14.6.2009 | 00:03
Siggi Lee handtekinn í Færeyjum
Vegna ljósmyndarinnar - sem sýnir færeyskan hrút í bakgrunni - í síðustu færslu er við hæfi að fylgja henni eftir með þessu ágæta myndbandi af glæsilegum færeyskum hrútum. Í Færeyjareisunni bar til tíðinda að ferðafélagi minn, Siggi Lee Lewis, var handtekinn með látum.
Það bar þannig til að eitt kvöldið var kappinn að viðra sig á rölti fyrir aftan skemmtistað í Þórshöfn. Þar voru fyrir nokkrir smákrakkar og einn ungur maður. Siggi var varla farinn að kasta kveðju á hópinn þegar nokkrir menn birtust úr öllum áttum, skelltu Sigga eldsnöggt upp að húsvegg og handjárnuðu. Hinum manninum var skellt flötum í mölina og hann einnig handjárnaður.
Það var fagmannlega að handtökunni staðið. Allt gekk snurðulaust fyrir sig á örfáum sekúndum. Aðkomumennirnir voru í borgaralegum klæðum en veifuðu strax lögregluskilríkjum í kjölfar handtökunnar.
Sigga Lee var nokkuð brugðið við þessa óvæntu kveðju og spurði hvað væri í gangi. Það virtist ríkja bankaleynd um það. Lögreglumennirnir fóru með hraði í gegnum það sem í vösum Sigga var, þar á meðal vegabréf og önnur skilríki. Við skoðun á þeim pappírum bráði snöggt af lögreglunni og handjárn voru fjarlægð með hraði af Sigga. Svo yfirgaf löggan svæðið jafn skjótt og hún kom. En hafði hinn handjárnaða manninn með sér.
Eftir helgina fletti ég upp í dagbók lögreglunnar í Þórshöfn. Þar kom ekkert fram um þessa lögregluaðgerð. Helgin var sögð hafa verið ósköp venjubundin. Allt með kyrrum kjörum að undanskildu því að laus hundur var á ferli í borginni. Lögreglan brýndi fyrir hundeigandanum að passa betur upp á hundinn. Hundeigandinn tók vel í þá bón.
Hér er Siggi að blanda saman færeyska ákavítinu Lívsins vatni og Jolly kóla.
Svo fékk hann sér færeyskt öl í Glitni. Hann sést koma þarna út í kvöldsólina með sólgleraugu og ískalt ölið. Það var ekki meira en svo í glösunum að ölið var jafnan uppdrukkið áður en menn náðu að setjast niður með glasið. Alveg furðulegt hvað það gekk hratt fyrir sig.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Löggæsla, Matur og drykkur, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B, þessi er lúmskur! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Þetta minnir mig á..geggjaða búfræðinginn sem varð að hætta því... sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Stefán, takk fyrir þessa fréttaskýringu. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Lesandi um dansandi hund dettur mér í hug Bjarni nokkur og Katr... Stefán 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Það má ekki rétta "sumum" litlafingur, þá taka þeir ALLA höndin... johanneliasson 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 36
- Sl. sólarhring: 338
- Sl. viku: 1090
- Frá upphafi: 4118576
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 843
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Fóruð þið félagarnir í sérstaka ferð til Færeyja í brennivínsreysu.Muniði eitthvað eftir ferðinni.?Einhvern tíman á maður eftir að fara til Færeyja,og aldrei að vita nema að fá þig sem fararstjóra,þú virðist þekkja nokkuð vel til þar.Mér er sagt að þú Jens þekkir nokkuð vel til hinna nágranna okkar Grænlendinga.Hugsa að þú værir ágætis leiðsögumaður til þessara nágranna okkar.Eða annars ratarðu bara á pöbbana á þessum stöðum,þá þýðir ekki að fá þig sem fararstjóra,góða helgi Jens.
Númi (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:33
Númi, ég hef farið árlega til Færeyja síðustu 15 ár eða svo. Sum árin tvisvar og stundum þrisvar. Til samans eru þetta kannski 40 - 50 ferðir.
