20.6.2009 | 23:03
Mikilvægt að leiðrétta
Í helgarblaði Fréttablaðsins er sagt frá nýafstaðinni leit að bestu íslensku plötunum. Þar segir:
"Dr. Gunni birtir á vinsælli síðu sinni á Netinu athyglisverðan samanburð: Nýjan lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar sem kjörnar voru á Tónlist.is og svo sambærilegan lista sinn yfir bestu plötur aldarinnar eins og hann var í bók Dr. Gunna "Eru ekki allir í stuði?" árið 2001. Þetta eru merkilega líkir listar nema að mestallt pönkið sem hinn afkastamikli tónlistargagnrýnandi úr Kópavoginum og einn áhrifamesti umfjallandi um íslenska rokktónlist hefur haldið svo mjög á lofti í gegnum tíðina; Fræbbblar, Ham, Rokk í Reykjavík og Geislavirkir Utangarðsmenn eru nú horfnir af lista. Hvað sem það svo segir manni nema þá kannski að sögufræg pönkgigg í Kópavogsbíó í denn eru á leið inn í gleymskunnar dá?"
Þarna er vísað til hinnar skemmtilegu bloggsíðu www.this.is/drgunni. Verra er að þarna gætir ónákvæmni. Fræbbblar, Ham, Rokk í Reykjavík og Geislavirkir Utangarðsmanna eru fráleitt horfnir af lista. Að vísu eru þessar hljómsveitir og platan Rokk í Reykjavík ekki í neinu af 20 efstu sætum. Þannig að texti Jakobs Bjarnar Grétarssonar er ekki beinlínis rangur - ef miðað er við 20 efstu sætin. Hinsvegar er platan Geislavirkir með Utangarðsmönnum í 21. sæti, Rokk í Reykjavík í 32. sæti og Lengi lifi með Ham í 39. sæti. Sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/898725/.
Til að gera sér grein fyrir stöðunni þarf að hafa í huga að frá því rokkbók Dr. Gunna kom út hafa rutt sér leið í efri sæti nýrri plötur með Sigur Rós, Emilíönu Torríni og Mugison. Það er þess vegna rökrétt - en kannski ekki sanngjarnt - að pönkið sígi örlítið á listanum.
Á myndbandinu hér fyrir ofan flytja Fræbbblarnir frábæru eitt af lögum sínum í Rokki í Reykjavík. Athugið að það er heppilegra að smella bara einu sinni á myndbandið. Ef tvísmellt er á það kemur upp "error". Svo er bara að stilla hátalara á hæsta styrk. Hér er annað myndband með Fræbbblunum úr Rokki í Reykjavík:
Og hér eru Fræbbblarnir 27 árum síðar að kráka lag frá bandarísku pönksveitinni The Ramones, KKK took my Baby Away:
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 21.6.2009 kl. 01:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
Nýjustu athugasemdir
- Undarleg gáta leyst: Nú er fólk að gera upp árið og sumir opinberlga. Kata Jak fór í... Stefán 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: Stefán, ég missti af Kryddsíldinni. Ég tek undir þín orð um g... jensgud 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: Sigurður I B, sagan er góð og hæfilega gróf. Þannig má það ve... jensgud 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: ,, Undarleg gáta leyst ,, var sagt í hópi sem var að horfa á Kr... Stefán 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: Þetta minnir mig á söguna um 16ára strákinn sem var mjög dapur ... sigurdurig 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: Jóhann, ég óska þér og þínum sömuleiðis allra bestu heilla á n... jensgud 31.12.2024
- Undarleg gáta leyst: Æ.æ já "blóðskömm" getur líka átt sér stað í dýraríkinu..... É... johanneliasson 31.12.2024
- Lífseig jólagjöf: https://www.hringbraut.is/frettir-pistlar/yfirgengilegustu-orlo... Leppalúði 31.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 97
- Sl. sólarhring: 569
- Sl. viku: 767
- Frá upphafi: 4117056
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 610
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Kátir piltar hins vegar að falla í gleymskunnar dá frekar kannski!?
En asskoti ertu orðin glúrin félagi, farin að henda inn vídeóum og alls kyns klippum og eftir kúnstarinnar reglum, mætti halda að þú værir gengin í barndóm blessaður karlinn!?
