9.7.2009 | 22:19
Mikilvægt að leiðrétta
Dr. Gunni er bráðskemmtilegur penni, flottur tónlistarmaður og vel vakandi öflugur neytendafrömuður. En enginn er alltaf fullkominn. Bakþankar Fréttablaðsins í dag eru skrifaðir af Dr. Gunna. Þar veltir hann ýmsu fyrir sér og spyr margs. Þar á meðal hvers vegna engin fiskbúð sé á Akureyri.
Þetta er villandi spurning. Á Akureyri er að finna eina bestu fiskbúð landsins. Hún heitir Heimur hafsins og er staðsett á Tryggvagötu 22, við hliðina á Axels bakaríi. Síminn er 578 6400. Orðstír Heims hafsins nær langt út fyrir Eyjafjörð. Matgæðingar úr Skagafirði og Þingeyjasýslu sækja stíft í þessa frábæru fiskbúð.
Nú standa sumarfrí og hringferðir Íslendinga sem hæst. Það er hið versta mál ef ferðamenn úr öðrum landshlutum keyra í gegnum Akureyri standandi í þeirri trú að þar sé engin fiskbúð.
Heimur hafsins er í eigu Hallgríms Guðmundssonar, fyrrum aðstoðarmanns Sigurjóns Þórðarsonar fyrrverandi alþingismanns, og Huldar S. Ringsted snyrtifræðings. Þau heiðurshjón eru bæði harðlínu andstæðingar kvótakerfisins.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Samgöngur | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
Nýjustu athugasemdir
- Kallinn sem reddar: Já Jens, ég var að lesa ljóðabók eftir Ólaf Hauk og fannst þess... Stefán 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: Grímur, svo sannarlega rétt hjá þér. jensgud 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: Sumum tekst að sameina notagildi, gæði og fallega hönnun - en þ... grimurk 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: Stefán, ég kveiki ekki á perunni. jensgud 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: ,, Ég kýs ljótasta húsið í borginni og þú andar á það. Húsið fý... Stefán 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: Ingólfur, takk fyrir skemmtilega frásögn. jensgud 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: Mér finnst að maður eigi ekki að hrósa sjálfum sér nema hóflega... ingolfursigurdsson 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: Jóhann, segðu! jensgud 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: "Oft er kapp best með forsjá" eins og Stefán bendir svo vel á..... johanneliasson 5.2.2025
- Kallinn sem reddar: Stefán, ég þarf að tékka á Bítinu. jensgud 5.2.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 565
- Sl. sólarhring: 569
- Sl. viku: 1298
- Frá upphafi: 4124142
Annað
- Innlit í dag: 481
- Innlit sl. viku: 1095
- Gestir í dag: 453
- IP-tölur í dag: 449
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Asskoti gott hjá þér að leiðrétta þetta, meiriháttar "Feill" hjá rokkdoksanum, hann sem á nú ættir hingað blessaður í aðra ættina, ef mig misminnir ekki!
Fiskbúðir hafa reyndar komið mjög og farið í bænum svo ég man, til gamans þá byrjaði nú Kjarnafæðiævintýrið hjá bræðrunum þar einmitt með búð sem var svona sambland af gamaldags fiski- og kjötbúð hérna lengra út í Þorpi!Skammaðu Gunnar bara frá mér fyrir þetta ef þú rekst á hann!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2009 kl. 22:51
Skemmtilegt að vita að fólk sé til í að keyra langar leiðir til að fara í fiskbúð.
Hannes, 9.7.2009 kl. 23:14
þetta er nú svosem ekki stór feill.. búðin opnaði ekki fyrr en í vor og akureyri hefur verið annálaður fyrir fiskbúðaleysi árum saman.. ég sem sölumaður veit það vel því þeir láta mig óspart heyra að þetta öfunduðu þeir sunnanmenn af.. Þessi búð hefur því ekki verið kynnt nægjanlega.. e
Óskar Þorkelsson, 9.7.2009 kl. 23:29
.. annars er merkileg árátta norðanmanna að setja sellofan utanum allan andskotann.. í kjötborðum og fiskborðum...
Óskar Þorkelsson, 9.7.2009 kl. 23:29
Magnús Geir, mér rennur blóðið til skyldunnar. Huld er bloggvinkona mín.
Jens Guð, 9.7.2009 kl. 23:55
Hannes, Norðlendingar telja ekki eftir sér að skreppa á milli bæjarfélaga. Þar fyrir utan held ég að Heimur hafsins sé eina fiskbúðin á öllu Norðurlandi. Að minnsta kosti er engin fiskbúð í Skagafirði. Svo mikið er víst.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 00:01
Óskar, það er rétt að búðin var opnuð í mars. Síðan - í þessa hátt í fjóra mánuði sem hún hefur verið opin - hafa Norðlendingar um fátt annað talað og skrifað. Þegar ég "gúglaði" nafn búðarinnar komu upp nálægt 7 þúsund niðurstöður.