Framan af voru þetta vinnuferðir. Síðari ár hafa þetta oftar verið skemmtiferðir. Ég hef verið að kíkja á Ólafsvökuna, G!Festival, Asfalt festival og bara tilfallandi erindisleysur. Einnig hef ég farið nokkrar ferðir sem einskonar leiðsögumaður. Lengst hef ég samfleytt verið í 10 daga í Færeyjum. Oftast þó vikuferðir.
Ég hef aldrei ferðast sérstaklega um Færeyjarnar. Hef einungis dvalið í Þórshöfn, Klaksvík og Götu.
Ég hef þrívegis farið til Grænlands. Eitt sinn til Narsarsuaq. Í annað sinn til Kulusuk og Ammasalik. Í þriðja skiptið var það til Kulusuk, Kangerlussuaq og Aasiat.
Jens Guð, 14.6.2009 kl. 00:56
Er eitthvað annað að gera í Fífleyjum en að drekka og reykja? Ég held að Jens væri hinn fullkomni fararstjóri. Alltaf gaman að lenda í fangelsi í útlöndum eða þannig.
Hannes, 14.6.2009 kl. 02:23
Hannes, það er alltaf margt skemmtilegt í gangi í Færeyjum. Ég þekki ekki músíksmekk þinn. En ég finn ætíð ýmislegt skemmtilegt fyrir minn smekk: Vísnamúsík, djass, blús, popp og rokk. Að vísu er ég ofur upptekinn af músíkdellu minni og veit ekki hvernig dæmið snýr að öðrum áhugamálum.
Jens Guð, 14.6.2009 kl. 02:45
Velkominn heim. Var nokkuð tekinn hringdans með Orminn Langa eins og hér er sýnt?
Jóhann (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 20:40
Jóhann, takk fyrir hlekkinn á þetta skemmtilega myndband. Þetta er frekar stutt útgáfa af Orminu. Hefðbundna útgáfan tekur um hálftíma í flutningi, að minnsta kosti eins og hún er flutt á Ólafsvökunni.
Jens Guð, 14.6.2009 kl. 23:12
Kannski ég fái þig til að leiðbeina mér Jens ef ég fer einhvern tímann til fífleyja
Hannes, 14.6.2009 kl. 23:16
mér finnst ljótt af færeysku lögreglunni að kalla sigga "lausan hund". þetta virðist samt hafa verið skemmtileg ferð. kv d
doddyjones (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 22:47
Hannes, það er ljótt af þér að kalla Færeyjar fífleyjar. Skamm, skamm. Færeyingar eru elskulegasta fólk sem maður kynnist. Ófáir Íslendingar hafa kolfallið fyrir fegurð færeyskra kvenna og hversu frábærar og góðar manneskjur þær eru.
ÞEGAR þú ferð til Færeyja skal ég glaður vera þér til halds og trausts.
Jens Guð, 16.6.2009 kl. 00:01
Doddý, þú ert nú meiri prakkarinn! Hehehe!
Jens Guð, 16.6.2009 kl. 00:02
Jens. Er það ekki gott nafn á Færeyjar að kalla þær fífleyjar? Ég hef heyrt það að Fífleyingar séu mjög almennilegt fólk sem sé gott að umgangast og að það sé skemmtilegt að fara þangað.
Ég er alveg viss um að fífleyskar konur séu mun skárri en þessar Íslensku en ætli það sé ekki best að láta þær í friði svipað og sprengiefni.
Fæ einhver ráð frá þér ef ég fer þangað einhvern tímann.
Hannes, 16.6.2009 kl. 00:27
Hannes, þrátt fyrir vilja til að skilja orðið fífleyjar sem jákvætt þá tekst mér það ekki. Orðið fífl passar ekki við Færeyinga hversu mjög sem ég vil skilgreina það sem jákvætt. Færeyingar eru bara frábært fólk og færeyskar konur eru eitthvað allt annað en sprengiefni. Þvert á móti er elskulegheit þeirra einlæg og ljúf í alla staði. Fólskulaus vil ég segja.