Magnús Geir Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 23:19
Maggi, ég er einhver mesti klaufi/skussi sem ég þekki varðandi allt sem lýtur að tölvum. Ég er gjörsamlega úti að aka á því sviði. Þar fyrir utan er ég haldinn einskonar tölvufælni. Kem mér hjá því að "gúgla" og nota tölvu nánast einungis til að skiptast á tölvupósti og blogga. Með hjálp góðra manna hefur mér þó tekist að læra að finna myndbönd á youtube og setja inn á bloggið. Uppskriftin er sú að þegar á youtube hefur fundist myndband þá smellir maður á "copy" í slóðina efst og á stjórnborðinu þegar færsla er skrifuð smellir maður á youtube. Þá opnast gluggi. Þar "paste" ar maður slóðina og myndbandið er komið inn.
Jens Guð, 20.6.2009 kl. 23:57
Varðandi Káta pilta þá hef ég lúmskt gaman að þeirri hljómsveit. Hún á ekki erindi á lista yfir bestu íslenskar plötur. En er engu að síður skemmtileg.
Jens Guð, 20.6.2009 kl. 23:59
Hélt að enginn ætlaði að koma með þetta! Ætlaði að fara að leiðrétta þetta sjálfur rétt áður en ég sá þig vera búinn að því.... Takk félagi!
Siggi Lee Lewis, 21.6.2009 kl. 01:37
Siggi Lee, ég vissi ekki að ég væri að leiðrétta þetta. Ég hélt að þetta væri framhjáhlaup án leiðréttingar.
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 01:43
Takk fyrir þetta Jens minn og já, það er ýmislegt hægt að gera og læra með hjálp góðra manna!
Pínulítil íllkvittni í mér þarna áðan með KP, Jakob er mikill æringi og á skilið svona húmor fyrst hann missteig sig í greininni. En ég deili þessari ánægju þinni af piltunum, á báðar plöturnar reyndar!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2009 kl. 03:29
hehehe Góður Jens
Ómar Ingi, 21.6.2009 kl. 13:48
Maggi, eitt það góða við bloggið er að þar fær maður ráð og leiðbeiningar. Þegar ég byrjaði að blogga kenndu aðrir bloggarar mér hvernig ljósmyndir eru settar inn í bloggfærslur, hvernig virkja á tónspilarann og sitthvað fleira.
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 20:08
Ómar Ingi, takk fyrir hólið.
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 21:07
fræbbblarnir eru stakir snillingar
Brjánn Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 22:29
Brjánn, þegar íslenska pönkbylgjan gekk yfir um og upp úr 1980 var ég ekki mikill Fræbbblaaðdáandi. Hafði meira gaman að Utangarðsmönnum, Vonbrigðum, Purrknum, Sjálfsfróun og slíkum hljómsveitum. Ég veit ekki hvort það eru Fræbbblarnir sem hafa breyst, tíðarandinn eða þó líklegast er það ég sjálfur sem hef breyst. Ég er kominn með ofurdálæti á Fræbbblunum á gamals aldri. Hreinlega elska þá hljómsveit. Finnst hún vera ein flottasta hljómsveit íslensku rokksögunnar.
Kannski spilar inn í að á upphafsárum Fræbbblana tók ég viðtal við hljómsveitina og ætlaði að birta í pönkblaði sem ég ritstýrði, Halló. Útgefandi blaðsins fór á hausinn áður en viðtalið birtist. Útgefandinn seldi til annarra blaðaútgefenda ýmislegt efni sem ég hafði skrifað fyrir Halló og fleiri blöð. Viðtalið við Fræbbblana endaði hjá klámblaði sem ég man ekki hvað hét. Kannski Tígulgosinn eða Spaðagosinn.
Strákunum í Fræbbblunum var misboðið. Þeir helltu sér yfir mig í fjölmiðlum með skömmum. Hringdu líka í mig með skömmum. Ég var þó saklaus af því hvar viðtalið birtist. En eftir á að hyggja hljóp klárlega í mig kergja yfir þessum viðbrögðum Fræbbblanna. Mér þótti það ekki passa við pönksveit að taka hlutina svona hátíðlega.
Þetta var á unglingsárum okkar allra og stemmning pönksins sveif yfir vötnum: Ungir kjaftforir menn og það allt. Síðan höfum vil orðið eldri og þroskaðri en sameiginlegur áhugi á pönki hefur ekki elst af okkur. Gamlar væringar eru fyrir löngu síðar horfnar út í veður og vind. Að minnsta kosti hvað mig varðar. Eftir stendur að ég er í hópi harðlínu aðdáanda Fræbbblanna. Frábær hljómsveit sem ég hampa við hvert tækifæri.