Ég er svo sem ekkert að álasa Dr. Gunna að vita ekki af búðinni. Hinsvegar þykir mér brýnt að þetta sé leiðrétt.
Akureyringar umgangast mat af mikilli snyrtimennsku. Þeir spara hvergi við sig sellofan, álpappír, plastpoka og einnota hanska. Þess vegna fær enginn matareitrun af norðlenskum mat.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 00:13
Jens, það er greinilegt að þú ert of fljótur á þér að tengja 7 þúsund niðurstöður við nafn fiskbúðarinnar, þar sem þær eiga ekki við fiskbúðina sjálfa nema að litlum hluta eða u.þ.b. 47 leitarniðurstöður.
En með réttum leitarstreng færðu færri niðurstöður samanber; Results 1 - 47 of 47 for Heimur hafsins fiskbúð. (0.58 seconds)
En hún er ekki alveg óþekkt semsagt. ;)
kveðja þj
Þórður J (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:39
Þórður, takk fyrir þennan fróðleik. Ég kann ekkert á "gúglið". Mér dugði að "gúgla" nafnið til að ná í mynd af eða úr búðinni. Ég þurfti ekkert að skoða neitt annað. En sýndist í fljótu bragði að allar niðurstöður á fyrstu síðu væru um fiskbúðina. Annars skiptir það litlu máli. Það sem málið snýst um er að leiðrétta að ekki sé fiskbúð á Akureyri. Akureyringar og Norðlendingar almennt eru rosalega stoltir af þessari fiskbúð.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 01:01
Þetta eru vel snyrt flök.
Þorsteinn Briem, 10.7.2009 kl. 02:12
Rúnar, ég er svo fattlaus að mér tekst ekki að lesa "kommentið" þitt. Eða réttara sagt þá tekst mér að lesa orðin en næ ekki að setja þau í samhengi. Einn kunningi minn, sem er sálfræðingur, kíkti á þetta og telur sig geta fundið eitthvað út úr þessu. Hann ætlar að vinda sér í það í sumarfríinu. Hann segist vera þaulvanur að ráða svona flóka. Hann lítur á það eins og skemmtilega gestaþraut og ætlar ekki að rukka mig neitt fyrir - þó hann reikni með að þetta sé 2ja - 3ja daga vinna.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 10:56
Steini, gaman að þú sért aftur kominn á stjá. Flökin eru í stíl við annað í þessari snyrtilegu fiskbúð.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 10:59
Ég mæli hiklaust með disknum hans Rúnars Hart fyrir fólk sem kann að meta algjörlega innihaldslausan hávaða gjörsneyddan öllu sem tónlist getur kallast og skilur ekkert eftir sig nema grænar bólur ...
Stefán (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 11:12
Stefán, lýsingin bendir til þess að þetta sé eitthvað vinsælt á Effemm957.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 11:26
Jensinn minn. Annar eigandinn er snyrtifræðingur og kann því að snyrta flök.
Einkennilegt hversu fáar fiskbúðir eru í landi, þar sem þjóðin lifir aðallega á sjávarútvegi.
En þetta er mjög girnilegt hjá þeim Hallgrími og Huld og búðin heitir þar að auki íslensku nafni.
Og Ringsted-stelpurnar eru eftirsóttar.
Þorsteinn Briem, 10.7.2009 kl. 11:58
Steini, ég tek undir með þér að einkennilegt sé hversu fáar fiskbúðir eru á landinu. Ég hef líka undrast hve erfitt er að fá fisk á veitingahúsum í sjávarþorpum landsins yfir vetrartímann. Þar er bara boðið upp á hamborgara, pizzur með pepperoni, beikon og egg, pítu með buffi og franskar. Mikið af frönskum.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 12:16
Hvar ætli sé hægt að heyra sýnishorn af disknum hans Rúnars? Kallinn er ekki með virkan tónspilara á blogginu sínu.
Sveinn (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 12:42
Það er líka svakalega dýrt að kaupa í matinn í litlum bæjum hérlendis, til dæmis á Dalvík, og Dalvíkingar fara oft til Akureyrar til að kaupa í matinn í Bónus. Og ekki minnka innkaup Húsvíkinga þar þegar göngin undir Vaðlaheiði eru komin.
En hér í Vesturbænum í Reykjavík er reyndar mjög góð og vinsæl fiskbúð.
Ég hef fengið mjög góðan fisk á veitingahúsum inni í miðju Frakklandi. Í einu þeirra voru bara sex borð en það var mjög eftirsótt.
Þorsteinn Briem, 10.7.2009 kl. 13:25
Hvar er Rúnar?
"Rúnar, ég er svo fattlaus að mér tekst ekki að lesa "kommentið" þitt. Eða réttara sagt þá tekst mér að lesa orðin en næ ekki að setja þau í samhengi."
Hver er Rúnar?
Hvar er Rúnar?? (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:42
Sveinn, mér skilst að platan fáist á plötumarkaði sem maður að nafni Ási setur stundum tímabundið upp, hér og þar um höfuðborgarsvæðið. Síðast í Fellsmúlanum (við hlið Góða hirðisins).
