallað manninn?

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 01:45

7 identicon

Sammála, það hefur aldrei ,, nokkur manneskja með réttu ráði efast um rétmæti brottreksturs " versta seðlabanka íslands, sem gerði ekki bara Seðlabanka íslands gjaldþrota, heldur íslensku þjóðina alla. Viðkomandi aðili ætti að vera núna á nákvæmlega sama stað og Phil Spector. 

Stefán (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:14

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þegar maður skoðar þessar myndir af Phil Respector þá sér maður að þarna fer maður í fullkomnu andlegu jafnvægi. En hvað segirðu, þurfti hann að láta festa eyrun við hausinn á sér? Voru þau eitthvað laus á?

Sverrir Stormsker, 25.5.2009 kl. 11:48

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég myndi nú segja að river deep montain high sé frægasta lagið hans.... eða var ekki það lag eftir hann... mig minnir það.

Brynjar Jóhannsson, 25.5.2009 kl. 16:41

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Phil deilir þeim heiðri með hjónakornunum Jeff Barry og Ellie Greenwich Brynjar."You've Lost That Lovin' Feelin" er mest spilaða lag 20. aldarinnar á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og verður því að teljast best þekkta lag Phils. En hann samdi það reyndar ekki einn heldur. Barry Mann og Cynthia Weil eru einnig skrifuð fyrir því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 17:28

11 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  já,  þeir ættu að deila saman klefa.

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 19:20

12 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  ég bætti við - fyrir neðan myndbandið - gamalli ljósmynd af Phil.  Þarna var hann unglingur og eyrun útstæðari en á Megasi,  Ég veit ekki hvernig svona dæmi er lagfært í dag en á þessum tíma var aftari hluti eyrans einfaldlega saumaður við höfuðið. 

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 19:42

13 Smámynd: Jens Guð

  Því má bæta við að Phil er ekki húmoristi.  Fjarri því.  Þó annað megi ætla af ljósmyndunum af honum.  Þvert á móti er hann mjög alvörugefinn og tekur sjálfan sig sérstaklega hátíðlega.

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 19:45

14 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  ég orðaði það þannig að  To Know Him is to Love Him  sé  eitt  hans þekktasta lag.  Ég á það bæði í flutningi Bítlanna og á sólóplötu með John Lennoni.  

  Ég held ég hafi fyrir nokkrum mánuðum sett hér á bloggið myndband af Tínu Turner flytja  River Deep,  Mountain High.  Þess vegna setti ég annað lag inn með þessari bloggfærslu.

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 19:56

15 Smámynd: Jens Guð

  Svanur Gísli,  takk fyrir þennan fróðleik.  Ég hef grun um að höfundarréttur Phils á hinum ýmsu lögum sem hann er skráður fyrir ásamt öðrum þekktum lagahöfundum snúi að útsetningum hans.  Ef ég man rétt getur útsetjari gert tilkall til þriðjungs af höfundarrétti lags í þeim tilfellum sem útsetningin setur afgerandi svip á lagið.   

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 20:06

16 identicon

Fyndnar eru þær.  Smilie

EE elle (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:04

17 Smámynd: Jens Guð

  EE elle,  ég hef fylgst með Phil Spector frá unglingsárum á sjöunda áratugnum.  Góður lagahöfundur og merkilegur upptökustjóri.  Alltaf hafa dúkkað upp frásagnir af nettri klikkun hans.  Margar broslegar.  Ég hef heyrt upptöku af því þegar vinslit urðu með honum og John Lennon.  Þá var Phil að hljóðrita plötu Johns,  Rock ´N'  Roll.  Báðir blindfullir og dópaðir.  Í miðri orðasenu skaut Phil úr byssu að Lennoni í gegnum glerbúr sem skildi að upptökuherbergi.  Lennon öskraði:  "Ef þú ætlar að drepa mig skaltu skjóta mig.  En ekki skemma heyrn mína.  Ég þarf á henni að halda!"

  Í kjölfarið rak Lennon þennan upptökustjóra og það urðu vinslit.

Jens Guð, 25.5.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.