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 23:47
Hó,
Það hefur auðtivaðt sitt sögulega gildi að hafa verið í Tígulgosanum - man ekki, eða skil ekki, svona eftir á, hvers vegna þetta fór svona í taugarnar á okkur - hefðum betur haft húmor fyrir þessu þá og jafnvel átt að spila á þetta - en eins og þú segir, okkur var mikið niðri fyrir!
Valli, Fræbbblum
Valgarður Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:29
Sæll herra Jens Guð!
Hvaða þvættingur er þetta að tala um einhverja leiðréttingu? Á síðu sinni bar dr. Gunni saman topp 20 frá því sem var í bók hans Eru ekki allir í stuði og svo topp 20 eins og hann lítur út nú samkvæmt tónlist.is. Listarnir eru nánast eins - og er þá vitaskuld verið að tala um topp 20 eins og Gunni ber þá saman - nema pönkið er horfið að mestu. Téðar plötur eru þannig horfnar af umræddum topp 20 lista. Hvað er eiginlega málið? Þetta er ekki einu sinni hártogun eða útúrsnúningur hjá ykkur pönkaðdáendum, heldur hreinlega bull.
Kveðja,
Jakob
Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:02
Ps. Og vissulega er það skandall að KP skuli ekki eiga plötu á lista :)
Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:04
Nota bene. Eitt enn til að fyrirbyggja allan misskilning. Sjálfur var ég upp á mitt besta á pönktímanum og Rokk í Reykjavík hlýtur auðvitað að teljast ein besta plata ever - hún náði að dekka þennan tíma merkilega vel. Þeysararnir náttúrlega yfirburðaband. En því miður verða menn að bíta í það súra epli að pönkið virðist ekki ætla að lifa.
Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:10
Valli, við tókum okkur allir of hátíðlega á þessum árum. Pönksenan var að taka yfir og við höfðum efni á að taka okkur hátíðlega. Þannig lagað. Ég man líka eftir hluta pönksenunnar sem hafði allt á hornum sér gagnvart Utangarðsmönnum og Egói. Sökuðu þessar hljómsveitir um "sell out" og eyðileggja senuna með poppi. Það voru fleiri hljómsveitir í senunni gagnrýndar. Það var togstreita og spenna í gangi. Vegna þess að allt var í gangi og við ungir og óþroskaðir. Það er bara gaman að rifja þetta upp núna. Sprenghlægilegt.
Jens Guð, 24.6.2009 kl. 23:09
Jakob, listinn yfir bestu plöturnar spannar 50 plötur - þó þú hafir lagt út af 20 efstu plötunum. Ég er í vörn fyrir pönkið og er mikið í mun um að því sé haldið til haga að pönkið sé í góðu yfirlæti á listanum yfir bestu íslensku plöturnar. Ég gætti sanngirni, eins og mér er tamt, með því að taka fram að texti þinn í Fréttablaðinu væri ekki rangur - um leið og ég greindi skilmerkilega frá því að pönkplötur væru í hávegum á listanum yfir bestu íslensku plöturnar. Það er hvorki hártogun eða bull heldur staðreynd. Ljúf staðreynd.
Það er jafnframt staðreynd að pönkið lifir. Á síðari hluta áttunda áratugarins var ónefndum blaðamanni DV mjög áfram um að telja mönnum trú um að pönkið væri dautt. Þá átti pönkið eftir að ná hæstu hæðum og við Smári Valgeirsson fundum upp orðið skallapopp þeim ágæta manni til heiðurs.
Jens Guð, 24.6.2009 kl. 23:24
Sammála þér Jens ég var ekkert hrifinn af Fræbbblunum þegar að pönkið var upp á sitt besta. Svo fór ég að hlusta á fræbbblana og þeir eru klárlega ein af okkar bestu pönksveitum, reyndar með t.d. Íkarusi og einhverjum fleirum. Og platan dót með fræbbblunum kom mér verulega á óvart og dettur hún stundum undir geislann. Svo er pönkið ekki dautt, t.d. varð það að grunce (Nirvana og fl.) Pönkið verður alltaf til á meðan að drulla eins og lekur úr útvarpsstöðvum landsins s.s. FM og fleiri stöðvum.
þorsteinn (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 21:44
Þorsteinn, ég tek undir að Íkarus átti einnig til góða spretti. Ég er grútspældur yfir að einungis lögin sem Megas söng með Íkarusi hafi komið út á diski. Reyndar er ég ánægður með að þau lög hafi verið gefin út á diski. En ég sakna laga eins og Hvíti hesturinn.
Pönkið hefur orðið það lífseigt (rösklega þrítugt) að það mun lifa um aldir. Og blessunarlega Fræbbblarnir líka.
Jens Guð, 3.7.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.