Jens Guð, 16.6.2009 kl. 01:03
Jens Fífleyingar eru allmennt gott einfalt fólk í litlum sjávarplásum. Þetta er bara kaldur húmor hjá mér að kalla þá Fífleyinga. Kannski maður reyni að kynnast konunum ef ég fer til Færeyja einhverntímann.
Tek nokkra daga þar ef ég fer til Evrópu á hjóli um næsta sumar.
Kveðja Hannes.
Hannes, 16.6.2009 kl. 01:14
Hannes, ég kvitta ekki undir að fólk í úteyjum Færeyja sé einfeldningar. Vissulega gott fólk. En ekki einfeldningar. Ég vísa til þess að suðupottur færeyskrar rokkmúsíkur er 1000 manna þorpið Gata. Þar er allt að gerast og ber þar hæst álfadrottningin Eivör sem hefur náð vel inn á heimskortið. Hún hefur náð þeirri stöðu að vera atvinnutónlistarmaður/kona á alþjóðavettvangi. Mokselur plötur sínar á Íslandi, Danmörku, Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Sviss og víðar. Hefur rakað að sér tónlistarverðlaunum á Íslandi, Danmörku og í Færeyjum. Það er alltaf "allt að gerast" hjá henni. Ég hef varla undan að fylgjast með. Og þó ég sé ekki beinlínis tengdur hennar markaðssetningu - þannig lagað - fæ ég samt reglulega fyrirspurnir um hana frá svo framandi löndum sem Japan, Indónesíu og víðar.
Jens Guð, 16.6.2009 kl. 01:45
Jens Ég verð nú að segja að mér þykir ekki mikið til hennar Eivarar koma finnst hún álíka áhugaverð og fangaklefi en hún er allavega skárri en Björk sem hlýtur að vera spiluð í h*****. Áhugavert að svona mikill músík komi frá þetta fámennu þorpi.
Kveðja Hannes.
Hannes, 16.6.2009 kl. 23:08
Hannes, ég hef grun um að þú þekkir ekki vel til ferils Eivarar. Flestir Íslendingar þekkja hana bara af nokkrum vinsælum lögum sem hafa hljómað í útvarpinu. Þau gefa ekki rétta mynd af henni.
Þegar ég kynntist Eivör var hún 15 - 16 ára djasssöngkona. Um svipað leyti sendi hún frá sér sólóplötu. Þar fléttaði hún saman frumsömdum vísnasöng og færeyskum danskvæðum. Jafnframt gerðist hún rokksöngkona með hljómsveitinni Clickhaze. Sú hljómsveit sendi frá sér eina plötu eftir að hafa þróast frá hörðu rapp-metali yfir í trip-hopp þar sem færeyskum sálmum var blandað saman við rokkpopp.
Næst snéri Eivör sér að spunakenndum og rokkuðum djassi. Svo var það blúgrass-blandað popp. Þá tók við plata sem Eivör gerði með 25 manna big-bandi danska útvarpsins. Þar á eftir var það heims-popp (world music). Einnig vísnadjass og um daginn söng hún í Norræna húsinu með hinni merku hljómsveit Orku, rokkhljómsveit sem notar ekki hefðbundin hljóðfæri heldur slípirokk, flöskur, sög og þess háttar.
Inn á milli syngur Eivör þessi poppuðu lög sem eru spiluð í útvarpinu.
Það sem ég er að reyna að segja er að Eivör hefur margar ólíkar hliðar sem tónlistarmaður. Hún brúkar ýmsa söngstíla eftir því.
Til gamans má geta að hljómsveitin Clickhaze frá Götu er það sem kallast súpergrúppa. Liðsmenn hennar hafa allir orðið stór nöfn í færeyskri tónlistarsenu og dóminera í áramótauppgjöri færeyskra fjölmiðla fyrir bestu plötur, bestu lög, besta söngkona og svo framvegis. Trommarinn, Högni Lisberg, hefur náð langt á alþjóðavettvangi: www.hogni.com.
Jens Guð, 17.6.2009 kl. 00:18
Jens ég fór á You Tube og hlustaði á flest lögin sem ég fann þar og fannst ekkert í hana varið eða réttara sagt álíka leiðinleg og málning að þorna. En hún er að minnsta kosti mun betri en Björk sem ég gæti vel trúað að væri notuð sem pyntingartæki í fangabúðum Bandaríkjahers.