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 23:47
Steini, í Kaupmannahöfn er bar sem heitir "Minnsti bar í heimi" (man ekki hvort nafnið er á ensku eða dönsku). Þar eru bara 2 eða 3 sæti. Þau eru yfirleitt upptekin.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 23:51
Hvar er Rúnar??, ég veit ekki hvað hefur orðið um "komment" Rúnars Hart. Ég hef ekki fjarlægt það. Ég þarf að kanna málið.
Jens Guð, 10.7.2009 kl. 23:58
Ég skoðaði í stjórnborðinu listann yfir athugasemdir. Athugasemd Rúnars Hart er horfin þaðan. Ég hef ekkert farið í stjórnborðið fyrr en núna og hef ekki hugmynd um hvernig athugasemdin getur hafa gufað upp.
Ég á hana hinsvegar í e-maili:
Ný athugasemd hefur verið rituð við færsluna "Mikilvægt að leiðrétta" á
jensgud.blog.is.
Höfundur: Rúnar Hart (http://hart.blog.is/)
Athugasemd:
Sæll. Jens..ertu sá maður er gerir betur , eða ert þú sá er segir frá.ertu,
og eða áttuí eviðleikum ?
Segðu fólkinu á blogginu frá þessum disk....Rúnar Hart- með þér, ef að þú
veist hvað það er.
Reyndar er hann hvergi til, vegna óreglu fyrirtækja.
Aðeins heimskur maður þykist vita allt, getumeiri sjá um aðra, sem og
sjálfann sig.
Annars láttu þér líða vel,en líttu í spegill annað slagi, þar ert þú.
Ég óska þeim er reka og eiga þessa fiskbúð alls hinns besta, og ég tók
fullann þátt í því að búa til nafn, enda var málefnið áhugavert ólíkt því
er gengur yfirleitt.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 00:07
Maður hefur heyrt það að þessi fiskbúð sé annáluð fyrir að vera með ferskt og gott hráefni á boðstólnum.
Sigurður Þórðarson, 11.7.2009 kl. 00:18
Göng eða ekki göng, Húsvíkingar þurfa ekki til Akureyrar að kaupa fisk í matinn. Þeir eiga alveg afbragðs fiskbúð :)
Gunna (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:34
Siggi, ég hef sjálfur ekki komið í þessa fiskbúð en heyrt mörg lofsyrði um hana. Mér er líka kunnugt um að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands gefur henni hæstu einkunn.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 00:56
Gunna, bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 00:57
Ég fékk símtal áðan frá kunningja. Hann stakk að mér að ritstjórn mbl.is hafi sennilega fjarlægt athugasemd Rúnars Hart og þá líklega að hans beiðni.
Það er hugsanlegt. Þó þykir mér það einkennilegt. Frá því ég byrjaði að blogga fyrir röskum tveimur árum hefur ritstjórn mbl.is nokkrum sinnum beðið mig um að fjarlægja athugasemdir sem birst hafa á bloggi mínu. Í þeim tilfellum hefur verið hringt í mig og erindið ítrekað eða staðfest með tölvupósti. Það hefur ekki gerst í þessu tilfelli. Athugasemd Rúnars Hart hvarf bara án nokkurs aðdraganda eða skýringar.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 01:06
Rúnar hefur farið í hart.
Ég þekki fólk sem bjó á Hvammstanga en það fór til Reykjavíkur fyrir hverja helgi til að kaupa í matinn, meira að segja áður en Hvalfjarðargöngin komu.
Þorsteinn Briem, 11.7.2009 kl. 11:18
Sonur minn kallaði Hvammstanga alltaf Komstþangað.
"Hvenær komum við til Komstþangað?" spurði hann.
Þorsteinn Briem, 11.7.2009 kl. 14:31
Thegar ég les thad sem Rúnar skrifadi, detta mér thessi ord í hug: ÓSPEKTIR OG HNEYKSLI!
Hvar er Rúnar?? (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 17:50
Steini, hehehe! Hann var góður þessi hjá Alexander!
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 19:52
Hvar er Rúnar??, mér detta þessi sömu orð í hug. Skrítið.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 19:55
Ég fletti upp á bloggsíðu Rúnars. Henni hefur verið eytt.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 19:57
Rúnar hefur eytt bloggsíðu sinni og þar með hafa allar athugasemdir hans hjá öðrum horfið sjálfkrafa.
Þorsteinn Briem, 11.7.2009 kl. 20:19
Steini, þar með er gátan um dularfulla athugasemdarhvarfið leyst. Og það langt á undan deilunni um Icesave.
Jens Guð, 11.7.2009 kl. 21:36
Jamm, það er margt í mörgu, eins og konan sagði.
Hins vegar er búið að loka plötubúðinni sem synir hans Ása voru með í Fellsmúlanum við hliðina á Góða hirðinum.
Þorsteinn Briem, 11.7.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.