Hannes, 17.6.2009 kl. 14:01
Gaman væri nú að heyra hvaða lög þetta voru, hve mörg og hvort smekkur Hannesar mótist almennt af því að skoða og hlusta á hin væast sagt misjöfnu og oftar en vondu, myndbönd á youtube!?
Og hversu lengi hlustaði Hannes til dæmis á hvert lag?
Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2009 kl. 16:03
Og ég segi "hvert lag" hér að ofan, gef mér að Hannes hafi gefið sér tíma þó leiðin væri mikill, að finna fleiri en tvö lög!?
Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2009 kl. 16:05
Magnús ég hlustaði á flest lögin alla leið og gaf mér um 45-60mín í þetta á You tube en gafst þá upp enda leiðinlegri söngkona vandfundnari fyrir utan Björk.
Mörg myndbönd á You Tube eru alltaf leiðinleg en það koma góð inn á milli.
Hannes, 17.6.2009 kl. 20:39
Hannes, einn kunnasti rokkblaðamaður heims, David Fricke hjá Rolling Stone (útbreiddasta músíkblað heims) kann betur að meta Eivör. Hann kolféll á dögunum fyrir hljómsveitinni Orku með Eivör í fararbroddi (sjá hér fyrir neðan).
Á youtube er ekkert myndband með Eivör & Orku heldur aðeins fræðslumyndband um "hljóðfæri" Orku: http://www.youtube.com/watch?v=5yw5CPv7Zgs
Af því að þú ert ekki með tónspilarann virkan á blogginu þín veit ég ekki hvaða músíkstíla þú sækir í.
16. jun 2009, 10:11
Víðagitni blaðmaðurin hjá Rolling Stone Magazine, David Fricke, nevnir ORKA ímillum sínar yndis bólkar á SPOT festivalinum 2009.
Herfyri framførdi føroyski bólkurin ORKA á SPOT Festivalinum í Danmark.
Bólkurin hevur framført ymsa staðni í Norðurlondum, og er tað nú við Eivør Pálsdóttir sum forsangara.
SPOT Festivalurin er ein heldur stórur festivalur, og hetta var eisini júst orsøkin til, at víðagitni blaðmaðurin hjá Rolling Stone Magazine, David Fricke, var til staðar.
Og blaðmaðurin gav veruliga føroyska bólkinum nøkur rósandi orð, tá ið hann valdi ORKA til at verða ímillum hansara yndis bólkar á festivalinum.
Nevnast kann, at ORKA við Eivør eisini verða at hoyra í Føroyum í summar, og millum annað framførur bólkurin á ársins G! Festivali
Jens Guð, 17.6.2009 kl. 21:32
Jens ég fann nóg með henni til að draga þá ályktun að hún sé léleg og sambandi við ORKA ef það er í stíl við það sem ég fann þegar ég leitaði að Eivör þa er þetta drasl sem er best að fara með á haugana.
Hannes, 17.6.2009 kl. 22:09
Hannes, ég er orðinn forvitinn að vita hvernig músík þú hlustar þér til ánægju.
Jens Guð, 18.6.2009 kl. 21:15
Jens ég hlusta á þungrokk contry og Leonard Cohen og sumt klassískt.
Hannes, 19.6.2009 kl. 00:05
Hannes, þú kemur á óvart með breiðum músíksmekk. Ég hafði reyndar grun um að þú værir þungarokkari. Gaman væri að fá nöfn á þeim þungarokkshljómsveitum sem þú ert að hlusta á. Ég er gamall þungarokkshundur. Einnig þótti mér gaman að fyrstu plötum Leonards Cohens en fjarlægðist hann eftir að hann poppaðist. Hvað ertu að hlusta á í kántrýi og klassík?
Jens Guð, 19.6.2009 kl. 00:50
Jens ef þú vilt vita á hvað ég hlusta þá skaltu bara ýta á alla linkana sem ég set hér inn gamli. Þetta er nú töluvert betra heldur en þessi Eivör sem er best gleymd.
Skemmtu þér vel gamli.
Hannes, 21.6.2009 kl. 03:13
Eg gleymdi 2 af mínum uppáhaldssöngvurum í nótt Bob Marley og Shaggy. Skemmtu þér vel gamli.
Hannes, 21.6.2009 kl. 22:15
Hannes, ég er aldeilis rasandi hissa. Það hvarflar að mér að þú sért að stríða mér. Það er flott að þú skulir hlusta á Metallica og Ramstein. En ég fatta ekki hvernig maður á þínum aldri sem hlustar á þessar hljómsveitir hafi gaman að Shania Twain, Kenny Rogers, Toby Keith... Fatta ekki heldur kór Rauða hersins. En hann hljómar þó ekki mjög fjarri sumu með Rammstein og skyldum hljómsveitum ef vel er að gáð.
Ég skil að sumu leyti að þú skulir hlusta á Leonard Cohen og Demis Roussos. Ég kann vel að meta hans eldri plötur. Demis hefur átt það til inn á milli að hljóma öðru vísi og betur en týpiskur evróvisjón-poppari.
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 22:31
Hannes, nú kann ég vel að meta. Marley og Shaggy eru mega. Ég á allar plötur Marleys og rúmlega það. Hef líka tekið blaðaviðtal við hann.
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 22:33
Jens ég er ekki að stríða þér gamli. Ég hlusta nú meira á Kenny Rogers, Shaggy, Demis Roussos og kór Rauða Hersins en rokk nú til dags.
Hannes, 21.6.2009 kl. 22:53
Hannes, ég er bara hissa. Ég þekki ekki aðra á þínum aldri sem hlusta á Metallica og Rammstein en líka á Kenny Rogers og kór Rauða hersins. Hvað þá Shania Twain. Þetta er eins og eitthvað sem passar ekki saman. Reyndar er kostur að hafa breiðan og víðsýnan músíksmekk. En þetta slær út alla sem ég þekki.
Það er algengt að þungarokksunnendur hlusti líka á reggí og Leonard Cohen. Margar rokksveitir í öllum þyngdarflokkum rokksins spila reggí. Einnig þekki ég marga þungarokkara sem hlusta á Leonard Cohen. En þinn músíksmekkur teygir sig ofur langt út fyrir þau dæmi. Ég er bara hissa. Og þó. Hefur þú heyrt plötu finnsku rokksveitarinnar Leningrad Cowboys & kór Rauða hersins?
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 23:19
Jens ég veit að þetta er óvenjulegt gamli. Ég mæli með að þú kynnir þér kór Rauðahersins hann er virkileg góður.
Ég hef ekki heyrt plötuna sem þú nefndir.
Það væri gaman að fá að plötur með Bob Marley lánaðar og setja í minnið á tölvunni.
Hannes, 21.6.2009 kl. 23:50
Hannes, ég skal með ánægju leyfa þér að skrifa plötur mínar með Bob Marley. Ég á ekki aðeins plöturnar sem hann gaf út á alþjóðamarkaði heldur líka nokkrar sem voru bara gefnar út á Jamaica. Sömuleiðis á ég bunka af plötum þar sem aðrir jamaískir reggíar heiðra minningu hans með krákum af lögum kappans. Stórkostlegur söngvahöfundur og túlkandi. Með verulega sérkennileg viðhorf til trúmála. Aðhylltist svokölluð rastatrúarbrögð sem ganga út á að fyrrum einræðisherra í Eþíopíu, Halie Selassie, hafi verið endurborinn Kristur. Í mikilli óþökk Halie Selassie sem hafði óbeit á röstum.
Jens Guð, 22.6.2009 kl. 00:38
Jens það væri vel þegið að fá að setja þá í minnið á tölvunni og ekki skemmir það fyrir að fá fleiri Reggí diska með einhverjum öðrum með.
Ég hef kynnt mér Rastafa aðeins og myndi mun frekar trúa á það heldur en kristna trú þá aðallega útaf marijúana reykingum sem þeir stunda mikið.
Hannes, 22.6.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.